Morgunblaðið - 12.09.1990, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR lj2. SEPTEMBER 1990
Færri banaslys
á fiskiskipunum
Bótaskyldum
slysum Qölgar
BANASLYSUM á íslenzkum fiski-
skipum hefur fækkað mikið síðastlið-
in 20. ár. Sömuleiðis hefur slysum í
eldi um borð í skipum fækkað veru-
lega. Hins vegar hefur umtalsverð
Qölgun orðið á bótaskyldum slysum
á sjó. í upplýsingum frá Siglingamálastofnun kemur fram, að kröf-
ur til öryggis skipa hafa aukizt jafnt og þétt, skipin hafa almennt
stækkað, sjóhæfni þeirra aukist og vinnuaðstaða og aðbúnaður
batnað. Aukin umræða og fræðsla um stöðugleika fiskiskipa hin
seinni ár hefur einnig haft jákvæð áhrif að mati stofnunarinnar.
Færri eldsvoðar
Tjón af völdum eldsvoða í skipum
hafa minnkað verulega sl. 12 ár, þó
ekki hafi orðið tiltakanleg fækkun
í §ölda bruna. Þó er fækkun allnokk-
ur hlutfallslega þegar tillit er tekið
til stækkandi skipastóls á tímabilinu.
í kjölfar alvarlegra eldsvoða í skip-
um voru á árinu 1985 settar reglur
um auknar eldvamir í fiskiskipum
s.s. brunaviðvörunarkerfi, innbyggð
slökkvikerfi í vélarúmi og reykköf-
unartæki. Þá hefur aukin umræða
og þjálfun sjómanna í meðferð
slökkvibúnaðar s.s. í Slysavama-
skóla sjómanna tvímælalaust haft
mikil áhrif, að mati Siglingamála-
stofnunar.
Á hinn bóginn hefur bótaskyldum
slysum sem tilkynnt eru Trygginga-
stofnun ríkisins farið heldur fjölg-
andi á síðustu ámm.
Erfitt er að fullyrða hvort um
raunverulega fjölgun vinnuslysa er
að ræða vegna þess að skráning
vinnuslysa um borð í skipum hefur
batnað síðustu ár með breyttum
reglum, en auk þess hefur vemlega
skort á flokkun og úrvjnnslu gagna.
Þau slys sem borizt hafa Siglinga-
málastofnun ríkisins til athugunar,
má flest rekja til mistaka við hífing-
ar. Nýlega hefur stofnunin hafið
notkun á slysaskráningarkerfi sem
siglingamálastofnanirnar á Norðurl-
öndum hafa ákveðið að nota m.a.
til að auðvelda samanburð á slysa-
tíðni og fá um leið stærri markhóp
og flýta þannig fyrir og bæta for-
varnarstarf. Með upptöku kerfisins
mun hefjast hér á landi flokkun og
skráning allra slysa á sjómönnum
og skemmda sem verða á skipum.
Öryggi f iskimanna
forgangsverkefni
Magnús Jóhannesson, siglinga-
málastjóri, sagði í samtali við blaðið,
að öryggismál sjómanna á fískiskip-
um hefðu notið tiltölulega lítillar
athygli hjá Alþjóða siglingamála-
stofnuninni (IMO). Öryggi á flutn-
inga- og farþegaskipum hefði verið
í öndvegi þrátt fyrir að fískimenn
væru til muna fleiri ef litið væri á
heildarfjölda sjómanna í heiminum.
Hjálmar R. Bárðarson, fyrrum sigl-
ingamálastjóri, hefði barist fyrir því
að breyting yrði á þessu og átt stór-
an þátt í því að árið 1977 var gerð
alþjóðasamþykkt um öryggi fiski-
skipa. Því miður hefði sú samþykkt
ekki enn öðlazt gildi. Á síðasta ári
hefði góður sigur unnizt er sam-
þykkt var hiá IMO að öryggismál
fiskimanna yrðu forgangsverkefni.
