Morgunblaðið - 12.09.1990, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐTAL
MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
B 9
FRUMKVÆÐIÐ
KOMIFRÁ
FYRIRTÆKIUNUM
TAPI snúið í hagnað, aukið hlutfall saltfísks í fyrsta flokk, verð-
mæti humarútflutnings aukið með heilfrystingu, sundmagavinnsla
og frysting með köfnunarefni. Fyrir þessa þætti og fleiri á sviði
sjávarútvegs hefur Fiskiðjuver KASK á Höfn í Hornafírði verið í
fréttum Morgunblaðsins
undanfarin misseri. I
hveiju liggur galdurinn?
„Við getum ekki búizt við
því að ytri aðstæður verði
okkur miklu hagstæðari
en nú er,“ segir Hermann
Hansson, kaupfélags-
sljóri. „Við vitum að það þýðir ekki eingöngu að heimta einhver
ákjósanleg rekstrarskilyrði af stjórnvöldum, þar sem lífið í sjónum
og framboð og eftirspurn á erlendum mörkuðum ræður úrslitum
um afkomu sjávarútvegsins hveiju sinni. Við þessar staðreyndir
lifum við og tökum á innviðum fyrirtækisins til að ná árangri.
Komi frumkvæðið ekki frá okkur sjálfum, verði til innan fyrirtækj-
anna sjálfra, ná menn tæpast árangri. Gott starfsfólk gerir svo
útslagið," segir Hermann.
Hermann Hansson,
kaup félagsstj óri
á Höfn í Hornafirði
Fiskvinnslan bætir
upp annan rekstur
Veigamesti þátturinn í starfsemi
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga er
á sviði sjávarútvegsins. Fiskiðjuve-
rið tók á síðasta ári á móti tæpum
mmmmmmm 11.000 tonnum af
eftir bolfiski, um 150 tonn-
Hjört um af humri, 4.800
Gíslason tonnum af síld og lít-
ils háttar af loðnu til
frystingar. KASK er einnig um-
svifamikið í útgerð í gegnum dóttur-
fyrirtækið Borgey, gerir út þrjá
báta og einn togara og á hlut í
öðrum togara. Þá á KASK stóran
hlut í Fiskimjölsverksmiðju Horna-
fjarðar, sem meðal annars vinnur
töluvert af loðnu, rekur stóra síldar-
söltunarstöð og gaffalbitaverk-
smiðju. Brúttóhagnaður fiskvinnsl-
unnar á síðasta ári nam 586 milljón-
um króna, en hagnaður af rekstri
að frátöldum fjármagnskostnaði og
sameiginlegum kostnaði nam 71
milljón. Hagnaður af sameiginlegri
aðalstarfsemi KASK varð 51,4
milljónir króna og því er ljóst að
sjávarútvegurinn hefur þar lagt sitt
að mörkum til að hindra taprekstur.
Hermann tók við stöðu kaupfé-
lagsstjóra KASK af Ásgrími Hall-
dórssyni í ágúst 1975 og hafa um-
svifin töiuvert breytzt síðan. Verzl-
unarsvæðið hefur stækkað með
yfirtöku verzlunarreksturs á Djúpa-
vogi og nær nú yfir alla Austur-
Skaftafellssýslu og þrjá syðstu
hreppa Suður-Múlasýslu. Þegar
Hermann tók við, var nýtt fískiðju-
ver í byggingu og lauk henni árið
1977. Megin breytingin frá þessum
tíma er sú, að 1975 voru allar út-
gerðir á staðnum í viðskiptum við
KASK, sem var eini fiskverkandinn
á staðnum. Nú eru fiskverkendur á
Höfn orðnir 4 auk þess, sem um-
boðs- og þjónustufyrirtækið Hrellir
hf. annast útflutning á físki í gám-
um og fiskmiðlun í nokkrum mæli.
