Alþýðublaðið - 20.01.1959, Qupperneq 5
F YPJR þremur árum lentu
f'imm menn flugvél sinni í
frumskógum Ecuador. Erindi
þeirra var að kynna sér lifn-
aðarhætti Aucasindíána, sem
enn eru á steinaldarstigi og
enginn hvítur maður hafði
sloppið lifandi frá, og boða þeim
trú. Fimmmenningarnir kom-
ust í vinfengi við nokkra Indí-
ána, en einn góðan veðurdag
voru þeir allir myrtir. Ættingj-
ar hinna ungu kristniboða
héldu áfram starfi þeirra og
nú er ekkja eins þeirra komin
til Aucasindíánanna ásamt
dóttur sinni á fjórða ári og
systur eins hins myrta. Hinar
ungu konur undirbjuggu starf
sitt af mikilli kostgæfni. Þær
lærðu hið flókna mál Aucas-
manna og leituðu handleiðslu
Guðs með bæn og biblíulestri.
Þær ætluðu sér að dveljast um
ársskeið hjá þessum frumstæða
kynþætti og boða þeim kristna
trú. En þótt Betty Elliot og
Rachel Saint vinni vináttu
krisfna frú
Aucasmanna, þá eru þær í sí-
felldri hættu. Aðrir kynþættir
í nágrenninu eru óvinir Aucas-
, manna og búast má við átökum
þúrra á hverri stundu.
í síðasta hefti bandaríska
tímaritsins Life er birtur kafli
úr dagbók Betty Elliot, ekkju
eins hinna myrtu. Segir þar
frá þeim örðugleikum, sem á
vcgi þeirra vinkvennanna varð.
Fyrst og fremst erfiðleikunum
við að ná sambandi við Aucas-
mennina. I°yrir rúmu ári hittu
þær tvær Aucaskonur, sem af
forvitni höfðu reikað út úr
frumskóginum. Þær bjuggu
um tírna með Quichusindíán-
um, sem vinveitíir eru hvítum
mönnum. Þar námu þær málið
af Aucaskonunum tveim, sem
er flókið og erfitt í framburði.
Eftir nokkra mánuði sneru
■Aucaskonurnar heim aftur og
hófú að undirbúa komu hvítu
kvennanna til ættbálks síns.
Að stuttum tíma liðnum komu
þær aftur og með þeim sjö
Aucasmenn og var konunum
Trúboðskonan hiá rauðum kynsystrum sínum.
agnrýnandinn og
angrimlahjólið
ÞAÐ vakti mikla athygli og
umtal á sínum tíma, er óflutt
útvarpserindi var gagnrýnt
hér í dagblaði. Bað blaðið síð-
an að sjálfsögðu lesendur og
erindishöfund afsökunar, en
gagnrýnandinn sá sér vænleg-
ast að rita ekki framar um út-
varpsefni.
Ekki veit ég .hvernig almenn
ingsálitið dæmir það nú, er Sig-
urður A. Magnússon gagnrýnir
í Morgunblaðinu sögu mína,
„Gangrimlahjólið“ — án þess
að hafa lesið hana. Því ekki
ætla ég honum þá varmennsku
•— og mundi engum ætla — að
hann rangfæri söguna og falsi
efnislega, vitandi vits.
Annar meginþáttur sögunn-
ar fjallar til dæmis ekki fyrst
og fremst um vélamenninguna
og „gangrimlahjólið" er þar
ekki fyrst og fremst tákn henn-
ar, eins og hann vill vera láta,
heldur mua hver skyni borinn
maður sjá það við lestur, að
þar er sögð þróun þjóðfélags-
hátta og deilt á ofskipulag og
einræði. Gangrimlahjólið á þar
því ekki táknrænt — fremur
en tæknilega í veruleikanum
— neitt skylt við venjulegt
vélarhjól, og skapar því engin
tengsl með þessum þætti sögu
minnar og tilnefndu léikriti
Thornton Wilders, eins og gagn
rýnandinn gefur í skyn. Þá
lætur ungi maðurinn í hinum
meginþætti sögunnar ekki í
ljós neina löngun til að fara á
sjóinn, heldur maðurinn með
stimpilinn; þar vinnur gagn-
rýnandinn það afrek að gera
eina persónu úr tveim. Sanna
Framhald á 10. síðu.
