Morgunblaðið - 19.09.1990, Side 15
6 15
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER
Markaðir fyrir mjöl
fiölbreyttari en áður
„HELZTU viðfangsefni Alþjóðasamtaka fískimjölsframleiðenda
eru að halda sem beztu sambandi við alla þá, sem iðnaðinum
tengjast, bæði hvað varðar veiðar, vinnslu, markaðsmál og svo
frainvegis. Nú er mjöl ekki lengur aðeins mjöl, heldur er það til
í ýmsum gæðaflokk-
um til ýmsrar notk-
Felipe Zaldivar, unar. M þai f að leita
A aukinna markaða
fyrir lýsið, sem af
mörgum liefur að-
eins verið talin auka-
afurð og því ekki lögð mikil áherzla á markaðssetningu þess.
Fleira er auðvitað á döfinni, en segja má að þetta sé það helzta,
segir Chilemaðurinn Felipe Zaldivar, nýkjörinn forseti Alþjóða-
samtaka fískmjölsframleiðenda. Zaldivar tekur við af Haraldi
Gíslasyni frá Vestmannaeyjum.
forseti Alþjóðasamtaka
fiskimjölsframleiðenda
Alþjóðasamtökin héldu árlegan
aðalfund sinn hér á landi í síðustu
viku og sagði Zaldivar hann hafa
tekizt með miklum ágætum. Hann
hefði hvorki haft tíma til að kynna
sér land né þjóð svo nokkru næmi,
en tvennu hefði hann þó tekið
eftir. Hér ríkti engin fátækt, landið
væri laust við mengun og sem fund-
arstaður væri Reykjavík mjög góð
þar sem menn virtust sinna fundar-
störfum meira hér en þegar fundir
væru haldnir þar, sem fleira freist-
aði manna en hér. „Reykjavík er
kjörinn staður fyrir íhugun,“ segir
hann.
Allt að 700.000 tonn
af mjöli á ári
Felipe Zaldivar veitir forstöðu
samsteypunni Corpesca í norður-
hluta Chile, en innan hennar eru
framleiðendur á því svæði og sér
Corpesca um markaðsmál og sam-
hæfingu af ýmsu tagi. Innan vé-
banda samsteypunnar eru framleid
um 50% alls mjöls í Chile, 600.000
til 700.000 tonn árlega og 100.000
til 120.000 tonn af lýsi. Starfsmenn
eru nálægt 8.000 og eiga félagar
í Corpesca um 100 veiðiskip. Okkur
kann að virðast framleiðsla þeirra
töluvert umfangsmikil, en Zaldivar
bendir þá á, að á hvern íbúa hér á
landi sé framleitt rnun meira af
mjöli en í Chile. (Ársframleiðslan
hér nú er áætluð 160.000 tonn, en
1.091.000 tonn í Chile).
Zaldivar segir að til skamms tíma
hafi verið litið á fiskimjöl sem frem-
ur ódýra framleiðsluvöru, sem alls
staðar væri svipuð að gæðum. Nú
væri þetta mikið breytt með auk-
inni þekkingu manna á framleiðslu-
tækni og næringarfræði til dæmis.
Framleiðendur gerðu sér grein fyrir
því, að þeir gætu aukið tekjur sínar
af framleiðslunni með því að auka
gæðin og komast inn á nýja mark-
aði svo sem fyrir fiskeldi. Aukin
þekking á noktun próteina í land-
búnaði, alifuglarækt, svínarækt
gerði það að verkum, að menn hugs-
uðu meira um próteininnihald og
hve vel það væri meltanlegt og
fleiri þætti. Markaðir fyrir mjölið
væru því orðnir ijölbreyttari en
áður og við því þyrftu menn að
bregðast.
Hvað lýsið varðaði, hefðu menn
lengi vel talið það aukaafurð við
mjölframleiðsluna og því lagd litla
áherzlu á markaðssetningu þess.
Mikil samkeppni hefði verið við
framleiðendur á jurtaolíu og nú
væri nauðsynlegt að leita nýrra
möguleika á notkun fiskilýsisins og
finna þannig aukna markaði fyrir
það.
Bæði gallar og kostir
á stórum samtökum
Zaldivar segir bæði vera kosti
og galla á stórum samtökum við
framleiðslu og sölu, bæði í mjöli og
öðrum atvinnugreinum. Þó sé það
ljóst að betra sé að koma fram sem
stór órofa heild í markaðsmálum,
gæðaþróun og framleiðslustýringu.
