Morgunblaðið - 26.08.1990, Side 30
30 C
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990
ÆSKUMYNDIN...
ER AF SIGURÐISVEINSSYNIHANDBOL TAGARPI
S
tr
Avalltléttur
íluttd
„HANN var mjög- meðfærilegur og geðgóð-
ur krakki og hafði fljótt áhuga á boltaleik.
Þau voru reyndar öll í þessu systkinin þó
þau væru sitt í hverju félaginu. Pabbi þeirra
skráði þau reyndar öll í Val fyrst, en svo
þegar þau fóru að hafa vit fyrir sér skiptu
sum yfir í Fram og önnur í Þrótt og Þrótt-
ari er Sigurður í gegn. Iþróttirnar tóku
mikinn tíma og við vorum ekki alltaf ánægð
með það. Helgarnar fóru allar í þetta,“ seg-
ir Inga Einarsdóttir, móðir Sigurðar Vals
Sveinssonar atvinnumanns í handbolta sem
nú er kominn til Spánar þar sem hann
hyggst skrifa undir samning til eins árs i
senn.
Sigurður er næst yngstur sjö systkina, fædd-
ur 5. mars 1959 og ólst upp í Sigluvogin
um. Á þriðja ári uppgötvaðist sjúkdómur í
mjöðmum og útskrifaðist hann ekki endanlega
frá lækni fyn- en 14 ára gamall. í tvö ár, eða
þegar hann var þriggja og íjögurra ára, mátti
hann ekki stíga í fæturna þannig að fenginn
var smiður frá Völundi til að sérsmíða kassabíll
handa Sigurði sem félagamir skiptust svo á
að keyra á undan sér um hverfið með piltinn
innanborðs. „Hann hefur náð sér ótrúlega vel
og hefur aldrei viðurkennt að þetta hái honum
nokkuð í boltanum, en annar fóturinn er tveim-
ur og hálfum sentimetra styttri en hinn,“ segir
Inga.
A unglingsárum fór Sigurður að
bolta og fótbolta, en fótboltask
snemma lagðir á hilluna. Nítján ára
var haldið til Svíþjóðar og spilað
þar í eitt ár. Undanfarin sjö ár
hefur hann verið atvinnumaður í
handbolta í Þýskalandi. Þaðan kom
hann heim í vof og hefur í sumar
rekið Sportklúbbinn í Borgartúni
ásamt félaga sínum. Sigurður er
giftur Sigríði Héðinsdóttur. Dóttirin
Auður er þriggja og hálfs árs göm-
ul og annað barn mun vera á leið-
inni.
Fyrir utan handboltann er golf
fa hand-
nir voru
mikið áhugamál hjá Sigurði og svo
auðvitað billjardinn. Þeir Siggi og
„kollegi" hans í boltanum Páll Ól-
afsson taka gjaman upp kjuðana
öðm hvom í Sportklúbbnum eða
rölta saman um golfvöllinn, en þeir
hafa þekkst frá fyrstu tíð. Þeir ól-
ust báðir upp í Vogahverfinu, gengu
saman í Vogaskóla, eru báðir Þrótt-
arar og hafa báðir leikið handbolta
með landsliðinu og erlendis. „Það
er ósköp auðvelt að lýsa Sigga.
Hann er eínn af þeim, sem ávallt
em léttir I lund. Hann er hrókur
alls fagnaðar, sama hvar er — inni
á miðjum handboltavelli, á bekkn-
um eða á meðaj vina. Hann er svo
sannarlega þessi hressa „týpa“.
Sigurður tekur boltann vissulega
alvarlega, en á sína vísu. Hann
hefur alltaf verið vinmargur og
samheldni hefuf verið mikil innan
fjölskyldu hans. Sigurður hefur allt-
af verð mikill göslari og það fer
ekki fram hjá neinum þegar hann
er nálægur,“ segir Páll.
ÚR MYNDASAFNINU
ÓEAFURK. MAGNÚSSON
UThantí
íslenskri rigningu
Framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna á árunum 1961 til
1971, Burmamaðurinn U Thant,
kom til íslands í júl-
ímánuði 1966 í boði
íslenskra stjórnvalda.
ísland skartaði ekki
sínu fegursta á meðan
á dvöl framkvæmda-
stjórans stóð, því slag-
veðursrigning og rok
var á landinu þá tæpu
tvo sólarhringa sem hann dvaldi
hér. Var þess sérstaklega getið í
frásögn Morgunblaðsins við komu
hans að U Thant hefði greinilega
ekki áttað sig á íslensku veðurfari
því hann hefði verið „berhöfðaður
og yfirhafnarlaus" er hann steig
út úr flugvélinni á Keflavíkurflug-
velli, en áður hafði vélinni verið
snúið frá landinu vegna veðurs.
Þrátt fyrir veðrið átti U Thant þó
engu að síður gagnlegar viðræður
við íslenska ráðamenn,
að því er blaðafregnir
herma, og var þar eink-
um fjallað um varð-
veislu friðar í heimin-
um. U Thant fór í stutta
ferð um Þingvelli og
Hveragerði og varð
hann fýrstur fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna
til að ganga á Lögberg. Morgun-
blaðið hefur eftir ívari Guðmunds-
syni, sem þá var forstjóri upplýs-
ingaskrifstofu SÞ á Norðurlöndum,
að U Thant hefði verið mjög
ánægður með ferðina hingað, þótt
því væri ekki að leyna að veðrið
hefði sett svip sinn á heimsóknina.
