Morgunblaðið - 24.07.1990, Page 8
HANDKNATTLEIKUR / FRIÐARLEIKARNIR I SEATTLE
Áupp'
hafs-
reK
LEIKUR íslendinga og Júgó-
slava á sunnudaginn bar þess
greinilega merki að báðar þjóð-
ir eru að yngja upp lið sín —
nánast að byrja upp á nýtt. Eru
staddar á upphafsreit. Mikið
var um mistök í sóknarieik iið-
anna, varnirnar voru hins vegar
mun betri, svo og markvarslan.
Skapti
Hallgrímssort
skrifar
frá Seattle
Íslendingar byijuðu á að leika
5-1-vörn en það gekk greinilega
ekki upp. Júgóslavar skoruðu fyrstu
tvö mörk leiksins, í bæði skiptin af
línu eftir að þeir
höfðu galopnað
íslensku vörnina.
Þorbergur þjálfari
skipaði sínum
mönnum þá strax að breyta í flata
vörn og eftir það var allt annað upp
á teningnum. Geir, Júlíus og Gunn-
ar voru firna sterkir á miðju varnar-
innar og Guðmundur Hrafnkelsson
í banastuði í markinu. Varði nokkr-
um sinnum úr dauðafæri en það
var sóknarleikurinn sem brást —
hvað eftir annað sáust misheppnað-
ar sendingar, fjórum sinnum voru
dæmd skref á íslenska liðið í fyrri
hálfleik og mörg skot fóru forgörð-
um. Staðan í hálfleik var 8:5 fyrir
Júgóslavíu og þess má geta að
þriðja mark lslands kom er rúmar
20 mínútur voru búnar!
Upphafsmínútur síðari hálfleiks
lofuðu góðu, sóknin var skárri og
Island komst í fyrsta skipti yfir,
9:8, er átta og hálf mínúta var lið-
in. En það var líka í eina skiptið —
allt fór á sama veg í sókninni og
áður og Júgóslavar sigruðu. Jafn-
tefii hefði þó alls ekki verið ósann-
gjarnt, og 10 sekúndum fyrir leiks-
lok lokuðu sovésku dómararnir, að
því ert virtist, augunum fyrir broti
er Júlíus var kominn í gegn. En
ekki þýðir að deila við dómarann;
tapið var ekki þeim að kenna.
Enginn náði sér á strik í sókn-
inni nema Konráð Olavson, sem
kom inn á fyrir Jakob í vinstra
hornið. Skoraði úr öllum fjórum
skotum sínum; glæsileg mörk úr
horninu og var öiyggið uppmálað.
Geir stóð sig einnig nokkuð vel í
sókninni en skytturnar voru slakar.
Júlíus gerði eitt glæsilegt mark
utan af velli og Héðinn var langt
frá sínu besta. Gerði ótrúleg mis-
tök. Strax í byrjun var tvisvar
dæmd skref á hann og það virtist
slá Héðin út af laginu. Hann og
Júlíu? skiptust á að leika hægra
megin í sókninni, Oskar var þar
einnig um tíma. Magnús Sigurðs-
son, eina örvhenta skyttan í hópn-
um, kom inn á um stund í þá stöðu
en er greinilega ekki tilbúinn í slag-
inn.
Júgóslavneska liðið er allt skipað
ungum leikmönnum sem ekki hafa
verið á stórmótum með a-liði þeirra
fyrr.
Geir Sveinsson átti ágætan leik gegn Júgóslövum.
Mjög
óánægður!
- sagði ÞorbergurAðalsteinsson, þjálfari
„Ég er mjög óánægður með þetta. Skytturnar voru ragar og við
skoruðum aðeins eitt mark utan af velli allan leikinn. Það má
segja að liðið hafi verið skyttulaust í þessum leik og þegar svo
er eigum við enga möguleika. Við verðum að gera sex til sjö
mörk utan af velli,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðs-
þjálfari, við Morgunblaðið eftir að ísland hafði tapað fyrsta leik
sínum á Friðarleikunum hér í Seattle, 17:18, gegn Júglóslavíu á
sunnudag.
Skapti
Haiigrimsson
skrifar
frá Seattle
Nei, þjálfarinn var ekki ánægð-
ur, enda ekki ástæða til.
„Geysilega sterkar skyttur hafa
verið okkar styrkur gegnum árin.
Nú koma mörkin úr
homum, af línu, eft-
ir hraðaupphlaup.
