Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SJAVARUTVEGSSYNINGIN MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER Vonandi góð sýning fyrir sýnendur og kaupendur PATRICIA Foster, framkvæmdastj óri Islenzku sjávarút- vegssýningarinnar, er hér í þriðja sinn til að sjá um að allt gangi eins og vera ber. Hún hefur auð- vitað komið hingað til lands miklu oftar því að mörgu er að huga við undirbún- ing og skipulagningu. Patricia segist alltaf hafa gaman af því að koma til landsins og hitta gamla kunningja eins og Jósafat Hinriksson og aðra þá, sem svip sinn hafa sett á fyrri sýningar. Patricia Foster framkvæmdastjóri Sjávarútvegs- sýningarinnar Patricia Foster Það er alþjóðlega sýninga- og ráðstefnusamsteypan Reed Exhib- ition Companies, sem stendur að baki íslenzku sjávarútvegssýning- unni, en Patricia Foster er einn framkvæmdastjóra fyrirtækisins og hefur á sinni könnu sjávarútvegs- sýningamar hér, í Boulogne í Frakkalandi og Bella Center við Kaupmannahöfn svo dæmi séu tek- in. Sýningin,-hér er svipuð að um- fangi og síðasta sýning, sýnendur eru um 450 frá 21 þjóðlandi og mynda fímm þessara þjóða sameig- inleg sýningarsvæði, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Holland og Bret- land. Auk þess mynda fyrirtæki innan Félags íslenzkra iðnrekenda, 60 talsins, sérstaka heild. Þá bend- ir Patricia á, að Vestur-Þjóðveijar setji svip sinn á sýninguna með þátttöku Baader-fískivinnsluvéla og sendinefnda frá Bremerhaven og Cuxhaven. Loks megi nefna þátt- töku þjóða eins og Finnlands, Ítalíu, Bandaríkjanna, Kanada, Frakklands, Sviss og Spánar. Aðspurð um einkenni þessarar sýningar eða breytingar frá þeirri síðustu segir Patricia Foster, að sýningar af þessu tagi séu svipaðar hvað þátttöku varði milli ára, þó auðvitað komi fram nýjungar í nokkrum mæli hverju sinni. Að þessu sinni sé þó markvert hve mikið sé um kynningu á gaffallyft- urum, „en það er líklega fremur vegna tilvonandi byggingar álvers hér á landi en aukinnar notkunar lyftara í sjávarútveginum, “ segir hún. Patricia segir að undirbúningur hafi gengið vel nú eins og endranær og tekur sérstaklega fram að starfs- menn borgarinnar hafí verið ákaf- lega liprir hvað varði gerð undir- stöðu undir stóru tjöldin. Þau hafi orðið að færa ofar í brekkuna vegna nýja vegarins, sem liggur að húsdýra- og grasagarðinum og hafi borgarstarfsmenn tekið úr brekkunni og sléttað svæðið mjög vel. Hún segist búast við góðri sýn- ingu bæði fyrir kaupendur og selj- endur og er bjartsýn á gang mála að vanda. Fjöldi erlendra fulltrúa Á SÍÐUSTU sjávarút- vegssýn- higu, í Laug- ardalshöll 1987, skráðu 865 erleudir gestir sig hjá framkvæmda- stjórn sýningarinnar, en í raun munu eriendu gestim- ir hafa verið talsvert fleiri. Þegar hefur fjöldi erlendra gesta bókað sig á sýning- una, sem hefst í dag, og hafa þeir og gestir utan af Iandi þegar tekið allt hótel- rými sem völ var á í Reykja- vík. Ef listi yfir erlenda gesti sýningarinnar 1987 erskoðað- ur kemur í ljós að flestir komu frá Noregi eða 232. Danir voru 114, Færeyingar 84,83 Svíar, 71 Grænlendingur, 63 Bretar, 55 Þjóðveijar, 40 Hol- lendingar, 31 Bandaríkjamað- ur og 30 Frakkar. Ýmist 1 eða 2 fulltrúar komu frá hveiju eftirtalinna landa Afganistan, Ástralíu, Brasilíu, Kína, A- Þýzkalandi, Indlandi, írlandi, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Nígeríu, Pakistan, Póllandi, Portúgal, Sviss, Tyrklandi og Júgóslav- íu. VÉLASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 MORSE CONTROL Stjómtæki fyrir vélar og gíra, spil o.fl. Mikið úrval fyrirliggjandi. Flestar lengdir og sverleikar af börkum. Stýrisvélar og stýri fyrir allar vélategundir og bátagerðir. I 1 | Hagstætt verð - leitið upplýsinga. Kynnist nýjungum okkar í rafeindabúnaði til kœlistýringar, loftrœstistýringar og gæslustýringar í sýningarstúku okkar númer 42 í skála E á Sjávarútvegssýningunni. HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER 2.500 vogir til 17 landa PÓLS-TÆKNI hf. kynnir ýmsar nýjungar á sýning- unni. Þar má nefna nýja gerð af Póls-flokkurum, samvalsvélar, gátvogir íshúðunarkerfi, hafnarvog og vogir af ýmsu öðru tagi. Póls-tækni hefur undanfar- r in 12 ár hannað og framleitt rafeindavogir og hugbún- að fyrir fiskiðnað. Á þessum tíma hefur fyrirtækið framleitt yfir 2.500 vogir af ýmsum gerðum, sem notaðar eru í 17 löndum í öllum heimsálfum. Þar af eru yfir 600 skipavogir í notkun í yfir 100 skipum. imsmmimmm*', Samvalsvél frá Póls-tækni í vinnslu. Jónas Ágústsson, sölustjóri Póls- tækni, segir að undanfarin ár hafi markaðurinn sótzt meira eftir hrað- virkum, nákvæmum og sjálfvirkum vogarbúnaði. Jafnframt því hafi markaðurinn krafizt þess að tækj- unum verði komið fyrir inni í vinnslulínum, sem þegar hafi rutt sér til rúms, svo sem flæðilínum og línum fyrir smápakkningar. Þessum þörfum hafi fyrirtækið mætt með hönnum og smíði á ýms- um gerðum af flokkunarvélum og samvalslínum. Á sýningunni nú eru nýir flokkar- ar fyrir fisk, frosinn eða ferskan, flök eða bita og með svokölluðu bestunarforriti er unnt að velja saman í pakkningar fyrirfram ákveðna þyngd og fjölda stykkja. Mögulegt er að flokka í allt að 16 flokka. Þá verður kynnt sérstök samvalsvél tengd vinnslulínu með sjálfvirkum stýribúnaði og bakka- matara og verður lína af þessu tagi í gangi á sýningunni. Einnig má nefna gátvogir, sem eru ný gerð sjálfvirkra færibandavoga, sem hafa gát á því að pakkningar úr framleiðslunni séu af réttri þyngd; íshúðunarkerfi sem stýrir og hefur eftirlit með íshúðun á rækju eða öðrum sambærilegum afurðum; vigtar og aflaskráningarkerfi og hafnarvog. í voginni er minni fyrir nöfn báta og fisktegundir og upp- lýsingar um afla viðkomandi báta, sundurliðað eftir fisktegundum er síðan hægt að fá á prentara. Vog af þessu tagi hefur verið sett upp á Ákranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.