Alþýðublaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.01.1959, Blaðsíða 1
rgjöl 10 visilðlusliga niðurfærsla f 175 itia! 40. árg. — Miðvikudagur 14. jan. 1959 — 10. +bl. í marz Úrslít í prófkjöri Preifafélagiim ökunn ÁKVEÐIÐ hefur verið að* biskupakjöi’i verði lokið 1. apr íl n. k. Er íalið, að kosningin muni standa í kringum 3 vikur, svo að kjörgögn verða væntan lega send út snemma marzmán aðar. KjörStjórn hefur þegar verið skipuð og eiga í henni sæti þess ir m,enn: Gústaf Jónasson ráðu neytisistjóri, sr. Sveinn Víiking ur biskupsritari og sr. Jón Þor varðsson. Sendir kjörstjórnin öllum prestvígðum mönnum1 kjörgögn. Prestafélagið hafði að venju prófkjör um biskupsefni en ekki hefur blaðið fengið fregn ir um úrslit þess.. Alliherjaralkvæða- greiðsia hjá Sjó- ntannafélagi Hafnarfjarðar FULLTRÚARÁÐ Sjómanna- félags íHafnarf jarðar kom saman sl. mánudagskvöld. Var ákveðið að láta fara fram alls herjaratkvæðagreiðslu báta- sjómanna í félaginu til þess að taka afstöðu til þess, hvort boða ætti verkfall vegna samn- ingana, en þeir voru felldir í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar. AtkvæðagJJtiðslan fer fram n.k. laugardag og sunnudag, ef ekkert óvænt kemur fyrir. Væntir fulltrúaráðið þess, að bátasjómenn taki allir þátt í at kvæðagreiðslunni. Sukielainen mynd- arminnihlufa- ifjórn í Finnlandi UHRO KEKKONEN forseti Finnlands fól í dag dr, Suksel- ainen formanni Bændaf lokks ins að mynda minnihlutastjórn í Finnlandi. Sukselainen brást skjótt við og birti ráðherralista sinn í kvöld. í stjórninni eiga Framhald á 3. siðu. Emil og Gylfi ræddu efnahags- cg ,,‘En í fyrra sagði hann allt annað”. Ingólfur Arnarson seldi afla sinn í Grimsby Um 160 leilir fyrir 11.600 pund TOGARINN Ingólfur Arnar- son, eign Bæjarútgerðar Reykja víkur, kom til Grimsby í Bret- landi í fyrrakvöld með um 160 lestir af ísfiski. Byrjaði hann að landa aflanum! á miðnætti í fyrrinótt og var áflinn, 2892 kit, seldur í gærmorgun fyrir 11. 593 sterlingspund. Er þetta í fyrsta sinn að ís- lenzkur togari selur afla í Bret landi síðan útfærsla fiskveiði landhelginnar kom til fram kvæmda. Síðast landaði íslenzk ur togari í brezkri höfn í fyrra r r* ■> vetur. Er þetta afar góð sala, sem jafngildir 135 þús. mörk um. Er verðið miklu betra á Bretlandsmar'kaðnum en í Þýzkaiandi, þar sem aflinn hér á heimaiTiiðum er mestmegnis þorskur, það litla sem fiskast, en Þjóð'verjar eru ekki sérlega hrifnir af honum. Vilja þeir heldur ufsa o« karfa. —- Togar inn ís'borg selur afla sinn í V. Þýzkalandí í dag. FUNDUR SKIPSTJÓRA, Skipstjórar og stýrimenn í Framhald á 2. síðu. SÚ LAUSN efnahagsmálanna, sem ríkisstiórnin er að undirbúa, mun verða heilbrigð og sterk, og mun gefa landsfólkinu mest í aðra hönd, engin verðmæti skulu brennd á verðbólgubálinu. sagði Emil Jónsson forsætisráðherra á geysifjölmennum fundi Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur í Iðnó í gærkvöldi. Þjóðin verður að gera upp við sig, hvort hún vill að þessi leið verði farin, sagði forsætisráherra. