Morgunblaðið - 19.09.1990, Qupperneq 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER
„Þeim fannsl þetta ekkert
voðalega sniðugt í fyrstu“
^^■■■■■■■■^^■■^■■■■■■■■■■■i Á Vélaverk-
í Sjóminjasafni Jósafats riSontr Hmj
Hinrikssonar í Súðarvoginum ^ðysVo|inþ™
og menn í önn-
um. Vélagnýrinn tekur á móti manni þegar inn er komið og
skellibjartir rafsuðuglamparnir lemja á verkstæðisveggjunum.
Þarna er meðal annars verið að smíða toghlerana, sem borið
hafa hróður fyrirtækisins vítt og breitt, smáa hlera og stóra
hlera, sem sumir eru nærri fimm tonn að þyngd, og það
hvarflar ekki að neinum, að hann sé kominn inn á safn. Svo
er heldur ekki en það er þó ekki langt undan.
„Sjóminjasafn“ stendur yfir dyr-
unum á hringlaga uppgönguturni
við norðurenda verkstæðishúss J.
Hinrikssonar og þegar upp er kom-
ið blasir við augum eitt merkileg-
asta minjasafn hér á landi, hátt á
annað þúsund munir, sem segja sína
sögu um líf og starf kynslóðanna
við sjósókn og fiskvinnslu og önnur
störf. Sumir eru „aðeins“ nokkurra
áratuga gamlir, aðrir geta talið ald-
ur sinn í öldum. Það er athafnamað-
urinn Jósafat Hinriksson, sem hefur
safnað þeim saman, og hann hefur
ekki einu sinni leitt hugann að því
hvað það hefur kostað í fé og fyrir-
höfn.
„Þeim fannst þetta ekkert voða-
lega sniðugt í fyrstu, sonum mínum,
þegar ég var að byija á
söfnuninni, en þetta er sniðugt, al-
veg ómetanlegt,“ segir Jósafat þeg-
ar við göngum inn í salinn og hann
byijar á að sýna okkur brúna eða
stýrispallinn, sem hann er „dálítið
stoltur af“.
Ekki spil, heldur
gömul stýrismaskina
„Þetta er gömul stýrismaskína,
allt að 100 ára, sem hefur verið
ofandekks á skútu. Mjög dobluð og
létt að stýra en rattið fékk ég ann-
ars staðar frá. Hélt raunar fyrst,
að þetta væri spil'en þegar það
hafði verið hreinsað kom þessi
merkilegi hlutur í ljós. Hér er líka
kompás og fóturinn úr þessum fína
harðviði, ekta mahoní. Hann var
svo skítugur þegar ég fékk hann,
að það tók einn mann 16 daga að
þrífa hann,“ segir Jósafat og snýr
sér nú að öðru telegrafinu.
„Sjóminjasafn íslands á ekki tele-'
graf, Jósafat á það,“ segir hann og
lætur klingja í gljáandi gripnum,
sem virðist ekki vera deginum eldri
en frá í gær. Þannig var hann þó
ekki þegar Jósafat fékk hann í
hendur, þá sást ekki í koparinn
fyrir ótal málningarlögum.
Líkön af noröfirskum skipum
Jósafat er fæddur í Reykjavík
en fluttist ungur með fjölskyldunni
austur á Neskaupstað þar sem fað-
ir hans setti upp vélsmiðju. Síðan
hefur hann alltaf verið mikill Norð-
firðingur í sér. Meðal fjölmargra
Jósafat gægist fram á milli gamalla blakka en þeim eins og öllum
munum á safninu er einstaklega vel og snyrtilega fyrir komið.
RÆKTVIÐ SÖGUNA
skipslíkana á safninu eru Atli
NK-1, sem Jósafat fékk vin sinn í
Noregi til að smíða eftir uppgefnum
málum, og Magni NK-68, sem fórst
frá Sandgerði 1946. Var Jósafat
sjálfur á Magna sem strákur og
hann segist staðráðinn í að koma
sér upp fleiri skipsmódelum af norð-
firskum skipum. Auk þess eru svo
á safninu myndir af öllum gufutog-
urunum og öðrum gufuskipum hér
áður fyrr.
í vélsmiðju föðurins
Segja má, að á Sjóminjasafninu
hans Jósafats sé annað safn, sem
er dálítill heimur út af fyrir sig,
nákvæm eftirlíking' í fullri stærð
af vélsmiðju föður hans á Neskaup-
stað. Það er að segja af húsinu
sjálfu því að tvískipt hurðin er upp-
hafleg og allt innanstokks.
„Hér stóð gamli maðurinn við
vinnu sína, hér er peningaskúffan
með leynilegri læsingu og hér er
vinnuborðið okkar strákanna. í
sumar komst ég svo yfir borvél úr
smiðjunni, handsnúna auðvitað, og
svo hef ég verið að safna ýmsu, sem
er smíðað í smiðju og engin rafsuða
kom nálægt. Þarna er fyrsti steðjinn
hans — heyrirðu hvað það lætur
kynlega í honum,“ segir Jósafat
þegar hann gengur um þessar
„gömlu æskuslóðir".
Sjón er sögu ríkari
A Sjóminjasafninu eru alls kyns
verkfæri og vélar, blakkir og borar,
skipslíkön, sjóúr, uppstoppaðir fugl-
ar og mikið af myndum svo fátt
eitt sé nefnt. Þegar við göngum út
bendir Jósafat á dálítið djásn, sem
hangir uppi á vegg.
„Þetta er áttkantur, sem var
notaður til að taka sólarhæð áður
en sextanturinn kom til sögunnar.
Eg gæti trúað, að hann væri orðinn
allt að 260 ára gamall, franskur
að gerð og hefur líklega komið í
land á Norðfirði af einhverri skút-
unni,“ segir Jósafat, sem sumir
telja jafnvel stærsta, sjálfstæða
framleiðanda toghlera í heiminuin.
NEC/MEFAX
IMYNDSENDITÆKI
OPUS
iÍMKERII
Storno
Farsímar
cetelco
Farsímar
Við erum ó sjávarútvegssýningunni
Póstur og sími kappkostar að veita útgerðarmönnum og skipstjórnar-
mönnum skjóta og örugga pjónustu. Auk pess hafa söludeildir okkar á
boðstólum traustan fjarskipta- og símabúnað frá viðurkenndum
framleiðendum. Öllum búnaði fylgja notkunarleiðbeiningar á íslensku og
íslenskur texti er á skjá tækja og lyklaborði myndsenditækja.
Vertu velkomin(n) í sýningarbás okkar,
E 110, á sjávarútvegssýningunni í
Laugardalshöll. Við tökum vel á móti
þér og komum þér á óvart me5 DfSCTt IR fVZ CÍIVill
góðum tilboðum. rU^IUK UU >IIVll
Söludeildir I Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27
og á póst- og símstöðvum um land allt-