Htvíta stúlk'ui k;á Indíánabörnunum.
boðið formlega að koma scm
gestir þeirra inn í frumskóg-
inn. Einn Aucasmanna bar
litlu telpuna á bakinu alla leið.
Aucaskynþátturinn er mjög i
frumstæður. Þeir lifa mest á1
apakjöti og fuglum, sem þeir
steikja gjarnan lifandi. Vopn
þeirra eru spjót og eiturörvar,
sem þeir blása úr pípum. Þeir
kunna að ríða net og körfur og
eru það svo til eina iðnin, sem
þeir kunna.
Klukkutímum saman sitja
þeir og syngj'a endalaust söngva ,
með dáleiðandi hrynjandi. Þeir
eru náttúrubörn og óttinn er
sterkasta aflið í lífi þeirra.
Betty Elliot segir að þeir hafi
ekki drepið mann sinn og fé-
laga hans af illmennsku heldur
vegna þess að þeir héldu að
hinir hvítu menn væru mann-
ætur og drápu þá blátt áfram
í varnarskyni.
Trúboðskonurnar eru bjart-
sýnar og telja að allt muni fara
vel. Hlutverk þeirra er mikið.
Þær eru fyrstu hvítu mann-
eskjurnar, sem fá tækifæri til
þess að kynnast þessum undar-
lega og dularfulla kynflokki.
Gjaldeyrissfaðan
SAMKVÆMT upplýsinguni
nýútkominna Fjármálatíðinda.
batnaöi gjaldeyrisstaða bank-
anna allmikið í október og til
nóvemberloka.
Að viðbættum kröfum á út-
lönd en að ábyrgðum og
greiðsluskuldbingingum frá-
dregnum var gjaldeyrisstaðaa
í nóvemberlok óhagstæð um
246 millj. kr., en var á sama
tíma í fyrra óhagstæð um 290
millj. kr.
BETRI FJÁRHEGUR
RÍKISSJÓÐS.
Þróun peningamálanna hef-
ur einnig verið nokkuð hag-
stæðari í október og nóvember
sl. en á sama tíma í fyrra. Að-
staða bankanna út á við batn-
aði vegna mjög mikilla tekna.
af útflutningi og heildarútlán.
bankanna lækkuðu um 52 millj.
kr. Þrátt fyrir það hefur út-
lánaaukningin orðið 494 millj.
kr. fyrstu 11 mánuði ársins, ert
það er miklu meiri aukning en.
á sama tíma í fyrra. í nóvem-
berlok voru heildarútlán 36S
millj. kr. meiri en á sama tíma
í fyrra.
Hagstæðari þróun tvo síS-
ustu. mánuði er svo að segja
eingöngu að þakka betri fjár-
hag ríkissióðs og ríkisstofn-
ana, bar á meðal Útflutnings-
sjóðs, miðað við sama tíma *
fyrra. Samtals batnaði að-
staða ríkissjóðs og ríkisstofn-
ana í okt. og nóv. unt 115
millj. kr. gagnvart Seðlabank
anum og var í nóv. lok 135
millj. kr. betri en á sama tíma
í fyrra. Aðstaða banka og pen
ingastofnana gagnvart Seðla-
bankanum hefur hins vegar
versnað á sama tíma.
; _ INNANLANDS. —
• Togararnir: Aðalviðburð
; ur hjá þeim í s. 1. viku
: voru landanir tveggja
■ þeirra í Englandi: Ingólf-
■ ur Arnarson með 145 t. á
j £ 11.593 (ísl. kr. 528.000,
■ 00) og Fylkir með 150 t. á
■ £ 12.992 (ísl. kr. 592.000,
j 00). Einn togari seldi í
; Þýzkalandi. Það var Jón
■ Forseti með 158 t. á DM
j 119.422 (ísl. kr. 465,000,00).
: Afli á heimamiðum er enn
■ þá tregur, og þeim fer fjölg
; andi, sem stunda vilja veið
: ina héf heima á þessum
• tíma. Karfaaflinn er góður
; á NýfundnalandsmiðUnum.
