Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 13

Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990 B 13 Trillufiski ekið f rá Vopnafirði á markað á Dalvík EINAR Sigurjónsson, sem gerir út trilluna Nóa EA frá Vopna- firði, hefur í röskan tvo og hálf- an mánuð ekið öllum afia til Dalvíkur þar sem hann er seldur á hærra verði á gólfmarkaði Fiskmiðlunar Norðurlands held- ur en á Vopnafirði. Fleiri hafa fylgt í kjölfarið og hefur Einar ekið rúmum 100 tonnum af fiski á markaðinn frá því um miðjan júní og er verðmæti aflans um 8 milljónir króna. Nú selja fjórir til fimm bátar frá Vopnafirði afla á markaðnum og hefur Ein- ar tvo bíla í flutningunum, en leiðin sem ekin er með fiskinn og heim aftur er um 570 kíló- metrar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Einar Sigurjónsson. „Frá því í fyrrahaust hef ég fylgst með verði á fiskmörkuðunum og var auðvitað hundóánægður með lágmarksverðið sem Tangi greiðir fyrir fiskinn. Ég fór að selja minn fisk sjálfur á svæðinu frá Egilsstöð- um o g allt norður að Laugum í Reykjadal og það var mjög skemmtilegt. Þegar svo varð ófært í vetur tók ég lífinu með ró, hélt áfram að fylgjast með fiskverði og tók þátt í fundahöldum með Tanga- mönnum um hækkun á verði, en það gekk ekki upp. Eftir að grá- sleppuvertíð lauk í vor fór ég að skima eftir manni á bátinn og réð Heimi Þór Gíslason og keyrði sjálf- ur aflann á markaðinn á Dalvík,“ sagði Einar Siguijónsson. Fljótlega fór Einar einnig að flytja fisk á markaðinn fyrir eigend- ur bátanna Ólafar NS og Sæborgar NS og síðan bættist sá fjórði í hóp- inn, Rita NS, auk þess sem afli úr Heiðu Ósk NS hefur stöku sinnum farið með. Samtals hefur Einar flutt 106 tonn af fiski til Dalvíkur og verðmæti aflans er um 8 milljón- ir króna. „Menn verða að bjarga sér, hér fæst gott verð fyrir aflann og mun hærra en Tangi á Vopna- firði greiðir og á meðan svo er þá flyt ég minn afla hingað,“ sagði Einar. Hann benti á til samanburð- ar að fyrir skömmu hefði hann land- að 190 kílóum hjá Tanga og fengið fyrir kílóið 45,02 krónurogværi þá með talið heimalöndunarálag, línuuppbót og kassauppbót. Á markaðnum á Dalvík hefði hann á sama tíma fengið 86 krónur fyrir kílóið. Með tvo bila í flutningum Einar er með tvo bíla í fiskflutn- ingunum, hann átti 3,5 tonna flutn- ingabíl þegar hann hóf að flytja fisk á markaðinn, en eftir að um- svifin jukust festi hann kaup á stærri bíl, eða 5 tonna. Hann er utn ijórar klukkustundir hvora leið og er kostnaðurinn við flutning fisksins frá Vopnafirði um 11 krón- ur á kíló. SAUÐATAÐ OG BESTA Morgunblaðið/Rúnar Þór Jón B. Rögnvaldsson, sem starfað hefúr á vigtinni undanfarin ár sagði að það væri helst ef togararnir væru með lausan fisk að það væri vigtað og svo eitthvað af ferskri rækju. Annars væri þetta allt mögulegt frá Pétri og Páli, allt frá sauðataði og upp í besta loðnunýöl, eins og hann orðaði það. Fleira vigtað en fiskurinn MIKLAR breytingar urðu á vigt- un afla er skuttogarar leystu síðutogara af hólmi og kassar komu til sögunnar. Er nú svo komið að flest annað en fiskur er vigtaður á hafnarvigtinni á mörgum stöðum, t.d. á Akur- eyri. Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri sagði þróunina í bæn- um hafa verið þannig að nánast ekkert væri vigtað af fiski lengur. Áður hefði verið vigtað á höfninni en eftir að kassarnir komu, fyrir um tíu árum, hefði nær einvörð- ungu verið stuðst við úrtaksvigtun af útgerðarfélagsmönnum. Trillu- fiskurinn væri aftur á móti vigtað- ur í smábátahöfninni og sæju starfsmenn KEA um þá vigtun enda keypti KEA nánast allan afla smábátanna. Hann sagði að reglugerðar- breyting sem nú væri að taka gildi myndi aðallega hafa þau áhrif á Akureyri að einungis hafnarstarfs- menn myndu fá að vigta triilufisk- inn. Taldi hann líklegt að áfram yrði stuðst við vigtina í smábáta- höfninni en ekki bílavigt Akur- eyrarhafnar. Þetta þýddi aukin útgjöld sem enn væri óvíst hver ætti að bera. Guðmundur sagði að farið hefði verið fram á það við ráðuneytið að starfsmenn kaupfé- lagsins myndu áfram fá að vigta. Hvað afia togaranna varðaði yrði áfram stuðst við úrtaksvigtun, þar fengist undanþága. „Það er óframkvæmanlegt að fara aftur til fortíðar og vigta allt á hafnarvog- inni,“ sagði Guðmundur. Aftur á móti yrði ÚA að gefa upp löndun- armagn daglega og yrði þeim upp- lýsingum komið samdægurs til ráð- uneytisins. MsM FRETTIR s_____________* „Ef þú býður vöru eða þjónustu fyrir fiskvinnslu og útgerð skaltu auglýsa í FISKIFRÉTTUM. Ég hef sannreynt að auglýsing í FISKIFRÉTTUM vegur þungt! ” Jónas Agústsson, sölustjóri Pólstækni. I VEGUR ÞUNGT FISKIFRÉTTIR -ferskar í hverri viku ____ múDi BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.