Séu margir smáir að vinna að sömu
málunum hver fyrir sig, verði það
kostnaðarsamara og ólíklegra til
árangurs. í stórum samtökum verði
menn að læra að gefa bæði og
þiggja og það reynist mönnum
stundum erfitt. Hann segist ekki
vera nægilega kunnugur íslenzkum
fiskimjölsiðnaði til að geta dæmt
um stöðu hans eða hvort hann sé
á réttri leið. Þó viti hann af því að
hér sé framleitt gææðamjöl og
vandamál vegna salmonellu séu í
lágmarki.
Aðspurður um hvort ekki væri
hagkvæmara að fækka verksmiðj-
um hér til að auka nýtingu þeirra,
sem eftir stæðu,_ segist hann ekki
geta metið það. Út frá beinu hagn-
aðarsjónarmiði væri bezt að verk-
smiðjur væru stórar og fáar, en
auðvitað yrði að taka tillit til þeirr-
ar fjárfestingar, sem fyrir væri í
verksmiðjum og atvinnu á hveijum
stað. Vafasamt gæti verið að það
borgaði sig að afskrifa margar
verksmiðjur og eyða jafnframt fé
til að byggja upp aðrar. Þetta væri
flókið dæmi og niðurstaða úr út-
reikningum sem þessum hlyti ætíð
að orka tvímælis.
Banndagartil að
vernda f iskstof nana
Helztu fiskitegundir við vestur-
strönd Suður-Ameríku, sem bera
uppi fiskimjölsframleiðsluna eru
sardína, ansjósa og makríll. Zaldi-
var segir Chilebúum mjög umhugað
um að ganga ekki um of á þessa
fiskistofna og þar hefur sú leið ver-
ið farin að banndagar hafa verið
ákveðnir við veiðarnar og hafa þeir
farið upp í 120 á ári. Hann segir
að rannsóknir skorti til að meta
megi hvernig fiskvernduninni verði
bezt háttað, en segist jafnframt
tæpast eiga von á kvóta á hvert
skip. Auk ástands fiskistofnanna
hefur E1 Nino, ,jólabarnið“ hvað
mest áhrif á veiðar frá Chile og
Perú. Það er sjávarstraumur, sem
einstaka ár gengur inn á fiskimiðin
og eyðileggur veiðina.
Framleiðsla á fiskimjöli er nú á
niðurleið í flestum þeim löndum
heims, sem stunda útflutning mjöls-
ins í miklum mæli. Aðeins Perú-
menn hafa náð að auka veiðar og
vinnslu og vegna mikilla breytinga
á mörkuðunum er verð nú fremur
lágt. Zaldivar segir að framboð og
eftirspurn hljóti eins og venjulega
að ráða mestu um markaðsverðið.
Haldi svo áfram sem horfi, hljóti
verð að hækka, en vandkvæði sem
þessi og önnur séu ekki til að hafa
áhyggjur af, heldur til að leysa þau.
25 gramma mjölsýni
getur ráðið úrslitum
TRYGGING
FYRIR BÁÐA
TP\
Hákon HansPeter
Jóhannesson Bauragartner.
„KAUPENDUR geta ekki
farið á alla staði til að kanna
gæði ntjölsins. Þess vegna
kemur til kasta fyrirtækja
eins og SGS, sem veitir bæði
kaupendum og seljendum þá
tryggingu, sem nauðsynleg
er í viðskiptum með jafiunik-
il verðmæti og fískinyöl er,“
segja þeir Hákon Jóhannes-
son (t.v.) og Hans Peter
Baumgartner.
VIÐ alla alþjóðlega verzlun með fískimjöl, korn, olíu, benzín og svo
framvegis, er bæði seljendum og kaupendum nauðsynlegt að tekin
séu sýni af gæðum og magn staðfest af hlutlausuin aðilum. Eitt
þeirra fyrirtækja, sem sérhæfir sig í þjónustu af þessu tagi er alþjóð-
lega fyrirtækið SGS, Societe Generale Surveillance. Það hefur
meðal annars annazt sýnatökur vegna sölu á íslenzku fískimjöli. Sem
dæmi um nauðsyn sýnatöku og vottorða af þettu tagi segir Hans
Peter Baumgartner, einn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að 25
gramma sýnishorn geti ráðið úrslitum um verð á 1.000 tonna farmi.
