Morgunblaðið - 19.09.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FRETTASKYRIIMG MIÐVIKUDAGÚR 19. SEPTEMBER
B 19
Margt áunnizt í mengunarvörnum
Bátar án sérveiöi-
heimilda
Aflamark helstu útgerðar
flokka 1984-90 (þorskígildi)
Tonn Togarar _
230.000 ■ 1
I Frysti-
L. | i togarar
nllllil
IIIIII
IIIIII
220.000
210.000
200.000
190.000
180.000
170.000
160.000
150.000
140.000
130.000
120.000
110.000
100.000
90.000
80.000
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
m
| |
lillllM
IIIMII
IIII
IILIII I
1111
1111
llllll I
1111
1111
111.1
III
Síldarbátar
m n i'l
II
! I
II
II
! i
II
11
II
11
miNHMN
Humarbátar
Bii
Tonn
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
20.000
15.000
10.000
5.000
1111 m
IIIIIIH
iOOUUIII
1984 '85 '86 '87 '88 '89 '90
Humar- og síldarbátar
!■■■■■•
Rækjubátar
□ÍQSUSQ
Skelbátar
■ I 8 I ■ 1 B
n
Loönubátar
U U □ Q □ □ □
1984 '85 '86 '87 '88 '89 '90
10.000
5.000
5.000
5.000
'10.000
5.000
vegna rekstrarerfiðleika, standi nú
í því að yfirbjóða falan aflakvóta.
Því virðist sem hagræðingin sé ekki
sú, sem svo mikið sé talað um, afla-
heimildirnar safnist líka á illa rekin
fyrirtæki. „Þessar hreyfingar, sem
nú eiga sér stað, ættu engum að
koma á óvart, allra sízt Alþingis-
mönnum, sem hafa árum saman
staðið gegn hagsmunaaðilum og
ráðgjafarnefndinni hvað varðartak-
mörkun á fjölda smábátanna. Nú
hafa þeir samþykkt takmörkun og
kvóta á hvern bát, reyndar með
nokkrum undantekningum, og þeir
ættu að vita hvað það hefur í för
með sér,“ segir Örn Pálsson.
Hlutur smábáta hefur
rúmlega tvöfaldazt
Afli smábátanna árið 1984 var
21.818 tonn, 16.517 af þorski. Bát-
ar að veiðum það ár voru sam-
kvæmt upplýsingum Landsam-
bands smábátaeigenda 964. Meðal-
afli á bát var því 22,5 tonn. Þremur
árum seinna er meðalaflinn kominn
upp í 32 tonn og hefur haldizt svip-
aður síðan. I fyrra voru bátarnir
orðnir 1.797 og aflinn 56.032 tonn,
44.042 tonn af þorski. Afli smábáta
sem hlutfall af heildarþorskafla
hefur því aukizt verulega eða úr
5,9% í 12,5% á síðasta ári.
Séu aflaheimildir milli báta
stærri en 10 tonn og togara bornar
saman miðað við aflamark, kemur
í ljós að hlutur togara hefur heldur
dregizt saman. Frá upphafi kvótans
eru togarar taldir 107 á hverju ári
við úthlutanir sjávarútvegsráðu-
neytisins á veiðiheimildum, en vax-
andi fjöldi togara stundar nú fryst-
ingu um borð. Þá er afli togaranna
meiri en úthlutað aflamark, meðal
annars vegna þess, að sumir þeirra
hafa bætt hlut sinn á sóknarmarki
og vegna þess að öll kurl í kvóta-
kaupum eru ekki komin til grafar.
Hið sama á reyndar við um bátaflot-
ann. Árið 1984 var hlutur togar-
anna 60,5% talið í þorskígildum. Á
þessu ári er hann 59,7%, en lægst-
ur varð hlutur þeirra 1988 eða 59%.
Þarna er því varla um merkjanlegar
breytingar að ræða.
Mestur samdráttur I Reykjavík
Aflamark talið í þorskígildum
fyrir heimahafnir eftir kjördæmum
hefur lítið breytzt þó Norðlendingar
og Sunnlendingar hafi nokkuð auk-
ið hlut sinn á kostnað annarra.
