Morgunblaðið - 26.08.1990, Page 6

Morgunblaðið - 26.08.1990, Page 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 tillærúu kurteisl sem sumir kalla alþýðleakeit heimsökn Einari á Lamb- eyrum Einar Ólafsson á Lambeyrum eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Hann er uppalinn í Verkamannabú- stöðunum á kreppuárunum, æfði knattspyrnu með KR eins og vera ber og segir af fullkomnu al- vöruleysi að hann hefði sjálfsagt orðið atvinnu- maður ef hann hefði haldið sínu striki. Þess í stað fór hann og var á togurum árum sam- an og síðan leiddu til- viljanir hann vestur í Dali þarsem hann ætl- aði að hjálpa upp á • með búskapinn þegar tengdafaðir hans, Skúli bóndi á Dönustöðum, lasnaðist. Það stóð ekki til að ílendast en hann er enn í Dölunum, þrjátíu árum síðar, og hann og fjölskyldan hafa fyrirlöngu reist sér nýbýli úr landi Dön- ustaða. Hann hefur fjárbú og þreifarfyrir sér með Galloway- nautgripi, segist hafa lent í hænsnabylgjunni þegar sú vitleysa hafi verið í algleymi, en komist út úr henni án þess að fara á hausinn. Einar Ólafsson er glað- beitturog hress og hefurfyrir löngufest rætur í sinni sveit. Dag- inn sem ég kom var hann einn heima, allir höfðu brugðiðséraf bæ því þurrkurinn sem hafði verið spáð þann daginn lét standa á sér. Við sitjum í eldhúsinu og það er bankað uppá og einhver er kominn með blómvönd. Það upplýsist að húsfreyja hans, Sigríð- ur Skúladóttir, er sextug þennan dag. Einar hlær dátt að mér þegar ég upphef einhveijar afsakanir yfir að trufla á svona merkisdegi. Seg- ir: „Það er ekki mikið afrek nú til dags að verða sextugur með þessa heilbrigðisþjónustu." En það ber ekki á öðru en bömum þeirra fjar- stöddum þyki nokkur tímamót því skömmu seinna hringir Valdimar sonur hans í tilefni dagsins. Hann býr á Nýja Sjálandi og nokkru síðar bjallar Jónína, dóttir við nám í mannfræði í Svíþjóð, og erindið er að óska móðurinni til hamingju en hún er ekki innan seilingar þá stundina. Einar skellir sér niður í eldhúsinu á eftir. „Það þekktist ekki að halda upp á afmæli þegar ég var krakki,“ segir hann, „en nú er búið að halda oftar upp á afmæli fimm ára gamals bama- barns en mín öll til samans." Krakki gekk hann í Miðbæjarskól- ann og var hjá Ara Guðmundssyni. „Eg var í F-bekk, það var hroðaíegt að lenda þar og þó enn verra í G- inu, þá var flokkað eftir námsár- angri. En ég hef komist í gegnum lífið með lítið. Foreldrar mínir dóu þegar ég var krakki og ég var alinn upp hjá móðursystur minni, Jónínu, og manni hennar, Valdimar Hall- dórssyni. Valdimar var togarasjó- maður, lengst af á Skallagrími. Nei, nei.Ég fann aldrei að mig vant- aði neitt, en kannski var lítið til á mælikvarða fólks nú enda ólst ég upp í kreppunni. Fóstri minn hafði alltaf vinnu. Hann studdi ekki bank- ana, setti aurana ofan í skúffu og þeir dugðu. Það varð bara að láta enda ná saman. Um 'annað var ekki að ræða. Ég fékk að fara til sjós með fóstra ellefu ára, á síld. Þetta var 1939 og við lögðum upp á Hjalt- eyri man ég og þetta var fyrsta sumar sem engin síld kom á Hest- eyrina. Flestir bekkjarfélagar mínir fóru í sveit, ég þóttist maður með mönnum að fara á sjóinn. Púlvinna? O, nei, ekki aldeilis. Karlarnir dekr- uðu við okkur smástrákana. En ég sá þó vinnubrögðin. Synir Kolbeins skipstjóra, þeir Gísli og Sigurður, voru með líka, við vorum bekkjar- bræður úr F-inu. Ég fór á sjóinn flest sumur en 15 ára varð ég loks fullgildur háseti. Það sumar var mitt verk að vaska niður fisk. Hann var slægður og hent í pond. Þar vorum við nýliðarnir látnfr þrífa hann upp úr sjó, sem var kallað Apavatn og stjórnandinn var því bóndinn á Apavatni, engin var það nú virðingarstaðan. Þá voru ekki hlutaskipti, bara fast hásetakaup en netamenn höfðu ívið hærra. Mér fannst gott að vera á Skallagrími. Þetta var eins og rólegt sveitaheim- ili.“ Eftir veru í F-inu í Miðbæjarskól- aum — hvert fórstu þá. w AReykjaskóla í Hrútafirði í tvo vetur. Þar var skólastjóri Guð- mundur Gíslason, seinna tengdafaðir Steingríms Hermanns- sonar. 0, jú, jú, mér líkaði við Guð- mund. Hann vildi hafa stjórn á okkur. Var þarna til þess. Við strák- arnir vorum líklega nokkuð baldnir og brölluðum margt. Það fór ekki allt saman við hugmyndir skóla- stjórans. Við bjuggum í útihúsi, ein- hveijar leifar frá hernáminu. Svo vildi nú þannig til að í því kviknaði og það brann til ösku. En það vildi nú líka svo vel til að enginn var inni.. . Guðmundur tók þennan atburð nærri sér. Kannski hafði hann grunsemdir um að einhveijir hefðu verið að reykja — sem var stranglega bannað. Eftir þetta flutti Guðmundur okkur inn í aðal- heimavistina. Sagði ekki mikið. Sumum létti við það.“ Ertu mikill skapmaður? „Mér finnst öll mín viðbrögð afar eðlileg. Alltaf í samræmi við það sem er að gerast. Stundum mislíkar öðrum hvernig ég bregst við, það þykir mér óskiljanlegt. Ætli ég sé ekki bara venjulega mislyndur eins og fólk er flest. Það hugsa ég.“ Hvað kom til að þú gerðist bóndi? „Við komum vegna þess að tengdafaðir minn Skúli hafði meiðst lítillega og við ætluðum að hjálpa uppá meðan hann væri að ná sér. Ég man ekki til að við ætluðum að setjast að. Nei, það hygg ég nú ekki. Við höfðum búið á Akranesi, ég vann í Sementsverksmiðjunni eða var á sjónum. Hvenær við kom- um hingað vestur? Nú er ég afleitur í öllum ártölum. Bíddu við, hún Lilja mín var á fyrsta árinu.“ Hann leitar til Ólafar Bjargar og Svan- borgar, yngstu dætranna sem hafa rekið inn nefið. Lilja reynist vera 33ja ára. En svo dró að því og við réðumst í að byggja Lambeyrar út úr Dönustöðum. Fjáijarðir í Dölum gerast varla betri og vetrarbeit er góð, en hefur varla náð sér eftir kalárin. Áður var fénu sleppt fyrir sauðburð sem gerist varla nú. Þetta var meiri hjarð- mennska. í byrjun míns búskapar voru jarðir metnar eftir fjártölu. Skúli hafði á fimmta hundrað fjár eða meira. Hann taldi inn í krærnar og svo var lagt lauslega saman. En þeir höfðu sitt kerfi karlarnir í denn tíð og vissu um sitt fé. Eftir Ég ril ekki sjá þessa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.