Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER B 21 Gerði upp bát eftir eldsvoða vogum - NÝR bátur, Abba GK, bættist í flota Vogabáta ný- lega. Abba er 9,7 tonn að stærð. Eigandi bátsins er Stefán Albertsson. Abba GK hét áður Jón Pétur ST 21 og var smíðað- ur úr áli hjá Herði hf. í Njarðvík 1987. Ári seinna kom upp eldur í Jóni Pétri í róðri, einn maður var um borð og yfirgaf hann bátinn. Jón Pétur var talinn sokkinn. Síðar fann flugvél Landhelgisgæslunnar hann á reki og vélbáturinn „Ég hafði strax áhuga á að gera þennan bát upp, eftir að ég sá hann í höfn í Sandgerði,“ sagði Stefán í samtali við Morg- unblaðið. „Það var svo löngu seinna að ég hafði samband við tryggingarfélagið, sem síðan auglýsti bátinn til sölu og var ég einn fjölmargra sem lögðu inn tilboð. Ég fékk bátinn á 221.000,- krónur.“ Aðspurður kvaðst Stefán telja að áhuginn fyrir verkefninu væri í blóðinu. „Afi minn var skipa- NÝTTSKIP... ILLA FARIIMIM... Abba GK tilbúin til sjósetnmgar. Morgunbiaoio/Lyjöimr M. buomundsson Jón Pétur ST eftir brunahn. smiður á Fáskrúðsfirði og þegar maður fór að geta eitthvað gert fór hann að nota mann.“ Það var frændi Stefáns sem teiknaði stækkunina á bátnum og breyt- ingar sem voru gerðar. Verkið var unnið í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur í vetur á þeim tíma sem lítil verkefni vora þar. Auk þess að vera endur- byggður var báturinn lengdur um 1,5 metra, og er 9,7 tonn í stað 8,5 tonna áður. Verkið gekk vel eftir að það komst af stað. Klofningur í norskum fiskiðnaði ósló - MIKILL kurr er kom- inn upp meðal eigenda smá- fyrirtækja í norskum fiskiðn- aði og finnst þeim sem hags- munir þeirra séu fyrir borð bornir hjá landssambandinu. Af þeim sökum vilja þeir kljúfa sig út úr því og stofna annað. Forráðamönnum 400 fisk- vinnslu- og fiskiðnaðarfyrirtækja í Noregi hefur verið sent bréf þar sem hvatt er til stofnunar nýs fé- lags, sem gæta skuli hagsmuna þeirra allra jafnt en ekki bara stór- fyrirtækjarina eins og núverandi landssamband er sakað um. Það, sem fer einkum fyrir brjóstið á eigendum smáfyrirtækj- anna, er sú stefna stjórnvalda í samvinnu við landssambandið að minnka vinnslugetuna í landi og fækka fyrirtækjum. Pál Kruger, formaður landssambandsins, seg- ist bera sína ábyrgð á þessari stefnu enda telji hann hana bæði rétta og óhjákvæmilega. Lu vc 0 gericerfi Tyrir inibrettí gfleíra r m rm Með þessu stórkostlega fyrirkomulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftaraogvöruvagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leltið upplýsinga. UMBOÐS OG HEÍLDVERSLUN Smrazjsmur BiLDSHÖFDA 16 SIMI 672444 FISKILÍNA TROLLBÚNAÐUR ábót baujuhakajárn baujuljós baujustangir belgir fiskigoggar fiskihakajárn færaefni línuflögg línubalar línuefni línulitur taumar uppsett lína önglabeyja önglar baujuhakajárn baujuljós baujustangir belgir brjóstaefni fiskigoggar færaefni hringjahankar netaflögg netahringir netaslöngur netasteinar netateinar sértaefni steinahankar úrgreiðslugoggar benslagarn bobbingaskinnur flathlekkir grandaravírar gúmmíbobbingar karfagoggar keöjur kóssar kortellaefni krókar millibobbingar milligúmmí netanálar patentlásar pokahringir pokalásar pokamottur pokavasar polyvírar rossklafar rossstautar sigurnaglar skrúflásar stálbobbingar stoppnálar stroffuefni togvírar trollgarn trollhlerar trollkúlur tróllnet vargakjaftar vinnuvírar girni sigurnaglar sökkur önglar belgir fiskigoggar flot hrognatunnur netaflögg netaslöngur netateinar benslagarn NÓTAEFNI hefingagarn loðnunet nótaflot nótateinar síldarnet snurpuhringir snurpuvírar styrktarlínur benslagarn dragnótatóg dragnótakefli dragnótavír dragnótaásar dragnótafótreipi stálbent- dragnótatóg hnífar blakkir fiskikörfur bindigarn humarkeðjur kolanet landfestatóg löndunarjárn melspírur slaghamrar splæsingarbekkir úrrek bobbingalengjur dragnætur fiskitroll flottroll fótreipi grjóthopparar humartroll netafelling rækjutroll viðhaldsvinna víravinna björgunarbátar björgunargallar brunagallar sleppibúnaður undirstöður f. báta vinnuflotgallar bjarghringir bjargvesti rrj KRISTJÁN Ó. L> J SKAGFJÖRÐ HF. Hólmaslóð 4, Reykjavík, sími 24120. Telefax 28130. Sími í söludeild eftir kl. 5: 24279. Sími á netaverkstæði eftir kl. 5: 24127.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.