Morgunblaðið - 12.09.1990, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
B 3
/iðhald skipa kostar
meira heldur en olían
KOSTNAÐUR við viðhald á í íslenzkum skipum stærri en 200
brúttólestir hefur verið áætlaður á flórða milljarð króna á ári
á núvirði. Er þetta hærri upphæð en sem nemur olíukostnaði
þessara skipa í íslenzka flotanum.
Helgi Laxdal formaður Vélstjóra-
félags íslands sagði í samtali við
blaðið að menn hefðu lengi undrast
hve þessum stóra gjaldalið útgerð-
arfyrirtækja hefði verið lítill gaumur
gefinn. Þarna væru gífurleg verð-
mæti í húfi og jafnvel hinn minnsti
ávinningur af bættu verkskipulagi
skilaði umtalsverðum fjármunum til
útgerða, sjómanna og þjóðarbúsins.
Fyrir nokkrum árum var gerð
könnun á nýtingu vinnutíma við
skipaviðgerðir og kom þá í ljós að
hreinn verktími við 13 viðgerðar-
verkefni var 44,3%. Meðal atriða
sem betur máttu fara voru óljósar
verklýsingar, lítill undirbúningstími
vegna þess hve seint viðgerðarlisti
barst, skortur á varahlutum og lítið
eftirlit frá útgerð.
Landssamband íslenzkra útvegs-
manna, Samband íslenzkra kaup-
skipaútgerða og Vélstjórafélag Is-
lands hafa sameiginlega undirbúið
ítarlegt námskeið um viðhald skipa
og beitingu skipulagðra vinnu-
bragða við framkvæmd þess. Fyrsta
námskeiðið verður haldið í Tækni-
garði Háskóla íslands 1.—4. október
næstkomandi. Námskeiðið er eink-
um ætlað þeim sem annast viðhald
skipanna, hvort sem það eru eftir-
litsmenn í landi, starfandi vélstjórar
eða jafnvel skipstjórnarmenn og
tæknilegir stjórnendur útgerða, sem
og viðkomandi starfsmenn þjón-
ustufyrirtækja.
Einar Hermannsson hjá SÍK, Jón
Ó. Halldórsson hjá LÍU og Helgi
Laxdal hjá Vélstjórafélaginu sjá um
undirbúning námskeiðsins í sam-
vinnu við Iðntæknistofnun og gefa
þeir upplýsingar um námsefni og
fyrirkomulag.
Hátt í 10% í viðhald
Árið 1988 nam viðhaldskostnaðurinn rúmlega 1,94 milljörðum
á sama tíma og olíukostnaðurinn var 1,73 milljarðar, viðhaldið
nam um 9,3% af tekjum og olían 8,3% af tekjum.
Sambærilegar tölur fyrir 1987 voru um 1,85 milljarðar í við-
haldskostnað og 1,4 milljarðar í olíu, sem hlutfall af tekjum
fóru 11,3% í viðhald og 8,7% í viðhald það ár.
Hittogþetta
Gufuþurrkun
ístaðelds
■ STEFNT er að því að
endurbætt loðnuverksmiðja
Síldarverksmiðja ríkisins á
Seyðisfirði verði tekin í notk-
un um áramót. Meðal annars
verður möguleiki á tölvustýr-
ingu á öilum stigiun fram-
leiðslunnar og í stað eld-
þurrkunar verður gufu- og
loftþurrkun í verksmiðjunni.
----*-*-*-
Björgunar-
bátur til Eyja
■ HJÁLPARSVEIT skáta í
Vestmannaeyjum hefur fest
kaup á nýjum björgunarbát
af gerðinni Seabear, 9,20
metrar á lengd og 3,32 metr-
ar á breidd. Ganghraði báts-
ins er um 35 mílur. Lokað
hús er á bátnum og rúmar
það sjúkrabömr auk sæta
fyrir allt að 5 manns, segir
í IJjálparsveit-artJðindum.
