Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 7

Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 7
Frá fískmarkaðnum í Brem- erhaven. Þjóðverjar verða háðari innflutningi VESTUR-Þjóðveijar verða æ háðari fiskinnflutningi enda minnkar með hveiju árinu sem líður hlutdeild þeirra sjálfra í sjávaraflan- um, hvort sem er til vinnslu eða beinnar neyslu. Kemur þetta fram í norska sjávarút- vegsblaðinu Fiskaren, sem segir, að 1988 hafi hlutur Vestur-Þjóðveija sjálfra í sjávarfanginu verið kominn niður í 20%. Pyrir tveimur árum áttu Norðmenn 12% fiskinnflutn- ingsins til Vestur-Þýskalands en voru i 15% árið 1984. Dan- ir eru enn sem fyrr stærstir, voru með 25% 1988, en þó hefur orðið mikil breyting á, því að þeir höfðu hvorki meira né minna en 34% fiskinnflutn- ingsins til Vestur-Þýskalands í sínum höndum fyrir sex árum. 1988 voru Hollendingar taldir vera með 10% innflutn- ingsins og íslendingar 7%. I Fiskaren segir einnig, að um ófyrirsjáanlega framtíð verði það engum vandkvæðum bundið að selja og fá gott verð fyrir fisk á meginlandi Evrópu. Fiskneysla sé að aukast og nýir markaðir að opnast eins og til dæmis í Frakklandi þar sem fiskur er að komast í tísku sem hollustu- og megrunar- fæði. Þá segir, að á Italiu standi yfir eins konar „fersk- fiskbylting“ og miklar vonir eru bundnar við Austur-Þýska- land eftir sameiningu ríkjanna. Fredfiskur í sókn meðal Spánverja MIKIÐ átak á sér nú stað í sölu frosinna sjávarafurða á Spáni, en neyzla slíkra afurða jókst um 8% á síðasta ári. Til að liðka fyr- ir þessari þróun, hefur Banco Crédito Agricola (Búnaðarbank- inn) þar í landi veitt Samtökum um markaðssetningu landbúnað- ar- og sjávarafurða lán að upp- hæð 3,7 milljarðar króna. Frá þessu er skýrt I upplýsingaritinu Eurofish Report. Fé þessu verður varið til ýmissa þátta, sem hvetjandi eru taldir fyrir sölu frystra sjávarafurða; kæli- og frystigeymslum fyrir sjávarafurðir verður fjölgað verulega; framleið- endum tilbúinna rétta verður veittur aðgangur að lánsfé til kaupa á blokk o g öðrum afurðum til frekari vinnslu með lækkun smásöluverðs í huga; frystihúsum, samtökum sjó- manna og öðrum, sem við sögu koma, verður gefínn kostur á lán- um. Lán þetta verður á lægstu mögulegum vöxtum. Neyzla frystra sjávarafurða á Spáni jókst um 8% á síðasta ári, en mest varð aukningin í neyzlu tilbúinna rétta, eða 25%. Stærsta fyrirtækið á þessu sviði, Pescanova, seldi fyrir um 18 milljarða í fyrra. MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐ . SEPTEMBER 1990 B 7 íiiMttiiiiiii Meiri fiskkaup Japana en ráðamenn reiknuðu með JAPANIR fluttu inn 1,2 milljónir tonna af sjávarafurðum á fyrri helmingi þessa árs og nemur aukningin 11,9% miðað við sama tíma í fyrra. Alls greiddu Japanir 277 milljarða fyrir þessar afurðir eða 10,1% meira en í fyrra. Þessi aukning er sögð koma japanska íjármálaráðuneytinu á óvart vegna nokk- uð örrar lækkunar gengis jensins síðustu mánuði, en búizt hafði verið við því, að vegna hennar drægi úr innflutningi. Aukning innflutnings skýrist að einhveiju leyti af lítils háttar aukn- ingu á fískneyzlu samkvæmt upp- lýsingum Tsukiji Bulletin. Mest var flutt inn af frystum, kældum eða ferskum sjávarafurðum, 905.151 tonn að verðmæti 214 milljarðar króna. Aukning í magni og verð- mætum er svipuð, tæp 10%. Inn voru flutt 