Alþýðublaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 10
Húseigendur. Onnumsi aliskonar vatns- og hitalagnir. HITALAGXIR h.f. Símar 33712 og 32844. Mmningarspjöid DAS iást hjá Happdrætti DAS, Vest- urveri, sími 17757 — Veiðafæra- verzl. Verðanda, sími 13786 — Sjómannafélagi Reykjavíkur, *ími 11915 — Jónasi Bergmann, Háteigsvegi 52, simi 14784 — Bókaverzl. Fróða, Leifsgötu 4, SÍmi 12037 — Ólafi Jóhannss., Rauðagerði 15, sími 33096 — Nesbúð, Nesvegi 29 — Guðm. Andréssyni, gullsmið, Laugavegi SO, sími 13769 — í Hafnarfirði f Pósthúsinu, sími 50267. Áki Jakobsson Og Hrisfján Eiríksson hæstaréttar- vg héraðs- dómslögmenn. Málflutningur, innheimta, samningagerðir, fasteigna- og skipasala. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. Bifreiðasalan og leigan Ii9 Sími 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra úr val sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningaxsvæði. Bifreiðasalan og leigan Ingóifssiræti 9 Sími 19092 og 18906 #■1 Hjólbarðar og slöngur 500x16 550x16 560x15 590x15 600—640x15 600x16 650x16 Garðar Gíslason Hverfisgötu 4. Keflvíkingar! Suðurnesjamenn! Innlánsdeild Kaupfélags Suðurnesja greiðir vður hæstu fáanlega vexti af innstæðu yðar. Þér getið verið örugg um sparifé yðar hjá oss. Kaupféiag SufSurnes]a, Faxabraut 27. Sigurður Ólason hæstaréttarlögmaður, o g Þorvaldur Lúövíksson héraðsdómslögmaður Austurstræti 14. Símj 1 55 35. Leiðir allra, sem ætla að kaupa eða selja B f L liggja til okkar Biiasalan Klapparstíg 37. Sími 19032. H úsnæðismiðlunin Bíla og fasteignasalan Vitastíg 8A. Sími 16205. Samúðarkort Slysavarnafélags íslands kaupj flestir. Fást hjá slysavarnadeild- um um land alit. í Reykjavík ! Hannyrðaverzl. Bankastræti 6 Verzl. Gunnþórunnar Halldórs- dóttur og í skrifstofu félagsins Grófin 1. Afgreidd í síma 14897 Heitið á Slysavarnafélagið. — Það bregst ekki. LEIGUBILAR Bifreiðastöð Steindórs Sími 1-15-80 Bifreiðastnð Reykjavíkur Sími 1-17-20 VIKAHI BLAOID YKKAR 3,0 14. jan. 1959 — Aljiýðublaðið Friðarkokkteill Framhald af 4. slðu. um við nú, hvort nokkur stjórn málamaður væri af tilviljun viðstaddur, og kom þá svar frá þréklegum miðaldramanni á kafi í vindilkófi: „Já, hérna áður í Berlín. Þar var ekki þokusúld eins og við Rín og göturnar breiðari. Og þar var samkvæmislíf. Þar hittust all- ar stéttir. Og kynningin var ekki yfirborðsleg innan um glóandi reykfæri, freyðandi kampavín; menn hittust ekki aðeins til að hafa gagn hvor af öðrum, menn vissu deili hvor á öðrum og leituðu jafningja sinna og rýninna skoðana- bræðra. Iðnaðarjöfrarnir voru ekki álitnir sjálfselskir, fagrar og andríkar konur ekki léttúð- ugar. Jafnvel íþróttamenn voru vel séðir. Svona var Berr lín. En svona er ekki Bonn. Hér hefur enginn tíma. Og fáir hafa húspláss.