Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. AGUST 1990
C 13
er ekki gamaldags
Texti og mynd: Charles Egill Hirt
Lenny Krnvitz
í einkaviðtali við Morgunblaðið
Lenny Kravitz er ekki gefinn
fyrir að vera með yfirlýs-
ingar. Á meðan Terence
Trent D’Arby lýsir því yfir
að hann sé snillingur og
Prince segist vera Guð
stundar Lenny bara sína spila-
mennsku og gerir lýðnum ljóst
þvaða hæfileikum hann býr yfir. Á
fyrstu plötu sinni, „Let Love Rule“
þar sem hann samdi lögin og hljóð-
blandaði sjálfur, spilar hann á nán-
ast öll hljóðfærin. Síðustu ellefu
mánuðina hefur Lenny verið á tón-
leikaferðalagi með hljómsveit sinni.
En hvað með tónlistina? Það má
segja að tónlistin sé leitandi, nánar
tiltekið aftur til ársins 1967. Þegar
hiustað er á plötu Kravitz verður
manni fljótlega hugsað til Bítlanna,
Sly and The Family Stone og Jimi
Hendrix. Frumleiki er ekki ein af
hans sterku hliðum. Viðtalið sem
hér fer á eftir var tekið á Hróars-
kelduhátíðinni fyrr í sumar.
Þú spilar gamaldags sýrurokk.
Finnst þér ekki vera búið að segja
allt sem hægt er að tjá með þessu
tónlistarformi?
„Ég lít ekki á þetta sem gamal-
dags. Ég vil einfaldlega ekki taka
þátt í þeirri tónlistarsköpun sem á
sér stað í dag. Ég er óánægður
með þessa framleiðslu. Hvorki tón-
listin né upptakan heillar mig.
Tæknin hefur náð svo miklu valdi
á tónlistarsköpun að það er ekki
lengur unnið út frá hugverkum og
laglínum. í dag skiptir meira máli
hversu hátt snerillinn hljómar. Að
mínu mati náði tónlist vissu há-
marki árið 1967. Ég gerði þessa
plötu fyrir sjálfan mig, ekki vegna
nostalgíu. Ég vil leggja stund á
raunverulega tónlistarsköpun út frá
eigin eðlishvötum. Það er að mínu
mati ekki gamaldags."
Finnst þér að lífsgæðamat
blómakynslóðarinnar eigi rétt á sér?
„Ég veit ekki með vissu hvaða
gildi það voru eða eru. Fólk segir
við mig að ég sé hippi en ég veit
ekki hvað það táknar í raun. Ég
trúi á mátt ástarinnar, ég er and-
snúin ofbeldi og ég hrífst af kenn-
ingum Martin Luther King og
Ghandi. Þó þær þjóni ekki alltaf
sínum tilgangi hef ég trú á þeim.
Hvort ég er blómabarn af þessum
sökum eða ekki veit ég ekki en mér
er annt um lífið.
Syngurðu mótmælasöngva?
„Já, ég geri ráð fyrir að það
megi segja sem svo.“
Telurðu mögulegt að breyta
heiminum með tónlist?
„Tónlist er að mínu mati einn
sterkasti áhrifavaldurinn í heimin-
um. Tónlist hefur alltaf breytt fólki,
hvort sem er til hins betra eða
verra. Fyrst og fremst breytir tón-
listin hvernig fólk hugsar, fólkið
hefur svo áhrif á heiminn. Ég geri
mitt til að boða ást með tónlistinni."
Þú hefur lagt ýmsum málefnum
lið bæði beint og í textum þínum.
„Máli svartra í Bandaríkjunum
er ekki lokið og ástandið í dag er
verulega slæmt. Stundum verður
kannski að taka í lurginn á einhverj-
um til að yfirstíga viss vandkvæði
en ég kýs frekar leiðir án ofbeldis.
En eins og ég segi þá þjónar það
ekki alltaf sínum tilgangi. Það er
mikil syiid því maður vill forðast
að fara niður á sama plan og þetta
fólk semi er að níðast á manni. Ég
á samt erfitt með að sjá þetta frá
einni hlið því ég er tengdur þessu
á svo margan hátt.
