Morgunblaðið - 08.09.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1', sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Kazimieru Prunskiene forsætisráðherra Litháens og Þorsteinn Páls- Vytautas Landsbergis forseti Lithá son. Leiðtogafundurinn í Helsinki Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: íslendingum ber skylda Leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hittast á morgun í Helsinki. George Bush Bandaríkjaforseti hafði frum- kvæði að fundinum í því skyni að samræma enn frekar stefnu- mótun og viðbrögð, gegn yfir- gangsstefnu Saddams Husseins Iraksforseta með Mikhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Ákváðu þeir með aðeins viku fyr- irvara að ráða ráðum sínum sam- eiginlega í höfuðborg Finnlands. Aðdragandi þessa fundar er þannig nokkrum dögum styttri en þegar þeir Ronald Reagan og Gorbatsjov hittust hér í Reykjavík á sögulegum fundi. Ymsum bandamönnum Bandaríkjanna þótti þá gengið of langt til móts við Sovétmenn án samráðs við sig. Skyndifundurinn í Helsinki er með allt öðru yfirbragði en ' Reykjavíkurfundurinn, enda hafa samskipti Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna gjörbreyst á undan- fömum fjórum árum. Þar til fyr- ir fáeinum mánuðum var ágrein- ingur um svæðisbundin átakamál fastur liður á slíkum leiðtoga- fundum. Þá deildu menn með vísan til hugmyndafræði og hags- munabaráttu. Nú á Gorbatsjov mikið undir aðstoð Bandaríkja- manna. Til skamms tíma var írak á áhrifasvæði Sovétmanna og her landsins er að mestu búinn sov- éskum vopnum. Skulda Irakar Sovétmönnum gífurlegar fjár- hæðir vegna þessara samskipta og innan landamæra íraks eru þúsundir sovéskra borgara. Er enginn vafi á því, að sovésk stjómvöld og yfírstjóm Rauða hersins leit þannig á, að fyrir til- stilli íraka mætti gæta sovéskra hagsmuna við Persaflóa, ef svo bæri undir. Fréttir frá Sovétríkjunum um afstöðu stjómvalda þar til að- gerðanna gegn írak undir forystu Bandaríkjastjómar eru ekki sam- hljóða. Annars vegar segja Gorb- atsjov og talsmenn hans, að þeir styðji Bush forseta. Hins vegar segja ýmsir forystumenn innan sovéska hersins, að ógjörningur sé að sætta sig við hinn mikla bandaríska herafla á og við Persaflóa, hann raski alveg hern- aðarstöðunni, sem þar hafí ríkt og komi sér ákaflega illa fyrir Sovétríkin. Eftir að þessar raddir tóku að heyrast í Moskvu hafa talsmenn Gorbatsjovs hert á yfir- lýsingum um stuðning við ákvarðanir öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna og Bandaríkja- stjómar. í umræðum um Helsinki-fund- inn hefur því verið hreyft að þar muni forsetarnir leggja grunn að nýju alþjóðlegu öryggiskerfi. Ástæða er til að taka slíkum full- yrðingum með fyrirvara. Hvorug- ur forsetanna er í þeirri aðstöðu að geta tekið svo viðamiklar ákvarðanir enda er þeirra ekki þörf í samskiptum ríkja þeirra á meðan öryggisráð Sameinuðu þjóðanna starfar eins og það hef- ur gert undanfarið. Þá er á döf- inni leiðtogafundur aðildarríkja ráðstefnunnar um samvinnu og öryggi í Evrópu (RÖSE), þar sem ætlunin er að ræða öryggismál á víðum grunni. Loks þarf Banda- ríkjaforseti að vita um afstöðu bandamanna sinna innan Atl- antshafsbandalagsins (NATO) áður en hann ræðir nýja skipan öryggismála við forseta Sov- étríkjanna. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, hefur lagt til að starfshættir og stofn- sáttmáli NATO verði endurskoð- aður með það fyrir augum að mörk vamarsvæðis bandalagsins verði löguð að breyttum aðstæð- um. Taka ríkisstjórnir ýmissa NATO-landa þeim hugmyndum þunglega. Sú spurning gerist æ áleitnari þegar rætt er um Gorbatsjov, hve mikil völd hans séu nú í raun og vem. Allar fréttir frá Sovétríkj- unum em á þann veg, að efna- hagsástandið versni stöðugt. I Moskvu er meira að segja skortur á brauði og sígarettum. Þegar þannig er komið ber almenningur ekki lengur neitt traust til valda- hafanna. Þar fyrir utan era ein- stök lýðveldi í Sovétríkjunum að segja skilið við Moskvuvaldið með þeim hætti, að vafí leikur á því í nafni hvers Gorbatsjov talar. Einstök lýðveldi vilja til dæmis bijóta upp Rauða herinn og alrík- islögregluna. Samskipti lýðveld- anna em orðin þannig að þau ræðast við án milligöngu