Morgunblaðið - 26.08.1990, Page 8

Morgunblaðið - 26.08.1990, Page 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 SIGLINGASKOUNN Námskeið TIL 30 TONNA RÉTTINDA hefst 3. september. Kennt mánudags- og miðvikudags- kvöld kl. 7-11. Próf í lok október Námskelð TIL HAFSIGLINGA (Yachtmaster Offshore) hefst 4. september. Kennt þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 7-11. Próf í lok október. Innrltun í Lágmúla 7 alla virka daga kl. 12-18. Öll kennslugögn fáanleg í skólanum. Upplýsingar í símum 68 98 85 og 985-33232. SIGUNGASKÓLINN - meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla, ISSA. UMHVERFISMÁL / / lamn mengunarvandans í sjónmálif Alrafgeymar I UPPHAFI bílaaldar voru bílar sem gengu fyrir raforku með fyrstu bílum sem smíðaðir voru. Fyrstu rafbíllinn var smíðaður í Edinborg árið 1842, og um alda- mótin voru þeir algengir. Vegna hraðrar þróunar á sprengi- hreyflum, uppgötvunar á raf- ræsihreyflinum og ódýrrar olíu, urðu rafbílarnir undir í sam- keppninni. Samt eru nú um 40 þúsund rafbílar í London, til dæmis við að aka út injólk og pósti. Þegar olían varð dýrari, í svoköll- uðum orkukreppum, 1973 og 1979, var aftur farið að huga að rafbílum og öðrum rafknúnum far- artækjum fyrir alvöru. Hækkun á olíu- verði, sem hefur orðið vegna ástandsins við Persaflóa, gæti haft þau áhrif, að áhuga manna á öðrum orkulindum ykist og er þá raf- orka úr vatnsafli eftir Gíslo Júlíusson nærtækust. Hvort um varanlega hækkun er að ræða kemur seinna í ljós. Mengun frá útblæstri bensín- og olíuknúinna farartækja er orðin mikið vandamál víða um heim og bætist hún ofan á aðra mengun. Her á landi er hún einnig orðin vandamál. í þeirri viðleitni að reyna að minnka mengun frá bílum hefur borgarstjórn Los Angeles í Banda- ríkjunum leitað eftir tilboðum í 10.000 rafbíla af ýmsum gerðum, til að nota fyrir borgarstarfsmenn og í þeirri von að þeir verði það ódýrir að almenningur vilji kaupa þá. Um allan heim er leitast við að gera almenningsfarartæki rafknúin til að komast hjá mengun í borgum frá þeirri umferð. Eitt af mikilvægust atriðunum til að icoma rafbílunum á almennan markað er að smíða rafgeyma, sem eru léttir, fyrirferðariitiir og ódýrir í smíði og rekstri. Margar gerðir rafgeyma hafa verið fundnar upp, og binda menn vonir við suma, eins og til dæmis, natríum-brennisteins, nikkel-kadm- íum eða sink-bróm rafgeyma. Eru þeir með allt að ijórum sinnum meira orkuinnihald en blýgeymar. Enn sem komið er, hefur enginn ógnað forustu blýrafgeymanna, enda hafa þeir verið endurbættir verulega. Einnig hafa farið fram miklar rannsóknir á svokölluðum efnaraf- ala (fuel cell), sem orkugjafa í raf- knúin farartæki. Blýrafgeymar, ásamt t.d. sink-bróm geymum og fleirum, eru endurhlaðanlegir, þ.e., þeir eru settir í samband við hleðslu- tæki og endurhlaðnir á nokkrum klukkustundum. Álrafgeymar, sem verða gerðir að umtalsefni hér, eru ekki endur- hlaðanlegir, heldur er skipt um ann- að skautið, sem er úr áli, þegar þeir hafa tæmst. Það má því segja, að þeir séu ein gerð af efnarafala. Álrafgeymar eru í aðalatriðum byggðir upp á eftirfarandi hátt: Alplötunum, sem virka sem for- skaut, er raðað saman með ákveðnu millibili og á milli þeirra er raðað plöt- sem holum um,, nefndar eru loftbakskaut. Um þetta allt leikur vökvi sem kallaður er raflausn og er t.d. kal- íumsúrvetni leyst upp í vatni. Raf- lausninni er dælt um skautin og lofti í gegn- um Ioftskaut- in. Við það verða efna- hvörf, þannig að álið geng- ur í samband við súrefni og vetni, og myndast við það rafstraumar, ef eitthvert raftæki er tengt við skaut- in, og hringrás myndast. Álskautin eru gerð úr áli og ör- litlu af öðrum málmum, t.d. mang- an, til að þau gangi ekki strax í samband við súrefni og verði óvirk. Álið fer út í raflausnina og sest til á botninum sem álsúrvetni. Raf- lausnin fer