Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990 Tímarit deyr í Frakklandi FRÖNSK útgáfa bandaríska viðskiptatímaritsins Fortune er hætt að koma út. Time Warner-samsteypan hætti við útgáfuna vegna ágreinings við samstarfsaðila sinn, Hachette Filippacchi-samtökin, um stefnu tímaritsins, sem kallaðist Fortune France í Frakklandi og hefur komið út í tvö ár. Stöðvun útgáfunnar er áfall í þeirri viðleitni Time Warner að efla bandarísk tímarit í Evrópu og Asíu. Vegna ágreiningsins um Fort- une France hefur Time Warner hætt við að hleypa af stokkunum spænskri útgáfu ásamt Hachette. A Ítalíu gefur Time Warner út Fort- une Italia ásamt fyrirtækinu Arn- oldo Mondadori Editore. í nóvember mun Time Warner hefja tilraunaútgáfu á tímariti fyrir konur í Bandaríkjunum. Tímarit fyrir nemendur er einnig í uppsigl- ingu og þrjú tölublað tímarits um íþróttasögu munu koma út á næsta ári. Fortune France gekk vel í fyrstu og seldist betur en önnur frönsk og bandarísk tímarit. Tímaritið átti að ryðja brautina fyrir eflingu viku- ritsins Time í Evrópu. Búist var við að það færi ekki að skila hagnaði fyrr en eftir 1991. Auglýsingum ,í ritinu hafði fækkað. Það var selt í 50.000 eintökum og mætti sam- keppni frá auknum fjölda franskra og evrópskra viðskiptatímarita. Háskólanám í sápuóperugerð David Jacobs, sem fann upp og framleiddi Dallas-þættina, hef- ur ákveðið að veita á hveiju ári stúdent við Stirling-háskóla í Skotl- andi styrk að upphæð 8.000 pund til náms í sápuóperugerð í Holly- wood. „Mér væri meinilla við að Bretar framleiddu sápuóperur af sama tagi og Bandaríkjamenn," sagði fyrsti sápuóperu-styrkþeginn, Mark Grindle. „Til þess að vita hvað ber að forðast verður að sjá hvað þeir eru að gera.“ „Enginn ætti að tala með lítils- virðingu um sápuóperur," sagði for- stöðumaður kvikmynda- og fjöl- miðladeildar háskólans, Philip Schlesinger. „Sjónvarpið er voldug- asti fjölmiðillinn." Neita að greiða afnotagjöld Rúmlega ein og hálf milljón heimila í Bretlandi svíkst um að greiða afnotagjöld af sjónvarpi. Um 800.000 eigendur litsjónvarps- tækja greiða aðeins gjöld af við- tækjum, sem sýna svarthvítar myndir. Þessi svik kosta breska ríkissjónvarpið 148 milljónir punda á ári eða sem svarar rúmlega einum tíunda af núverandi tekjum þess. Nefnd þingmanna úr öllum flokkum hefur sagt að ástandið sé „óþol- andi“. Breska póstmálastofnunin sér um að innheimta afnotagjöldin og að hafa upp á þeim sem svíkjast um að borga. í fyrra þurfti BBC að greiða stofnuninni 65 milljónir punda fyrir þessa þjónustu, en næsta vor mun stofnunin taka að sér að sjá um innheimtuna sjálf. Fundið hefur verið upp nýtt tæki á stærð v"ið ferðaútvarp til að miða út óskráð sjónvarpstæki. Tækið er svo nákvæmt að með því er hægt að finna nákvæmlega í hvaða íbúð í tiiteknu fjölbýlishúsi óskráð tæki sé að fmna. Bessastaöaheppuf. Kópavogur. Reykjavlk og SeU*amafnes hafa brugöisl ókvaBÖa við hugmymXtn GafObæmga um sértausn i tráfennslismAh<n sinun. „Skolpsprengja“ í Skerjafjörð? Goöl Sveinsson seglr I belgarvlðbill að hrlngl varðandl sameiningu Stöðvar 2 og Sýnar hafi skaöað möguleika Islendinga á efnískaupum erlendis: Utlendingar hættir skilja sjónvarpslífið BBItMður8og9 Olían r stígur afstríöi • Bltósíó* 4 ogbaktMe i Tímans óheilla rás ÞAÐ er sama hvað hver segir, því miður eru íslensk dagblöð ekki góð. Sjálfsagt geta menn deilt um það hvað sé gott blað en í ljósi sannanlegra mistaka, yfírsjóna og axarskafta í íslenskum blöðum þá getur varla nokkur maður staðið í þeirri trú að eitt- hvert þeirra sé raunverulega gott. Með þessu er ekki verið