Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 10

Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 BÓKMENNTIR/£r ógnin enn? Með Galínu ÆVISOGUR frægs fólks eru ekki séríslenskt fyrirbæri þó magnið hér sé ef til vill í hærri kantinum miðað við fólksfjöldann og allt það. Uti í löndum blómstrar þessi bókmenntagrein svo sem ekki síður en oftast eru fengnir skrásetjarar ef ekki eiga í hlut rithöfund- ar. En Galína Vishnevskaja, söngkona og eiginkona sellósnillingsins Mstilavs Rostropovitsj, hefur ekki talið ástæðu til að láta skrifa eftir sér en ævisaga hennar kom út fyrir nokkru og AB hefur nú sent hana frá sér í sérlega vel unninni þýðingu Guðrúnar Egilson. Bækur af þessu tagi eru vita- skuld misjafnar að gæðum, sumar harla léttvægar og nafla- skoðunin þreytandi. En ekki hjá Galínu. Þar er sagt frá af hispurs- leysi og sjálfs- öryggi og ritleikni. Galína setur ekki ljós sitt undir mæliker og það er frískandi hversu hispurlaus hún er án þess votti fyrir yfirlæti því ein- hvern veginn fannst mét' bara að hún hefði fullan rétt til að skrifa í í þessum tón. Þó að bemskulýsingar séu fyr- irferðarmiklar í fyrri hluta bókar- innar og um margt vel gerðar stað- næmdist ég og hugsun tnín öllu meira við síðari hlutann þegar að því kemur að Galína er að feta sig áfram á listabrautinni. Eftir að hún hefur að segja frá námi sínu og starfi við Bolshoi og síðan auðvitað frammistaða hennar í einstökum hlutverkum. Samhliða því kemur sagan af afskiptum og yfirgangi stjórnarherranna á öllu er varðar lista- og menningarlíf í Sovétríkjun- um á þessum tíma. Ogleymanleg- astur varð mér þáttur Shostakovitsj og barátta hans við kerfið og menn- ina innan í því. Sem endar í mann- eskjulegum harmleik og er ekki sá eini. Að þessum hluta bókarinnar þótti mér mestur fengur. Sú frá- sögn er varla ýkt en lygilega mis- kunnarlaus engu að síður. Hún kynnir okkur líka þegar leiðir þeirra Rostropovitsj liggja saman og þar er ást við fyrstu sýn. Með ærslum og ákefð hefst sambúð þeirra og þar með einnig einna fróðlegasti kafli bókarinnar. Augljóst er að Rostropovitsj naut verulegra for- réttinda, býr við betri ytri kost en sauðsvartur almúginn. En skilyrði fylgja slíkum forréttindum og það hlytur að koma að því að þau hjón lenda í útistöðum við báknið þegar þau sætta sig ekki lengur við þá meðferð sem ýmsir merkir lista- menn og sumir vinir þeirra sæta. Þeirra á meðal var Solshenitsyn en honum bjóða þau að búa hjá sér eftir að stjórnvöld taka að gruna Galina Vishnevskaja hann um græsku. Myndin sem Ga- lína skissar upp af skelfilegri að- stöðu listamannanna og samskipt- um við menningarsnauða og grimma valdhafa gefur innsýn í óhugnað býsna nærri í tímanum og við vitum að er enn ótrúlega víða. Við tef lum f ram nýjum vörum frá andiamo. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN símar 18519-689212 TXUÚS/Hver kenndi Robert Johnson? Tónlist djöfiilsins ROBERT Johnson er án efa dáð- asti Mississippiblússöngvarinn og þeir sem lítið þekkja til Miss- issippiblúsins láta sem hann sé nánast eini blússöngvarinn frá þríhyrningnum á milli Miss- issippi- og Yazoo-fljótsins sunnan við Memphis. Þó Robert Johnson sé vissulega einn merkasti tón- listarmaðurinn frá þessu svæði, þá átti hann sínar fyrirmyndir, sem margar eru litlu ómerkari, þó ekki hafi þeim verið eins hampað. Itónlist Roberts Johnsons má finna áhrif frá ýmsum tónlistar mönnum og jafnvel textabúta og laglínur sem hann hefur sannan- lega lært af öðrum. Þó oft sé erfitt að segja til um hvað sé nýtt og hvað sameiginleg- ur blúsarfur má heyra áhrif frá Tommy Johnson, Chariie Patton, Lonnie Johnson, Scrapper Blackw- ell og ekki síst Son eftir Árna Matthiasson House. Eddie James „Son“ House, fædd- ist í Riverton í Mississippi 1902. IÆTKL1ST/Hvemig vegnar íslenskri leikhúsmenningu erlendis? Leikhúslistamenn gera víðreist STEFÁN Baldursson leikstjóri hefur á undanförnum þremur árum fengist við leikstjórn