Alþýðublaðið - 17.01.1959, Side 9

Alþýðublaðið - 17.01.1959, Side 9
( ÍÞrótfir } Lengi býr að fyrslu gerí Lið FH sem leikur gegn HKRR. Ósamkomulag hjá íþróttafréttarÉturum EINS og skýrt var frá á í- þróttasíðunni í gær fer fram mikil og merkileg handknatt- leikskeppni að Hálogalandi annað kvöld, sem samtök í- þróttafréttaritara standa fyrir. Háðir verða tveir leikir, í fyrsta lagi keppa FH og Reykjavíkurúrval að undan- skildum KR-ingum, sem leika gegn íþróttafréttariturum, en eins og skýrt var frá í gær, leika Islandsmeistararnir í pokum. —* ÚRVALSLIÐ HKRR valið. Stjórn HKRR hefur nú valið úrvalið, sem á að leika gegn FH og er það þannig skipað: Böðvar Böðvarsson, ÍR Þorsteinn Jónsson, Fram Guðjón Jónsson, Fram Jón Þorláksson, Fram Hilmar Ölafsson, Fram Hermann Samúelsson, ÍR Karl Benediktsson, Fram Pétur Sigurðsson, ÍR Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR Rúnar Guðmannsson, Fram Matthías Ásgeirsson, ÍR. Ekki er að efa, að leikur þessi verður jafn og skemmtilegpr. ] IIVERNIG VERÐUR I.TÐ ÍÞRÓTTAFRÉTTARITARA SKIPÁÐ? Það er ekki alveg eins mikil eining í herbúðum íþróttáfrétta rítara og hjá HKRR. Miklar deilur hafa skapazt um val og uppstillingu, enda margir snjall ir kappar, sem koma til greina og vilja láta ljós sitt skína. Fundarhöld eru tíð í Samtök- um íþróttafréttaritara þessa dagana, var deilt um val liðs- ins í allt gærkvöld og fram á nótt, án þess að samkomulág næðist, síðast var reiknað með því, að stjórnin yrði að koma til skjalanna og ákveða liðið. Danir Svíar 115 DANIR sigruðu Svía í hand- knattleik með 20:15 í vikunni. Er það meiri muiiur en búizt var við og sýndu Danir mjög góðan léik gegn sænsku heims- meisturunum. Frumvarp Emils Frainhald af 2. síðu. lögð undir lögsagnarumdæmið vegna þeirra nytja, er Hafn- firðingar skyldu fá af þessum löndum. Takmörkum hins eig- inlega gamla lögsagnarumdæm is var hins vegar ekki breytt, þegar lögin um bæjarstjórn í Hafnarfirði voru endurskoðuð 1929. Hafnarfjarðarkaupstaður hef . ur verið ört vaxandi að heita má alla tíð síðan hann varð til, og á þeim rúmlega 50 árum, sem síðan eru liðin, hefur í- búatalan margfaldazt, eða nán ar tiltekið um það bil 5-fald- azt. Byggðin hefur þanizt út og er nú víðar en á einum stað að komast út fyrir kaupstaðar- mörkin frá 1907. Af þessu leið- ir ýmis óþægindi, sem hugsað er að bæta úr með frv. þessu. Þegar takmörk lögsagriarum- dæmisins voru ákveðin 1907, átti káupstaðurinn ekkert af því landi, sem hann var byggð- ur á, en nú hefur hann eign- azt allt þetta land að einni jörð, Jófríðarstöðum, undanskilinni, ■ sem aðeins er lítill hluti af kaupstaðarsvæðinu. Vegna vegagerða og ýmiss konar lagna, sem nú er veríð að vinna að í nýium íbúða- hverfum á kaupstaðartakmörk unum, er mjög nauðsynlegt að fá þéssi mörk færð út nú þegar. Við breytinguna er fylgt því meginsjónarmiði, að kaupstaða mörkin verði yfirleitt, með smáundantekningum þó, látin fylgja takmörkum eignarlands bæjarins. Lepdir þó að vísu ein jörð, sem nú er í Garðahreppi, jörðin Ás, innan þessara tak- marka. Þessi jörð er nú alveg á mörkum byggðar kaupstað- arins, og með lögum nr. 11 1936 var heimilað að leggja allt óræktað land hennar undir lög sagnarumdæmi kaupstaðarins, þannig að þegar fyrir rúmum 20 árum var talið sýnt, hvert stefndi í þessu efni. Að vestan og norðvestan eru mörkin að mestu leyti óbreytt frá því, sem nú er, og er viðbúið, að þar þurfi innan stutts tíma að færa mörkin enn út. Að austan og sunnan verður landrýmið samkvæmt frumvarpinu aftur á móti allmikið, og er þar full- nægt landþörf bæjarins um ó- fyrirsjáanlega framtíð. