Alþýðublaðið - 20.01.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.01.1959, Blaðsíða 6
JOHN MORRIS, sextugur brautarþjónn, lét lífið í maí árið 1905, er hann bjargaði konu frá því að verða undir lest, sem var á leiðinni hjá. Þannig stendur í fyrstu grein skrár Carnegie hetju- sjóðsins, sem starfað hefur nú í rúm 54 ár. Andrew Carnegie, skozk- ættaður iðjuhöldur, stofnaði þennan sjóð eftir að hrylli- Iegt námuslys hafði orðið við sprengingu í kolanám- unum í Harwick. Þar fór- ust 178 menn. „En það voru ekki mennirnir sjálfir, sem eingöngu vöktu meðaumk- un mína, ég get ekki gleymt konunum og börnunum“, — svo lét hann tun mælt við vin sinn. Úr sjóðnum er veitt verð- laun þeim, sem hætta Iífi sínu til þess að bjarga öðr- um og sömuledðis er aðstand endum þeirra, sem látast undir slíkum kringumstæð- iffli veittur fjárhagslegur stuðningur úr þessum sjóði. Á hverju ári berst fjöldi sagna af hetjudáðum frá alls konar fólki. Þá eru allar aðstæður athugaðar, talað við sjónarvotta, athugað hvort viðkomandi hafi ver- ið náskyldur þeim, sem hann bjargaði o. s. frv. Þá er og farið á staðinn fengin glögg lýsing á öllum atvik- um og þau rituð niður. Af ölluiml þeim f jölda, sem sagt er frá fá aðeins um þriðji hluti björgunar- manna verðlaun, því reglur veitiriga eru nákvæmar og strarigar. Þranns konar verðlaun eru veitt: eir, silfur og gull. Eitt sdnn var loftfimleika kona að sýna listir sínar í 25 fefa hæð. Skiyndilega missii hún fótanna. Einn á- horfenda stökk þá til og fimleikakonan lenti á öxl- um hans. Hann rífbeins- brotnaði og nýru hans losn- uðu. ,,Ég ætlaði ekki að hvetja til hetjudáða með sjóðnum, því ég veit að hetjuverk eru ósjálfráð.“ Þetta skrifaði Carnegie eitt sinn. Aðeins tvisvar hefur það hent að tvær persónur hafi unnið tvisvar til verðlaun- anna. Annar var fjörutíu og níu ára gamall verkamaður, — sem bjargaði tveim mönn- um frá drukknun. Hann hlaut í hvert sinn 500 doll- ara og eirverðlaun. ÁriS 1924 bjargaði Henry Naurrián-, 46 ára gamall mað ur, konu frá því að verða undir járnbraut. Þrem ár- um síðar bjargaði hann ann arri undir sömu kringum- stæðum. í síðara skiptið skaddaðist svo annar fót- ur hans, að það varð að taka hann af. Honum voru veitt silfurverðlaun og 1000 doll- ara peningaupphæð og auk þess 80 dollarar mánaðar- lega í heilt ár. „Hetjuskapur er ekki dirfska eingöngu, það er eitt hvað langtum meira og flóknara og á þeirri stundu, sem björgunin er fram- kvæmd gerist það, sem ef til vill getur fegurst gerst með manneskjunni, hún gleymir sjálfri sér“. Svo farast einum starfs- manni sjóðsins orð. „Og ég hef starfað á veg- um sjóðsins í 22 ár. Ég hef á þeim tíma hitt mörg gull- korn í mannsorpinu. KONURNAR eru smátt og smátt að sölsa undir sig völdin, meira segja éinnig á sviði fjármála og stjórn- mála. í New York gengur um þessar mundír eftirfar- andi saga sem dæmi um þetta: Kona nokkur kom á skrifstofu kirkjugarðsvarð- ar