SGS hefur 24.000 manns í fullri
vinnu, rekur 220 rannsóknarstofur
um allan heim og skrifstofur í 140
löndum. Fyrir Islandsdeild fyrir-
tækisins stendur Hákon Jóhannes-
son. Hákon og Baumgartner leggja
í viðtali við Morgunblaðið áherzlu
á nauðsyn þess fyrir bæði kaupend-
ur og seljendur fiskimjöls, að örugg
sýnataka hlutlauss aðila sé fram-
kvæmd við sölu mjölsins. Kaupend-
ur geti ekki sjálfir þeytzt um heim-
inn til að kanna og taka út gæði
mjöls, enda kynnu sýni tekin af
þeim eða seljendum að vera dregin
í efa. Þá sé nauðsynlegt að sýni séu
bæði tekin og rannsökuð af sér-
fræðingum eða sérþjálfuðu fólki,
því miklu skipti að sýni séu tekin
sem víðast úr mjölinu til að rétt
mynd fáist af próteininnihaldi þess.
Salmonella geti einnig leynzt í mjöl-
inu og miklu máli skipti sé svo,
komi það í ljós fyrir sölu, því
mikill kostnaður fylgi því að hita
mjölið að nýju til að drepa bakter-
íuna auk þess sem gæði mjölsins
rýrni við það. Þá skipti einnig
miklu máli að taka út lestar flutn-
ingaskipanna til að kanna hvort
möguleikar séu á því að úr þeim
berist' einhver efni úr fyrri förmum
í fiskimjölið og valdi þannig tjóni.
„Kaupendur geta ekki farið á
alla staði til að kanna gæði mjöls-
ins. Þess vegna kemur til kasta
fyrirtækja eins og SGS, sem veitir
bæði kaupendum og seljendum þá
tryggingu, sem nauðsynleg er í við-
skiptum með jafnmikil verðmæti og
fiskimjöl er,“ segja þeir Baum-
gartner og Hákon.
FORSETAR SAMTAKA
FISKIMJÖLSFRAMLEIÐENDA
FELIPE ZALDIVAR, forseti Alþjóðaskmtaka fiskimjölsframleið-
enda og fráfarandi forseti, Haraldur Gíslason. Þing samtakanna
var haldið hér á landi í síðustu viku.og ferðuðust þingfulltrúar
víða um land og skoðuðu loðnuverksmiðjur.
Fiskimjölsframleiðslan
Fr/. iþús. tonna Sölur iþús. tonna
’90 ’89 •90 •89
Chile 1.091 1.335 (+18.0%) 1.112 1.307 (+15.0%)
Perú 1.320 1.136 (+16,0%) 1.251 1.177 (+6,0%)
Danmörk 246 324 (+24.0%) 174 233 (+25,0%)
Island 160 149 (+7,0%) 130 134 (+3,0%)
Norequr 173 203 (+15.0%) 40 45 (+11.0%)
! Samtals: 3.223 3.481 2.805 3.059 (+8,3%)
RAÐSTEFNA UM
ÖRYGGISMÁL
SJÓMANNA
21. og 22. september
SJOMENN
ATHUGIÐ
Ráðstefna um öryggismál sjómanna verður
haldin dagana 21. og 22. sept. nk. og hefst
kl. 08.00 að Borgartúni 6.
Helstu málefni til umræðu:
AÐGERÐIR í ÖRYGGISMÁLUM SJÓMANNA FRÁ
ÞVÍ AÐ RÁÐSTEFNAN VAR HALDIN í SEPT. 1987.
MENNTUN OG ÖRYGGISFRÆÐSLA
ÖRYGGISTÆKNI (Notkun - þjálfun - eftirlitj
SLYSASKRÁNING - RANNSÓKNIR SJÓSLYSA
ÖRYGGI SMÁBÁTA
ÖRYGGIS- OG BJÖRGUNARÞJÓNUSTA
Komið og takið þátt í umræðum um öryggismál
sjómanna og mótun framtíðarstefnu.
Skráning þátttakenda í síma 91 -25844 hjá Sigl-
ingamálastofnun ríkisins, þátttökugjald kr. 4.000,-
Veitingar innifaldar.
RÁÐSTEFNUSTJÓRAR:
Halldór Ibsen, Útvegsmannafélagi Suðurnesja
Helgi Laxdal, varaforseti Farmanna og fiski-
mannasambands íslands
Gestafyrirlesarar:
Áhrif reglugerða opinberra aðila á hönnun skipa,
Bárður Hafsteinsson, skipaverkfræðingur.
Læknisþjónusta við sjófarendur,
Þorvaldur Ingvason, læknir.
Forvarnir gegn slit og álagssjúkdómum,
Magnús H. Ólafssson, sjúkraþjálfi.