Morgunblaðið - 08.09.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 ■ KAUPMANNAHÖFN - FÆREYJAR verða nú sjálfstætt biskupsdæmi. Elsta kirkja Þórs- hafnar, Havnar Kirke, verður dóm- kirkja landsins. Það hefur hingað til heyrt undir Kaupmannahafnar- biskupsdæmi, en vísibiskup haft aðsetur í Þórshöfn. ■ STOKKHÓLMI - FYRR- VERANDI aðalbankastjóri Sænska Enskilda-bankans, Jacob Palmstierna, var í gær sýknaður í undirrétti af ákæru um gróf skatt- svik. Bankinn var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild. SE-bankinn hafði látið Palmstiema greiða mála- myndaleigu fyrir dýran bústað. Meirihluti réttarins taldi ljóst að þetta hefði verið gert til að Palmsti- erna þyrfti ekki að greiða hlunn- indaskatt af notkun bústaðarins og mun þessi háttur ekki vera refsi- verður. ■ PARÍS - HOLLENSKA stjórnin vill að skuldir fátækustu ríkja þriðja heimsins verði felldar niður. Jan Pronk, ráðherra þróun- araðstoðar, tók fram að aðeins bæri að fella skuldirnar niður hjá þeim ríkjum sem hygðust fylgja heilbrigðri efnahagsstefnu. ■ HELSINKI - AHTI Karjalainen, sem varð yngsti for- sætisráðherra í sögu Finnlands árið 1962, lést í gær eftir langvarandi sjúkdóm. Hann var 67 ára að aldri. Karjalainen gegndi einnig embætti utanríkis- ráðherra þrívegis auk fleiri trúnað- arstarfa. Hann hætti á þingi árið 1979 og yar seðla- bankastjóri 1982-1983. Árið 1981 bauð hann sig fram til forseta á vegum Miðflokksins eftir að Urho Kekkonen hafði látið af stöfum sakir heilsubrests, en tapaði fyrir Johannes Virolainen. Karjalainen kom oft til íslands í embættiserind- um. Líbanon: Lausn þriggja gísla boðuð á næstunni Beirút. Reuter. HÁTTSETTIR embættismenn múslíma sögðu á fimmtudag að þremur Bretum, sem haldið er í gíslingu í Líbanon, þ.á m. Terry Waite, samningamanni ensku biskupakirkjunnar, yrði sleppt í þessum mánuði. „Ef allt gengur að óskum verður John McCarthy, Jack Mann og Terry Waite sleppt nú í septem- ber,“ 'sagði háttsettur embættis- maður múslíma í Beirút. „Viðræð- ur samningamanna bresku og írönsku ríkisstjórnanna eru komn- ar á lokastig og lausn gíslanna mun verða árangur þeirra," sagði embættismaðurinn. Viðbrögð embættismanna í breska utanríkisráðuneytinu voru varfærin. „Við yrðum að sjálfsögðu ánægðir ef gíslunum verður sleppt. Við höfum bara því miður heyrt svona yfírlýsingar svo oft áður og þær hafa aldrei reynst réttar,“ sagði talsmaður ráðuneytisins. Spennan á Persaflóa hefur beint athygli manna frá Líbanon og segja sumir talsmenn múslimahóp- anna, sem rænt hafa Vestur- landabúum á undanfömum árum, að gíslarnir séu þeim nú einskis virði. Suður-Afríka: De Klerk hyggur á Bandaríkjaferð Höfðaborg, Amsterdam. Reuter. F.W. De KLERK, forseti Suður-Afríku, mun eiga viðræðufund með George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu 24. september nk. Þetta verður í fyrsta sinn í fjóra áratugi að s-afrískur þjóðarleiðtogi sækir Bandaríkjamenn heim. Heimildarmenn í S-Afríku segja að forsetinn muni ekki reyna að fá Bush til að fella úr gildi efnahagslegar refsiað- gerðir gegn S-Afríku en reyna að fá þær mildaðar nokkuð. Langt er síðan Bush bauð de Klerk að koma til Washington. Fyrirhug- aðri.heimsókn í júní sl. var frestað er bandarískir mannréttindahópar hótuðu