„Mér líkar þetta spaug vel í strákun-
um að nefna gámaútflutningsfyrir-
tækið Hrelli, enda sögðust þeir vera
að þessu til að hrella okkur kaupfé-
lagsmenn. Viðhorfin hafa gjör-
breytzt á nokkrum árum og það er
í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að fisk-
verkendum hafi fjölgað og við not-
færum okkur þjónustu Hrellis eins
og aðrir,“ segir Hermann. „Meðal
annars í Ijósi breyttra aðstæðna var
ákveðið að efla hráefnisöflun fyrir
fiskiðjuverið með því að auka þátt
KASK í útgerð. KASK átti hlut í
útgerðinni Borgey hf., sem þá gerði
út tvo báta, en nú gerum við út
einn togara, Þórhall Daníelsson, og
þijá báta. Þá á KASK hlut í útgerð-
inni Samstöðu, sem keypti togarann
Otur og gerir út héðan, en hann
heitir nú Stokksnes. Með þessu höf-
um við tryggt okkur afla tveggja
togara, þriggja báta auk annarra,
sem vilja leggja upp hjá okkur.
Breyttur hugsunarháttur
Hér hefur oft verið deilt um fisk-
verð og yfirborgana krafizt af út-
gerðarmönnum. Reyndin hefur ver-
ið sú að vinnslan hefur teygt sig
býsna langt og þegar illa hefur árað
hjá útgerðinni, höfum við yfirborgað
fisk þó allir vissu að það þýddi tap
á vinnslunni. Menn eru hvergi
bundnir af. lágmarksverði, en við
höfum það auðvitað til viðmiðunar
og höfum um langt skeið gefið út
okkar eigið verð eftir því, sem við
teljum okkur kleift. Síðan ráða
þeir, sem eiga fískinn, hvort þeir
selja okkur hann eða ekki. Öll þessi
viðskipti eru orðin mun fijálsari en
áður og hafa gengið að ýmsu leyti
vel.
Með tilkomu kvótans hefur hugs-
unarháttur manna breytzt verulega.
Á vertíðinni 1981 fiskuðu til dæmis
allir undir drep. Menn hugsuðu í
tonnum og fleygðu aflanum bara í
land og okkar var svo að sjá um
að koma honum í verð. í apríl þetta
ár tókum við á móti meiri afla í
einum mánuði en nokkru sinni í
sögu KASK og tókst að koma hon-
um í verð með því að verka í salt
og skreið auk frystingar og selja
fisk til annarra fyrirtækja. Nú, þeg-
ar menn verða svona áþreifanlega
varir við að auðlindin er takmörk-
uð, hugsa þeir allt öðru vísi. Nú
koma menn með úrvals hráefni að
landi og það hefur hjálpað okkur
til að ná umtalsverðri verðmæta-
aukningu, einkum í saltfískinum.
Með úrvals hráefni er ýmislegt
hægt að gera og í landi höfum við
gætt þess að gera að og salta vertíð-
arfískinn, þegar hann kemur i land
í stað þess að láta hann bíða óað-
gerðan til næsta dags. Þannig fáum
við betri útkomu í vinnslunni, sem
gerir okkur kleift að hvetja sjómenn
til að koma með gæðafisk að landi.
Yfírborgunum högum við þannig,
að mest kemur á bezta fiskinn en
minnst eða ekkert á þann slakasta.
Nú hugsa menn líka meira um af-
komu veiða og vinnslu í samhengi
og njóta þar aukinnar þekkingar. á
erlendum mörkuðum. Hér ríkir því
að mörgu leyti gott andrúmsloft og
menn vinna hver fyrir sig innan
þess svigrúms, sem heildarafkoman
gefur, til að ná sem beztum ár-
angri á öllum stigum veiða og
vinnslu.
Menn fara varlega í
fjárfestingar
Það eru ýmsar leiðir til að ná
árangri. Þar má nefna breytt hugar-
far stjórnenda og annars starfs-
fólks, breytt vinnubrögð og aukna
tækni og markaðssetningu. Aðalat-
riðið er að frumkvæðið komi frá
fyrirtækjunum sjálfum. Við getum
ekki búizt við betri aðstæðum en
nú ríkja í sjávarútveginum. Menn
geta ekki eingöngu krafið ríkið um
einhver • ákveðin rekstrarskilyrði.
