Morgunblaðið - 12.09.1990, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ AFLABROGÐ MIÐYIKUDAGUS 12, SEPTEMBER 1990
B 5
Handflaka keilu fyrir
Frakklandsmarkað
mmmmmmmmmmm^^^^^mmm stakkavik
ÁR 107 sem er
Flakarar frá Grimsby og \nSbt
tíu pólskar verkakonur arbakka hefur
fískað nokkuð
vel á línuna í síðustu róðrum. Það sem einkum vekur athygli
í því sambandi er að eingöngu er gert út á keilu sem hingað
til hefúr ekki talist eftirsóknarverður fiskur.
í þremur síðustu róðrum hefur
Stakkavíkin komið með um 90
tonn af keilu sem öll hefur farið
til vinnslu í frystihúsi Bakka-
fisks. Róið er með um 300 bjóð
og tekur hver róður um fjóra
daga.
Hjörleifur Brynjólfsson fram-
kvæmdastjóri Bakkafisks segir
að öll keilan sé handflökuð,
snyrt og pökkuð fyrir Frakk-
landsmarkað, þar sem viðunandi
verð fáist fyrir hana. Verið er
að kanna fleiri markaði, mögu-
legt er að senda hana út ferska
og einnig er markaður fyrir laus-
fryst flök sem síðan eru söltuð
erlendis.
„Aðalástæða þess að við snú-
um okkur að keilunni núna er
að hún er utan kvótans ennþá.
Þá er gott að vera búinn að afla
sér reynslu því víst má telja að
fyrr eða síðar verði settur á
hana kvóti, þar sem sóknar-
markið verður afnumið nú um
áramótin og allir bátar fara á
aflamark. Stakkavíkin er heils-
árs línubátur og hentar vel til
þessara veiða. Auk alls þessa
skapar keiluvinnslan stöðuga og
jafna vinnu í frystihúsinu.
Viljum ekki grautast í öllu
Við höfum verið að þreifa
fyrir okkur með ýmislegt nýtt
undanfarið, t.d. var Stakkavíkin
á lúðulóð í sumar og fékk um
90 tonn, í fyrra var hún á
steinbítsveiðum í rúman mánuð
en slíkt hefur ekki verið stundað
mikið hér sunnanlands.
Línan er mjög hentugt veið-
arfæri hvað það snertir að hægt
er að einskorða sig við nær eina
ákveðna fisktegund. Það kemur
sér vel fyrir vinnsluna því þá
þarf ekki að vera stöðugt að
skipta um tegundir. Við
hyggjumst einbeita- okkur meir
að ákveðnum tegundum en vera
ekki að grautast í öllu, nú eru
það koli og keilan, sagði
Hjörleifur Brynjólfsson.
Hjörleifur sagði að hjá þeim
væru nú fimm enskir flakarar
frá Grimsby og sæju þeir um
að flaka keiluna en mjög erfitt
vræri að fá íslendinga til að
flaka. „Keiluna setjum við helst
ekki í vélar bæði vegna þess að
í henni er mikið af önglum sem
skemma vélarnar og svo verður
nýtingin ekki eins góð og
hráefnið verra. Við erum einnig
með tíu pólskar konur í
vinnslunni sem hafa verið hér
síðan í fyrra og hafa þær reynst
okkur mjög vel. Okkur hefur
ekki gengið nógu vel að fá
mannskap hér heima þrátt fyrir
að við höfum kostað rútuferðir
til og frá vinnustað," sagði
Hjörleifur.
RÆKJUBA TAR
Nafn Stmrð AfU Sjófarðlr Löndunarst.
