Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 12

Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ' MARKAÐIR MIÐVIKUDAGUR" 12. SEPTEMBER 1990 Fiskverá heima kr/k9 ll Karfi Þorskur 90 Kr. 80 kr. Faxamarkaður Fiskmarkaður 40 ^r- Hafnarfjaröar 30 kr. Fiskmarkaður Suðurnesja Fiskverö hefur að öllu jöfnu farið hækkandi frá því í sumar, aðallega vegna minnkandi framboðs. Margir eru langt komnir með kvóta og ótíð hefur hamlaö veiðum minni báta. Um helgina voru engar bókanir komnar á Faxamarkað eða Fiskmarkað Suðurnesja og aðeins einn bátur með 60 tonn af karfa og ufsa hafði fyrir helgi verið bókaður hjá Fiskmarkaði Hafnarfjarðar. BMHMMIBHil 200 180 160 140 80 60 40 20 0 \ fesStiál < ■bwhh \ * X . ^djSÉ| . Ágúst ■ wttttBKm Sept. —■ i gamum a Bretlandi í Hins vegar meðalverð var 137,61 kr/kg á móti s 145,51 kr/kg f úr skipum. § Fiskverö á Bretlandi hefur nú lækkað nokkuð eftir að hámarkinu var náð fyrir skömmu. Jafnvægi er að nást milli framboðs og eftirspurnar. Gámar 82,2% Aukin sala á frystum fiski héðan til Evrópu FREÐFISKMARKAÐIRNIR einkennast nú af sterku gengi evrópskra gjaldmiðla gagnvart dollar og jeni. Útflutningur íslendinga til Bandaríkjanna dregst því saman, en umtalsverð- ur vöxtur er í útflutningi til Evrópu, bæði hvað varðar magn og verðmæti. Framleiðsla freðfisks hér heima markast einnig af samdrætti i afiaheimild- um. Útflutningur sjávaraf- urðadeildar Sambandsins til Evrópu (Bretlands, Frakklands og Þýzka- lands) hefur aukizt milli ára um 17,2% talið í magni og 41,2% talið í verðmæt- um reiknað í sterlingspundum. Sem dæmi um vöxt útflutnings Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna á evrópsku markaðina má nefna að hlutdeild þeirra í útflutningum hefur vaxið úr 37% í 48% á þremur árum. Hlutdeild markaðsins vestan hafs hefur fallið verulega og er nú innan við íjórðungur útflutningsins. Hlutur Evrópu nær helmingur útflutnings Útflutningur Sambandsins til Vestur-Evrópulanda var 20.305 tonn fyrstu átta mánuði þessa árs, þar af rúmur helmingur til Bretlands, rúmur fjórðungur til Frakklands og fimmtungur til Þýzkalands. Aukning útflutnings á Bretland er 4,4%, 33,1% til Þýzkalands og 39,6% til Frakk- lands. Aukning í verðmætum er önnur, 43,5% á Bretland, 44,5% á Frakkland og 27% á Þýzkaland og er þá miðað við verð í gjald- miðlum viðkomandi landa, en út- flutningur á þetta markaðssvæði nam alls 44 milljónum punda, 4,7 milljörðum króna. Aukin þorskframleiðsla Sambandshúsanna Sala Ieeland Seafood Corp., dótturfyrirtækis SH í Banda- ríkjunum, dróst saman í magni um 4,8%, en verðmæti seldrar vöru jukust um 4,1%. Sala unn- inna fiskrétta jókst um 0,1%, var 17.465 tonn. Sala flaka féll- um 11,3% og var 5.311 tonn og tsam- dráttur í sölu annarra afurða, skelfisks og fleira, var 39%. Alls nam salan nú 23.626 tonnum að verðmæti 5 milljarðar króna. Framleiðsla Sjávarafurðadeild- ar stendur nærri í stað milli ára, hefur minnkað um 3,2%. Sam- drátturinn er allur í karfa, grálúðu og loðnu, en hlutfallsleg aukning er mest í framleiðslu á rækju og ufsa. Einnig varð aukning á fram- leiðslu ýsu, humars, steinbíts og þorsks, en framleiðsla á honum er nú 13.010 tonn. Samtals nemur framleiðslan nú 32.562 tonnum og voru birgðir í lok ágúst 3.990 tonn en 6.500 á sama tíma í fyrra. Útflutningur Sjávarafurða- deildarinnar var í ágústlok 33.650 tonn, 10% minni en á sama tíma í fyrra, að verðmæti 7,4 milljarðar króna, jókst um 20,8%. 