Morgunblaðið - 12.09.1990, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 1990
Hásetar á
skólabekk
ALLMÍKLAR kröfur eru gerðar til
menntunar og þjálfunar yfirmanna
á íslenzkum fiskiskipum og hafa
íslendingar verið í fararbroddi í
þeim efnum. Hjá mörgum þjóðum
er nú verið að stórauka kröfur í
þessu efni og þá jafnt hjá óbreyttum
og yfirmönnum. Um það hefur verið
rætt, m.a. í Siglingamálaráði, að
nýliðar fái ekki störf á skipum nema
þeir hafi áður lokið námskeiði í
Slysavarnaskóla sjómanna.
Magnús Jóhannesson siglingamála-
stjóri sagði í samtali við Morgunblaðið
að hann hefði viljað ganga enn lengra
í þessum efnum, m.a. með hliðsjón af
Qölda vinnuslysa um borð í skipum. í
sjómannalögum er skipstjóra gert
skylt að kynna nýliðum allan björgun-
ar- og öryggisbúnað skipsins og þær
hættur sem varast ber við þau störf
sem hann á að vinna. „Á þessu held
ég að sé mikill misbrestur og því sé
nauðsynlegt að leita annarra leiða til
að ná því markmiði laganna að sjó-
menn séu meðvitaðir um þær hættur,
sem varast ber og hvernig bregðast
skal við þegar hættu ber að,“ sagði
Magnús.
LOÐNUNÓTIN YFIRFARIN
Morgunblaðið/Jón Pál) Ásgeirsson
UNDIRBÚNINGUR loðnuvertíðar er nú í fullum gangi þó engin veiðan-
leg loðna hafí fundizt. Hér eru þeir Jóhann Ásgeirsson og Þórður
Þorbjörnsson á netaverkstæði
Seifs að ylirfara loðnunót, en
sem dæmi um umfang þeirra
stærstu má nefna að þyngdin er
um 30 tonn, lengdin 500 metrar og dýptin 170. Nótin kostar um 20
miiljónir.
500 metrar og 30 tonn
Færeysku skipin
sækja í keiluna
FÆREYINGAR hafa frá áramótum
veitt tæp 10 þúsund tonn af bolfiski
og lúðu hér við land samkvæmt sér-
stökum samningi og er þorskafli
þeirra um 1200 tonn. Auk þorsksins
sækja Færeyingar mjög í keiluna og
salta þeir hana um borð.
Keila er trúlega eina fisktegundin,
sem útlendingar veiða meira af á ís-
landsmiðum heldur en íslendingar sjálf-
ir. Afli erlendra veiðiskipa á þessari
tegund hefur aukizt um 96% frá árinu
1985. Það ár veiddu útlendingar um 2
þúsund tonn af keilu, en rúm 3.900
tonnj fyrra. Undanfarin ár hefur keilu-
afli íslendinga að meðaltali verið um 3
þúsund tonn.
Þrír belgískir togarar hafa heimild
til veiða hér við land, en leyfí til belg-
ísku skipanna voru á sínum tíma gefin
út á nöfn ákveðinna skipa og hefur
þeim fækkað mjög á undanfömum
árum. Þeir hafa veitt um 800 tonn frá
áramótum, þar af um 120 tonn af
þorski. Landhelgisgæzlan hefur eftirlit
með veiðum erlendu skipanna og þau
tilkynna sig til Gæzlunnar. Auk þess
fá íslenzk yfirvöld löndunarskýrslur frá
opinberum aðilum í Færeyjum og Belg-
íu.
Flest verða færeysku fískiskipin hér
við land hátt í 40 talsins yfir hásumar-
ið. Þeim fækkar yfirleitt í kringum Ól-
afsvöku, en fjölgar svo nokkuð aftur.
Afli útlendinga á íslandsmiðum á síð-
asta ári á öðrum tegundum en loðnu
var sem hér segir: Þorskur 2324 tonn,
ýsa 1089 tonn, ufsi 2615 tonn, karfi
og djúpkarfí 565 tonn, lúða 464 tonn,
blálanga 408 tonn, langa 619 tonn og
keila 3918 tonn.
FÓLK
Eigandi og
stýrimaður
■ ÁSGEIR Logi Ásgeirs-
son er einn eigenda hins nýja
línuveiðiskips Ásgeirs Frí-
manns. í fyrsta túrnum verður
hann stýri-
maður, en að
honum lokn-
um liggur
leiðin til
Tromsö í
Norður-
Noregi.
