Morgunblaðið - 26.08.1990, Síða 28
28 C
MORGUNBLAÐIÐ
VELVAKAIMDI
SUNNUDAGUR 26. AGUST 1990
01990 Univefsal Pfess Syndicate
,, ég þarF-eJckL a& úr
Jö iunurtv, ej'þcub ?"
Ást er...
7-Z7
... að vera fús til sam-
komulags.
TM Rog. U.S. Pat Off.—all rights rasarvod
° 1990 Los Angales Timos Syndicate
Með
morgunkaffmu
Þú ert svo sæt, mamma,
þegar þú ert reið, það seg-ir
pabbi.
HOQNI HKEKKVISI
„ KE7TÍK KOMA ALLTAF MiOOK. 'A FjdTURbtA I ‘
Vill Þorsteinn
beita sér fyrir
því að fólk geti
valið og hafnað?
Til Velvakanda.
Eg undirrituð vil taka undir með
Maríu G. sem skrifar í Morgun-
blaðið þann 15.8. sl. um afnotagjöld
ríkissjónvarpsins.
Mér finnst þetta alveg óþolandi
aðfarir i lýðræðisþjóðfélagi — nóg
er nú samt um skatta og gjöld, bein
og óbein og virðist hugmyndaflug
stjórnvalda með ólíkindum í þeim
efnum! En að fólk sé skyldugt til að
borga af sjónvarpsstöð sem það horf-
ir ekki á og kærir sig ekkert um,
það fínnst mér furðulegt að stenst
lagalega, — það eru þá skrítin lög.
Ég lét loka fyrir Stöð 2 um síðustu
mánaðamót til að spara örlítið og
vegna fjarveru að heiman, — en mér
finnst ég vera svo gott sem sjón-
varpslaus síðan. Á mánudagskvöld
settist ég framan við „imbann“, ætl-
aði að slappa af og horfa á eitthvað
skemmtilegt — það endaði með því
að ég horfði á efni af myndbandi,
sem ég hafði tekið upp frá Stöð 2.
Annars fínnst mér Stöð 2 hafa
farið talsvert aftur eftir að Jón Óttar
hætti þar — en það er önnur saga.
Nú langar mig til að spyija Þor-
stein Pálsson formann Sjálfstæðis-
flokksins hvort hann muni beita sér
fyrir því að breyta þessu misrétti ef
flokkurinn kemst í meirihluta eftir
næstu alþingiskosningar, þannig að
fólk geti valið og hafnað í þessum
efnum? _ A. „
Gunnlaug Olafs.
Hvar er hægt
að fá bald-
eraða borða?
Til Velvakanda.
Mig langar til að vita hvort ein-
hver lesandi Velvakanda geti
hjálpað mér í vandræðum mínum.
Þannig er að ég hef leitað logandi
ljósi að balderuðum borðum á upp-
hlut en án árangurs. Ég veit að
fleiri hafa átt í erfiðleikum með að
fá borðana þannig að viti einhver
um borða til sölu eða einhvem sem
tekur að sér að baldera væru ábend-
ingar mjög vel þegnar.
SigTÚn.
A FORNUM VEGI
Blönduós:
*
Islending-
ar meira
á ferðinni
Blönduósi.
Ferðalög og þjónusta í tengsl-
um við þau er vaxandi á landi
voru eins og fram hefur komið
í fréttum að undanförnu. Blöndu-
ós er kaupstaður fyrir botni
Húnaflóa og það hefur oft komið
fram í umræðunni að ferða-
mannastraumurinn renni í gegn-
um bæinn án þess að staldra við
nema þá helst til að kaupa sér
pylsu og kók. Er þetta svo í raun-
inni? Hefur ferðamannastraum-
urinn farið hjá?
Hlíf Hreiðarsdóttir hótelstjóri á
Hótel Blönduósi segir nýting
una á hótelinu hafa aukist frá því
í fyrra bæði í júní- og júlímánuði.
Hlíf taldi helstu ástæðumar fyrir
þessum aukna ferðamannastraumi
þær að veðrið í sumar hafi verið
einstaklega gott. Hlíf hélt því einn-
ig fram að Islendingar ferðuðust
svoh'tið öðruvísi í ár en áður —
væru mun meira á ferðinni en oft
áður. Að sögn Hlífar hafa orðið
nokkur afföll á pöntunum hjá er-
lendum ferðahópum en það hefur
ekki komið eins mikið að sök og
oft áður því íslendingar hafa fyllt
upp í þau skörð. Hlíf sagði hlutfall
íslendinga í gistingu á hótelinu
hafa heldur vaxið ef eitthað væri
en gat þess jafnframt að hótelið
byggi töluvert á gistingu fyrir lax-
og silungsveiðimenn sem kæmu til
veiða í héraðinu og væri það vax-
andi þáttur. Hlíf sagði að það þyrfti
með einhverjum ráðum að fá fleiri
ferðamenn til að staldra við á
Blönduósi og í því sambandi nefndi
hún útvistarsvæði Blöndósinga í
Vatnahverfi. „í Vatnahverfinu eig-
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Hlíf Hreiðarsdóttir, hótel-
stjóri.
um við ómælda möguleika sem tek-
ur nokkur ár að byggja upp. Nú
þegar er þar níu holu golfvöllur og
aðstaða til hvers kyns vatnaíþrótta
og silungsveiði er þar fyrir hendi.
Á vetmm er þama aðstaða til skíða-
og skautaiðkunar og ég held að
vandfundin sé betri aðstaða á
landinu til jafn fjölbreyttrar tóm-
stundaiðju," sagði Hlíf Hreiðars-
dóttir að lokum.
