Morgunblaðið - 24.07.1990, Síða 1
1990
ÍWorgjtt»iMaS»íb
■ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ
BLAD
HEIMSLEIKAR FATLAÐRA
Olafur Eiríksson
setti heimsmet
Hefurfengið þrjú gull í sundi á Heimsleikum fatlaðra
ÓLAFUR Eiríksson setti heims-
met í sínum f lokki í 200 metra
skriðsundi á Heimsleikum fatl-
aðra í Assen í Hollandi í gær,
þegar hann synti á 2.13,21 mín.
og fékk þriðju gullverðlaun sín á
mótinu. Geir Sverrisson hafnaði í
15. sæti í þessu sama sundi. Lilja
M. Snorradóttir keppti í 200 metra
skriðsundi í gær og varð í öðru
sæti, á tímanum 2.35,05.
Islendingamir kepptu í hlaupi og
sundi um helgina. Á laugardaginn
keppti Ólafur í 200 metra fjórsundi
og varð fjórði (2.37,59); Halldór Guð-
bergsson varð fimmti í 200 metra
skriðsundi (2.39,35); Rut Sverrisdóttir
keppti í 200 metra skriðsundi og varð
í sjötta sæti (3.07,47); Lilja M. Snorra-
dóttir varð sjöunda í 200 metra fjór-
sundi (3.07,79); Geir Sverrisson varð
í 14. sæti í 200 metra fjórsundi
(2.51,40).
Á sunnudaginn varð Lilja í 2. sæti
í 100 metra baksundi (1.22,30) og hún
varð einnig í 2. sæti í 50 metra skrið-
sundi (33,07). Rut Sverrisdóttir varð
önnur 100 metra flugsundi (1.26,10);
Sigrún Pétúrsdóttir varð fimmta í 50
metra baksundi (1.31,35); Ólafur
Eiríksson varð sjötti í 50 metra skrið-
sundi (28,89); Halldór Guðbergsson
varð sjöundi í 100 metra flugsundi
(1.19,28). Þá keppti Haukur Gunnars-
son í 200 metra hlaupi og varð í þriðja
sæti á 26,50 sek.
Arnór Guðjohnsen með Anderlecht í úrslitaleik
Evrópukeppninnar í vor. '■
Amór metinn
á 150 milljónir
ARNÓR Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá
Anderlecht segir að allt sé í lausu lofti varð-
andi framtíð sína í Belgíu, en samningar
hafa ekki tekist með honum og stjórn And-
erlechts. Hann segist ætla heim til íslands
takist samningar ekki á næstu dögum.
4T
Eg efast um að það gerist nokkuð úr þessu
r enda orðið mikið kapphlaup um tíma að
íránast að hjá öðru liði. Nú er aðeins um einn
mánuður þar til deildarkeppnin hefst í flestum lönd-
um og er raunar þegar hafin í Frakklandi. Nú er
bara að bíða og sjá til, annars kem ég heim til
að æfa,“ sagði Arnór. Arnór sagði að hann
gæti ekki æft með liðinu vegna reglna sem kveða
á um að enginn leikmaður geti byijað að æfa
nema að hafa skrifað undir samning fyrir 22. júlí.
„Þetta er mjög bagalegt því ég verð að halda mér
í formi ef eitthvað skyldi koma upp á,“ sagði Arnór.
Hann sagði að Anderlecht gæti alltaf sett upp
verð fyrir<§ig sem áhugasöm lið réðu ekki við og
haldið þannig í sig. Anderlecht metur Arnór á
140-150 milljónir kr. Bæði NUrnberg og Bayern
Uerdingen sýndu Arnóri áhuga í júnímánuði og
taldi hann ekki útilokað að eitthvað gæti gerst í
þeim málum.
„Ætli ég æfí ekki með Stjörnunni ef ég kem
heim, eins og síðast þegar ég var í fríi heima,“
sagði Arnór.
HANDKNATTLEIKUR
Bandaríska lands-
liðið í 1. deild
í Tékkóslóvakíu!