að segja að öll íslensk blöð séu endilega vond. A þessum vettvangi verða nú og á næstu vikum tínd til dæmi sem renna stoðum und- ir þessa skoðun. í fyrstu skal athyglinni beint að Tímanum, blaði því sem boðað hefur framfarir í sjö tugi ára eða allt frá því að sauðkindin, sem nú virðist ætla okkur lifandi að drepa, hélt í okkur tórunni. Utlendingar hættir skilja sjón- varpslífið" var önnur tveggja risafyrirsagna á forsíðu Tímans 4. ágúst sl. Þar sem forsíða er andlit blaðs kann einhveijum að þykja ástæða til að vanda til fyrir- sagna og frágangs, en finnist slíkir menn á _____________________ Tímanum þá 1 hafa þeir ekki verið á vakt þegar gengið var frá þessari síðu í prentun. í fyrsta lagi vantar eitt orð, „að“, en þó svo að maður horfi í gegn- um fingur sér með slík „mannleg mistök“, þá á enn eftir að fá botn í nýyrðið „sjónvarpslíf“. Víst er að í viðtali því sem fyrirsögnin vísar til, sem er við Goða Sveins- son hjá Sýn, kemur það orð aldr- ei fyrir og er aldrei skilgreint. Það má e.t.v. ætla að forsíða Tímans sé einskonar getraun því deginum áður, 3. ágúst, mátti þar finna fyrirsögnina: „Olían stígur af stríði" og fyrir neðan var vísað til greina annars staðar í blaðinu. Af lestri þeirra mátti skilja að með fyrirsögninni væri blaðið að reyna að upplýsa lesendur um að olíuverð hefði hækkað vegna stríðs. Á sömu forsíðu er talað um Bessastaðahepp en sem betur fer í grein inni í blaðinu er ekki lengur talað um hepp heldur hrepp. í opnu sama blaðs er flennistór loftmynd af Garðabæ og Kópa- vogi sem er eitthvað undarleg. Samkvæmt henni þá hefur sá, sem stendur á Arnarnesi og snýr í átt að Kópavogi, Faxaflóa á hægri hönd en Fífuhvammsland á ______________ vinstri hönd en BAKSVID eftir Ásgeir Fridgeirsson eins og allir vita þá er raun- veruleikinn annar, Faxa- flói er til vinstri og Fífu- hvammur er til hægri. (Er nema von að Amarnesbúinn og fram- sóknarmaðurinn Steingrímur Hermannsson átti sig stundum ékki á því hvað sé hægri og hvað vinstri?) Á blaðsíðu 2 í sama blaði er frétt um veðurfréttir í ríkissjón- varpinu. í fyrstu málsgrein er vitnað í Markús Á. Einarsson en í þrígang síðar í fréttinni hefur blaðamaðurinn eitthvað eftir ein- hverjum Einari, sem engin frekari deili eru sögð á. Enn reynir á getspeki lesandans: Var rætt við þennan Einar eða var Markús orðinn að Einari? Á bls. 3 í Tímanum 9. ágúst er viðtal við grískan ferðamála- frömuð. Það endar á eftirfarandi hátt: „ ... í landi 3000 eyja og 3000 ára sögu, eins og þeir þre- menningar komust að orði. Enda“ — lengra var ekki hægt að lesa. ■ Öilþaumistök sem birtast á síðum dag- blaðsins Tímans benda til þess að fag- legur metnað- ur þar á bæ sé ekki mikill Þrátt fyrir ítrekaða leit um allt blaðið fannst botninn ekki. Ef umrædd grein er ekki endaslepp þá skil ég ekki það orð. Dæmin hér að ofan eru tekin úr þremur af sex tölublöðum Tímans sem komu út dagana 3.-9. ágúst. M.ö.o. þetta er viku- skammtur af mjög alvarlegum mistökum þeirra sem vinna við blaðið. Hugsanlega má finna af- sakanir fyrir þessum mistökum en það eru ekki raunverulegar ástæður. Það má ekki gleyma þeim einfalda sannleik að það sem ekki er nógu gott er ekki nógu gott. Áðumefnd mistök gera það að verkum að Tíminn getur ekki tal- ist gott blað, — þetta eru mistök sem staðfesta óvönduð vinnu- brögð og benda til þess að metn- aður sé ekki til staðar. Vel má vera að Tíminn boði framfarir en öruggt má telja að án metnaðar verða engar framfar- ir. Gott imtlegg í íslenska bamamenningu Umræða um fjölmiðla á íslandi hafa síðustu mánuði að mestu snúist um mál Stöðv- ar 2 og