Ómældir möguleikar
í Vatnahverfí
Orð Hífar Hreiðarsdóttur hótel-
stjóra á Blönduósi um möguleikana
sem felast í útvistarsvæði Blöndós-
inga í Vatnahverfi gaf fyllilega
ástæðu til að hitta að máli vallar-
stjórann á golfvelli Blöndósinga í
Vatnahverfi, Pál Valgeirsson. Hann
sagði að fjöldi gesta á völlinn væri
ekki mjög mikill en færi þó stöðugt
vaxandi. „Ástæðan fyrir þessu er
eflaust sú að golfvöllurinn stendur
ekki við hringveginn heldur er hann
á Skagastrandarleið, þrem kíló-
metmm norðan við Blönduós, og
því vita ekki mjög margir af hon-
um.“ Um golfvallarstæðið sagði
Páll að það væri einstakt og land-
stærð leyfði átján holu völl og vel
það en sú framkvæmd byði betri
Víkveiji skrifar
Víkveiji þessa sunnudags hefur
lítillega fylgst með þeim bú-
vöruskottís og loftferðaræl, sem
landbúnaðarráðherra og utanríkis-
ráðherra hafa stigið af miklum móð
á fjölmiðlafjölum undanfarið. Haft
var eftir utanrík isráðherra „að
Alþýðuflokkurinn muni aldrei sam-
þykkja nýjan búvömsamning", sem
landbúnaðarráðherra stendur í
ströngu við að smíða ásamt for-
svarsmönnum landbúnaðarins. ítem
að hugsanlegur loftferðasamningur
við Sovétríkin komi þessum sama
ráðherra hreint ekkert við. Allur
er þessi pólitíski ballett ráðherranna
í takt við starfshefðir á stjórnar-
heimilinu.
Víkveiji fletti af rælni upp í fjár-
lögum líðandi árs. Þar kennir
margra landbúnaðargrasa sem
vænta má. Til dæmis ganga litlir
fjórir milljarðar (4.000 m.kr.) til
niðurgreiðslu á vöruverði. Þæfa má
um, hvort þessir skattpeningar,
sóttir í launaumslög fólks, séu
reiddir af hendi fyrir neytendur eða
framleiðendur. Þeir, sem telja þá
landbúnaðarskatt, staðhæfa, að
neytendur geti flutt inn þær búvör-
ur, sem þeir hafi hug á, fyrir brot
af innlendu framleiðsluverði. Fjár-
lögin skenka og litlar 767 m.kr. sem
útflutningsbætur á búvörur, svo
hægt séð að koma þeim ofan í út-
lendinga, sem og dulitlar 614 m.kr.
í framleiðnisjóð bænda. Samtals eru
þetta hvorki meira né minna en
5.380 m.kr. Eru þó ekki öll fjalla-
grös fjárlaganna með talin.
Það var ekki ætlun Víkveija að
leggja dóm á þessi útgjöld, sem
taka til sín u.þ.b. helming af tekju-
skatti einstaklinga á líðandi ári. Það
voru margslugin fangbrögð ráð-
herranna sem fönguðu athygli
hans. Það er nefnilega eins konar
ríkisstjórnarkækur, nú orðið, að
stjórnarflokkar og ráðherrar mót-
mæli á háum nótum gjörðum sam-
ráðherra í gjallarhornum fjölmiðla
— en láta síðan kjurt liggja. Það
þykir trúlega klókur látbragðsleikur
að halda sýndarmótmælum innan
þeirra „skynsemismarka“, að valda-
stólum sé ekki teflt í tvísýnu.
Loftferðasamningi við Sovétríkin
mætti gjarnan fylgja, að dómi
Víkveija, einnar leiðar farðseðill
fyrir helft ráðherranna.
Víkveiji dagsins var á sínum
tíma harður stuðningsmaður
viðreisnarstjórnarinnar 1959—
1971. Tveir tindar skaga upp úr
öðru á færsælum ferli hennar. í
fyrsta lagi var verðbólga innan við
10% að meðaltali á ári, og oft vel
innan þessara marka, öll viðreisnar-
árin. I annann stað steig þess stjórn
ýmis merk skref til fijálsræðis í
efnhags- og atvinnulífinu — frá
höftum fyrri tíðar — og lagaði sam-
félag okkar að viðskiptalegum sam-
búðarháttum þjóða á þeirri tíð.
Eftir 1971 höfum við búið við
margs konar stjórnarform, misgóð
eða misslæm eftir atvikum. Ekkert
þeirra kemst í hálfkvisti við við-
reisnina. Ekki er hægt að stað-
hæfa, að þettá stjórnarform :skili
sama árangri nú, enda gengnir þeir
gömlu og góðu stjórnmálamenn,
sem þá stóðu í brú þjóðarskútunnar.
Miðsumars 1971 myndar Olafur
Jóhannesson, formaður
Framsóknarflokksins, fyrra ráðu-
neyti sitt. Allar götur síðan, eða í
tæpa tvo áratugi, hefur Framsókn-
arflokkurinn átt aðild að ríkisstjórn-
um, sem hér hafa setið að völdum,
ef undan er skilin fárra mánaða
minnihlutastjórn Benedikts Gröndal
1979/80. Þetta eru einar átta ríkis-
stjórnir, þar af fimm með Fram-
sóknarflokkinn í forsæti! Einu gildir
hvort flokkurinn hefur fengið meira
eða minna kjörfylgi. Hann hefur
ætíð smogið inn um valdadyr stjórn-
arráðsins, galopinn í báða enda.
Hér fer máske vel á því að segja
amen eftir efninu með tilvitnun í
Steinn skáld Steinar: „Ekki meir,
ekki meir!“