Nýlega tók ég þátt í uppákomu
í Washington D.C. Við fórum í
kröfugöngu til stuðnings heimilis-
lausum. Það tókst mjög vel, um
hálf milljón manns tók þátt í
göngunni."
Tónlist þín er undir áhrifum frá
tímabili þar sem eiturlyf voru álitin
nánast skaðlaus og neysla þeirra
þótti jafn sjálfsögð og hver önnur
reynsta. Hver er afstaða þín til eit-
urlyfja?
„Sumir geta stjórnað neyslu sinni
og aðrir ekki. Ég held að yfii-völd
stuðli að því að „krakk“, kókaín og
álíka lyf séu seld minnihlutahópum
til að bæla þá niður, þá á ég við
svertingja, innflytjendur frá Puerto
Rico og fleiri. Þetta er mjög rotið
mál. Eitrið er ekki framleitt í New
York. Það er háttsett fólk sem
stjórnar þessari kúgun. En ef þú
ræður við neysluna þá er það í lagi
mín vegna.“
Ertu undrandi á þeim mikla
fjölda tónlistarmanna sem fjalla um
trúmál í textum sínum?
„Nei, því tónlistin er aðeins tján-
ingarform. Hvað sem manni liggur
á hjarta má tjá með tónlist. Trúmál
er nokkuð sem við hugsum öll um.
Þetta kemur mér ekki á óvart.
Hvort sem við trúum á guð eður
ei, leiðum við hugann að því.“
Hve trúaður ertu?
„Ég álít mig vera andlega sinnað-
an og er í stöðugri leit að sannleik-
anum. Ég hef þó illan bifur á orð-
inu trúarbrögð. Ég tengi það við
öfgasinna í bandarísku sjónvarpi
sem öskra og æpa og heimta pen-
inga.“
Tónleikar þínir nálgast oft að
vera trúarathafnir.
„Vissulega, ef þú upplifir það
þannig. Mér hefur verið sagt þetta
áður. Stundum finnst mér tónleikar
vera mjög andleg upplifun. Það er
gott að geta sleppt sér lausum. Við
þurfum svo oft að vera upptrekkt
í lífinu."
Á plötunni þinni spilar þú nánast
á öll hljóðfærin sjálfur. Finnst þér
ekki innantómt að þurfa að taka
upp hljóðfærin í hv’ert í sínu lagi?
„Tónlistarmenn hafa „döbbað“
frá því á sjöunda áratugnum: Það
væri annað mál ef ég væri að leika
mér í tölvum og slíkri vitleysu.
Annars verður hljómsveitin sem
leikur undir hjá mér á tónleikum
með mér á næstu plötu.“
Við hverju.megum við búast á
henni?
„Þetta verður ekki endurtekning
á fyrri plötunni, þessi verður gjör-
ólík. Hljómsveitin mun spila á helm-
ing plötunnar, hinn helminginn geri
ég einn. Þetta er mjög spennandi
verkefni."
Ertu hræddur um að valda von-
brigðum?
„Nei, þá væri ég ekki trúr sjálfum
mér. Það sem ég geri, geri ég eftir
tilfinningum mínum. Ef fólki líkar
það þá er það gott og blessað en
ef ekki þá er það þeirra mál. Það
mun ekki halda vöku fyrir mér.“
Hvernig sérðu tónlistarþróunina
í náinni framtíð?
„Ég held að það muni ekki vera
nein ákveðin stefna ríkjandi á
næstu árum. Það verður samankr-
ull af öllu mögulegu. Mín tónlist
verður þar á meðal, það er öruggt.“
Nú hefurðu spilað víða í Evrópu.
Hver er helsti munurinn á áhorfend-
um hér og í Bandaríkjunum?-
„Evrópubúar eru ástríðufyllri.
Þeir eru ekki eins hræddir við að
sleppa fram af sér beislinu. Meira
að segja í Þýskalandi þar sem mér
var sagt að áhorfendur væru kaldir
og hreyfðu sig ekki reyndist þetta
vera kjaftæði. Við spiluðum þar
fyrir nokkrum dögum og þeir reynd-
ust vera mjög opnir. Fólk er ekki
eins hrætt við að sýna tilfinningar
hérna. í Bandaríkjunum eru allir
svo merkilegir með sig.“
Hvað fannst þér um Hróars- _
kelduhátíðina?