Skytturnar em í
aukahlutverkum en
horna- og línumenn í aðalhlutverk-
um. Það er mjög erfitt að byggja
upp liðið þannig. Við verðum að
vera með sterkar skyttur, því þá
fá aðrir leikmenn þau tækifæri sem
þeir þurfa. Nú bíður andstæðingur-
inn bara aftur á línu — þarf ekki
að fara út á völlinn á móti skyttun-
um, en við förum ekki á taugum.
Við verðum að byggja þetta upp,
ég hef sagt áður að sumarið verður
notað til að prófa. Átján Ieikmenn
hafa þegar verið prófaðir og við
höldum áfram. En auðvitað er það
markmið að vinna leiki, þrátt fyrir
að við séum að prófa okkur áfram.
Þess vegna er ég svekktur — ég
þoli ekki að tapa!“
Hræddir
. Þorbergur sagði stöðugleika
vanta í liðið. „Strákarnir virtust
hræddir og það er eitthvað alveg
nýtt hjá íslenskum landsliðsmönn-
um. Sjálfstraust, vilji og ákveðni
hafa verið í fyrirrúmi undanfarin
ár. En þetta tímabil gengur yfir.
Við gefum þessu tíma í sumar, spil-
um marga landsleiki í desember og
janúar og þá breytist þetta von-
andi. Það háir okkur líka í sam-
bandi við leikkerfi að hafa ekki
sterka örvhenta skyttu. Kristján
Arason kemur inn seinna í vetur
og þá breytist það.“
Vörnin góð
En það voru vissulega ljósir
punktar í leiknum — flata vörnin
gekk vel mestan hluta leiksins. „Já,
vörnin var mjög góð. Við prófuðum
5-1 vörn en það var út í hött. Við
erum einmitt í vandræðum með
hver á að spila fyrir framan í þeirri
vörn. Þorgils Óttar gerði það sl. sex
ár ásamt Alfreð Gíslasyni en nú er
enginn til að taka við. Enginn nógu
sterkur til að skila þessu hlutverki
í alþjóðlegum leikjum. I kvöld urð-
um við að spila 6-0 vörn en síðan
verður það að þróast eins og ann-
að. Það eru margir veikir hlekkir í
keðjunni. Ég hef þó trú á þessu,
en strákarnir verða líka að hafa trú
á því sjálfir að þeir geti gert það
sem þeir eiga að gera.“
GeirSveinsson:
vonbrigði
„ÉG SKAL viðurkenna að vörnin
stóð sig nokkuð vel, en ég viður-
kenni á móti að sóknarlega séð
var þetta júgóslavneska lið ekki
sterkur andstæðingur. í liðið vant-
ar marga góða leikmenn og þess
vegna varð ég fyrir miklum von-
brigðum með að við skyldum ekki
ná að sigra," sagði Geir Sveins-
son.
Geir sagðist telja að íslenska liðið
hefði átt að vinna leikinn með 3-4
marka mun. „Það er engin spurning
að sóknarleikurinn var mjög slakur,
tæknileg mistök [skref, ruðningur og
misheppnaðar sendingar] voru tólf til
15, fyrir utan misheppnuð skot. Mér
fannst menn vera ragir, hvort sem
hræðslu er um að kenna eða einhveiju
öðru. Ég skil ekki hvers vegna. Ég vissi
ekki fyrirfram hveijir myndu spila fyr-
ir Júgóslavíu en þegar óg sá leikmenn-
ina koma inn á fylltist ég trausti og
fannst að okkur ætti að takast að
sigra; hvað þá þegar við fórum að spila
á móti þeim. En því miður gekk sóknar-
leikurinn ekki betur upp en þetta. Það
kostaði að við unnum ekki leikinn. Það
er svolítið langt í land hjá okkur í sókn-
arleiknum en hann getur lagast um
leið og menn verða herskáir, sem vant-
aði algjörlega í dag. Ef skytturnar gera
það ekki erum við í erfiðri stöðu.“
Þar sem íslenska liðið er að byija
að leika 6-0-vöm, sagði Geir að sérstök
áhcrsla hefði verið lögð á hana á æfing-
um að undanförnu. „Og það skilaði sér
í kvöld. Við byijuðum að vísu á 5-1-
vörn, af því að við héldum að skyttur
þeirra væru öflugri en þær voru. Nafna-
listinn benti. til þess en svo kom allt
annað lið í ljós enda breyttum við vöm-
inni strax eftir að þeir höfðu gert tvö
mörk og eftir það áttu þeir í miklum
erfiðleikum.“
Islenska liðið átti að spila gegn Spáni
í nótt, aðfaranótt þriðjudags, og sagði
Geir að það yrði prófraun. „Ef við ætl-
um að sýna hvað í okkur býr þá eigum
við að gera það gegn Spáni. Þetta
spánska lið er mjög gott,“ sagði Geir
við Morgunblaðið á sunnudagskvöld,
er Spánveijar voru að vinna öruggan
sigur á skemmtilegu liði Suður-Kóreu.