aftur til dælunnar yfir yfírfallið. í Nýja Sjálandi ásamt fleiri lönd- um er unnið að þróun þessara geyma. Gert er ráð fyrir, að álið sé endurunnið, og er áætlað, að einungis þurfí 2 kg af súráli til að bæta upp töp fyrir hver 64 kg áls. í einu kílói af áli eru um það bil 8 kílówattstundir af raforku, sem hugsanlega er gerlegt að nýta að miklu leyti með bættum aðferðum. - Hárlos - Kláði - Flasa - Litun - Permanent MANEX Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hár- inu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt; það var svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég Manex hársnyrtilínunni og það urðu mjög snögg um- skipti á hári mínu til hins betra. Eftir 3ja mánaða notkun á Manex prótein- inu, vítamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að vaxa. vítamín sérstaklega fyrir hár, húð og neglur. Fæst í flestum apótekum hárgreiðslu- og rakara- stofum um land allt. MANEXsjampó MANEX næring Dreifing: s. 680630. ambrosia -53S.. mbrosi SALKRFBÆDl/Þrífast menn nemaþeirhaji scemilega hjarta hugmynd um sjálfa sigf Líkaminn og sjálfstraustið SÁLFRÆÐINGAR bera sér oft í munn orðin sjálfsmynd, sjálfs- mat og sjálfstraust. Það er að vonum, því að allir eru sammála um að báglega geti menn þrifist nema þeir hafi sæmilega bjarta hugmynd um sjálfa sig, sjálfsmatið sé í þokkalegu lagi, þeir van- meti sig hvorki né ofmeti og sjálfstraustið sé hvorki óraunsæis- lega mikið né til baga litið. Þegar leitast er við að leiða einhverjar líkur að því hvernig þessi viðhorf manns til hans sjálfs verði til og mótist verður mönnum helst hugsað til bernsku- reynslu. Framkoma foreldra og annarra nánustu skiptir hér vafa- laust mestu máli. Barninu er nauðsyn að búa við uppörvandi, hlýtt og ástúðlegt viðmót. Umfram allt þarf það að njóta virðing- ar og finna að tilllit sé til þess tekið. Sú tilfinning þarf að rótfest- ast í vissu um að það sé „ágætt eins og það er“ og að það sé einmitt „eins og það á að vera“ og foreldrarnir vilji að það sé. Til að efla sjálfstraustið — ástundið heilsusamlegt líferni, líkamsþjálfun, brein- læti, smekklegan klæðaburð og annað sem gerir mann meira aðlaðandi í augum hans sjálfs. Astæða er til þess að leggja áherslu á eða benda á að sjálfsmyndar-, sjálfsmats-, og sjálfstrauststilfínning bamsins (og m^mmm^mm þá auðvitað full- orðinna líka) er mjög líkamlegs eðlis. Allir upplifa þessa tilfinningu að verulegu leyti í líkama sínum. Mönnum þarf að geðjast að líkama sínum til þess að * fj|“- u ► w eftir Sigurjón Björnsson þeim líði vel. Helst þarf þeim að þykja dálítið vænt um hann og jafn- framt upplifa — og helst hafa upp- lifað það á mótunarskeiðum ævinn- ar — að öðrum geðjist að honum og geti þótt vænt um hann. Sé sjálfsmynd, sjálfsmati og sjálfstrausti verulega ábótavant þegar menn eru komnir á fullorðins- ár ættu þeir því að gefa sérstakan gaum að h'kama sínum og hugleiða hvort hann hefur ekki verið van- ræktur úr hófi. Það er vissulega heilladrjúgt skref í átt til bættrar andlegrar líðanar að taka að sinna sjálfum sér betur: ástunda heilsu- samlegt líferni, líkamsþjálfun, hreinlæti, smekklegan klæðaburð og annað sem gerir mann meira aðlaðandi í augum hans sjálfs. Breytt viðhorf síast smám saman inn og hafa jafnframt áhrif á aðra. Stundum má sjá undraverðar breyt- ingar verða ef þessari stefnu er fylgt. Sérstaklega er ástæða til þess að brýna þetta fyrir eldra fólki. Oft er það svo að þegar fólk finnur að hrörnun er farin að segja til sín, hár að grána eða þeim fækk- ar, hrukkum fjölgar, stirðleiki og þróttleysi í limum segir til sín, — dregur úr sjálfstrausti og sjálfsmat lækkar. Þetta er að verulegu leyti óþarft, því að eins og oftlega hefur verið bent á á seinustu árum er mjög verulega hægt að draga úr þessum hrörnunaráhrifum með réttum aðgerðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.