Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990
BÍLAR
&MENN
anska bíla. Ég vil ekki sjá neitt
annað. Ég er nýlega búinn að fá
mér Toyota 4Runner jeppa. Það
sem vakir fyrir manni er vissulega
að eiga góðan bíl til að fara á
milli og svo ákváðum við hjónin að
eiga jeppa í eitt til tvö ár núna ef
það skyldi detta í okkur að fara í
hálendisferðir. Ennþáer samt engin
fjallaferð á döfinni. Ég er mikið í
veiði og það má segja um nýja bíl-
inn að hann sé hinn besti veiðibíll.
„Ég þoli bara ekki bilaða bíla. Jap-
önsku bílarnir eru skemmtilegir og
bila yfirleitt ekki. Það myndi til
dæmis aldrei hvarfla að mér að
opna vélarhlíf á bíl. Ég veit svona
rétt hvað snýr fram og hvað aftur
á bílum.“
„Skynsemin ræður“
Klúbburinn „Skynsemin ræður“
er klúbbur íslenskra Trabant-eig-
enda og var hugsuðurinn að baki
þeim félagsskap Gunnar Bjarnason
ráðunautur. Félagsskapur þessi
varð heimsfrægur um og upp úr
1982 og enn þann dag í dag eru
menn erlendis frá að panta merki
klúþbsins. Innflutningi Trabant-bíla
til íslands var hinsvegar hætt árið
1987 þar sem ljóst var að Trabant-
inn myndi ekki standast nýja reglu-
gerð, sem Bifreiðaeftirlitið hafði í
bígerð um þetta leyti. „Þannig var
að ég eignaðist minn fyrsta Trab-
ant árið 1981. Fjölskyldan var sí-
kvartandi yfir hrossalykt í bíinum
okkar svo að ég ákvað að fá mér
Trabant í hestastússið. Síðan upp-
götvaði ég hversu skemmtilegir
þessir bílar eru. Að aka í þeim var
eins og að vera á hestbaki. Maður
þurfti að vera vel vakandi í Trabant-
inum. Ég átti fyrir fínan átta eyl.
sjálfsskiptan Opel Diplomat sem
maður ætlaði hreinlega að sofna í
á ferð.
Ég stofnaði Trabantklúbbinn
gagngert til að stríða vinum mínum
sem fannst ég of fínn maður til að
aka um á Trabant. Þetta voru ágæt-
is bílar. Þeir, sem keyptu Trabant,
voru snobblausir menn, sem vildu
heldur eyða peningum í að
skemmta fjölskyldu sinni en að
keyra um með látalátum og þykjast
vera millabossar í Mercedez Benz
af dýrustu gerð. Skynsemin gengur
út á það að komast frá einum stað
ýannan fyrir sem minnstan pening.
Ég álít að menn, sem vilja láta
halda sig fína og mikilvæga í þjóðfé-
laginu, kaupi þessa dýru bfla og
helst ef þeir geta látið fyrirtæki eða
ríki borga. Einu sinni varð Alberti
Guðmundssyni, þáverandi íjármála-
ráðherra, það á orði við mig að lík-
lega gerði hann ekkert betra fýrir
sína þjóð heldur en að serida alla
bílstjórana í ráðuneytunum heim,
selja alla dýru og fínu ráðherrabíl-
ana og fá þeim í hendur Trabanta
til eigin afnota.“
Sala í Trabant-bílum tók tölu-
verðan kipp eftir stofnun klúbbsins
og voru austur-þýsku framleiðend-
urnir það ánægðir að þeir komu
færandi hendi hingað til lands á
20 ára afmæli umboðsins hér.
Gunnari var sem sagt afhentur nýr
Trabant að gjöf ásamt árituðu heið-
ursskjali frá Trabant-verksmiðjun-
um. „Ég sé auðvitað eftir þessum
bflum. Menn vjldu efast um öryggi
þessara bfla. Á hitt ber þó að líta
að engin alvarleg slys hafa orðið
hér vegna þessara bíla. Þetta voru
langódýrustu bflamir á markaðn-
um. Hægt var að fá tvo til þijá
Trabanta fyrir sama verð og lítinn
japanskan eða þýskan bfl.“
Lúxuskerrur
„Kúnnarnir eru svo sem fólk úr
ýmsum stéttum; ballettdansarar,
„Vildi stríða vinum
mínum sem fannst ég
of f ínn til að aka um á
Trabant,“ segir Gunn-
ar Bjarnason stofn-
andi klúbbsins „Skyn-
semin ræður“. Mynd-
in er tekin þegar forr-
áðamaður Trabant-
verksmiðjunnar, Jo-
hann Knöcnel, afhenti
Gunnari nýjan Tra-
bant að gjöf árið 1983.