í nágrannalöndunum, jafnframt því sem hann hefur sett upp sýningar hérlendis. Hann hefur aðallega starfað á Norðurlöndunum og gengið vel, ef marka má viðtökur áhorfenda og viðbrögð gagnrýnenda, sem hafa farið lofsamlegum orðum um starf hans. I Los Angeles hefur hann stjórnað sviðsettum leiklestri á Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson með bandarískum leikurum og hefur reyndar fengið tilboð um að koma þangað á næsta ári og setja verkið upp á vegum Los Angeles Theatre Centre. Hann er nú einu sinni enn á förum, í þetta skiptið til Noregs, þar sem hann ætlar að setja upp Sölku Völku á det Norske Teater í Ósló þar sem leikið er á nýnorsku í einu glæsilegasta leikhúsi N-Evrópu. Að því loknu heldur Stefán til Álaborgar, þar sem Dagur von- ar fer á fjalimar hjá Borgarleikhús- inu. Það verður í annað skiptið sem hann starfar þar, því áður setti hann upp „Heima hjá afa“ eftir Per- OIov Enquist í sama leikhúsi. Með honum fara íslenskir leik- myndateiknarar, þær Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir og Messíana Tómasdóttir, sem munu starfa með honum hvor í sinni upp- færslunni. Það má því fullyrða að með vinnu sinni sé Stefán farinn að flytja út með sér íslenska leik- húsmenningu eins og hún gerist best, bæði á sviði leikstjórnar, leik- ritunar og leikmyndahönnunar. Áður en Stefán byijar á Sölku Völku þarf hann fyrst að „skreppa" til Stavanger og ljúka við uppsetn- ingu á víkingaleikriti um Harald hárfagra á vegum Borgarleikhúss- ins þar. Það verður sýnt í nýrri menningarhöll í Sola rétt fyrir utan Stavanger, sem er eitt ríkasta sveit- arfélag landsins, enda í návígi við olíuframleiðsluna í Norðursjó. Höf- undur leikritsins heitir Ase-Marie Nesse og er aðallega þekktur sem ljóðskáld í heimalandi sínu. Leikrit hennar er frábrugðið öðrum leikrit- um af svipaðri gerð að því leyti að ekki bregður fyrir einni einustu orrustu í því. Samt fjallar það um orrustuna í Hafursfirði þegar Har- aldur hárfagri á að hafa sameinað Noreg í eitt ríki. Það gerist daginn fyrir og eftir orrustuna, er mjög ljóðrænt og tengist sögu Stavan- ger. Þess má geta að ísienski leikar- inn Hjalti Rögnvaldsson leikur í þessari uppfærslu, en hann er fastr- áðinn leikari við Borgarleikhúsið í Stavanger. Fyrsta verkið sem Stefán setti upp erlendis var breska leikritið „Road“ eftir Jim Cartwright. Það var sýnt í Árósum 1988, nánar til- tekið í Svalegangen sem er 25 ára gamalt sjálfstætt leikhús. Hann fór aftur til Árósa í byijun þessa árs og í það skipið til Borgarleikhússins og setti þar upp Villiöndina eftir Ibsen. „Vinnan við Villiöndina var afskaplega gefandi og skemmtileg- Það myndaðist sterk samstaða milli mín og leikaranna og mér fannst takast það sem kannski einkennir meir og meir vinnubrögð mín í leik- húsinu, en það er að virkja frum- kvæði leikaranna sjálfra og láta þá fínna að þeir eigi stóran þátt í upp- setningunni. Við það eykst ábyrgð þeirra og samkennd og það verður mun auðveldara að skilja við þá á frumsýningu lokinni, sem vissulega verður oft hlutskipti mitt, þar sem ég flakka svona mikið milli landa í vinnu minni.“ Stefán segir tals- vert algengara erlendis að leikstjór- ar hafí tillögurétt um verkefni og séu oftar spurðir hvaða leikrit þeir hafi sjálfír áhuga á að setja upp, ólíkt því sem hér gerist, þar sem leikstjórinn kemur oftast til skjal- anna eftir að búið er að ákveða af verkefnavalsnefndum eða leikhús- stjórum hvaða leikrit skulu sett upp. Þessvegna hefur hann m.a. getað komið íslenskum leikritum á framfæri, enda hefur raunin orðið sú. Að vísu valdi leikhússtjórinn í Örebro í Svíþjóð sjálfur Sölku Völku, sem Stefán setti þar upp haustið 1988, hafði séð sýningu Leikfélagsins á sínum tíma. En hvernig skyldi vera að setja sama verkið upp í þrígang? „Það er spenn- andi svo framarlega sem það líður góður tími á milli uppsetninganna. eftir Hlin Aqnarsdóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.