Bandaríska landsliðið tekur þátt
í tékknesku 1. deildinni í hand-
knattleik næsta vetur. Þetta hljóm-
ar ef til vill nokkuð undarlega, en
er þó engu að síður
sannleikur. Þar sem
enginn deildar-
keppni á sér stað í
Bandaríkjunum hef-
ur liðið verið saman í Colorado
Springs og æft svo mánuðum skipt-
ir, og getur nánast ekkert leikið
nema að það fari til Evrópu. Þang-
að verður haldið í langa keppnisferð
í haust, leikið í Danmörku og víðar
og síðan á heimsleikum stúdenta í
Hollandi.
Skapti
Hallgrimsson
skrifar
frá Seatlle
Þess má geta að þjálfari Banda-
ríkjamanna er Tékkinn kunni
Vojtech Mares, sem hefur þjálfað
landslið Tékka og margir muna
hann sem einn besta hornamann
handboltasögunnar. Hann hefur
komið því í kring að landsliðið fær
að keppa sem gestur í 1. deildinni
í heimalandi hans, síðari hluta
deildakeppninnar þar í vetur. „Við
komum til með að spila 24 leiki.
Stigin úr leikjum okkar telja þannig
að um alvöru keppni verður að
ræða. Leikmenn mínir geta því öðl-
ast mjög dýrmæta reynslu með
þessu,“ sagði Mares í samtali við
Morgunblaðið í Seattle.
Bandaríkjamenn stefna að því
að komast á Ólympíuleikana í Barc-
elona 1992. Eitt lið verður þar frá
Ameríku — Bandaríkin eða Kúba,
og Bandaríkjamenn ætla greinilega
að leggja allt í sölurnar til að búa
lið sitt sem best undir leikinn um
ólympíusætið, en hann fer fram á
Kúbu eftir því sem Mares sagði.
Þess má geta að enginn bandarísku
landsliðsmannanna kynntist íþrótt-
inni fýrr en um tvítugt — þeir eru
allir körfuboltamenn sem tókst að
„plata“ yfir í handbolta ...
Jafnt gegn Tékkum!
Bandaríkjamenn léku við Tékka
í handboltamótinu á Friðarleikun-
um í gærkvöldi og lauk viðureign-
inni með jafntefli, 20:20. Áður töp-
uðu heimamenn 33:16 gegn Sovét-
mönnum. Tékkar og Japanir gerðu
25:25 jafntefli og Sovétríkin unnu
Japan 37:19. í b-riðli unnu Júgósla-
var íslendinga 18:17 og Spánn vann
Suður-Kóreu 28:23.
■ Friðarleikarn-
ir / B3, B7 og B8
Sveiflan var í lagi hjá Úlfari Jónssyni.
GOLF / NORÐURLANDAMOTIÐ
„Með því
betra
hjámér“
- sagði ÚlfarJónsson,
sem varð í 2. sæti
Þetta er með því betra hjá mér og ég spil-
aði betur en á Evrópumeistaramótinu,“
sagði Úlfar Jónsson við Morgunblaðið eftir að
hafa hafnað í 2. sæti á Norðurlandamótinu i golfi,
sem fram fór í Osló í Noregi um helgina. Ölfar
fór samtals á 291 höggi, en Per Magnebrandt,
Svíþjóð sigraði á 288 höggum. Karen Sævars-
dóttir fór á 312 höggum og varð í 3. sæti hjá
konunum.
„Ég fór þijá góða hringi og strangar æfingar
að undanförnu skiluðu sér í bættri sveiflu," sagði
Úlfar, sem fór síðasta hringinn á fjórum undir
pari eða 68 höggum. „Mér hefur gengið vel að
undanförnu. Nú gekk flest upp og ég er mjög
ánægður með árangurinn — hann eykur sjálfs-
traustið fyrir Landsmótið."
íslenska karlasveitin varð í neðsta sæti á mót-
inu, en kvennasveitin í næst neðsta sæti.
MEISTARAMÓT SSLANDS í SUIMDI / B4 - B5