að efna til mótmælaaðgerða. Blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela, sem de Klerk lét lausan eftir nær þriggja áratuga fangelsis- vist, var í Bandaríkjunum nokkrum dögum eftir áætlaða heimsókn de Klerks og var tekið með kostum og kynjum. Suður-Afríkustjóm gerir ráð fyrir einhveijum mótmælum að þessu sinni en treystir því að umbætur for- setans undanfama mánuði hafi sleg- ið nokkuð á andstöðuna. í síðustu viku fór hann fram á það við samtök sín, Þjóðarflokkinn, er ráðið hefur landinu frá 1948, að blökkumönnum yrði leyft að ganga í flokkinn. „Kyn- þáttahatur og kynþáttamisrétti verða senn úr sögunni í Suður-Afríku,“ sagði de Klerk. Suður-Afríka hefur búið við mikla stjórnmálalega einangrun á alþjóða- vettvangi áratugum saman vegna aðskilnaðarstefnunnar (apartheid) en frá því að de Klerk tók við völdum á síðasta ári hefur mjög ræst úr vegna umbóta hans. Hann hefur einnig reynt að bæta samskiptin við önnur Afríkuríki, heimsótt m.a. Fíla- beinsströndina og Mósambík, og í vor var hann á ferð um Evrópuríki þar sem hann átti vinsamlegar við- ræður við Francois Mitterrand Frakklandsforseta og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands. Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands, hefur boðið de Klerk í opin- bera heimsókn til Hollands. Búist er við að af heimsókninni verði í októ- ber. De Klerk, sem er af hollenskum ættum eins og meirihluti hvítra Suður-Afríkumanna,, mun eiga við- ræður við helstu ráðherra ríkisstjóm- arinnar og fá áheyrn hjá Beatrix Hollandsdrottningu. Reuter Sovéskir skriðdrekar fluttir frá A-Þýskalandi Sovétmenn eru byrjaðir að flytja her sinn frá Austur-Þýskalandi en ekki hefur enn tekist að leysa öll deilumál sem upp hafa komið. Nefna má að Moskvustjómin vill að sameinað Þýskaland greiði allan kostnað af dvöl liðsins þar til leifar þess yfirgefa landið innan nokk- urra ára. Á myndinni sjást skriðdrekar sem verið er að flytja á brott. Þing Rússlands: Borg-arstj óri Moskvu vill afsögn S ovétstj órnarinnar verði. Væri þetta tilraun af hálfu stjórnvalda til að grafa undan ákvarðanavaldi ráðamanna í höfuð- borginni. Hart hefur verið sótt að stjóm Níkolajs Ryzhkovs, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, að undan- förnu. Ryzhkov mistókst fyrr á þessu ári að fá samþykkta áætlun ríkisstjómarinnar um umbætur á sviði efnahagsmála. Á mánudag verður önnur áætlun, sem kennd er við hagfræðinginn Staníslav Shatalín, lögð fyrir þing Rússlands en vitað er að bæði Míkhaíl S. Gorb- atsjov, leiðtogi sovéska kommúni- staflokksins, og rússneskir ráða- menn era henni hlynntir. í tillögum Shatalíns, sem tekur til allra lýð- velda Sovétríkjanna, er m.a. kveðið á um að innleiða beri fijálst mark- aðshagkerfi, með ákveðnum tak- mörkunum þó, einkavæðingu ríkis- fyrirtækja og afnám verðstýringar. Mótmæli vegna skorts á lífsnauð- synjum hafa sett mark sitt á dag- legt líf í Moskvu á undanfömum vikum og síversnandi lífskjörum hefur einnig verið andmælt utan höfuðborgarinnar. Borís Jeltsín, forseti Rússlands og þekktasti leið- togi róttækrá umbótasinna, segir í viðtali sem sovéska APN-fréttstof- an dreifði í gær að ástandið í rússn- eska lýðveldinu sé hörmulegt og fari versnandi eftir því sem lengra sé farið frá