„Sjálfur er ég svo sem
enginn lúxuskarl — vil
þó láta fara vel um
mig íbílnum þvíhann
er jú mannsannað
heimili,“ segir Bjarni
Pálmason, sem rekur
Limousinþjónustuna.
leikarar, forstjórar, hertogar og
ýmsir aðrir. Margir af okkar við-
skiptavinum eru erlendir ferða-
menn, sem hingað koma í laxveiði
og versla við Limousinþjónustuna.
Svo ek ég bæði fyrir innlendar og
erlendar ferðaskrifstofur og er með
á mínum vegum ökumenn, sem tala
ensku, þýsku og norðurlandamálin.
íslendingar versla aðallega við
Limousinþjónustuna í tengslum við
brúðkaup," segir Bjarni Pálmason,
sem rekur Limousinþjónustuna.
„Ég hugsa að ég geti talist til bíla-
dellumanna. Ég nota eingöngu
stóra, ameríska bíla og það hefur
líkað vel. Ég held að það séu engir
bílar, sem jafnast á við neitt í ör-
yggi eins og amerískir bflar. Ef lit-
ið er til bílslysa, slasast fólk jafnan
alvarlegast í léttbyggðum japönsk-
um og evrópskum bílum. Bílarnir
mínir eru grindarbyggðir og þola
mun meira hnjask en aðrir fólksbíl-
ar. Þar af leiðandi eru mun minni
líkur á að fólk slasist alvarlega í
stóru bílunum. Sjálfur er ég svo sem
enginn lúxuskarl. Aftur á móti vil
ég láta fara vel um mig í bílnum
því fyrir bílstjórann er bíllinn hans
annað heimili og það fer einfaldlega
ekki vel um mann í litlum bíl, sem
þarf að nota skóhorn til að komast
inn í,“ segir Bjarni Pálmason.
Áfram „praktískt"
Bílasalar vilja ekki spá mikilli
breytingu á bílakaupamunstri'
landsmanna á næstunni. Að líkind-
um verða menn áfram á hinni
„praktísku" línu og kaupa jap-
anskt. Þegar vinsældir sex og átta
cyl. amerískra bíla fór dvínandi, fór
Kaninn út í að framleiða fjögurra
cyl. bíla að hætti Japana, en því
miður hefur árangurinn ekki verið
að sama skapi jákvæður eða eins
og einn bílasalinn orðaði það. „Kan-
inn er farinn að stæla Japanann.
Honum tekst það bara ekki nógu
vel.“
FTSM
155
21
89.928
stgr
FTSM
163
25
102.380
FTSM
170
107
172
28
stgr
• Flatur skjár
• Super VHS
t Teletext
t SCART innstunga
t NICAM stereo
Umboðsmenn um land allt
TOPPURINN í DAG
FVH-P3S myndbandstækið
Hreint ótrúlegt verð
Fullkomin fjarstýring
★ VHS HQ (High Quality) kerfi tryggir fullkomin
myndgæði.
★ Þráölaus fjarstýring með helstu aðgerðum.
★ 365 daga/8 liða upptökumínni.
★ Hraðspólun með mynd bæði áfram og til baka.
★ Kyrrmynd.
★ Skoðun mynd fyrir mynd.
★ Kyrrmynd ramma fyrir ramma (F ADV).
★ Mydbútur endurtekinn að vild (REPEAT).
★ Myndbandsteljari sem telur i klst., mín. og sek.
★ Sjálfvirk endurstilling á teljara.
★ 1 klukkutíma öryggisminni.
★ Fullkominn islenskur leiðarvisir fylgir.
\B FISHER
t •
SJONVARPSMIÐSTOÐIN HF.
Síðumúla 2, sími 689090, alltaf næg bílastæði