ráða- manna í Moskvu. Á hinn bóginn hafa þau ekki enn gert almenna kröfu um að ráða sjálf utanríkis- málum sínum, þannig að Gorb- atsjov virðist þó enn hafa umboð þeirra til að ræða við Bandaríkja- forseta. Ástæða er til þess að fylgjast náið með því sem gerist á Hels- inkifundi þeirra Bush og Gorb- atsjovs. Hann gefur vísbendingu um framvindu mála við Persaf- lóa. Hann leiðir í Ijós á hvem hátt samskipti Bandaríkjamanna og Sovétmanna þróast eftir að hugmyndafræðilegum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar. Hann getur auðveldað mönnum að átta sig á raunvemlegri stöðu Gorb- atsjovs í sovéska valdakerfínu. smáþjóð að styðja réttl málstað Eystrasaltsrík Við höfum þarna tækifæri til þess að láta gott af okkur leiða j ÍSLENDINGUM sem smáþjóð ber skylda til að styðja réttlátan málstað Eystrasaltsríkjanna, Eistlands, Lettlands og Litháen, í baráttu þeirra við að losna undan Sovétvaldinu og öðlast sjálf- stæði á ný, segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins eftir heimsókn til Eistlands og Litháens í byijun vikunnar. Þang- að var hann boðinn ásamt Kjartani Gunnarssyni framkvæmda- stjóra Sjálfstæðisflokksins og ávarpaði Þorsteinn meðal annars setningarfund þjóðþings Litháa á þriðjudag. Morgunblaðið ræddi við Þorstein þegar hann kom heim. „Við höfum tækifæri til þess að láta gott af okkur leiða og hafa raunveruleg áhrif á alþjóða- vettvangi með því að taka myndarlega og einarðlega á þessu máli á grundvelli þeirra miklu þjóðahagsmuna sem þarna eru í húfí og þess réttar sem þessar þjóðir reyndar byggja á. Þær hafa al- veg ótvíræðan rétt að alþjóðalögum til þess að endurreisa sjálf- stæði sitt,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að upphaf ferð- arinnar megi rekja til komu End- els Lippmaa hingað til lands fyrr í sumar. Lippmaa er ráðherra án ráðuneytis í eistnesku ríkisstjórn- inni og fer með samningamálin við Sovétríkin, um sambandsslit Eistlands og Sovétríkjanna. „Við áttum þá ítarlegar viðræður um stöðu þeirra og í framhaldi af þeim fékk ég boð frá Eistlandi og Lithá- en um að koma þangað í heim- sókn.“ Viðurkenning á alþjóða- vettvangi úrslitaatriði Hann segir Eystrasaltsþjóðimar leggja gífurlega mikið upp úr því að fá viðurkenningu á alþjóðavett- vangi. „Þeir telja það geta verið úrslitaatriði í samningum þeirra við Sovétríkin að fá slíka viður- kenningu. Ég ræddi við þá um rökin gegn því. Þeir blása á þau og segja af og frá að það. muni veikja þá. Þeir telja að hugmynd- irnar um að þetta kunni að veikja Gorbatsjov og að Vesturveldin geti misst raunhæfan viðsemjanda séu fráleitar. Þvert á móti gæti þetta styrkt umbótaviðleitni Gor- batsjovs. En enn sem komið er hefur hann ekki sýnt þeim neinn samningsvilja og það sem liggur á borðinu af hans hálfu í þessum samningum er í raun og vera auk- in miðstjóm og aukið miðstjórnar- vald. Þeir óttast líka fjórveldaviðræð- urnar sem núna fara fram um lok Þýskalandsmálsins. Hvarvetna þar sem við komum var það mál tekið upp. Það gerðu forsetarnir báðir svo og þeir forystumenn stjórn- málaflokka, sem rætt var við. Þessi spurning var líka á vöram blaðamanna. Þeir óttast að fjór- veldin kunni að komast að sam- komulagi um lok síðari heimsstyij- aldarinnar að því er varðar skipan landamæra og sjálfsákvörðunar- rétt einstakra ríkja og gleymi Eystrasaltslöndunum á nýjan leik.“ Þeir era hræddir um að Gorbatsjov muni túlka sér i hag þögn Vesturveldanna um Eystra- saltsríkin í þessum viðræðum. Þorsteinn segir að viðurkenning íslendinga á fullveldi Litháens hafi mikið að segja í þessu sam- bandi. „Litháar telja að það muni Með forseta Eistlands, Riiiitel, í E styrkja þá í samningunum við Sovétstjórnina, ef þeir fái viður: kenningu einhvers staðar frá. í raun geti það ráðið úrslitum um framvindu mála. Þeir telja líka mikilvægt að komast með tærnar inn í alþjóðasamtök og nefna ráð- stefnuna um öryggi og samvinnu Evrópu og Norðurlandaráð. Ég hef áður Iýst því og lýsti því fyrir þeim Endel Lippmaa ræðir við Þorstein Pálsson og Kjartan Gunnarsson. Lippmaa er ráðherra án ráðuneytis í eistnesku ríkissijórninni og fer með samningamálin við Sovétríkin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.