Morgunblaðið - 26.08.1990, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.08.1990, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 C 9 Mengun frá bílum— hér á landi er vandamál. Þróunin á þessu sviði hefur verið hröð að undanförnu allt frá því að fást um 0,200 kWst upp í það að fá nærri 5 kWst úr kflói. Eðlisþyngd áls er 2,6, þannig að orkuinnihald eins lítra af áli er fræðilega 20,8 kWst. Úr einum lítra af bensíni fást um 3,5 kWst við brennslu í sprengi- hreyfli, en með nýtingunni 0,9 í rafhreyfli fást, samkv. ofansögðu, 18,7 kWst., eða nærri 6-falt. Eins og áður sagði, eru framfar- ir á þessu sviði stórstígar, og hafa álfyrirtæki tekið höndum saman við rafgeymaframleiðendur um að flýta þróuninni. Verðið á áli er sá þröskuldur, sem líklega verður erfiðast að komast yfir. Ekki er reiknað með súrálskostn- aði, nema í fyrsta sinn, sem fyllt er á geyminn. Samkvæmt lauslegri kostnaðar- áætlun gæti verðið því orðið nú í dag um 1,50 USD á kfló af áli á útsölustað, eða sem svaraði 90 ísl. kr. Hér er reiknað með, að bfll, sem er 1 tonn, noti 0,04 kg/km, og er þá miðað' við, að 5 kWst fáist úr kílóinu af áli. Er þá kostnaður á hvem ekinn km 7,60 kr. með öllum sköttum, sem venjulega leggjast á far- artæki. Ef mið- að er við bensín og að samsvar- andi bfll notaði 0,11 1/km, verður kostn- aður um kr 6,00 á ekinn km. Nú má spyrja, hvemig er gerlegt að lækka verðið á álinu, þannig að það verði samkeppnis- fært við olíu eða bensín. Þá er fyrst til að taka, að vonir standa til, að nýtingin komist upp undir 8 kWh/kg, og veldur það hún einnig orðin lækkun í 6,35 kr/km. Nú er reiknað með að þurfí 15 kWst til að vinna hvert kfló af áli, og hugsanlega minnkar það á komandi áram, og að minna þurfi af elds- neyti. Verð á olíu fer mjög líklega hækkandi á næstu ámm. Einnig mætti hugsa sér, að yfír- völd litu til þessarar orkunotkunar frá umhverfísverndarsjónarmiði og lækkuðu t.d. virðisaukaskattinn og aðra skatta til að jafna mismuninn. Notkun slíks rafgeymis opnaði mikla möguleika fyrir Islendinga svo sem notkun raforku til að knýja fiskiskipin okkar, þar sem geymarnir em léttari og fyrirferðar- minni en olíugeymar. Þama opnaðist einnig aukinn markaður fyrir raforkuna okkar bæði innan lands og utan. Ég hef áætlað lauslega að það þurfí um það bil 60.000 tonna álver til að anna orkuþörf fólksbflaflota okkar. íslendingar flytja árlega inn um 600.000 tonn af alls konar olíu til orkunota og er árlegur gjaldeyris- kostnaður vegna þessa um 3,6 millj- arðar króna. LÆKNISFRÆÐI///‘Lwr er í heimi hœli tryggt? Efeyðni liggur í lojtinu ÞAÐ VAR karbólsýra sem Lister vætti tuskurnar í þegar hann lagði hálfan grunninn að skurð- lækningum nútímans; hinn helm- inginn sem var eter og klóróform lögðu aðrir. eftir Þórarin Guðnason Hnífa og skæri baðaði hann líka í karbólsým áður en hann fór að skera upp og hann gerði fleira; hann bjó til úðadælu og sprautaði karbólþoku út í andrúmsloftið í skurðstofunni meðan á aðgerð stóð. Hann hélt nefnilega að þær bakteríur sem valda sárasýkingu og virðast alstaðar nálægar hlytu einnig að vera þar á sveimi. Seinna kenndi reynslan að slík sótthreinsun loftsins er óþörf og dælan var lögð á hilluna. En hér þarf eyðnin, þessi nýja heimsfarsótt, að koma við sögu eins og víðar. Ekki alls fyrir