Þangað fer
Ásgeir til að
ljúka loka-
verkefni í sjávarútvegsfræðum
við sjávarútvegsháskólann þar
í bæ. Það var einmitt í náminu
í Noregi, sem hugmynd hans
og Helga Más Reynissonar,
skólabróður hans, um kaup á
skipinu kviknaði. Hún er nú
orðin að veruleika og þeir fé-
lagar orðnir útgerðarmenn.
Helgi Már mun annast útgerð-
arstjórnunina og aðra þætti í
landi.
Með200
tonn á 9,5
lesta bát
■ RAGNAR Guðjóns-
son á Hellissandi er nú
kominn með nýjan Esjar,
9,5 tonna bát, sem hann
fiskar ekki síður á en þann
gamla. í vor var hann
Kagnar Guðjónísson
kominn yfir 200 tonnin en
vegna þess, að hluti aflans
var tekinn utan kvóta á
hann dálítið eftir, .sem
hann ætlar að taka á línu
í október og nóvember. Á
gamla bátinn, sem var átta
tonn, tók Ragnar mest 350
tonn á einu ári. Að undanf-
ömu hefur hann verið að
reyna fyrir sér með lúðulóð
í Breiðafirði en segir, að
heldur lítið sé að hafa.
Ekki nema tonn það sem
af er.
■ KRISTINN Gestsson
verður áfram skipstjóri á
frystitogaranum Aðalvíkinni
ke; sem nú heitir reyndar
Sólbakur EA 307, eftir að
ÚA keypti togarann fyrir
skömmu.
Kristinn, sem er 35 ára búsett-
ur í Keflavík, verður með
skipið til áramóta að minnsta
kosti og fylgir honum hluti
áhafnarinnar, mest yfírmenn.
Hann tók við Aðalvíkinni er
hún kom til Keflavíkur fyrir
um einu og hálfu ári, en var
þar áður með Bergvíkina í
10 ár, eða frá því Hraðfrysti-
hús Keflavíkur keypti hana.
Útgerðarfélagið á því nú og
gerir út tvö skip undir nafninu
Sólbakur. Sá gamli ber ein-
kennisstafina EA 305. Líklega
verður honum lagt um áramót.
Steindór Þórhallur
Gunnarsson Helgason
Til starfa hjá
Granda hf.
■ ÞEIR Steindór Gunnars-
son, verkstjóri og Þórhallur
Helgason, framkvæmdastjóri,
hjá Hraðfrystistöðinni í
Reykjavík verða eftir samein-
inguna við Granda hf. í starfi
þar. Þórhallur við útgerðina,
en Steindór fiskvinnsluna.
Steindór hefur verið verkstjóri
yfir fiskvinnslu Hraðfrysti-
stöðvarinnar við Mýrargötu
undanfarin ár. Vinnslu verður
haldið þar áfram undir stjóm
Steindórs, að minnsta kosti til
áramóta.
Þórhallur var framkvæmda-
stjóri Hraðfrystistöðvarinnar,
tók við þeirri stöðu er Ágúst
Einarsson, eigandi fyrirtækis-
ins, hóf kennslu við Háskóla
Islands. Þórhallur flytur sig
nú um set yfir í húsnæði
Granda og verður þar við
stjórnun útgerðarinnar ásamt
Sigurbirni Svavarssyni,
framkvæmdastjóra útgerðar-
sviðs Granda hf.
Uxahöfuð
og anker
H LÍKLEGA kannast fáir
núorðið við mælieininguna
uxahöfuð eða anker. í sjó-
mannaalmanakinu er eftirfar-
andi um gamalt mál og vog:
1 lagertunna er jafnt og 4
kvartil, 15 kútar og 120 pott-
ar. 1 áma er jafnt og 6 uxahöf-
uð, 36 anker, 12 lagertunnur
og 1.440 pottar.
Ásgeir Logi
Ásgeirsson
/
VIO FORNUBUÐIR - POSTH. 383 • 222 HAFNARFIROI
SÍMI 651888 - TELEX 3000 ..FisKur
MONUST
Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði hefur til
umráða nýlegt 4.000 fm markaðshús við
Óseyrarbryggju í Hafnarfirði, sem er í góðum
tengslum við umferðaæðar á sjó og landi.
Veitum seljendum og kaupendum
lipra og góða þjónustu.
Verið velkomin
og reynið þjónustuna!
'3?uSa®^*
i
STARFSMENN F M H