1 GUNNAR BJARNAS. SH 25 178 4.6 1 Ólafsvík
GARÐARIISH 164 142 5,1 1 Ólafsvík
I TUNGUFELL SH 31 5.5 1 ólafsvík
TINDFELL SH 21 94 4,6 1 Ólafsvík
I JÖKULL SH 15 10.2 2 Ólafnvlk
MATTHILDUR SH 67 104 6 2 Ólafsvík
I STEINUNNSH 167 135 12.1 2 Ólafsvík
RIFSNES SH 44 220 13,7 2 Rif
1 HAMRASVANUR SH 201 168 8.7 2 Rlf
MATTHILDUR SH 67 90 3,0 1 Ólafsvík
I SÆBJÖRGST7 56 0.7 Hólmavík
HILMIRST1 28 8,4 Hólmavík
I GUÐRÚN OTTÓSD. ST5 53 4,2 Hólmavík
DONNAST4 25 1,3 Hólmavik
I HAFDÍS 6 1 ísafjörður l
HARPARE342 308 10 1 ísafjörður
I VÍKURBERG GK 1 328 20 1 ísafjörður |
GAUKURGK660 181 11 1 ísafjörður
I ANDEY BA 1 1 Isafjörður l
STAKKANES 5 1 ísafjörður
1 VÍKINGUR AK 100 950 15 1 ísafjöröur j
SVANURRE45 334 11 1 ísafjörður
1 MA TTHILDUR SH67 104 4 1 ísafjörður |
STEINUNNSH 167 135 5 1 ísafjörður
I GEYSIR BA 150 181 11,9 1 Hvammstanqi |
SIGGISVEINS ÍS 29 104 4,9 1 Hvammstangi
I JÖFUR 35 1 Hvammstangi |
HAFRÚNHU 12 52 3,5 1 Skagaströnd
I ÖGMUNDUR RE 7.9 1 Siqlufiörður I
DANÍEL Sl 1S2 52 8 2 Siglufjörður
I SÆRÚNEA251 73 7.3 Siglufiörður |
DAGFARIÞH 70 299 17 Siglufjöröur
1 FROSTIIIRH 220 132 8.4 | f
HARALDUR EA 62 64 11,2 2 Dalvík
1 SJÖFNÞH 142 180 14,5 1 Dalvfk
HEIÐRÚN EA 28 180 14,7 1 Dalvík
RÆKJUBA TAR
Nafn Stmrð Áfll Lðndunanst.
1 GUÐRÚNJÓNSD. Sl ,55 30 4.0 1 Dalvik |
ARONÞH 105 76 6,5 1 Húsavik
I BJÓRG JÓNSD. 321 273 14.9 1 Husavík
KRISTBJÖRG ÞH 44 50 14,6 3 Húsavík
I SÆBORGÞH 50 40 12.0 3 Húsavfk
SANDVlK GK 325 25 3,3 3 Grindavík
I SIGURÞÓR GK 43 30 3.2 3 Grindavík j
ÓLAFUR GK 33 36 2,5 2 Grindavík
I FENGSÆLL GK262 22 2.4 2 Gríndavík |
KÁRIGK 146 36 0,6 1 Grindavík
I HÖFRUNGURIIGK 27 179 11,6 1 Grindavík l
GUÐFINNURKE19 30 2,9 3 Sandgerði
I HAFBERG KE 85 26 2.5 3 Sandgeröi |
ÞORSTEINNKE10 28 2,8 3 Sandgerði
I GEIR BOÐIGK 220 160 12,0 1 Sandgerði |
SKELFISKBA TAR
Nafn Stmró AW SJÓferðir Löndunarst.
I ARNFINNUR SH 3 117 44 5 Stykkishólmur |
ÁRSÆLL SH 88 103 44 5 Stykkishólmur
I SVANURSH11 88 36 5 Stykkishólmur j
ÞÓRSNES SH 108 163 45 5 Stykkishólmur
I ÞÓRSNES SH 109 146 44 5 Stykkishólmur |
ARNARSH 157 16 17,5 4 Stykkishólmur
I ÁRNISH262 17 19 5 Stykkishólmur |
GlSLISHBS 18 21 5 Stykkishólmur
I SIGURVON SH 121 88 29 5 Stykkishólmur |
GRETTIR SH 104 148 40 5 Stykkishólmur
I BJARNI 51 10 3 Hvammstangi |
Þetta bjargast
kannski með
fáum mönnum
„ÞAÐ er nú orðið lítið upp úr þessu að hafa,“ sagði Jónas
Sigurðsson, skipstjóri á skelfiskbátnum Þórsnesi II SH 109, þegar
hann var tekinn tali á fimmtudag í síðustu viku. Hann var að koma
úr róðri með átta tonn af hörpudiski, dagskammtinn ef svo má segja
en skeljabátarnir 10, sem róa úr Stykkishólmi, taka þetta 30 og upp
í 46 tonn á viku í fimm róðrum.