U Thant við komuna til íslands. Lengst til vinstri eru frétta-
mennirnir Elías Snæland Jónsson og Árni Gunnarsson og til
hægri Emil Jónsson utanríkisráðherra, en að baki þeim ívar
Guðmundsson, forstjóri upplýsingaskrifstofu SÞ á Norður-
löndum.
SMÁVINUR VIKUNNAR
(ACLERIS MACCANA)
BÓKIN
ÁNÁTTBORÐINU
PLATAN
Á FÓNINUM
MYNDIN
ÍTÆKINU
Lyngvefari
Lyngvefari virðist frekar
fátítt fiðrildi hér á landi. Þó hef-
ur hann fundist í fiestum lands-
hlutum. Ef til vill er hann algeng-
ari en virðist í fijótu bragði, þar
sem hann er heldur tregur til
fiugs og leynist því auðveldlega.
Lyngvefari er ein fárra fiðrilda-
tegunda hérlendis sem leggj-
ast í vetrardvala sem fullorðin dýr.
-• Þeir lyngvefarar sem birtast að
áliðnu sumri tilheyra nýrri kynslóð.
Hún fer að skríða úr púpum í ágúst-
lok og má búast við að sjá stöku
fiðrildi fram í október. Að vori
vakna fiðrildin til lífsins á ný, jafn-
vel þegar I mars ef vel viðrar, verpa
og deyja. Lyngvefarar hafa sést
allt fram í júní, en þá vantar gjör-
samlega um miðbik sumarsins. Lirf-
umar vaxa upp í júní og júlí. Þær
nærast á blöðum blábeijalyngs og
eins og vefara er háttur spinna þær
nokkur laufblöð saman sér til skjóls.
Lyngvefari hefur um 20 mm
vænghaf. Framvængirnir eru dökk-
brúnir og á nýklöktum dýrum á
haustin má greina á þeim tvö dökk-
ryðrauð þverbelti. Afturvængir eru
ljósbrúnir. Vordýrin eru oftast mun
ljósari vegna slits sem þau hafa
orðið fyrir á langri lífsleið.
ÞETTA SÖGDU
ÞAU ÞÁ__
Erlendur Har-
aldsson dósent
írak
Vegabréfsáritun þarf ekki
aðeins inn í landið, held-
ur einnig út úr því ... Strax og
komið er til landsins, verður að
halda til lögreglunnar og fá
dvalarleyfi til ákveðins tíma ...
Sé dvalartíminn lengri, verða
menn að koma aftur til að fá
utanfararáritun. Ekki er heldur
fljótlegt að fá allar þessar árit-
anir.
Með uppreisnummnnum í Kúrdistan.
1964.
Halldór
Jónsson
ökukennari
*
Eg les einna helst íslenskar
skáldsögur og núna hef ég
verið að kíkja í „Síldarævintýrið"
eftir Birgi Sigurðsson, „Múkkann"
hans Eyvinds Eiríkssonar og „Leit-
ina að dýragarðinum“ eftir Einar
Má Guðmundsson. Allt ágætis bæk-
ur. Svo lít ég náttúmlega í
hestabækurnar af og til, enda mik-
ill hestamaður.
Guðlaugur
Björgvins-
son forstjóri
Mjólkursam-
sölunnar
Það eru alltaf tvær til þrjár bæk-
ur á náttborðinu, fyrir utan
blöðin og Andrés Önd. Núna er ég
að lesa Hrafnkels sögu Freysgoða,
líklega í fímmta sinn. Svo fínnst
mér alltaf gaman að fletta „Öldinni
okkar“ og „Sögu daganna“ eftir
Árna Bjömsson.
Þorsteinn
Helgason
arkitekt
Ragna Har-
aldsdóttir
nemi
Danska hljómsveitin Dodo and
the Dodos var síðast á fónin-
um hjá mér. Ég hlusta töluvert á
tónlist, háværa klassík og svo ljúfa
jass- og popptónlist inn á milli.
Mér leiddist svo um Verslunar-
mannahelgina að ég leigði
mér einar tíu myndir og horfði á
þær með smáhléum. Þær voru flest-
ar gamlar og frekar lélegar en svo-
sem ágæt afþreying. Meðal mynd-
anna sem ég horfði á vom „Sagan
endalausa“ og „Heavenly bodies“.
*
Eg hlusta á allt nema hip-hop
tónlist og síðast var það Jeff
Healy- band sem var á fóninum hjá
mér, platan „Hell to race“. Jeff
Healy er með betri gítarleikumum
og platan er mjög góð.
Válynd veður“ hét myndin sem
ég horfði síðast á, hörku-
spennandi mynd með honum Kurt
Russel í aðalhlutverki. Ég leigi mér
nokkuð oft myndbönd, þá gjarnan
gamlar og góðar óskarsverðlauna-
myndir. Svo geri ég dálítið af því
að taka myndir sem myndarlegir
og góðir leikarar á borð við Russel
og Harrison Ford leika í.