Það ræður litlu um Iífíð í sjónum
og gang mála á erlendum mörkuð-
um.
Afurðaverð er hátt um þessar
mundir, en það gæti farið að lækka
eins og gerðist er hámarkinu var
náð 1987., Þá bjuggum við við hag-
stæða kjarasamninga, verðbólga
var á niðurleið, gengi fast og það
Morgunblaðið/HG
I ALDARFJORÐUNG A HOFN
Hermann Hansson er 47 ára, fæddur á bænum Eyjuin í Kjós
og ólst þar upp svo og á Hjalla í sömu sveit. Foreldrar hans eru
Hans Guðnason, bóndi og eiginkona hans Unnur Hermannsdóttir.
Hermann stundaði nám í Samvinnuskólanum og útskrifáðist þaðan
á átjánda ári. Hann hefur síðan starfað innan vébanda samvinnufé-
laganna, þar af síðustu 25 árin hjá KASK. Fyrstu 10 árin sem
aðalbókari og skrifstofustjóri, en kaupfélagsstjóri fráárinu 1975.
Eiginkona Hermanns er Heiðrún Þorsteinsdóttir og eiga þau 3
börij.
Hermann situr í stjórn Iceland Seafood Corp., dótturfyrirtækis
Sambandsins í Bandaríkjunum og er varamaður í stjórn Sambands-
ins. Hann situr í Síldarútvegsnefnd og er formaður Félags síldar-
saltenda á Norður- og Austurlandi, er í stjón Vinnumálasambands
Samvinnufélaganna og í stjórn Landsamtaka sláturleyfishafa.
er því óhjákvæmilegt að stokka
reksturinn upp og sú leið að gera
einstakar deildir að hlutafélögum,
þar sem Sambandið verði eignar-
haldsfélag, er að mínu mati vænleg.
Sjávarafurðadeildin hefur skilað
tekjuafgangi öll sín ár nema í fyrra
og var það fyrst og fremst vegna
afskrifta útistandandi skulda. Starf-
semin hefur gengið með ágætum,
merkið „Samband of Iceland“ er
þekkt að góðu erlendis og áfram
þarf að halda á sömu braut. Helm-
ingur hagnaðar af rekstrinum hefur
runnið til frystihúsanna á sérstök-
um séreignarreikningum, en annar
hagnaður hefur runnið til Sam-
bandsins."
HJA KASK A HOFN
Hermann Hansson kaupfélagsstjóri (á efri
myndinni) og togarinn Þórhallur Daníelsson,
sem er í eigu Borgeyjar og leggur afla sinn
að mestu upp hjá KASK.
voru erlendar verðhækkanir á fisk-
afurðum, sem stóðu undir þessu
öllu. Síðan féll verðið og menn töp-
uðu á rekstrinum, uppsöfnuð þörf
fyrir gengisfellingu kom öll á mjög
skömmum tíma og blaðran hrein-
lega sprakk. Árið 1987 gerðu menn
upp með nokkrum verðbreytingar-
tekjum og lágum vöxtum og verð-
bótum. 1988 snérist þetta allt við,
en þá voru menn enn í skýjunum
vegna velgegninnar árið áður og
höfðu fjárfest í stórum stíl, bæði í
veiðum og vinnslu. Nú er viðhorfið
allt annað. Menn átta sig á því að
sveiflur verða alltaf á verði sjávaraf-
urða og lækkandi verð þýðir skerta
getu til að halda uppi verði á fiski
upp úr sjó og svo framvegis. Því
fara menn varlega í fjárfestingum
4im þessar mundir, en þó er ég
hræddur um að þokkalega góð af-
koma nú rugli fólk í ríminu, því það
er ekki allt sem sýnist. Útgerðar-
menn og fiskverkendur verða að fá
tækifæri til að greiða niður skuldir
og laga rekstrarstöðuna, áður en
farið verður að krefjast hækkandi
Iauna svo dæmi séu nefnd. Fólk
gerir sér til allrar lukku æ betur
grein fyrir því að það er ekki kaup-
hækkun í krónum talið, sem öllu
máli skiptir, heldur kaupmátturinn.
