Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 1
“b
Sérblað um Sjávarútveg
PRENTSMIDJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
BLAÐ
!
Viðunandi sölu á
saKsíld er vænzt
VIÐRÆÐUR um sölu á síld,
saltaðri og frystri, eru nú hafn-
ar í Svíþjóð, Finnlandi og Bret-
landi og eru framundan í Japan
og Sovétríkjunum, sem eru
stærstu kaupendur slldar héð-
an. Gunnar Flóvenz, formaður
stjórnar Síldarútvegsnefndar,
segir að við hljótum að vænta þess, að Sovétmenn afli sér gjaldeyrisheim-
ilda til kaupa á saltsíld héðan eins og undanfarin ár, enda sé greiðslujöfnuð-
ur landanna það sem af er gildandi bókunartímabili íslendingum mjög
óhagstæður og stefni mismunurinn í um 5 milljarða króna.
Útlit fyrir 5 milljarða
króna viðskiptahalla
við Sovétríkin
„Fyrirframsamningar liggja fyrir um
sölu á 50.00 tunnum af saltsíld til
Sovétríkjanna, sem afgreiðast eiga fyr-
ir áramót, en ósamið er um þá síld,
sem afgreiða á eftir áramót,“ segir
Gunnar Flóvenz aðspurður um gang
mála. „Við bíðum nú eftir því, að
sovézk stjórnvöld veiti viðsemjendum
okkar í Moskvu gjaldeyrisleyfi til frek-
ari saltsíldarkaupa og hljótum að
vænta þess að leyfi fáist fyrir viðun-
andi magni í tæka tíð fyrir komandi
vertíð, enda er greiðslujöfnuður land-
anna það sem af er gildandi bókun-
artímabili (1. janúar 1986 til 31. 12
1990) íslendingum mjög óhagstæður.
Á þeim fjórutn árum, sem liðin eru af
gildandi viðskiptabókunartímabili hafa
Islendingar greitt 52 milljónum dollara
meira fyrir sovézkar útflutningsvörur
en Sovétmenn fyrir íslenzkar og flest
bendir til þess að þessi mismunur verði
kominn upp í 85 til 90 milljónir dollara
eða um 5 milljarða króna, þegar bókun-
artímabilinu lýkur um næstu áramót.
Sovétmenn hafa ekki borið fram
neinar óskir um greiðslufrest vegna
saltsfldarkaupa þeirra af okkur. Þeir
hafa ætíð frá upphafí viðskiptanna
staðið fyllilega í skilum með greiðslur
á umsömdum tíma, nema hvað smáveg-
is töf varð á greiðslum fyrir nokkra
síldarfarma sem þeir fengu afgreidda
á fyrsta fjórðungi þessa árs.
Samingaumleitanir um sölu til Svi-
þjóðar, Finnlands og annarra markaðs-
landa standa og yfir og reiknað er með
að þau mál skýrist nánar áður en ver-
tíð hefst,“ segir Gunnar.
Þá hafa hollenzkir kaupendur lýst
áhuga sínúm á kaupum á ferskri síld
héðan í haust.
4 Afli skipa og báta
frá40stöðum
á landinu.
Viðtöl
6 Kári Jónsson og
Sigurður T. Garð-
arsson.
Greínar
8 HermannHans-
son, og Sigurður
Hjartarson.
Togararnir
10 Kort sem sýnir
hvartogararnir
eru að veiðum.
Aflamiðlun
11 Leyfi til ótflutn-
ings á ferskum
fiski.
Rannsöknir
14 Rannsóknastofn-
un fiskiðnaðar.
GERT KLÁRT FYRIR
SJÁVARÚTVEGSSÝNINGU
Morgunblaðið/Einar Falur
Að mörgu er að huga fyrir alþjóðlegu sjávarútvegssýninguna, sem
hefst í næstu viku. Merki sýningarinnar setur að sjálfsögðu svip sinn
á sýningarstaðinn og voru starfsmenn að undirbúa að koma því fyrir
á gafli Laugardalshaliarinnar í gær Hátt í 500 fyrirtæki frá 20 löndum
sýna og er búist við að gestir verði hátt í 20 þúsund.
Fréttir Markaðir
107 milljónir
ístyrkfrá EB
■ EB ætlar að verja 173
milljörðum ísl. kr. á næstu
þremur árum til að end-
urnýja fískvinnslufyrirtæki
og styrkja þau í samkeppni
um hráefnið. Nýlega fékk
fyrirtæki í Hull rúmlega 107
milljónir ísl. kr., til að Ijúka
við nýja vinnslustöð./2
Viðhaídið
er dýrara
en olían
■ ÁÆTLAÐ hefur verið
að viðhalds- og viðgerðar-
kostnaður á íslenzkum fiski-
skipum stærri en 200 brl.
kosti á íjórða miiyarð króna
í ár. Er þetta hærri upphæð
en sem nemur oliukostnaði
sömu skipa./3
Lítiðfæstaf
spærling
■ HÁBERGIÐ úr Grinda-
vík hefur undanfarið verið
á spærlingsveiðum. Árang-
ur hefur verið lítill að sögn
Sveins Isakssonar skip-
s(jóra./5
----*-*-*--
Banaslysum
hefur fækkað
■ Undanfarin fimm ár
hafa færri sjómenn farist
heldur en tvö samsvarandi
tímabil á undan. Hins vegar
hefur bótaskyldum vinnu-
slysum á sjó f]ölgað./10
----*-*-*--
Deilur EB
og Kanada
■ KANADAMENN hafa
lengi sakað Evrópubanda-
lagsríkin um rányrkju utan
200 mílna fiskveiðilögsög-
unnar við austurströnd
Kanada og nú virðist stefna
í nýja brýnu milli þeirra./
15
----*-*-*--
Keyra langa
leið með
fiskinn
■ N okkrir trillukarlar á
Yopnafirði hafa í sumar
ekið fiski á markað á Dal-
vík. Nýlega fengu þeir um
40 krónum hærra verð fyrir
kílóið á Dalvík og telja þeir
að akstur um 570 kílómetra
leið fram og til baka borgi
sig fljótt./13
Ovissa ríkir
á rækju-
mörkuðum
■ ÓVISSA ríkir nú á
mörkuðum fyrir frosna og
skelfletta rælyu, einkum í
Bretlandi. Árið 1986 var
verð ákaldsjávarrækju
óvenjuhátt og varð það til
þess, að eftirspurn minnk-
aði og verð lækkaði það
hefur síðan lækkað áfram,
meðal annars vegna vax-
andi framboðs frá Noregi.
Verð á norsku rækjunni er
heldur lægra en á okkar
rækju vegna þess að hún
er smærri.
Ráðum litlu
um verðið
■ MIKLAR sveiflur á
verði á hörpudiski eru al-
gengar í Bandaríkjunum og
veldur því mestu hversu
sveiflukenndur hörpudi-
skafli þeirra sjálfra er. 1984
öfluðu þeir 400.000 tonna,
en aðeins 100.000 1986 og
við það rauk verðið upp.
1988 varð aflinn 200.000
tonn og lækkaði verð þá á
ný. Við seljum árlega 1.000
til 2.000 tonn árlega á þenn-
an markað og ráðum því
litlu um verðmyndun./12