: Reykjavík: Róið var
■ hvern dag vikunnar, þar
; sem veður var mjög hag-
I stætt. Afli línubáta var
: nokkuð misjafn og frá 4—
■ 8 tonn. Mikil ýsa er hjá
j sumum bátunum. Þessir
; útilegubátar lönduðu í vik
■ unni: Guðmundur Þórðar-
j son 52 t., Helga 58 t., Haf-
: þór 50 t., Rifsnes 41 t. og
; Björn Jónsson með eitt-
■ hvað yfir 40 t. Lagnir voru
; yfirleitt 6 eða 7 og miðað
; er við fisk slægðan með
■ haus.
Ilafnarfjörður: Aðeins
■ 2 bátar réru og öfluðu vel.
■ Faxaborg, sem er á úti]egu
: landaði 45 tonnum. Samn-
; ingar voru samþykktir
• með 15:14 og keppast menn
: nú um að útfoúa bátana til
; róðra.
i Keflavík: Alla vikuna á-
■ gæt róðrarveður og róið
: daglega. 29 bátar eru bvrj-
; aðir og hafa farið samt.
■ 152 róðra og heildarafli er
1003 t. óslægt. (Í5. jan.) (í
fyrra á sáma tíma: 171
róður og 855 t.). Hæstu
bátar: Ólafur Magnússon
70,5 t. í 8 róðrum; Hilmir
61 t. í 7 róðrum; Guðm.
Þórðarson 60 t. í 8 róðrum
og Vilborg 59 t. í 7 róðrum.
Ýsuafli hefur minnkað
talsvert, en var allt að
helmingur fyrst.
Sandgerði: Róið var alla
daga vikunnar, enda veður
daga vikunnar. Afli er mis
jafn, en yfirleitt 5—12 t.,
þó fengu sumir talsvert
betra og Kári fékk 18 t. á
föstudaginn, en mestur afl-
inn var langa og keila.
Akranes: Róið var alla
daga vikunnar og afli
ágætur eða 5—11 t. Heild-
arafli 15. jan. var 483 t. i
74 róðrum. Hæstu bátar
eru Sigurvon 60 t., Sigrún
56 t., Höfrungur 52 t.
ágæt. Afli var mjög góður
miðað við árstíma og
fékkst allt að 14,5 t. (Guð-
björg), annárs yfirleitt frá
5—12 t. Þann 15. jan.
höfðu 17 bátar hafið róðra
og farið 95 ferðir og aflað
samtals 678,5 t. niiðað við
slægt með haus. (1958 477
t; 1957 434 t. á sama tíma).
Nú þegar hafa nokkrir bát-
ar fengið meiri afla en þeir
fengu allan janúar 1957,
og nærri því eins mikið og
þeir fengu allan janúar í
fyrra. 15. jan. var Guð-
björg aflahæst með 66 t.
Þorláksliöfn: Þaðan hafa
6 bátar hafið róðra og afl-
að ágætlega miðað við árs-
tíma, 5—8 t. í lögn. Mikil
ýsa veiðist þar einnig.
Vestmannaeyjar: í Eyj-
um eru 41 bátur byrjaðir
með línu og róið var alla
Tállmafjörður: Þaðan
hafa bátar róið í allt haust
og vetur og afli verið ágæt
ur eða 5—12 t. Mikil ýsa
veiðist. Þessir tveir bátar
veita öllu vinnandi fólki á
Sveinseyri næga atvinnu.
Eins og málin standa í
dag er engin von til þess
að Færeyingar komi til
vinnu hér í vetur. Enn
vantar talsvert af mönnum
á bátana og einnig í frvsti-
húsin. Rætt hefur verið
um að fá skólafólk til vinnu
og væri vel eí svo skipað-
ist málum Einhverjir
munu rísa npp og mót-
mæla þessu kröftuglega og
færa þau rök til, að ekki
veiti af tímanum til náms.
En benda má á eftirfarandi
í því sambandi. Veturinn.
1948—49 gekk hinn al-
Framhald á 11. síðu.
Alþýðublaðið — 20. jan. 1959
■