Launþegar og atvinnurekendur vita
hvorir um sig hver staðan er, hvað
er til skiptanna og því eru samning-
ar um kaup og kjör í raun samkomu-
Iag um skiptingu þess, sem til skipt-
anna er og það er mismikið hveiju
sinni.
Fiskvinnslustefnu vantar
Kvótakerfíð hefur skilað okkur
ýmsu. Kannski má segja að heldur
hægt hafí gengið að fækka í flotan-
um. Þá má einnig segja að þau for-
réttindi, sem útgerðinni hafa verið
fengin með því að framselja henni
fiskinn í sjónum, séu full mikii. Mér
fyndist rétt að vinnslan réði líka
yfir einhveijum kvóta. Að öðru
leyti er ég sáttur við ríkjandi fyrir-
komulag. Menn verða að einbeita
sér að því að ná markmiðum fisk-
veiðistjórnunarinnar, það er fækkun
fiskiskipa og efling fískistofnanna
og ég er sannfærður um að mikil
hreyfing á eftir að koma á það mál
áður en langt um líður.
Hins vegar v.antar fiskvinnslu-
stefnu hér. Það ríkir nokkuð gott
aðhald í veiðum og smíði fiskiskipa,
en sama aðhald vantar í vinnsl-
unni. Þar hefur ekki miðað sem
skyldi þó benda megi á jákvæðar
breytingar í Reykjavík þar sem er
sameining Hraðfrystistöðvarinnar
pg Granda hf. og þar áður samruna
ísbjarnarins og Bæjarútgerðar
Reykjavíkur. Hið gagnstæða er allt
of algengt. Með aflakvóta á vinnslu-
stöðvar væri hægt að stuðla að
fækkun þeirra og jafnframt með
því að framfylgja reglum Ríkismats-
ins um lágmarkskröfur um hrein-
læti og aðbúnað við fískvinnslu.
Staðreyndin er sú, að það vantar
stjórntæki til þess að hluta til og
þau, sem til eru, eru misnotuð. Þá
er aðgangur að lánsfé orðinn of
auðveldur og Fiskveiðasjóður nýtist
því ekki sem stjórntæki eins og ella.
Lánveitingar geta verið
bjarnargreiði
Hvað sem mönnum finnst um
þessa sjóði, verð ég að segja að
Atvinnutryggingasjóður varð okkur
—— ■—-
Fiskiðjuver KASK
Afíamagn 1989 1988 Braytlng
( Bofflskur, VGtrarvertíð 7.202 tn. 8.443 tn. (14,7%)
Bolfiskur, sumar og haustvertið 3.690 tn. 4.144tn. (11.0%)
| Humarhaiar 83 tn. 135 tn. (38,5%)
Heillhumar 71 tn. 46 tn. 54,3%
1 Síld 4.810tn. 3.840 tn. 26,3%
Loðrta 24 tn. 54 tn. (55,6%)
| Samtals: HMMWt*. 18.888 tn. (4.7W
Aflavorðmsotl Þúa. kr. Þua. kr.
( Bofflskur, VGtrarvertið 261.494 262.137 : £0.2%) : ■:
Bolfiskur, sumarog haustvertið 135.635 130.757 3,7%
[ Humarhaiarog heillhumar 67.801 73 054 (7,2%)
Síld 39.081 30.325 28,9%
[ Loðna 170 444 (81,7%)
Samtals: 604.181 496.717 1,6%
Sklptlng hráafnla aftlr vlnnalugr.:
( Frysting 8.479 tn. 7.703 tn. 10.1%
Söltun 6.314tn. 8.489 tn. (25,6%)
[ Hersla 74 tn. 116 tn. (36,2%)
Annað 1.013tn. 354 tn. 186,2%
f Bamtáfa: 16-WOt*. 18.668 tm 166,8%
1 i
hér og mörgum öðrum ákaflega
mikils virði í kjölfar erfiðleikanna
1988. Þá fengum við lausaskuldum
og rekstrartapi breytt í langtíma
lán. Sjóður sem þessi er mikilvægur
ventill, þegar almennt gengur illa,
en sé tapið af eigin völdum, er lán
slæmur kostur. Oft hefur fyrirtækj-
um verið gerður bjarnargreiði með
því að lána þeim of mikla peninga.