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra fluttj einnig fram sögiiræðu á fundinum og ræddi þær leiðir, sem nú blasa við í efnahagsmálunum. Gerði hann ítarlega grein fyrir öllum þeim tiiiögum, sem stjórnmálaflokkarnir hafa borið fram uwdan- forna mánuði og lýsti kostum og göllum þeirra. Staðnæmdist Gylfi helzt við bá hugmynd, að auk verulegrar niðurgreiðslu á lífsnauðsynjum gefi launþegaj. og bændur eftir um tíu vísi- tölustig, þannig að kaupgjaldsvísitalan verði færð alla leið nið- ur í 175 stig. Gerði hann ráð fyrir, að afla mætti þess fjár, séín þvrfti til slíkra aðgerða með raunhæfri áætlun á tekjum rík- isins að óbreyttum sköttum og tollum, og allmiklum niður- skurði á útgjöldum fjárlaga. ALÞÝÐUFLOKKURINN ALDREI SAMSTILLTARI. Á fundinum í Iðnó voru á fjórða hundrað manns. Setti Eggert Þorsteinsson, formaður Alþýðuflokksins, fundinn, sem hann kvað vei’a byrjun á kosningabaráttu flokksins í Reykja- vík á þessu ári tvennra kosninga. Síðan voru teknir 18 nýir féiagsmenn í Alþýðuflokksfélagið, Emil Jónsson forsætisráðherra sagði meðal annars í ræðu sinni, að Alþýðuflokkurinn hefði teflt djarft með myndun nú- verandi ríkisstjóxnar, en hann kvaðst ekki í annan tíma bafa orðið var við slíkan einhug hiá Alþýðuflokksfólki, sem í þessu máli. KAUPLÆKKUN FYRIR RÁÐHERRASTÓLA. Ernil Jónsson rakti allítar- lega aðdraganda stjórnarmynd- unarinnar. Kom fram hjá hon- um, að þegar það mál var á lokastigi, lcomu kommúnistar óg kváðust fúsir til að ganga inn á eftirgjöf vísitölustiga, efi þeir aðeins fengju að sitja á- fram í ríkisstjórn. Þetta var einmitt sama atriði, sem þeic Framhald á 2. síðu. Emil sagði, að engir samn- ingar hefðu verið gerðir milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins nema það, að sá síðarnefndi lofar að afstýra vantrausti á stjórnina, en stjórnin loíar að beita sér fyr- ir kjördæmabreytingu og kosn ingum á þessu ári. Óformlegra samstarf milli flokka getur varla hugsast, sagði Emil. Emil sagði um samstarf Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins, að Framsóknarmenn hefðu verið farnir að ganga fullmikið út frá því, að Alþýðu- flokkurinn mundi ekki koma fram sjálfstætt. Hins vegar hefði bandalag flokkanna ver- ið gert fyrir kosningarnar og stjórn að þeirn loknum ef meiri hluti fengizt, sem ekki varð. Framsóknarmenn kvað Emil hafa fengið stuðning sinn við Alþýðúflokkinn í kosningun- um borgaðan svo, að ekki þyrfti um að kvarta. HMHHMHHHtWWHMmUW ÞEIR Foster Dulles utan ríkisráðherra Bandaríkjanna og Neil McEIroy landvarna ráðhei’ra eru hér á m’yndinni ásamt W. Randolph Burgess. Myndin var tekin á NATO fundinum í vetur í París. — Fundurinn áltvað að sýna festu gagnvart Sovétríkjun um í Berlínarvandamálinu, samtímis því sem látin var í ljós samkomulagsvilji. WMWMMWWWWWWMWW Spánn fær lán ; i Bandaríkjunum Madrid, 13 jan, (Reuter). BANDARÍKJAMENN og Spánverjar undirskrifuðu í dag lánssamning þessara þjóða. —- Samkvæmt lionum veitá Banda ríkjamenn Spánverjum tæplega 100 míilljón dollara til kaupa á landbúnaðarvörum frá Banda ríkjunum o£ mega Spánverjar greiða það í spænskum gjald eyri. Spán'verjar kaupa jurtaolíu, bómull, tóbak, bygg, kjúklinga, og mjólkuraifurðir frá Banda ríkjunum,. EfnalhagSaðstoð Bandaríkj anna við Spán nemur nú rúm lega einum billjarð dollara. Er þá ekiki talin með hernaðarað stoð, sem nemur a. m. k. 40Ó milljón dollurum og kostnaður við 'byggingu herbækistöðva Bandaríkjanna á Spáni nemur 350 milljón dollurum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.