Morgunblaðið - 12.09.1990, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
FulKrúar 30 þjóða
funda um fiskimjöl
vísindanefndir ai-
ncr áhr*if Þjóðasamtaka fiskimjöls-
r JsKieiKl Ug ctlll 11 framleiðenda eru nú að
hitastigs við þurrkun 'eggja fyrir fund samtak-
A anna tillogur um fram-
meðal Vlölang’seina kvæmd ýmissa þátta í
starfsemi næstu missera.
Meðal viðfangsefna eru áhrif ferskleika hráefnis á gæði mjöls-
ins, áhrif mismunandi hitastigs við þurrkun og möguleg aukn-
ing fiskilýsis við framleiðslu matvæla. Fundum samtakanna Iýk-
ur á föstudag, en í síðustu viku kynntu fulltrúar sér atvinnuveg
þennan hér á landi.
Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri
Félags íslenzkra fiskmjölsframleið-
enda, segir, að aðalfundum alþjóða-
samtakanna sé valinn staður hveiju
sinni með tilliti til þess hvort þar
sé um að ræða framleiðslu, sem
skipi máli eða mikilvægan markað.
í fyrra hefði verið fundað í Asíu,
sem væri stór mjölmarkaður, nú
hér á landi, sem viðurkenning á
framleiðslu okkar og á næsta ári
yrði fundað í Berlín í ljósi hinna
miklu breytinga, sem nú ættu sér
stað í Austur-Evrópu. Löndin þar
hefðu keypt mikið af mjöli á undan-
förnum árum, en kaup þeirra hefðu
nú minnkað verulega vegna efna-
hagsörðugleika. Þar mætti nefna
Pólland, sem hefði verið stór kaup-
andi, en keypti nú ákaflega lítið.
Fundarmenn kynntu sér mjöl- og
lýsisframleiðslu hér á landi í síðustu
viku, en á sunnudag hófust fundar-
höld með umræðum um salmonellu,
sem hefur valdið mjölframleiðend-
um í suðrænum löndum töluverðum
erfiðleikum. Síðan hafa vísinda-
nefndirnar fundað, en meðal annars
má nefna það, að eitt af markmið-
um samtakanna hefur verið að fá
fiskilýsi viðurkennt sem óhert lýsi
í Bandaríkjunum. Sú viðurkenning
er nú í höfn, en með henni verður
notkun fiskilýsis heimil við ýmsa
matvælaframleiðslu.
í lok fundarins verða ályktanir
afgreiddar og nýr forseti kjörinn,
en kjörtímabil Haralds Gíslasonar
frá Vestmannaeyjum er nú runnið
út. Auk ferðalaga fundarmanna
víða um land, eru skipulagðar ýms-
ar skoðunarferðir fyrir maka þeirra
og í gærkvöldi var boð inni í Viðey
þar sem sjávarútvegsráðherra Hall-
dór Ásgrímsson, ávarpaði fundar-
menn.
KXRCHER
HÁÞRÝSTIDÆLUR
HD 475-570-595-575 S
Léttar og handhægar 4 geróir.
Þrýstingur 10 til 80 eöa 100 bar
Fjöldi aukahluta.
HDS 790 C-890
HEITAVATNS OG GUFUHREINSARAR
Hreinsun sem sparar tíma og
fé, eykur verðmæti.
Þrýstingur 30 til 170 bar (kg).
Hitastig upp í 155°C.
SNÚNINGSSTÚTUR
Fáanlegur á allar
geröir, eykur þrýsting
um 30% og gefur 7 falt
meiri hreinsigetu.
HD 850-850 WS
öflugur með mikla hreinsigetu.
Þrýstingur 30 til 175 bar (kg).
Fjöldi aukahluta.
HÁÞRÝSTIKERFI
Útistöðvar fyrir 2-4-6 notendur
í einu. Heildarlausn á daglegum
þrifum í verksmiðju, fiskverkun,
togurum, bakarí, kjötvinnslu o.fl.
Ryksugur - teppahreinsivélar,
gólfþvottavélar, mikið úrval.
Sölu- og þjónustuaðilar
Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi
Póllinn - ísafirði, Rafgas - Akureyri
RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA
RAFVER HF
SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1-680215 • SKEIFAN 3E-F, BOX 8433, 128 REYKJAVlK
HÁKARUNN OG GOTAN
BORGUÐU ÍTALÍUFERÐINA
ísafirði - Skipverjarnir á Bessa frá Súðavik hafa
hirt gotu, hákarl og nú síðustu vikurnar lifur og lagt í
sérstakan ferðasjóð. Fyrir afraksturinn héldu þeir svo ásamt
mökum til Ítalíu síðastliðinn mánudag. Ferðanefnd undir stjórn
kokksins Árna B. Ólafssonar sá um undirbúning.Á myndinni
er ísfirski hluti áhaftiarinnar á Bessa þegar lagt var upp í Ítalíu-
ferðina.