löngu datt einhveijum snjöllum manni í hug að veiran kynni að menga loftið í stofu þar sem uppskurður á eyðni- sjúklingi fer fram. Eins og kunnugt er berst hún manna milli með blóði og öðmm líkamsvessum og því forð- ast starfslið á sjúkrastofnunum eft- ir fremsta megni að rispa sig eða stinga með nál eða hnífsoddi þegar eyðnisjúklingum er sinnt. Ekki er vitað til að veiran berist með loft- straumi vegna hósta eða hnerra en þegar notuð eru rafknúin skurð- verkfæri eins og borvélar eða bein- sagir, þeytast litlar vefja- og blóðagnir í allar áttir. Þær em sum- ar örsmáar og smjúga gegnum venjulegar spítalagrímur. Tilraunir vom gerðar með sýni úr andrúmslofti í skurðstofu þar sem eyðnimenguðu blóði var dreypt á vélarbor í gangi og loftsýninu komið í bland við heilbrigðar frum- ur úr mannslíkama. Niðurstaða þeirrar athugunar var sú að blóðúð- inn með veiranni hékk eins og tób- aksreykur í loftinu og þegar heil- brigðu frumurnar komu á vettvang tók veiran sér bólfestu í þeim, með öðrum orðum - þær smituðust af eyðni. Hvað mundi þá gerast ef skurðstofufólk fengi vænan slatta af slíku lofti niður í öndunarfærin? Það er spurning sem menn velta nú fyrir sér, ekki síst þeir sem stunda beinaaðgerðir og allra helst þeir sem vinna á sjúkrahúsum í borg eða landi þar sem eyðnisjúkl- ingar eru stór hluti íbúanna, til að mynda í San Francisco, en þar er sennilegt að tuttugasti hver ungur maður beri í sér eyðniveimna. Lorraine Day yfírlæknir bæklunar- deildar á stórum spítala þar í bæ sagði stöðu sinni lausri fyrir skömmu og hafði við orð að líklega væri hún búin að anda að sér pest- arlofti nógu lengi. En hún er ein- mitt ein þeirra sem hafa hannað „geimfarabúning" þann sem sést hér á myndinni og ætlað er að verja starfsfólk á skurðstofum fyrir loftsmitun af eyðniveiru. Dr. Day var nýlega stödd í Bretlandi og kynnti kollegum sínum þær hug- myndir sem hún og starfsfélagar hennar fyrir vestan hafa verið að þróa með sér. Edinborgarlæknarnir munu ekki síst hafa lagt eyrun við, því að óvíða í Evrópu er meira um eyðni. Einn af hundraði ungra karla er smitaður og ein af hveijum 250 ungum konum. Ekki er gott að segja hvort þessi hlífðarfatnaður kemst í tísku. Hann er ýmsum kostum búinn en líka ókostum, rándýr og verður það væntanlega þótt eftirspurn og notk- un aukist; sérhannaðar síur og loft- sugur í skurðstofum kynnu að reyn- ast nauðsynlegar að auki. Búning- urinn er vatnsþéttur eins og nærri má geta og súrefnishylki er innan klæða; kynni að reynast dálítið þreytandi vistarvera til lengdar. Gamaldags sög og nafar verða kannski besta og ódýrasta lausnin. Sagan um Jsíólhid -----------/rnargit Sandemo Höfundurinn Margit Sandemo er á íslandi dagana 25. - 31. ágúst aö kynna sér söguslóðir nýs bókaflokks sem hún er aö skrifa og ber heitið: GALDRAMEISTARINN í tilefni heimsóknarinnar og þar sem ÍSFÓLKS-bækurnar 47 eru nú allar til á ný bjóðum við þær á aðeins kr. 250 hverja bók þessa daga í forlagsversl- un Prenthússins að Faxafeni 12. Sími 91-678833. Sendum í póstkröfu um land allt. PRENTHÚSIÐ FAXAFENI 12 - PÓSTHÓLF 8335 - 128 REYKJAVÍK - SlMI 678833 Ps. Fyrsta bókin um GALDRAMEISTARANN eftir Margit Sandemo kemur út um miðjan vetur. Buið ykkur undir spennandi lestur!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.