Menn hugsa kannski ekki alltaf
um ávöxtun eigin fjár. Kvóti á
hvert skip er orðin staðreynd og því
liggja mögulegar tekjur hverrar
útgerðar meira og minna fyrir. I
Ijósi þess hafa menn að mínu mati
í of mörgum tilfellum lagt of mikið
fé í skipin. Sóknarmarkið hefur
kannski átt þátt í þessu meðan það
hefur verið við lýði, en nú verður
það ekki til lengur eftir áramót. Ég
á því von á því að fjárfestingar í
skipum, nýsmíði til dæmis, fari
minnkandi, en í staðinn fjárfesti
menn í kvóta. Það skilar sér mun
betur. Menn hugsa miklu meira um
afkomuna en áður og þá á ég við
hvað þeir geta gert sjálfir í því
máli. Þar er um nokkra hugarfars-
breytingu að ræða, en menn hafa
heldur ekki gleymt þörfum heima-
byggðarinnar og þeim gagnkvæmu
skyldum, sem þar ríkja milli hags-
munaaðila.
Byggðastefna í sjávarútvegi er
svo bæði til góðs og ills eins og hún
hefur verið framkvæmd. Stundum
hafa menn lent á villigötum í
byggðamálunum, þegar þeir hafa
lagt of mikið fé og fyrirhöfn í að
halda gangandi illa reknum fyrir-
tækjum, en almennt séð er byggða-
stefna öllum til hagsbóta."
Óhjákvæmilegt að stokka
rekstur Sambandsins upp
Heildarrekstur Sambandsins
gengur illa um þessar mundir, en
Sjávarafurðadeildin hefur gengið
vel og lagt fram fé til að mæta
taprekstri á öðrum deildum. Telur
þú rétt að skipta Sambandinu upp
í hlutafélög eftir deildum?
„Ég er hlynntur skiptingu Sam-
bandsins upp í hlutafélög. Rekstur
þess hefur gengið erfiðlega undan-
farin ár og þau þijú síðustu hefur
verið um verulegt tap að ræða. Það
Enginn vandi að selja þegar
markaðinn skortirfisk
Heimildum til útflutnings á fryst-
um fiski til Bandaríkjanna var
breytt fyrir nokkrum árum, er
einkaleyfi SH og Sambandsins var
afnumið, en útflutningur er fijáls á
aðra markaði að undanskildum salt-
fiskinum. Ertu fylgjandi þessu fyrir-
komulagi og þeim breytingum, sem
gerðar voru?.
„Ég sé ekki að það hafi breytt
miklu. Smærri aðilar ná ekki sama
árangri og hinir stóru þegar til
langs tíma er litið, þó þeir geti af
og til við sérstakar aðstæður náð
hærra verði fyrir lítið magn. Þvf
halda stóru útflutningssamtökin
áfram að vera til, enda hafa þau
náð góðum árangri. Það er enginn
vandi að vera til, þegar markaðinn
vantar fisk. Vandinn verður, þegar
þarf að eyða miklum tíma og fyrir-
höfn í að vinna afurðum okkar
markaði. Það hafa SH og Samband-
ið gert, þeir smærri fylgja svo í
kjölfarið og njóta í því verka hinna
stóni.
í saltfiskútflutningum hefur SÍF
náð árangri og þarf ekki að óttast
samkeppni meðan það stendur sig.
Saltfiskmarkaðurinn er mjög við-
kvæmur og komist menn bakdyra
megin inn á hann með gallaða vöru
eða takmarkaðan stöðugleika og
áreiðanleika, geta þeir skemmt fyr-
ir hinum og má þar nefna flatta
ferska fiskinn.