EB styrkir
iðnað í Hull
EINS og komið hefur fram í fréttum ætlar Evrópubandalagið og
aðildarríki þess að verja 173 milljörðum ísl. kr. á næstu þremur
árum til að endurnýja fískvinnslufyrirtækin og styrkja þau í sam-
keppninni um hráefnið, meðal annars íslenskan fisk. Hefur þegar
verið hafist handa við þessa áætlun að því er segir í tímaritinu
Humberside Executive, sem skýrði nýlega frá því, að fyrirtækinu
F. Smales and Son hefði verið gefín ein milljón punda, rúmlega 107
millj. ísl. kr., til að ljúka við nýja vinnslustöð í Hull.
Áætlaður kostnaður við nýja fisk-
iðjuverið í Hull er um 400 milljónir
ísl. kr. en auk þess er það með aðra
stóra stöð í borginni. Hefur hún
verið rekin með fuilum afköstum í
nokkurn tíma. Nemur EB-styrkur-
inn um 750.000 pundum en það, sem
á vantar milljónina, kemur beint frá
breskum stjórnvöldum.
Smales er stærsta ijölskyldufyr-
irtækið í breskum fiskiðnaði og á
auk þess fimm dótturfyrirtæki, sem
selja flest vöru sína undir nafninu
„Billy Boy Frozen Foods“. Sagði
talsmaður fyrirtækisins, að með nýju
vinnslustöðinni væri verið að auka
gæði framleiðslunnar og tryggja um
leið atvinnu starfsfólksins út þennan
áratug. Sagði hann, að starfsfólk
fiskiðnaðarins á Humrubökkum væri
að sjálfsögðu mjög ánægt með EB-
styrkinn en nýja verksmiðjan verður
sú fullkomnasta í Englandi og nokk-
urs konar vegvísir fyrir framtíðina.
Færeyingar vilja
lúdu fyrir lax
ÍSLENZK stjórnvöld fjalla nú um
tillögu frá félagi Iaxaútgerða í
Færeyjum um að þær fái leyfi
til Iúðuveiða hér við land, hætti
þær laxveiðum í sjó. Formaður
félagsins, Manne Næs, segir í
samtali við færeyska Dugblaðið,
að fáist þetta leyfí, sé alls ekki
óhugsandi að þeir slái til.
Undir forystu Orra Vigfússonar
hafa íslenzkir aðilar falast eftir
laxakvóta Færeyinga í sjó til
kaups, en hann er nú 550 tonn.
Laxveiðin hjá þeim hefur gengið
illa síðustu vertíðir vegna slæmra
gæfta en verð á laxinum er 300 til
400 krónur kílóið. Færeyingar segja
að mjög mikið sé af laxi á veiðislóð-
inni, en laxveiðibátar séu orðnir
fáir og erfitt sé að semja um fyrir-
framsölu á laxinum vegna þess hve
ótrygg veiðin sé. Kaupendur vilji
heldur semja um kaup á eldislaxi
þar sem afhending er örugg.
Sigurbjörn hættir
sem formaður
hjá Af lamiðlun
SIGURBJÖRN Svavarsson segist
hafa tekið ákvörðun um að hætta
sem stjórnarformaður Afiamiðl-
unar 1. október næstkomandi.
Varaformaður stjórnarinnar, Ei-
ríkur Tómasson í Grindavík, mun
að öllum líkindum taka við form-
annsstöðunni af Sigurbirni.
Sigurbjörn Svavarsson segist
hafa tekið þá ákvörðun um miðjan
ágúst að hætta sem stjórnarfor-
maður Aflamiðlunar. „Þessi ákvörð-
un byggist bæði á auknum önnum
hjá mér eftir sameiningu Granda
og Hraðfrystistöðvarinnar í Reykja-
vík, svo og að við erum að fá tvö
siglingaskip inn í reksturinn, það
er að segja Engey RE og Viðey
RE. Mér finnst það ekki viðeigandi
að ég sitji í stjórn Aflamiðlunar sem
formaður og úthluti sjálfum mér
heimildir til útflutnings á ísfiski."