og kvartaði yfir því, að hún fyndi ekki gröf eigin- manns síns. „Hann er áreið- anlega grafinn hér“, sagði frúin hvössum rómi. „Hvað er nafnið“, spurði maðurinn inn við skrifborðið. „Thom- as Jackson“, svaraði frúin. Kirkjugarðsvörðurinn talað- aði afturábak og áfram í skýrslum sínum, en gat ekki með nokkru móti fundið neinnThomas Jackson. „Því miður, frú“, stundi hann loks kófsveittur eftir erfið- ið. „Hér er enginn Thomas Jackson. Hins vegar er hér Elizabeth Jackson“. „Já, al- veg rétt. Það er hann“, svar aði frúin. „Hann er á mínu nafni.“ ÞAÐ þótti í frásögu fær- andi fyrir skemmstu í grennd við Sankti Catharin- ese í Kanada, að 44 meðlim- ir naktarnýlendu brugðu sér á skauta — jú, allsnakt- ir. „ÉG ELSKA ÞIG og mun fá leyfi foreldra minna til þess að giftast þér“. Þannig endaði síðasta af um það bil 600 bréfum, sem Camille Neau, ung .stúlka búsett í þorpinu Légé í Frakklandi, fékk frá elskhuga sínum, hermanni í Algier. Þremur dögum síðar brenndi hún brúðarkjól sínum, sem hún hafði sjálf saumað, og skömmu síðar fylgdi hún elskhuga sínum til grafar. Tveimur mánuðum eftir að atburður þessi gerðist, framkvæmdi bæjarfógetinn í þessu litla franska þorpi sérkennilegustu hjónavígslu sem sögur fara af. Hann gifti Camillu Neau og hinn Iátna elskhuga hennar. — Giftingin fór fram sam- kvæmt frönskum lögum, — sem hljóða svo, að heimilt sé að giftast hermönnum, sem láta lífið í styrjöldum, lfIIIM«flttll»IIIt{{|||f|||f II!II|IIIIII||||l|||l|||l|t||f|4|(f|4«||||ii|||||i|i|t|||j|i||||ii,i,,|||niif i«|MII4l«l||||||f lllllllf IIIIIIIIIIIIIIIIIII lllllf llllllllllllllll JIIIIIIIIII IllIHIIIf f DAUÐA- I STUNDIN I STJÓRN Fidel Cast | ros hefur tekið við 1 völdum á Cubu og I ekki án þess að blóði i væri úthellt. Á mynd- | inni sést aftaka eins | af mörgum lögreglu- § stjórum á aynni. Corn | elio Rojas, lögreglu- f stjóri í Santa Clara, § gengur hnarreistur til § aftöku. sinnar. Hann | neitaði að hafa bundið | tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiií ef unnt er að sanna vilja þeirra til ráðahagsins. Camilla játaði við vígsl- una bæði fyrir sig og elsk- huga sinn, og var þar með orðin lögleg ekkja Joseps Bonneau. Atburðir þessir éru ekki einsdæmi nú á dögum. 25 ára gömul stúlka, Monique Guengueno, giftist fyrir skömmu látnum flugmanni, sem skotinn var niður yfir Algier. I-Ijónavígslan fór fram í París og vakti geysi- mikla athygli. koma verk- fræðingar! í NÝÚTKOMNU hefti af Tímariti Verkfræðingafé- lags íslands gefur að líta fróðlega grein um það, úr hvaða stéttum áslenzkir verkfræðingar koma. Fyrir 1930 voru feður verkfræðinga hér á landi 42% bændur, 32% háskóla- menn, 10% iðnaðarmenn, 6% sjómenn og verzlunar- menn, 8 % og 2% úr ýmsum öðrum stéttum. 