Okkur skortir hér eitthvað, sem
kalla mætti markaða stefnu hvað
varðar útflutning hráefna. Við verð-
um að hugsa um þá vinnu, sem við
flytjum úr landi með ferskfisksöl-
unni. Við hljótum að stefna að því
að flytja afurðir okkar út á sem
hæstu vinnslustigi og því hlýtur
ferskfiskútflutningur að verða
aukaatriði, afgangsstærð að vissu
marki, þó hann sé bæði gagnlegur
og nauðsynlegur í takmörkuðum
mæli. Því verður hins vegar ekki
neitað að á sínum tíma bjargaði
mörg útgerðin sér á gámaútflutn-
ingi, þegar skórinn kreppti að, en
slíkur útflutningur getur aldrei orð-
ið keppikefli eða markmið manna.
Við hjá KASK höfum yfir úrvals
fólki að ráða, bæði stjórnendum og
almennum starfsmönnum og það
er lykillinn að þeim árangri, sem
náðst hefur. Þegar allir leggjast á
eitt, nást markmiðin. Annars getur
það gengið illa að ná settu marki,“
segir Hermann Hansson.
HUNI
Kemst í vana að sullast
þetta í ágjöfinni fyrir
bankann og foðuriandið
Sig-urður Bjarni Hjartarson
á Húna frá Bolungaivík
BOLUNGARVÍK-
SIGURÐUR Hjartarson er
einn af þeim einstaklingum
sem helga sig sjómenns-
kunni af lífi og sál. Fiskveið-
ar og útgerð eru lífið. Fréttaritari Morgunblaðsins hitti Sigurð
um borð í m.b. Húna, tíu lesta bát sem hann gerir út. Sigurður
var fýrst spurður að því hvort aldrei hafi komið annað til í hans
lífi en að stunda sjómennsku.
„Er það ekki draumur margra að
vera sjálfs síns herra?“ sagði Sigurð-
ur. „Það er nú reyndar svo með
mig, að ég fæddist inn í þennan
trillubúskap. Lífsafkoma á mínu
æskuheimili byggðist nefnilega á
útgerð smábáts, og maður kynntist
því fljótt að það fylgja mörg hand-
tökin þessari vinnu og miklar sveifl-
ur eru hvað afkomu varðar. Það er
eins og þeir sem kynnst hafa trillulíf-
inu í æsku, losni aldrei við þetta.
Ég tók fiskimannapróf í Stýri-
mannaskólanum og var á stærri
bátum og togurum en endaði svo
aftur á smábátum. Þetta er að
mörgu leyti ágætis líf, félagsskapur
mannanna á bátunum er mikils
virði, samkenndin er mikil og hjálp-
semi ríkjandi er eitthvað bjátar á.“
— Eru trillukarlar sérstakir per-
sónuleikar, nú eru margar sögur til
af sérvitrum trillukörlum.
„Já, já sjálfsagt eru flestir trillu-
karlar dálítið sérvitrir, hver á sinn
hátt, en það kryddar bara tilveruna,
því kynlegir kvistir eru að verða
sjaldséðir hvort eð er. Ég get sagt
þér að það eru nánast trúarbrögð
marga í okkar hópi að vera á móti
snurvoð og þorskanetum og verða
þeir næstum óvirkir ef slík veiðar-
færi nálgast þá á miðunum. Mín
skoðun er sú að menn eigi í sem
mestu bróðerni að fá að elta uppi
þessa fáu titti sem hveijum er út-
hlutað.“
Kvótinn og aftur kvótinn
— Bryggjuspjallermikiðstundað
af trillusjómönnum að minnsta kosti
hér í Bolungarvík, um hvað eru
menn aðallega að spjalla?
„Það er að sjálfsögðu kvótinn
maður, áður var það veðrið, vinsæl-
asta umræðuefni landsmanna, en
kvótinn hefur slegið öll met. Tveir
menn mega vart hittast án þess að
allt verði glóandi. Ég skal segja þér
að við þær aðstæður sem nú eru
uppi er ákaflega erfitt fyrir þessa
smærri báta útgerð að hanga réttu
megin við núllið, þetta á auðvitað
sérstaklega við um nýjustu bátana
sem kosta tíu til fimmtán milljónir
króna og fá úthlutað kannski 70 til
100 lesta kvóta. Þar að auki búum
við víða úti á landi við fiskverð sem
jafnast á við gúanóverð á mörkuðun-
um fyrir sunnan. Við teljumst góðir
að fá t.d. hér í Bolungarvík fimmtíu
og mest fimmtíu og átta krónur
fyrir kílóið meðan sjómenn við Faxa-
flóa fá þetta 80-100 krónur fyrir
kílóið.