Moskvu. Kveðst hann hafa snúið heim til höfuðborgarinn- ar fullur ótta eftir 22 daga ferð um Rússland. Hann segist hins vegar hafa orðið var við mikið traust í garð nýrra leiðtoga lýðveldisins og kveðst telja umbótaáætlun Shat- alíns fýsilegan kost. Moskvu. Keuter. GAYRÍL Popov, borgarstjóri Moskvu, krafðist þess í gær að ríkis- stjórn Sovétríkjanna segði af sér. Boðaði hann jafnframt að sú krafa yrði borin upp með formlegum hætti á þingi Rússlands í næstu viku. Popov lét þessi orð falla á rússn- eska þinginu í gær en þingfundir munu að sögn sovésku APN-frétta- stofunnar standa í tvo mánuði. Popov kvað aðgerðir stjórnvalda hafa aukið frekar en hitt tóbaks- skortinn í höfuðborg Sovétríkjanna. Hann kvað ástandið hafa batnað nokkuð eftir að yfírvöld í Moskvu ákváðu að grípa til tóbaksskömmt- unar og hækka verð. Sovétstjórnin hefði á hinn bóginn lagt bann við sölu tóbaks á eðlilegu markaðs- Bretland: Viðtal við njósnarann Blake veldiu’ deilum St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EINN AF virtustu fréttaskýrendum BBC-sjónvarpsins, Charles Wheeler, hefur gagnrýnt stofnunina fyrir að taka viðtal við njósn- arann George Blake, sem flúði til Sovétríkjanna árið 1966, að sögn breska sunnudagsblaðsins The Observer, sl. sunnudag. Aðr- ir hafa einnig gagnrýnt fyrirhugaða sýningu viðtalsins. George Blake var dæmdur í 42 ára fangelsi árið 1961 fyrir njósn- ir fyrir Sovétríkin, en flúði eftir fímm ára fangelsisvist með hjálp nokkurra breskra baráttumanna gegn kjamorkuvopnum, að því er talið er. Hann var ofursti í so- vésku leyniþjónustunni í mörg ár, en er nú á eftirlaunum í Moskvu. Wheeler segir allt viðtalið mjög grunsamlegt, en það verður sýnt 19. september nk. í BBC. „Blake lítur á viðtalið sem tækifæri til að fá uppreisn æra sinnar og það sama gerir sovéska öryggislög- reglan, KGB. Hann lýgur blygð- unarlaust," segir Wheeler. Wheel- er kynntist Blake árið 1946, þeg- ar þeir unnu saman í bresku leyni- þjónustunni. í sjónvarpsþættinum er talað við Wheeler og hann seg- ir Blake vera kaldrifjaðan morð- ingja. Hann nefnir einn vestrænan leyniþjónustumann, sem hafi verið myrtur vegna njósna Blakes. Blake neitar því í viðtalinu að nokkur af þeim 600 vestrænum leyniþjónustumönnum, sem hann hafí ljóstrað upp um, hafi verið myrtur. BBCneitar að hafa greitt Blake fyrir viðtalið, en það er reglan hjá íjölmiðlum hér í landi fyrir meiri- háttar viðtöl. BBC fullyrðir einnig, að Blake sé spurður mjög harka- lega í viðtalinu. BBC segir, að það hafí haft fullt ritstjórnarlegt sjálf- stæði við vinnslu viðtalsins, þótt það sé unnið í samvinnu við so- vésku fréttastofuna Novostíj. Sir Dick White, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjón- ustunnar, MI6, hefur gagnrýnt BBC fyrir viðtalið, það sé undir virðingu útvarpsstöðvarinnar. Síðar í þessum mánuði gefur Jonathan Cape-útgáfufyrirtækið út æviminningar Blakes. Það hef- ur að undanförnu reynt að fá dagblöð til að birta útdrætti úr þeim, en enginn ritstjóri hefur viljað ljá máls á því. BINGÖ! Hefst kl. 13.30____________ j Aðalvinninqur að verðmæti_________ || __________100 þús. kr.______________ li Heildarverðmæti vinninqa um _______TEMPLARAHOLLIN 300 þús. kr. Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.