Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 11

Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 C 11 Foreldrar hans voru kirkjuræknir og Son ákvað snemma að verða prestur. Hann var farinn að predika fimmtán ára, en féll skömmu síðar fyrir konu á fertugsaldri og þar með var prestskapnum lokið í bili. Blúsinn og guð áttu eftir að togast á í Son alla tíð og það má heyra í tónlist hans, en í viðtölum við hann kemur fram að hann skammaðist sín alltaf fyrir að vera að leika blús, „tónlist djöfulsins". Son House og Charlie Patton voru miklir vinir, þó Son hafi aldrei þótt mikið til Pattons koma sem tónlistarmanns. Þeir voru eftirsóttir sem skemmtikraftar og fjölmargir strákar eltu þá hvert sem þeir fóru og reyndu að læra af þeim. Einn af þeim strákum var hinn ungi Robert Johnson, en Son sagði hann hafa verið afleitan gítarleikara og söngvara og vildi sem minnst af honum vita: Robert lærði þó margt af þeim félögum sem átti eftir að Son House Blúsinn og guð toguð- ust á. skila sér á plötum hans síðar, og þá einna mest frá Son, t.a.m. Walk- in’ Blues og fleiri lög og lagabrot. Son tók fyrst upp 1930 og þau lög sem hann tók upp þá eru með því merkasta sem til er af Miss- issippiblús. Fyrir þau lög fékk hann 44 dali, árslaun verkamanns á baðmullarplantekru. 1942 kom Alan Lomax til Miss- issippi á vegum bókasafns banda- ríkjaþings að taka upp tónlist blökk- umanna. Hann fékk Son House til að leika inn á band nokkur lög. Lögin urðu nítján og dagurinn fór allur í upptökur. Þessi lög hafa verið til á tveimur plötum, en komu fyrir skemmstu út á einum geisla- disk, sem er ómissandi í blússafnið. Að launum fyrir lögin nítján fékk Son eina kók, „en hún var köld“ sagði hann í viðtali löngu síðar Og henti gaman að. Hefur þú prófað veggtennis? Opnunartími Squash-klúbbsins fró 1. sept. 1990 er: Mánud.-föstud. kl. 11.00-14.00 og 16.15-22.15. Laugard. 10.00-16.45. Sunnud. 10.00-14.00. Nú er rétti tíminn til að panta sér tíma í veggtennis fyrir veturinn. Komdu og sjáðu glæsilegustu aðstöðuna í bænum. Ath.: Það er frír kynningartími. Núna eru tvö ár síðan ég setti Sölku upp síðast. Skáldverkið sjálft er svo ríkt af hálfu Laxness, að það er endalaust hægt að finna nýja fleti á því. Þar að auki eru aðstæðurnar í leikhúsunum svo ólíkar í hvert skipti fyrir sig, nýir leikarar takast á við hlutverkin, þannig að sýning- arnar geta aldrei orðið eins.“ En hvernig reynsla er það að leikstýra í útlöndum í samanburði við ísland? „Mundurinn er ekki svo ýkja mikill, æfingatíminn er svipaður og eins aðferðirnar. Sumum hefur fundist þeir hafa kynnst einhverri nýrri „aðferð“ eða „kerfi“ í mínum vinnubrögðum og gjarnan viljað að ég miðlaði því til fleiri. Það hefur komið mér á óvart, því ég leiði sjald- an hugann að því, hvort hægt sé að greina einhveija tiltekna aðferð í mínu starfi. Það hefur verið mjög auðgandi að kynnast nýjum að- stæðum og nýjum leikurum. Yfir- leitt hef ég verið heppinn og lent í góðum leikhúsum, þar sem gott samband og gagnkvæmt traust hefur skapast milli mín og sam- starfsaðila minna, sem er eitt það mikilvægasta í leikhússtarfinu. Kjör leikara og leikhússtjóra á Norður- löndum eru tvímælalaust betri en hér laun leikara eru allt að helm- ingi hærri. Þessi staðreynd hefur fært mér heim sanninn um að íslenskur leikhússheimur er lág- launasvæði í samanburði við hin Norðurlöndin." Aðspurður hvort hann ætli sér að ílengjast erlendis segir Stefán: „Það er lýjandi að flakka svona mikið, þegar maður á fjölskyldu hérna heima, en vissu- lega hefur sú spurning vaknað, ekki hvað síst þar sem atvinnutil- boðum fjölgar frekar en hitt.“ Unftitíþ í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁDHÚSTORGI Gleditídindi - blaö sem bítur! - Hver er ríkastur íslendinga? - Hversu hamingjusöm er Sigríður Dúna? - Fer Stefán Valgeirsson í framboó? - Hver er alþýðumaðurinn í Alþýðuflokknum? - Fegurðardrottningin og lýtalæknarnir - Górilla í Reykhólasveit - Leyniviótal vió Bob Dylan - Kynlífsráðgjöf Nínu Ingibjargar - Skilríkjalaus maður á kreiki - Lesendabréf - Draumaráðningar - Stjörnuspá - Bernskumyndir af Davíó Oddssyni og Svavari Gestssyni Gleóitíðindi eru komin út og fást á næsta blaðsölustað „Ég hef ekki hlegið svona mikið síóan maðurinn minn datt niður af svölunum, - sagði ánægð húsmóðir í Vesturbænum um síðasta blað. GLEÐITÍÐINDI ERU MEÐ BESTU FRÉTTIRNAR ÓHÁÐ HÁÐBLAÐ TAKIÐ VEL EFTIR!!! Hinn eini og sanni stórútsölumarkaður opnar að Bíldshöfða 10 fimmtudaginn 30. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.