PAKKAÐ í PLAST
í STAÐ PAPPA
Morgunblaðið/Börkur
„VIÐSKIPTAVINIR okkar sem stunda útfiutning á laxi teþ'a
sig hafa hækkað skilaverð af hveiju kUói um 15-20 krónur með
því að notast við þessa nýju pökkunaraðferð,“ sagði Ottó Þorm-
ar sölustjóri sjávarafurða lyá Plastprent í samtali við blaðið,
en fyrirtækið er nú að
. i •* 1 •! ^ kynna nýja aðferð við
/AllLrin Cul ln\7nv*n pökkunásjávarafurð-
UKIU ölVllíiVUIU um Hún felst - j)VÍ að
til útflytjenda
ósvipaða og filinu sem
gosdrykkjafiöskum er pakkað í, og er árangurinn léttari
eining, sem auk þess heldur vatni og lykt.
Aðferðin er sú, að umbúðirnar eru settar í sérhannaða plast-
poka, og að því loknu rennt um sérstök hitagöng. Við þetta
herpist plastið utan um fiskumbúðirnar. Plastfilman, sem er
nokkuð þykk, hefur reynst sterk hlíf, að sögn Ottós, og að auki
væru pokarnir ódýrari í innkaupum en eldri gerðir umbúða, til
dæmis pappakassar. Þá væru plastumbúðirnar mun léttari, til
að mynda vægi plastfilma utan um laxpakka 0,2 kíló, en
pappinn sem áður var notaður hefði verið um 2,5 kíló á þyngd.
Þannig mætti spara umtalsverðan flutningskostnað. Möguleiki
er á að hafa sex lita prentun á plastumbúðunum, en slíkt var
ekki mögulegt á eldri umbúðum.
Ottó sagði, að rætt hafí verið um að taka þessa pökkunarað-
ferð upp um borð í frystitogurum. Eins og fyrr segir hefur
aðferðin verið notuð við útfiutning á laxi, en Ottó segir, að nú
sé verið að helja notkun hennar í ýmsum greinum
sjávarútvegs. „Flugleiðir hafa lagt blessun sína notkun þessara
umbúða, þar sem hverfandi hætta er á að lykt berist frá þeim,
eða að leki komi að þeim, og mér skilst að fiskur hafi jafnvel
verið fluttur í þeim með farþegaflugi. Við höfum fallprófað
umbúðirnar, og þær héldu fiski, vökva og lykt þrátt fyrir að
frauðplastkassinn innan plaslsins hafi brotnað eftir þrjú föll
úr axlarhæð,“ sagði Ottó.
Myndin að ofan er tekin í Islenskum matvælum í
Hafnarfirði; Sævar Steingrímsson, Ottó Þormar og Guðjón
Oddsson við sýnishorn af framleiðslu Plastprents. I íslenskum
matvælum er laxi frá nokkrum fyrirtækjum á Reykjanesi pakk-
að til útfiutnings.
• • • Rétt eins og skip þarfnast góðrar vélar þarfnast vélin góðrar olíu.
Nýja EXXMAR TP smurolían fyrir skipadíselvélar býr yfir ótrúlega mörgum
kostum. Allar fjórar gerðirnar, EXXMAR 12TP, 24TP, 30TP og 40TP,
eru unnar úr fyrsta flokks grunnolíum.
EXXMAR TP olíurnar hafa bætiefnakerfi í sérstökum gæðaflokki,
sem tryggja yfirburða vatnshreinsun olíunnar, sóthreinsun, sótdreifingu og
súrnunarvörn. Þetta eru eiginleikar sem halda vélarsliti í algjöru lágmarki
og vélinni hreinni. Allar tegundir EXXMAR TP eru fáanlegar í tveimur
seigjuflokkum, SAE 30 og 40.
EXXMAR TP olíurnar eru framleiddar til að standast þau erfiðu
skilyrði sem skapast í aflmiklum nútíma dfselvélum, hvort sem þær ganga
fyrir gas- eða þungolíum. Olíurnar hafa langan notkunartíma og lengja þann
tíma sem líður milli upptekninga, viðgerða og olfuskipta. Vél skipsins erj
því vel sett með EXXMAR TP.
Olíufélagið hf