23.172 tonn af lifandi físki og jókst sá innflutningur um 3,9% í magni en 13,5% að verðmæt- um og nam alls 14 milljörðum króna. Meðalverð á kíló er því rúm- lega 1.600 krónur. Innflutningur á söltuðum og þurkuðum afurðum tvöfaldaðist milli tímabila í magni og varð nú 16.116 tonn að verð- mæti 10 milljarðar króna og jukust verðmætin um 134,5% frá fyrra tímabili. Innflutningur á túnfiski, frystum laxi, síld, lifandi ál, unnum ál, frystri rækju, unnum Alaska- ufsa, smokkfíski og surimi jókst. Aukning á surimi-innflutningi Innflutningur á ferskum laxi stóð nær í stað milli tímabila, en inn- flutningur á frystum laxi jókst um 7.000 tonn og varð alls 27.000 tonn. Síldarinnflutningur jókst um 53%, varð 41.200 tonn og 79% meira var nú keypt af söltuðum síldarhrognum, 4.800 tonn. Hlutur Japana í veiðum á Alaskaufsa fór minnkandi, sem þýddi aukinn inn- flutning um 66% eða alls 21.000 tonn. Innflutningur á lifandi ál varð 9.470 tonn og unnum ál 16.000. Töluverður innflutningur á rækju frá Víetnam hafði í för með sér 7.000 tonna aukningu á heildarinn- flutningi af frystri rækju, sem nam alls 136.000 tonnum. Þá fluttu Jap- anir inn um 60.000 tonn af surimi, sem er 16.000 tonnum meira en á sama tímabili 1989. ASIACOJiF. KYNNIR BYLTINGU í ÚNUVBDUM Á ÍSLANDI: SMELLURINN! Stálklemma úr' ryöfríum stálvír læsist utan um línuna án þess að valda skemdum. Segulnagli tengir " y tauminn og------- stálklemmuna. 'Stoppari V-Lína 'Stál- klemma Segulnagli Línusmellurinn, en svo höfum viö nefnt er kallað „Snap - on Snood System“® taumi úr eingirni, öngli með króki nagla og sérstakri klemmu, sem f nýi línuútbúnaður er frá enska fyri og er svo einstakur, að hann er v Taumurinn er úr sérstöku eingirn 150 kg. þunga. Lykkjur eru í báðj öngulinn í annan endann, en s endum taumsins, öngulinn og Eingirnis- taumur Ongull ýja línukerfið, I manstendur tað auga, ryðf tir þetta við líV ækjinu Milwardl inn einkaleyfi. 1,1 m/m í þverr endum taumsinsV ulnaglinn í hinn. Lyí gulnaglinn eru hönnu( að mjög fljótt og auðvelt sé/jáb skipta um ábót og t aðeins 1/3 þess tíma serw sú aðgerð tók áður. veiðitilraunir hafa sýnt, að Ijousmellurinn endist allt að (5!!!) sinnum lengur en héfobundnir taumar og felst s m.a. í því að taumurinn Mr allur jafn sterkur og hefi veikan punkt (engan hnut). Öngulinn er og frábrug bundnum önglum, því í stað auga fyrir venjulega áhn sérstakur krókur, sern/smellt er með einu léttu lykkjuna og situr hannf/par þéttingsfastur. Gildir þa hinn endann þar sem (ifumnum er smellt upp á segul sem reynt hafa þessa nýju það sannfæring þeirri Færeyjum og Englanði, að þessi einfaldleiki og styrjjfúr sé byiting í línuveiðumitíg benda þeir m.a. á: 1. Yfir 15% betri festa, fiskurinn fer síður af. 2. Mikinn vinnuspa/nað og auðveldari uppsetningi i/ensku tökum [ segul- Þessi iHooks þolir Jæsist irnar í ^þess það Jgar ím )inn ían Indtai amal glanr í Nor og viðhald. 3. Ending tauma og 4. Minni hætta á línuna 5. Lækkun útgerð#kostnaðar óka er allt að 5 sinnum meiri kjum þegar verið er að leggjal SJAUMST I SYNINGARBAS E 70 I LAUGARDALSHOLLINNI 19 - 23. SEPTEMBER Onglinum er smellt á tauminn einfalt, fljótlegt, sterkt. asiacohf Vesturgata 2, Box 826,121 Reykjavík. Sími: 91.26733. Telex: 2164 ASIACO IS, Fax: 91.623696

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.