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur á fundi sínum 3. des. s. 1. óskað eftir því, að ég flytti þetta frv. Það er samið af henni og flutt nákvæmlega eins og hún gekk frá því. Framhald af 4. síðu. gerðir einfaldari en þeir í raun og veru eru. Barnið grunar, að ekki sé sagður allur sann- leikurinn í skólanum. Þegar við förum að ségja allan sann- leikann í því sem við segjum í skólanum, þá fer barnið að taka okkur trúanleg og hlusta á okkur af þörf. Andlegar iðk- anir, en ekki bóklegur þræl- dómur, það er þetta sem koma skal í skólahaldinu. Það, að við í dag skipum börnum í tvo hópa í skólum gagnfræðastigs- ins, þar sem annar hópurinn leggur megináherzlu á verk- legt nám, meðan hinn sveitast við bókstafsþrældóminn, kem- ur til af því, að allt fræðslu- kerfið er byggt á röngum for- sendum. Með réttu fyrirkomu- lagi mun börnum eðlilegast að fylgjast að í náminu, jafnt því boklega og verklega. Sérhæf- ingin á alls ekki að koma til greina fyrr en lengra er komið náminu, og má aldrei verða al- gjör, ef vel á að fara, hvar svo sem maðurinn er staddur á námsveginum. Við höldum þeirri skoðun mjög á lofti, að nauðsyn beri til að semia sérstakar barna- bókmenntir, þar sem þroski barna sé ekki móttækilegur fyrir þær bókmenntir, sem ætl- aðar eru hinum fullorðnu. Fátt er meiri fjarstæða en þetta. Þær eru sárafáar hinar sve- kölluðu bai’nabækur, sem börn geta lesið sér til ánægju ög hugsvölunar. Helftin af því lesefni sem samið er fyrir börn, taka börnin ekki alvarlega, og nenna þar ?if leiðandi ekki að lesa það. vil færa frekari rök fyrir þessu, eru hæg heima tökin hvað þetta snertir. Hér í Galtarvita les ég gjarnan íf -Á- ☆ —o— Glímudeild Ármanns. Æfingar eru á laugardög- um og miðvikudögum kl. 7— 8 í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar. Glímunámskeiðið er á sama stað og tíma. Þjálfari er Kjartan Berg- mann. Stjórnin. Kvensnjóhlífár flatbötna, svartar — gúmmí. Karlmanna og unglinga- snjóhlífar svartar. Póstsendi. SKÓRINN HF. Ingólfsstræti gegnt Gamla bíó. Laugavegi 7. upphátt á síðkvöldum úr völd- um bókmenntum, einkum ís- lenzkum og þá bæði fornum og nýjum, mér og heimilisfólk- inu til gleði og andlegrar hress ingar. Vitadrengirnir taka þátt í þessum kvöldvökum, en þeir eru þrír, um pg innan við tíu ára aldur. Meðan þeir hlýða lestrinum fást þeir við margs konar föndur. Þeir mega ekki til þess hugsa, að lestur falli niður, nema annað komi í stað- inn, sem þeir ætla að verði þeim til jafnmikillar ánægju. Þeir ræða af áhuga um efni þeirra sagna sem lesnar eru, geta sér ti] um hvernig sagan muni ráðast hverju sinni, og persónurnar verða vinir þeirra og kunningjar. Við að hlýða á þennan sagnalestur, nema þeir sögu lands og þjóðar, eins og hún kemur fram í skuggsjá bókmenntanna. Slík fræðsla er þeim mjög að skapi. En það er ekki sömu söguna að segja þeg- ar kemur að námsbókunum. Þeir lesa þessar leiðinda- skruddur að vísu, en eingöngu til að þóknast foreldrum sín- um. Kvöldvökurnar í Galtarvita minna um flest á vökurnar hér áður og fyr, þegar einn las eða kvað, en heimilisfólkið hlýddi á en sat jafnframt við vinnu. Vegna breyttra aðstæðna verð ur kvöldvakan ekki endurvak- in í íslenzkum heimilum. Út- varpið hefur ekki og mun ekki koma í hennar