“ Þannig fórust hinum virðu- lega diplómat orð. Bars nú tal- ið að þinginu í Bonn. Það sýndi sig, að meira en helmingur þingmanna allra flokka virtist hvorki vera áhrifamenn né skapmenn. Og með tilliti til rausnarlegs þingfararkaups mundi margur segja, að þeir væru bæði ofmetnir og ofborg- aðir. Hinsvegar eru líka aðrir þingskörungar, sem vinna mik- ið starf — nú um tíu ára skeið. Þeir eru þreyttir. Sé laust kvöld, sitja þeir heima í stað þess að sækja leikhús eða kon- sert, rýna í avísblöð og eru sár- fegnir að enginn fundur eða boð standa í minnisbókinni. „Hvers konar boð eru þetta“, gellur við júgóslavneskur fé- lagi minn. „Nú-nú, einskonar samstand í sendisveitarbústöð- j um, því engum er boðið sæti. j Frakkanum er fleygt í geymslu, maður tekur í margar hendur og stympist áfram, því þétt er staðið við garðann. Sopið er á viskí eða tómatsaft, vísíttkort- um útbýtt, maður mælir sér mót, sem flestir gleyma, og kveður síðan.“ En nú kveðjum við líka þenn- an vinsamlega og kurteisa mann, því að á dagskrá okkar stendur móttaka á heimili þekkts tónvísindamanns í Bonn, einhverskonar partí. Þetta er engin sendiherra- höll. Bara borgaralegt hús með miklum trjágarði allt í kring. Þegar inn er komið úr forstofu með heljarstórri höggmynd af Beethoven verður fyrir bar á hægri hönd. Vegna plássleysis hafði verið sett upp stokka- grind fyrir framan eldhúsdyrn- ar, og aftan við hana stóð mix- ari og bauð vínföng. Til þess að gefa þéssum bar líklegan baksvip höfðu brúnir eikar- skápar verið færðir úr stofu til eldhúss. Húsfrúin, elskuleg og aðlaðandi, býður gesti vel- j komna og örvar þá til að prófa nýjan kokkteil, sem hún hafi I látið blanda eftir eigin upp- j skrift. „Ég ætlaði að skíra þenn | I an nýskapaða drykk „friðar-! kokkteil“wen þessi Chruschtsc- how gerði mér þá óvænt strik í reikninginn“, bætir maddam- an við. Margir brosa að gaman- J semi hennar og gæða sér á vænni veig. Hér er glatt á hjalla, ýmsir syngja og spila. Margvíslegir þjóðtónar heyr- ast. Og allir eru í essinu sínu. Norrænir, rómanskir, slafnesk- ir og engilsaxneskir tónar blandast saman í volduga hljómkviðu. Hér ríkir bróður- I hugur og einlægni í hverjum j barmi. Og þegar við yfirgefum þetta gestrisna heimili og höld-1 um í kvöldkyrrðinni niður að' spegilsléttu Rínarfljóti, þá seg- ir grískur félagi við mig þessi ógleymanlegu orð, um leið og við horfum með kærleiksbland- inni virðingu á risavaxna styttu af Beethoven: „Bara að músík- in fengi að ráða. Þá héldist alltaf friður í heiminum". Dr. Hallgrímur Helgason. Kongó Framhald af 5. síðu. oft komið til átaka með Belgíu mönnum og innfæddum og frá 1921 hafa 37 000 Kongó- menn verið fangelsaðir fyrir óeirðir (1956 voru 5000 slíkir fangar í Kongó). En þessir ó- eirðarseggir voru ekki þjóð- ernissinnar f þeirri merkingu, sem nú er venjulegast að leggja í það orð. 1 langflest- um tilfellum var um að ræða menn frá afskekktum þjóð- flokkum haldna trúarofstæki og hatri á hvítum mönnum, sem þeir álíta diöfla. Þar voru j engir verkamenn, iðnaðar- ' menn éða kaupmenn. sem eru sterkasta aflið í þjóðernis- hreyfingum annars staðar í Afríku. En nú er slík hreyfing risin upp í Kongó. Er það hin svo- nefnda Abakohreyfing, sem heitir fullu nafni: Menningar- samband borgara í Neðra Kongó. Hefur hún einkum fylgi í héruðunum kringum Leopoldville, sem er þróað- asti hluti landsins. Leopold- ville er við