Suðurland hækkar á tímabilinu úr
13,47% í 15,22 og eiga Vestmanna-
eyjar þar stærstan hlut. Reykjanes
lækkar, en er þó í sókn og jók hlut
sinn frá árinu 1989 þrátt fyrir sam-
drátt í heildarafla og sömu sögu
er að segja af Reykjavík. Austur-
land og Vesturland standa nær í
stað, en Norðlendingar og Vestfirð-
ingar auka hlut sinn, þó þessi kjör-
dæmi lækki milli þessa árs og hins
síðasta.
Sé litið á einstaka hafnir, ráða
Vestmannaeyjar yfir mestum afla-
heimildum á bolfiski eða 38.252
tonnum, 10,4% alls og hafa aukið
hlut sinn úr 8,65% 1984. Næst kem-
ur Reykjavík með 8,15 þrátt fyrir
töluverða lækkun frá upphafi kvót-
ans. 1984 var hlutur Reykjavíkur
44.152 tonn eða 11,43% en er í
upphafi þessa árs 29.900 tonn. í
þriðja sæti er Akureyri með 6,68%
og hefur heldur aukið hlut sinn.
Þess má geta að í upphafi árs voru
heimildir Keflvíkinga 3% af heild-
inni, samtals 11.020 tonn, en voru
1984 4,15% eða 16.021 tonn. Sam-
drátturinn er 5.000 tonn.
NÝLEGA eru hafnar reglu-
bundnar mælingar á mengunar-
efnum í sjó hér við land í sam-
vinnu Siglingamálastofnunar,
Hafrannsóknastofnunar, Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins,
Geislavarna ríkisins og Raunvís-
indastofnunar Háskólans.
Hvað varðar mengunarvarnir
skipa bg landsstöðva hefur margt
áunnist á síðustu árum, að sögn
Magnúsar Jóhannessonar siglinga-
málastjóra. Öll stærri skip eru nú
búin sérstökum olíumengunarvarn-
arbúnaði. Söfnunaraðstaða fyrir
sorp frá skipum er víðast komin
úpp í höfnum landsins og margar
hafnir eru með viðunandi aðstöðu
til söfnunar úrgangsolíu.
Söfnun úrgangsolíu frá skipum
hefur aukizt verulega þau 15 ár sem
skipuleg skráning hefur verið á
söfnun og móttöku úrgangsolíu frá
skipum. Sorpsöfnun frá skipum
hefur einnig stóraukizt sl. 2-3 ár
og sagði Magnús sérstaklega
ánægjulegt til þess að vita hvað
íslenzkir sjómenn hefðu tekið vel
við sér í framhaldi af áróðursher-
ferð, sem farin var gegn losun
sorps í sjó árið 1987 og aðgerðum
LIU í þessu sambandi.
Kröfur eru um tilteknar mengun-
arvarnir við nýjar olíubirgðastöðvar
sem byggðar voru á árinu 1982 og
síðar samkvæmt reglum. Sérstök
athugun á ástandi eldri olíubirgða-
stöðva stendur nú yfir og er nýlega
lokið athugun á Austfjörðum.
• Gangörugg
• Togkraftur
• Góö stjórnun
• Fjölbreytileiki
• Sparneytni
• Þjónusta
Allt þetta er aðeins hluti af ALPHA
aðalvélabúnaði.
Okkar stóri lager af viðurkendum
ALPHA varahlutum í allar geröir
ALPHA véla í notkun ásamt vel-
menntuðum sérfræðingum tryggir
fljóta og virka þjónustu.
Viðurkenndir ALPHA varahlutir og
sérhæfð sérfræðiþjónusta er
einnig fáanleg hjá okkar löggiltu
þjónustuverkstæðum og
varahlutalagerum í stærstu fiski-
höfnum í Danmörku, Grænlandi,
íslandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð
og Skotlandi.
Leggið þetta merki á minnið:
MAN B&W disilvélar sf., Barónsstigur 5, IS-101 Reykjavik, island
Tel: 1-11280/11281. Telex: 2379 alpha is.Telefax: 1-21280
MAN B&W Diesel A/S, Alpha Diesel, Niels Juels Vej 15, DK-9900 Frederikshavn,
Denmark. Tel: +4598421000.Telex: 67115, alpha dk. Telecopy: + 4598423200
i Alpha ]
PROPULSION SYSTEMS