Morgunblaðið - 08.09.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 1990 11 Kammerhljómsveitin Caput. Kammerhlj óm- sveitin Caput ________Tónlist_____________ JónÁsgeirsson Aðrir tónleikar í hausttón- leikaröð Caput-hópsins voru haldnir í íslensku óperunni sl. fimmtudagskvöld og voru flutt verk eftir Donatoni, Jónas Tómasson og Ligeti. Fyrsta verkið sem flutt var nefnist Spiri (1977), eftir Dona- toni og er þetta „andartaks and- varp“ se'm orðið gæti sem best merkt, lýsandi í gerð verksins, sérstaklegaM fyrri hlutanum, þar sem framvinda verksins er iðulega rofín með „andartaks" þögn. Tón- mál verksins er á köflum ærsla- fullt og leika óbóið (Eydís Franz- dóttir) og fíðlan (Hlíf Sigurjóns- dóttir) eins konar einleikssamtal, sem þó er ekki rifíð úr samhengi við sjálfan tónbálk verksins. Spiri er skemmtilegt verk og var í heild ágætlega leikið. Sónata XX („í tónahafi“) nefn- ist nýtt verk eftir Jónas Tómas- son, sem er í tólf köflum og svo sem oft áður einkennist þetta verk Jónasar af hægferðugu og spar- sömu tónferli. Verkið er samið fyrir bassaflautu, klarinett, bassa- klarinett og horn sem gefur verk- inu í heild dulúðugan „svip“. Margt er þarna frábærlega fal- lega unnið en í heild eru kaflarnir of sviplíkir svo að form verksins verður of runukennt. Þarna mátti þó heyra skemmtileg tilþrif án þess að í hnúkana tæki, eftir því sem munað verður t.d. í sjöunda og níunda þætti. Þá brá fyrir vögguvísustefí í einum þættinum en hægu þættirnir orkuðu á undir- ritaðan sem ofnir úr trega og ein- manaleik. Má vera að flytjendur eigi þarna nokkum hlut að máli í blæmótun verksins en þeir voru Kolbeinn Bjarnason, Guðni Franz- son, Kjartan Óskarsson og Emil Friðfínnsson. Lokaverkið var Kammerkon- sert eftir Ligeti en hann vakti athygli fyrir það að takast að gæða „Strúktúreruð“ verk sín sterkri tilfinningu. „Strúktúrist- ar“ höfðu verið sakaðir um að byggja upp verk sin á kaldri rök- hyggju og í besta falli að gæða þau táknrænum gildum. Ligeti tókst að gefa tónmáli sínu tilfínn- ingalegt innihald, sem þó þurfti ekki að tilgreina eða útskýra en var samofíð tónmáli verksins. Margir töldu því að Ligeti hefði frelsað tónlistina undan kald- hömmn aðferðanna og gefíð henni að nýju það sem ávallt hafði verið líftaug listsköpunar. Kammer- konsert Ligetis er skemmtileg tónsmíð, þar sem hann, auk þess að byggja verk sitt á'alls konar tæknibrellum, náði að gefa því tilfinningalegt innihald. Flutning- ur Caput-hópsins var einnig merktur þessu viðhorfi og átti stjornandinn Guðmundur Óli Gunnarsson, þar stóran þátt að, með kraftmikilli stjórnun. Guð- mundur hefur hingað til lagt áherslu á slagtæknileik en í stjórn sinni á Kammerkonsert Ligetis sýndi hann á sér nýja hlið og hljóð- færaleikaramir svömðu kalli hans. Anna María Svavarsdóttir og Wolfgang Roling opna nk. sunnudag á Flúðum í samvinnu við hlutafélag gistihússins Skjólborgar sjúkra- nuddstofuna og meðferðarstöðina Heilsuparadís. Heilsuparadís á Flúðum WOLFGANG Roling lögg. sjúkranuddari og Anna María Svavarsdóttir sjúkraliði opna nk. sunnudag í samvinnu við hlutafé- lag gistihússins Skjólborgar á Flúðum í Hrunamannahreppi sjúkranuddstofuna og meðferð- arstöðina Heilsuparadís. Heilsu- paradis er í nyrðri enda gisti- hússins. Wolfgang Roling er frá vestur- Þýskalandi og hefur starfað á Heilsuhæli NLFÍ Hveragerði sl. 5 ár. Anna María hefur starfað þar einnig sl. 10 ár. I boði verður sjúkranudd, sog- æðanudd, vatnsnudd, svæðanudd, rafmagnsmeðferð, heilsuböð, sól- böð, leirbakstrar, leirandlitsmaskar, slökun o.fl. í Skjólborg em 12 tveggja manna herbergi, hvert um sig með heitum potti fyrir utan. Fyrirhugað er að bjóða fólki upp á gistingu í frið- sælu og fögru umhverfi og njóta heilsumeðferðar um leið. Hægt er að komast í meðferð hvort sem gist er í Skjólborg eða ekki. Almenningi gefst kostur á að skoða meðferðarstöðina opnunar- daginn frá kl. 14—18. Tónninn var gefinn með framleiðsiu Fiat Uno fyrir sex árum. Notagildið var í fyrirrúmi; stór að innan - lítill að utan, með eiginleika og þægindi sem bætt um betur og gerðar breytingar sem gera Fiat Uno að enn betri bfl. Breyttútlit • betri hljóðeinangrun • endurbætt sæti • nýjar vélar • betri innréttingum en aðeins höfðu maður á að venjast í bflum þessum verð- flokki. loftræsting • auk ótalinna smáatriða. Það þarf ekki að HLJÓÐLÁTARI, STERKARI OG ÞÆGILEGRI EN ÁÐUR MEÐ 8 ÁRA RYÐVARNARÁBYRGÐ Fiat hefur rekið smiðshöggið á vel heppnaðan bfl sem verið hefur mest seldi bfll í Evrópu í mörg ár. þekkst í mun dýrari bflum. Fiat Uno var vel leyst hönnunardæmi, bæði frá sjónarmiði notagildis og fagurfræði. Nú hefur verið aka þessum nýja Uno lengi til að komast að því að hér er á ferðinni mun sterkari, þægilegri og hljóðlátari bfll en áður var. Vel búinn og kraftmikill, með vandaðri ITALSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ SKEIFUNNI 1 T S I IVI I 91 -638650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.