40% veltuaukning hijá IFPL í Grimsby Gylfi Þór Magnússon, einn framkvæmdastjóra SH, segir framleiðslu SH nú verða um 57.600 tonn, um 12% minni en á sama tíma í fyrra. Mestu muni um mikinn samdrátt í framleiðslu á grálúðu, úr 15.000 tonnum í 8.500, í kjölfar minni veiðiheim- ilda og minni sölu á loðnuafurðum til Japans. Samdráttur sé í fram- leiðslu allra bolfiskafurða nema á ufsa, sem hafi aukizt um það bil um fjórðung. Þrátt fyrir þetta sé útflutningur umrætt tímabil 65.700 tonn, um 1,5% minna en í fyrra og muni þar mestu um lækkun birgða um nálægt 7.000 tonnum. Birgðir séu nú nálægt helmingi minni en á sama tíma í fyrra og í raun komnar niður fyr- ir lágmark. Gylfi Þór bendir á, að með hækkandi gengi evrópsku gjald- miðlanna, færist útflutningurinn óhjákvæmilega inn á þá. Þannig hafi Bretland, Frakkland ogÞýzk- aland aukið hlutdeild sína íy útflutningi SH úr 37% 1988 í 48% i ár miðað við 8 fyrstu mánuði ársins talið í tonnum og verðmæt- um. Ein skýring þess sé vaxandi framleiðsla á ufsa, en hún sé að mestu fyrir Evrópu, en fram- leiðsla þorsks fyrir þessa markaði hafi einnig aukizt. Þá sé einnig um að ræða samdrátt í útflutningi til Asíu. Samfara þessari þróun hafi veltuaukning hjá Icelandic Freezing Plants ltd, dótturfyrir- tæki SH í Grimsby, verið um 40% umrætt tímabil, en umsvif Coldw- ater í Bandaríkjunum séu á svip- uðu róli og á síðasta ári. Sölu vestan hafs hafi verið haldið uppi með því meðal annars að ganga á birgðir, en svo gangi auðvitað ekki til langframa. Hins vegar borgi bandaríski markaðurinn enn mest, sem sjáist af því, að hlut- deild hans í útflutningi SH sé 23% talið í magni, en 31 í verðmætum. GAMASOLUR Fersk ufsa- f lök seld á föstu verði NÚ ER farið að bera á þvi, að útflytjendur hér heima sendi fersk flök utan í gámum og selji á föstu verði. Samúel Hreinsson, umboðsmaður í Is- ey í Bremerhaven, segir menn virðast fara þessa leið til að koma út meiru af ferskum fiski en Aflamiðlun heimili að flutt sé utan ísað, en útflutn- ingur á flökum sé ekki tak- markaður. Samúel segir að í síðustu viku hafi komið einn slíkur gámur til Bremerhaven og hafi verð á flök- unum verið 4,70 mörk, en af því hafi svo farið 85 pfenningar í toll enda sé 18% tollur á flökum en nær enginn á heilum fiski. Þetta verð sé hins vega það lágt, að verði einhver brögð af útflutningi sem þessum hljóti það að lækka verðið á hefðbundnum heilum fiski. Verð á fiskmarkaðnum í Bre- merhaven var hátt á mánudag í síðustu viku og var þeð meðal annars vegna þess, að Ögri RE náði ekki inn á markaðinn fyrr en á þriðjudag. Verð lækkaði síð- an töluvert, enda kom mikið af fiski frá Noregi á markaðinn er leið á vikuna. Samúel segir að hátt verð á mánudag hafi greini- lega freistað Norðmannanna, en afleiðingin hafi í raun orðið verð- fa.ll, bæði fyrir þá og aðra. 70.000 tonn 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 MU JKG '8Ó~ Freðfiskútflutningur 1980-1989 n (stærstu makaðssvæði) Bandaríkin Meginiand Evrópu Bretland Asía '89 '80 '89 '80 □ □Dd '89 '80 Sovétríkin Gengi gialdmiðla 1980-'90 (1980 settú 100) 1800 Japanskt YEN- DOLLAR V-Þýskt MARK '89 '80 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 FREÐFISKUR Frakkar borga vel HVAÐ mestur vöxtur er nú I útflutningi íslendinga á freð- fiski á Frakklandsmarkaðinn. Afurðaverð reiknað í SDR hefur hækkað þar um 70—80% á ákveðnum tegundum og útflutn- ingur þangað aukizt í samræmi við það. Þannig hefur skrifstofa SH í París aukið hlutdeild sína í útflutningi SH verulega og hefur verðmæti útflutningsins á sama tíma tvöfaldazt í krónum talið. Útflutningxu- Sambandsins til Frakklands er að sama skapi mikill og jókst hann um 40% í magni til miðað við 8 mánaða tímabil á þessu ári og þvi síð- asta. FISKILYSI VERÐ á fiskilýsi (búklýsi) er lægra en verð á jurtaolíum og ræður þar mestu hvað framleitt er úr afurðum þessum. Fiskilýsið hefur það þó fram yfir jurtaolíurn- ar að það inniheldur omega 3 fjöló- mettaðar fitusýrur, sem meðal annars eru taldar geta hamlað gegn ýmsum kvillum sem hpija á menningarþjóðimar. Framleiðend- ur fiskilýsis hafa undanfarin miss- eri unnið að markaðssetningu lýs- isins til smjörlíkisgerðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.