Kongó. Hefur það haft mikil áhrif á hina síð- ustu þróun Kongó. Abakoflokkurinn krefst al- gjörs sjálfstæðis fyrir Kongó, og vill tengja belgíska Kongó franska Kongó og Angólu, sem er f eigu Portúgala. Ekki er vitað, hversu mikið fylgi Abakoflokkurinn hefur. En hitt er víst, að óeirðirnar í Leopoldville marka tímamót í sjálfstæðisbaráttu Afríku- þjóða. Bylgja þjóðernisstefn- unnar er skollin yfir Kongó, og hefur þar með náð hinni svörtu Afríku og færist æ sunnar. Má ég svara ... Framhald aí 5. síðu. ljóðsins á umræddu áraskeiði. Fulltrúar gamla og nýja tímans eru hér saman á þingi, og mörg kvæði bókarinnar hljóta að teljast athyglisverður og skemmtilegur skáldskapur. Mér kom þetta ekki á óvart, því að ég tel vafalaust, að íslendingar eigi margt góðra ljóðskálda. Og ég treysti þremenningunum full komlega til að velja kvæðin rétt látlega samkvæmt skoðun sinni og mati, en annars verður ekki krafizt. Auðvitað finnst einhverj um valið aðfinnsluvert eins og Hirti Guðmundssyni, og fleiri sjónarmið en hans koma sjálf- sagt til greina. En þetta myndi hafa komið á daginn, hverjir sem valið hefðu. Og satt að segja gegnir furðu að gagnrýna Gils, Guðmund og SÞórarin vegna aukaatriða, en láta aðalatriðin liggja í láginni. Isiendingar þykja of tómlátir í afstöðu sinni til samtíðarskáld- anna. Víst mun það satt og rétt, að margar ágætar ljóðabækur fari fyrir ofan garð eða neðan hjá almenningi, enda úr miklu að velja og deilurnar um ljóð- stefnurnar oft cg tíðum fjarrí lagi. Menntamálaráð vildi hlut- ast til um að koma sýnisbók þess ari á framfæri við stóran les- endahóp til að kynna þjóðinni skáldin og ljóðin. Þáttur minn i útgáfu bókarinnar var sá einn að koma þeirri hugmynd í fram kvæmd. Og hann er vonandi ekki stórhneykslanlegur, þó að Hirti Guðmundssyni renni l skap við mig vegna fjarveru Gunnars Dal á þessu bókarþingi. Hún er mér hvorki að kenna né þakka. Og grunur minn er sá, að þremenningarnir muni einn- ig saklausari en Hjörtur Guð- mundsson ætlar. Ég.. trúi þvi ekki, að Gils, Guðmundur og Þórarinn telji ekki beztu kvséði Gunnars Dal frambærilegan skáldskap á borð við sumt ann- að í bókinni. Hins vegar finnst mér ýmislegt aðfinnsluverðara en fjarvera hans og vík kannski síðar að því við betra tækifæri. Nú strax get ég þó þakkað þre- menningunum fyrir ágætt starf, þegar litið er á aðalatriðin í vali þeirra. Mennirnir hafa sannar- lega ekki brugðizt trausti mínu. Helgi Sæmundsson. Ufsala Kápur kjólar peysur pils o. fl. Kápu og dömubúðin Laugavegi .15 V'ð þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför GEIRS G. ZOÉGA vcgamáiastjóra. Hólmfríður Zoega, börn og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför mannsins rníns, föður okkar, tengdaföður og afa. JÓNS BACH. Sérstaklega þakkir flytjum við stjórn S.jómannafélags Reykjavíkur fyriir auðsýndan heiður og samúð, ennfremur hjúkrunarfólki Elliheimil.sins Grundar fyrir hjúkrun og um- önnun alla. Jónína Jónsdóttir, Olga Jónsdóttir, Jón M. Jónsson. Héðinn Jónsson, Lilja Kiistinsdóttijf og barnabörn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.