Við getum aúðvitað lagað okkar
stöðu með því að fara suður á
vertíð á vorin og skilið vinnsluna í
heimabænum eftir fisklausa. Við
eru efnaðir geti sankað að sér kvóta
til að styrkja stöðu sína í framtíð-
inni er ákaflega neikvætt og getur
skapað ættarauð fárra fjölskyldna
eða fyrirtækja sem síðan gengi í
erfðir. Ég er ekki að tala í niðrandi
merkingu um þá sem hafa efni að
gera út með reisn og geta keypt
kvóta, þvert á móti ég ber talsverða
virðingu fyrir þessum aðilum, því
að þeir eru auðvitað aðeins að spila
eftir þeim nótum sem kvótakerfis-
platan leggur þeim til.“
— Nú höfum við verið að tala
almennt um afkomumöguleika í
smábátaútgerðinni, í stuttu máli
hvernig hagar þú útgerðinni á þínum
bát?
Á bryggjuspjalli á Bolungarvík
getum líka eftir næstu áramót, þeg-
ar nýju kvótalögin taka gildi og
trillukvótar verða söluvara, selt
kvótann hæstbjóðandi. Nei, það er
Ijóst að eigi þessi landsbyggðarút-
gerð að geta gengið þá þurfum við
að fá það verð fyrir fiskinn sem
eðlilegt markaðsverð getur talist.
Þá færi fiskurinn ekki út og suður
heldur yrði eftir í heimabyggð öllum
sem þar búa til góðs.“
Fiskigengd að aukast
— Hveijir eru helstu vankantar
á núverandi kvótakerfi að þínu mati?
„Kvótakerfið má ekki verða svo
ósveigjanlegt að menn hafi engar
smugur til að bjarga sér, krafan um
takmarkalausar krókveiðar a.m.k.
handfæraveiðar á fullan rétt á sér,
veðrið sér mönnum fyrir banndögum
og það í ríkum mæli. Fiskigengd í
fjörðum og flóum a.m.k. hér vestan-
lands hefur verið að aukast ár frá
ári, og óheftar krókveiðar á þessum
svæðum yrðu örugglega.ekki alvar-
leg ógnun við fiskistofnana.
Sú staða sem komin er upp að
stórar og efnaðar útgerðir séu að
kaupa upp trilluflotann, getur orkað
tvímælis, og einnig það að þeir sem
Morgunblaðið / Gunnar
„Ég endurnýjaði bátakost minn
um síðustu áramót og það sem af
er árinu hefur gengið sæmilega að
ná því aflamagni sem mér var út-
hlutað. Rækjuvertíðin var að vísu í
lágmarki sökum smárækju í aflan-
um og var því fremur rýr afkoma
af þeim veiðum.
Veiðir síld í beitu
Nú er þorskkvótinn búinn og ekk-
ert framundan nema bið eftir haust-
veiðunum, sem hefjast venjulega í
október. Reyndar er ég nú að gutla
með nokkur síldarnet til þess að ná
í beitusíld fyrir línubátana enda er
síldin úr lsafjarðardjúpi sú feitasta
og fallegasta í sjónum við landið.
Þetta útgerðarbasl mitt höktir svona
á horriminni með því að hafa allar
klær úti, en ekki má mikið bera út
af til að afkoman verði afleit. Það
vekur þó góðar vonir að verð á fisk-
afurðum virðist fara hækkandi í
heiminum og það þýðir ekki annað
en að vera bjartsýnn, það fer að
komast upp í vana að sulla þetta í
ágjöfinni fyrir bankann og föður-
landið,“ sagði Sigurður B. Hjartar-
son að lokum.
i