„Fyrir þremur eða jafnvel fjórum
árum vorum við að fá upp í 26
krónur fyrir kílóið en nú fáum við
tveimur krónum minna. Menn geta
svo reiknað út hveiju
munar miðað við verð-
lagsþróun almennt.
Þetta bjargast kannski
með fáum mönnum, við
erum sex á, bara yfir-
mennirnir með sína
aukahluti og einn háseti
en vorum tveimur eða
þremur fieiri hér áður.
Ég veit raunar ekki
hvemig gengi að
manna skipin með fleiri
hásetum upp á einfald-
an hlut,“ sagði Jónas
og bætti við, að það
auðveldaði störfin um
borð hvað vélvæðingin
væri orðin mikil, komn-
ar vélar, sem hreinsa
burt leir og sand, ígul-
ker og krabba og ann-
að, sem up_p kemur með
skelinni. Áður var það
allt gert í höndunum.
Jónas, sem hefur stundað skel-
fiskveiðamar í sjö til átta ár, sagð-
ist hafa byijað á þeim í ágúst og
yrði búinn með kvótann, 430 tonn,
í október. Þá yrði líklega farið á
sfldina og síðan á línu og net.
„Við vorum á rækju í sumar en
það er enginn kvóti í henni frekar
en öðru, það er svona sitt lítið af
hveiju. Þetta á víst að heita hag-
ræðingin af kvótakerfinu en fyrir
bátaflotann er orðið dýrara að ná
í allt en áður. Svo vom menn að
tala um að kvótinn ætti að stuðla
að fækkun en bátunum hefur aldrei
fjölgað eins mikið og síðan hann
komst á, offjölgunin er beinlínis
hlægileg. Það er líka svo grátlegt
með stjórnmálamennina, að þeir
jánka þessu bara og eru allir
orðnir samsekir í vitleysunni. Við
skulum átta okkur á hvernig þetta
getur komið út fyrir einstök byggð-
arlög. Hér í Stykkishólmi hafa fyrir-
tækin ekki haft bolmagn til að
standa í kvótakaupum en hins veg-
ar fóm héðan þrír bátar á síðasta
ári. Með þeim fór mikill kvóti og
svona til að bæta gráu ofan á
svart fengu bátarnir, sem eftir
vom, skerðingu í bolfiski út á það,
að skelin var heldur aukin.“
Jónas Signrðsson
á Þórsnesi II
Lítiðaðhafaá
spæriingnum
HÁBERG GK 299 hefur undan-
farið verið á spærlingsveiðum og
einkum verið í Hávadýpi og suð-
ur af Surti. Lítið hefur aflast að'
sögn Sveins Isakssonar skip-
stjóra, en þó landaði skipið 70
tonnum til bræðslu í Grindayík
fyrir helgina.
„Það hafa verið smá lóðningar,
en spærlingurinn hefur ekki þétt
sig við botninn eins og nauðsynlegt
er til að við náum honum í trollið,"
sagði Sveinn í farsímaspjalli í gær.
„Þá hefur veðrið líka verið erfitt,
eilífur kaldaskítur af suðvestri. Við
erum með leyfi til að reyna þetta
í hálfan mánuð og það rennur út á
laugardaginn. Ætli skipið fari ekki
í slipp og skverun eftir helgina, en
ef loðnan verður ekki farin að gefa
sig um mánaðamótin er aldrei að
vita nema við reynum að fá leyfi
til spærlingsveiða aftur í október.
Þessar veiðar hafa svo sem verið
reyndar áður og stundum hefur
veiðst þokkalega. í október fyrir
tveimur árum gaf þetta sæmilega
og Huginn VE fékk þá til dæmis
góðan afla. Þetta gekk aftur ver í
fyrra, en þá vorum við fimm á
spærlingsveiðum.“
Sveinn sagði að
spærlingsveiðarnar
núna væru tilraun til
að brúa bilið eftir að
rækjukvótinn var bú-
inn og fram að loðnu-
vertíð. „Annars hefur
loðnan verið dyntótt
og gaf sig ekkert í
fyrrahaust. Við vonum
sannarlega að úr ræt-
ist og loðnan finnist,
það er kominn tími á
það. Menn bíða
spenntir eftir að heyra
frá þeim á Hólmaborg-
inni, sem eru við loðnu-
leit núna,“ sagði
Sveinn að lokum.