Sýnar hf. Frá degi til dags hafa staðfestar fregnir af málum breyst og enginn hefur vitað hver á hvað né hvað er hvurs eða hvers vegna og hvernig. Fyrir nokkrum dögum sagði svo í fyrirsögn að Stöð 2 og Sýn hafi náð samkomulagi. I kjölfar þessa samkomulags segir svo að ætlunin sé að Sýn hefji útsendingar með haustinu, sem kvikmyndar- ás. Meira að horfa á, en ekki kannski alltaf úr . gæðakonfektkassanum. Um næstu mánaðamót verður frumsýnd fyrsta íslenska barnakvikmyndin í tíu ár. Hér er um að ræða kvikmyndina um Pappírs- Pésa en hann er þekkt per- sóna meðal margra íslenskra barna oag þá sér- staklega þeirra sem notið hafa leiðsagnar Herdísar Egilsdóttur kennara við ís- aksskóla í Reykjavík. Pési þessi kom fyrst fram á sjón- arsviðið í leikriti sem Herdís skrifaði fyrir fimmtán árum og var sett upp í Hafnar- fjarðarbíói. Lítill einmana drengur teiknar pésann á blað en sá lifnar við og verður góður vinur drengs- ins þrátt fyrir að hann er ekki alveg eins og venjulegt barn. Það er Hrif hf. og Ari Kristinsson kvikmynda- gerðarmaður sem hafa tek- ið Pappírs-Pésa í fóstur og komið honum á hvita tjaldið en handritsgerðin byggir á upphaflegri hugmynd um Pappírs-Pésa og er síðan óspart bætt við ævintýri hans. Og það eru íslensk börn og vonandi foreldrar þeirra sem fá að njóta.fjör- ugra ævintýra Pésa og fé- laga í þessari íslensku kvik- mynd á næstunni. Myndin er full af ævintýrum, fjör- ugum lögum og alls kyns prakkarastrikum sem ætti að falla í kramið hjá börn- um. Kvikmyndagerðar- menn á íslandi hafa löngum kvartað sáran undan bög- um sínum og ekki að ástæðuIausu.Þeir hafa til dæmist lengi beðið eftir fjárframlögumúr Menning- arsjóði útvarpsstöðva og bent á að margar útvarps- stöðvar liggi inni með fé sem þær eiga alls ekki og ætlað er menningarsjóðn- um. Þessar stöðvar koma og fara og upphæðirnar til menningarsjóðsins gleym- ast. Fjárlög til kvikmynda- gerðar hafa oft á tíðum verið-skert miðað við það sem búist var við og kvik- myndagerðarfólkið hefur bent á að þeir erlendu sjóð- ir sem íslendinar eiga að- gang að geti aldrei orðið grunnur íslenskrar kvik- myndagerðar. Hugmyndir eru uppi um fjölmiðlasjóð til að styrkja íslenska dag- skrárgerð í sjónvarpi og vilja sumir meina að þar eigi íslenskt kvikmynda- gerðarfólk að vinna, þar sem mínútan er svo miklu ódýrari. Það er dýrt að gera kvikmynd en íslensk kvik- mynd hlýtur að vera já- kvætt innlegg í menningu íslendinga á tímum mynd- banda og gervihnattasend- inga. Islensk kvikmynd hlýtur að vera rós í hnappa- gat lítillar þjóðar sem verð- ur að beijast við markað sem er yfirfullur af ensku- mælandi myndum sem ekki eru alltaf úr hágæðaflokki, eru gerðar eftir lögmálum heimsmarkaðarins og fylgja tískuformúlunum hverju sini. íslensk barna- og fjölskyldumynd hlýtur að vera konfektmoli á með- al alls þess efnis sem íslensk æska meðtekur úr fjölmiðlaflóðinu. Islensk barnamynd gefur kannski ekki mikið í kassann þar sem landið okkar er lítið og barnafjöldinn því tak- markaður. En íslensk börn eiga auðvitað að taka hina fullorðnu með í bíó því hvar ef ekki hér á landi er þörf á að foreldrar og börn þeirra fái meiri tíma saman. Hver veit nema sameiginleg upplifun á fjörugri íslenskri barnamynd yrði til þess að koma af stað samræðum milli foreldra og barna um það efni sem börnin eru að horfa á af myndbandaspól- unum heima og hjá kunn- ingjunum þegar pabbi og mamma eru í vinnunni... það væri kannski hægt að fá foreldrana til að berjast fyrir betri aðstæðum fyrir íslenskt kvikmyndagerðar- fólk. Guðrún Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.