■ ÞAÐ gerist ekki í hveijum
landsleik að enginn annar en Geir
Sveinsson skori fýrstu 20 mínú-
turnar. Þannig var það þó gegn
Júgóslavíu — Geir gerði tvö fyrstu
mörkin og það þriðj'a kom ekki fyrr
en eftir 20. mínútu, er Jakob skor-
aði úr horni.
■ EINAR Þorvarðarson, aðstoð-
armaður Þorbergs Aðalsteinsson-
ar, og markvarðaþjálfari landsliðs-
ins, fer á markmannsþjálfaranám-
skeið til Svíþjóðar í haust á vegum
sænska handboltasambandsins.
■ EINAR Vilhjálmsson keppir í
spjótkasti í dag á Friðarleikunum.
Einar var meðal áhorfenda á leik
íslands og Júgóslavíu á sunnudag-
inn.
■ MARGIR Islendingar eru bú-
settir hér í Seattle og komu nokkr-
ir tugir þeirra á leikinn við Júgó-
slavíu. Islenska liðið var dyggilega
stutt; „áfram ísland" hljómaði um
höllina og litlum íslenskum fánum
var óspart veifað.
■ JAKOB Sigurðsson var sá eini
af handboltamönnunum sem hafði
komið áður til Seattle. Hann var
skiptinemi hér í háskólanum um
þriggja mánaða skeið fyrir nokkr-
um árum.
■ HANDBOLTI er mjög lítið
kunnur í Bandaríkjunum. „Hand-
ball“ er reyndar til en það er allt
önnur íþrótt, þar sem bolti er sleg-
inn í vegg — veggtennis. Til að-
greiníngar er handknattleikur kall-
aður „team handball“ og virðist
íþróttin satt best að segja falla í
góðan jarðveg hjá þeim sem á ann-
að borð leggja leið sína á leikina.
■ „ÞETTA er miklu skemmti-
legra en ég reiknaði með.“ „Frábær
íþrótt.“ „Eg sé ekki eftir að koma
hingað.“ Setningar á borð við þess-
ar hafa heyrst í íþróttahöllinni þar
sem handboltakeppnin fer fram.
Fólk á öllum aldri virðist skemmta
sér vel, þó svo það skilji reglurnar
ekki til hins ýtrasta. En mikið er
spurt, og menn eru fljótir að læra.
Svo virðist sem íþróttin gæti náð
fótfestu hér vestra, eftir viðtökum
almennings að dæma.
■ HANDBOLTINN er ein þeirra
greina sem fara fram nánast í mið-
borg Seattle. Þar er risastórt úti-
vistarsvæði, skemmtigarður og
verslunarsvæði; Seattle Center. I
einu homi garðsins er íþróttahúsið
þar sem handboltakeppnin fer fram.
SUND
Dreymdi heimsmetið
BANDARÍKJAMAÐURINN
Mike Barrowman bætti
heimsmetið í 200 metra
bringusundi um 1,36 sekúnd-
ur á opnunardegi Friðarleik-
anna. Hann synti vegalengd-
ina á 2.11,53 sekúndum en
gamla heimsmetið, sem hann
átti sjálfur, var 2.12,89. Jafnir
í öðru sæti urðu Bandaríkja-
maðurinn Kirk Stackle og
Spánverjinn Sergio Lopez á
2.12,24, báðirsyntuá
skemmri tíma en gamla
heimsmetið.
Stackle var fyrstur að snúa
eftir 50 metra og var sek-
úndubroti á undan Barrowman
um miðbik sundsins. Þá náði
Barrowman forystunni sem hann
hélt út sundið.
„Ég átti von á metinu. Mig
dreymdi að ég synti á 2.11,50
sekúndum," sagði Barrowman.
Hann hefur æft undir stjórn ung-
verska þjálfarans Jozsef Nagy
undanfarin tvö sumar ásamt
Sergio Lopez. „Við erum góðir
vinir. Við erum aðeins haturs-
menn ofan í lauginni," sagði
Barrowman um Lopez. Lopez
kvaðst ekki hafa orðið fyrir von-
brigðum þótt hann hefði beðið
lægri hlut fyrir Barrowman. „Ég
vissi að ég myndi synda mjög
vel. Ég sló heimsmet og það næg-
ir mér,“ sagði hann.