„Mér fannst hún meiri háttar.
Ég hef aldrei upplifað annað eins.
Stundum hef ég saknað að hafa
misst af Woodstock og fleiri há-
tíðum í þeim dúr, en þetta var ekki
síðra. Þetta var verulega fallegt.“
Er þér eitthvað sérátaklega
minnisstætt frá þínum ferli?
„Já, þegar ég kom fram á tónleik-
um í Liverpool fyrir skömmu. Tón-
leikarnir voru haldnir tij að heiðra
minningu John Lennon. Það var
mikill heiður að vera beðinn um að
spila. Það gekk vel. Það var dásam-
legt að vera þarna. Og af öllum
þeim tónlistarmönnum sem voru
þarna bað Yoko mig um að spila á
gítar Johns, það var mér ómetan-
legur heiður."
John Lennon er mikill áhrifavald-
ur á tónlist þína. Þú virðist taka
jafnt hvíta og svarta tónlistarmenn
þér til fyrirmyndar.
„Til að byija með er ég kynblend-
ingur og því á ég erfitt með að ein-
blína á eitt afmarkað svið. Faðir
minn er rússneskur gyðingur frá
Kiev og móður mín er frá Vestur-
Indíum. Allt mitt líf hef ég upplifað
allar tegundir tónlistar. Ég tala
ekki um litarhátt tónlistar vegna
þess að það á ekki að bendla annað
við hitt.“
Hvernig hefur hin skyndilega
frægð verkað á þig?
„Frægðin hefur ekki verið
skyndileg því ég hef verið að fást
við tónlist í tíu til tólf ár án þess
að nokkur maður gæfi því gaum.
Þetta er þó vissulega búið að vera
gott ár. Ég er stoltur af hljómplöt-
unni minni, mér þótti hún takast
vel, ég er með frábæra hljómsveit
og við skemmtum okkur vel, við
höfum ferðast mikið. En mér líkar
ekki við bransann. Mér líkar ekki
við sjálfumgleðina og mér líkar
ekki hvemig peningar leika fólk.
Þegar sumir listamenn byrja að
græða mikla peninga byija þeir að
hafa það of gott. Þá fara þeir að
sniðganga raunverulegt líf. Tónlist-
in hættir að vera full af lífskrafti
vegna þess að þeir eru hættir að
lifa lífinu. Ég vil ekki að þetta komi
fyrir mig. Eg vil aðeins spila tón-
list. En ég er mannlegur. Ég hef
egó. Mér finnst ég vera hæfileika-
ríkur í því sem ég geri en ég reyni
að haida mér á jörðinni. En það er
svo sannarlega erfitt. Það væri lygi
að segja að ég hefði ekkert egó.“
Hvernig hefurðu verið mest mis-
túlkaður?
„Ég var eitt sinn að tala við vin
minn sem er í tónlistarbransanum,
og þar sem ég get ekki séð sjálfan
mig með augum annarra spurði ég
hann hvernig fólk innan geirans sæi
mig. Hann sagði mér að fólk tryði
ekki að ég væri samkvæmur sjálf-
um mér. Það heldur að tal mitt um
frið og kærleik sé kjaftæði og að
ég geti ekki meint allt sem ég segi.
Þetta tel ég vera rógburð. En mér
stendur á sama. Annars tekur mað-
ur sumt nærri sér án þess að kæra
sig um það.“
Hvað viltu segja um slúðurblaða-
mennskuna sem þú hefur orðið fyr-
ir barðinu á?
„Ég hef meiri samúð með þeim
sem hafa að atvinnu að elta mig á
röndum og mynda mig, mynda hús-
ið mitt, segja að ég lifi í eiturlyfja-
bæli og að barnið mitt sé daglega
innan um „krakk“-fíkla. Ef tekin
er af mér mynd ásamt einhverri
konu þá deilum við sjálfkrafa sama
rúmi. Ég skil ekki þennan áhuga á
mér. Getur verið að fólki sé svo
umhugað um mig?“