Síðastliðið vor var ákveðið hjá IMO,
að hefja söfnun upplýsinga um slys-
atíðni meðal fískimanna alls staðar
í heiminum en slíkt væri nauðsyn-
legt til að menn áttuðu sig á því
hvar skórinn kreppti og gætu sett
verkefni í forgangsröð.
Siglingamálastjóri nefndi að ör-
yggismál fískimanna hefðu mjög
verið til umræðu innan Evrópuband-
aiagsins síðustu misseri. Sagðist
hann telja, að íslendingar ættu góða
möguleika á að miðla þjóðum EB
af reynslu sinni og selja til þeirra
íslenzkan öryggisbúnað, svo sem sjó-
setningarbúnað gúmmíbáta, Mark-
úsametið og Björgvinsbeltið. ís-
lenzkir hönnuðir og skipasmíða-
stöðvar hefðu að hans dómi allnokk-
urt forskot í öryggis- og aðbúnaðar-
málum fískiskipa.
FLEST BANASLYS Á SMÁBÁTUM
Af 37 banaslysum á sjó árin 1985-1989 urðu 24 banaslys á bátum
undir 12 metrum að lengd. Tvö fimm ára tímabil á undan urðu
banaslys á sjó hins vegar tæplega 60 hvort tímabil. Þetta gerist
á sama tíma og þeim íslendingum hefur íjölgað verulega sem
starfa við fiskveiðar hér við land. Bótaskyldum slysum á sjó-
mönnum virðist hafa Ijölgað verulega síðustu árum, en saman-
burður er þó vafasamur vegna breyttra reglna og bættrar skrán-
ingar.
Togarar að veiöum mánudaginn 10. september 1990
Dohrn■
banki
Látragrunn
linrn
Stranda- banki J ^
grunn / *Cr
Kögur
áli grunn t
T T
HarÖo
TT gmnn T
ttT tT
/ Kópai
hz. \
Kópanesgrunn
Hvalbaks
FaxaJlÖi
Mvra^
griuut
Síöu
Æ^ru^7rnJ%l:>-
Faxadjúp
Riykjanes- ^
( \ Selvogsbanki
/ _ \
jXjrindai,
djúp
djMP
/V \
(iMstiIJJahQar- {
)grunnj /7 \. v ' ^ j
únganesj # J
grunn / t
, - - ' Vopnajjarðar %
grunn / \
Iléraðsdjúp /
T
GleÍtihgahe^
Hornjíákí^'-TJJf j
/a NorSfjaröc
" " djtíp
Gerpisgrunn)
Kvikk með
nýja karfa-
hausavél
KVIKK sf. kynnir nýja karfa-
hausavél á sjávarútvegssýn-
ingunni, sem hefst hér í
Rcykjavík í næstu viku. Um
er að ræða vél, seni sker roð-
og beinlausan bita úr karfa-
hausnum eftir að hann hefur
verið flakaður. Miðað við
hlutfali af flökum er með
þessum hætti mögulegt að
auka nýtingu karfans um 8%
að sögn Svans Þórs Vilhjálms-
sonar, framkvæmdastjóra
Kvikk.
Vélin er byggð á sama grunni
og hausklofningsvélar Kvikk
fyrir þorsk og lax, en laxavélin
er einnig ný af nálinni og hafa
tvær vélar verið seldar til Al-
aska. Karfavélin afkastar um
40 hausum á mínútu og segir
Svanur að áherzla hafí verið
lögð á það, að hafa hana sem
fyrirferðarminnsta svo hún gæti
t.d. nýtzt um borð í frystiskip-
um. Miðað við 300 tonn af
karfa upp úr sjó gæti hausa-
skurðurinn gefið um 121 af
hnakkafiski, sem væri sérlega
góður biti.
Fóðu þér Storno 440 fnrsímo
d flðeins 81700 hrónnr með vsh
Verðið er hreint ótrúlegt,
83.788 kr. (stgr. m/vsk) tilbúið í bíl og
99.748 kr. (stgr. m/vsk) bíla- og burðartaeki.
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27
og á póst- og símstöðvum um land allt