1950 og síð- ar voru feðurnir 24,2% bændur, 10% háskólamenn, 24,2% iðnaðarmenn, 18,3% verkamenn og bændur, 20,8 % verzlunarmenn og 2,5% úr öðrum stéttum. „Tölur þessar sýna ljós- lega, að verkfræðingar koma að miklum meirihluta og í vaxandi mæli úr alþýðu stéttum þjóðarinnar, bæði hlutfallslega og tölulega séð. Á því er enginn vafi, að þetta er bein afleiðing af bættum iífskjörum alþýðu manna, sérstaklega á tíma- bilinu eftir 1940. Hæfileika- börn úr alþýðustéttum brjót ast æ meir til háskólanáms og Ijúka því, og er það vissu légá' heilbrigð þróun“, segir blaðið. ÓPERETTAN „My Fair Lady“ er nú sýnd víða um heim og nýtur alls staðar geysimikilla vinsælda. — í London er uppselt á sýn- inguna þar til í ágúst 1959, og innan skamms verður farið að selja aðgöngumiða fyrir-árið 1960. Eins og æv- inlega, þegar slíkt kemur fyrir, verða margir til þess að nota sér tækifærið og hagnast á svartamarkaðs- sölu á miðum. Maður nokkur, sem hafði komið til London einungis þeirra erinda að sjá „My Fair Lady“, varð að kaupa miða á svörtum markaði og greiddi 300 krónur fyrir hann. Sér til mikillar undr- unar veitti hann því eftir- tekt meðan á sýningu stóð, að við hlið hans var autt sæti. Hann stóðst ek,ki mát- ið, og spurði konu sem sat í næsta sæti við, hvort hún vissi nokkuð, hver hefði efni á því að sóa svona pen- ingum sínum. „Jú“, svaraði konan, „sjáið þér tiL, mað- urinn minn átti að sitja í þessu sæti, en hann lézt því miður fyrir nokkrum dög- um“. — Maðurinn gerði sig samúðarfullan á svip, en forvitni hans var e: að fullu svalað, svo spurði: „Hvers vég sköpunum tókuð þ einhvern annan me£ — „Það eru allir vi£ förina", svaraði kor 'k Mykle-sjé stofiiaðm GYLDENDAL Nc lag hefur gefið 50.0( ur norskar í sjóð til ar góðum bókmenn Upphæð þessi er líf af ágóða forlagsins hins nafntogaða M; „Söngnum um rc inn“. Mykle sjálfr lofað, að gefa stórfi inn ,af ágóða sínum, hefur ekkert borizt um. Ástæðan er si tekjur hans af þess stæðu bók verða si ar, verður svo lítil eftir, að Mykle fin verri en engin. Enn útséð um, hvað upp á teningnum í málii ☆ EKK! MYE6 RÉT í LONDON ger! ekki alls fyrir löngu regluþjónn taað öku: draga sjö frá h handtók sama fyri við akstur, þegar var: „135“. KROSSGÁTA NR. 14: Lá”éít: 2 undrandi, 6 skammst., 8 gagn-sæ, 9 lem, 12 í neti, 15 fugls- heiti, 16 grönn, 17 tveir í röð, 18 kvikmyndaleik- kona. Lóðrétt: 1 hjóm, 3 fangamark, 4 .sljófga, 5 sjór (þf.), 7 á fugli, 10 óska eftir, 11 Austur- landabúi, 12 kaupfélag, 14 keyra, 16 skammst. Lóðrétt: 1 semja, jóker, 5 óð, 7 fró, 1 11 Anita, 13 tæla, 1' fá. Lausn á krossgátu nr. 13: Lárétt: 2 hnjóð, 6 éf,. 8 boð, 9 MRA,' 12 Jóstein, 15 nærði, 16 fal, 17 at, 18 bár- an. Hollendinguriitn fljúgandi Til flotastöðvarinnar í Kyrraliafinu berst dulmáls- skeyti frá Georg, þar sem hann biður að haldið verði út njósnum um kínverska duggu, sem að öllum líkind- um verði á sveimi á kóral- fióanum. Njósnafarartæki er strax búið til ferðar og áður en sólin er k hafa þeir komið ar una. S'kot ríða a£ samtímis frá báður En bardaginn var 6 20; jan, 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.