stað. Meginhluti þjóðarinnar lifir nú og starfar í fjölbýli. Og fólk gerir meira af því að flykkjast til margs konar starfa og skemmtana út um allar jarðir á síðkvöldum, heldur en að safnast saman í heimilunum til andlegra iðk- ana. Með kvöldvökunni hurfu þjóðinni andleg verðmæti, sem sem henni hefur ekki ennþá auðnast að endurheimta í nýrri mynd. Og slíkt gerist ekki fyrr en við höfum eignast þann skóla, sem hér hefur verið gerð ur að umræðuefni. N. u er ekkert líklegra en að lesandinn vilji beina eftir- farandi spurningu til greinar- höfundar: — Er það kannski grundvall- arskoðun þín í þessum málum, að börnum og’ unglingUm eigi að leyfast að gera það eitt, sem þeim gott þy.kir í skólanum? Og svarið hlýtur að verða þetta: — Já, nemandinn á fyrst og fremst að gera það sem honum gott þykir í skólanum. Hinn nýji skóli, sem koma á í stað þess gamla og mölétna, verður hverju barni mjög acw, skapi.' Hann er þannig hugsað- ur og við það miðaður, að hann! verði nemandanum jafnmikilf yndisvaki og þroskabrunnur. Allt annað álítum við ónýtt og til einskis hafandi. í hinum nýja skóla verður af fremsta’ megni, og öfugt við þanM gamla, leitast við að uppfylla sjáifsögðustu andlegu þarfir barnsins. Þess vegna mun það elska og virða skólann sinn, og ekki telja eftir sér að leggja á sig mikið erfiði og hugarein- beitingu, við þser námsgreinar sem sérstaklega útheimta slíkt. Barninu er eiginlegt að taka á kröftunum svo sem það megn- ar, bæði líkamlega og andlega, þegar það gengur sjálfviljugt til starfa, Að safna orku og eyða orku, er eðli alls sem lifir og hrærist. Með öðrum hætti verður ekki þokast úr stað. í dag er nemandinn feildur í andlega fjötra innan veggja skólans; Og' árangurinn er þreyta og tómlæti um allt sem skólann varðar. Hér eiga skuss arnir einir ekki hlut að máli, heldur miklu frekar mestu mannsefnin, eins og dæmin sanna. Eða hversu margir af- burðamenn íslenzkir háfa ekkí sagt skilið við skólann á miðri leið og aldrei komið þar síðan? Hvernig svo sem á þessi mál er litið, þá komumst við jafn- an að þessari sömu niðurStöðu: Við verðum að byggja fræðslu- kerfið upp á nýjum gruridvelli. Við verðum að leysa kennslu- greinarnar úr þeim steinrunnu fjötrum, sem þær hafa verið hnepptar í, blása í þær nýju*1 lífi og nýjum anda, og gera þær þannig nemandanum hug- leiknar og aðgengilegar. Og þetta er hægt, þótt það verði ekki gert á einum degi. En hér mega ekki allar fram- kvæmdir kafna í tilgangslausu málþófi, nefndarálitum og öðr- um ófögnuði af sama tægi, sem nútíðarmanninum er svo und- ur tamt að hlaða í kringum hlutina, til þess að flækja það sem einfalt er í eðli sínu, og fresta því sem fram verður að kema, vegna heimskulegrar fastheldni við það sem er gam- alt og ónýtt. Þegar hinn nýji skóli er orð- inn að framkvæmd, mun ís- lenzkt æskufólk fá það vega- nesti sem dugar því til að lifa farsælu og fögru mannlífi í landinu —, en sá er draumur okkar allra. Galtarvita,. í nóv. 1958. Óskar Aftalsteinn UTB0Ð Tilboð óskast í vatnslögn og hitalögn í dagheimili Sumar- gjafar við Fornhaga. — Uppdrátta og lýsingar rná vit.ja í skrifstófu Sumargjafar, Laufásvegi 36, í dag og næstu daga frá kl. 10—12. Skilatrygging 200 krónur. Við þökkum innilaga auðsýnda samúð og vinarhug við fváfáll ög útför mannsins míns, GRÍMS GRÍMSSONAR. Guðrún Guðbjartsdóttir, börn og tengdabörn. Alþýðublaðið — 17. jan. 1959 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.