Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 ERLENT INNLENT Olíuverð- hækkunin komin til Islands VERÐ á gasolíu hérlendis hækk- aði um 40% í vikunni og svartolía hækkaði um 17%. Þá hækka far- gjöld Flugleiða innanlands um mánaðamótin vegna olíuverðs- hækkunar. Ekki hefur enn verið tekin afstaða til beiðni olíufélag- anna um 15,4% bensínverðshækk- un. Launþegasamtök og vinnu- veitendur hafa krafist þess að ríkið lækki skatthlutfall af bensíni og olíu til að vega á móti inn- kaupsverðshækkun, en fjármála- ráðuneytið telur að ríkið tapi um 450 milljónum króna á heilu ári vegna olíuverðshækkunarinnar. Álsamningar í næstu viku Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði eftir fund með for- stjórum Atlantalfyrirtækjanna í New York á föstudag, að sam- komulag um meginatriði samn- inga um nýtt álver verði gert á næstu dögum og kynnt í lok næstu viku. Ráðherrar og þing- menn Alþýðubandalagsins hafa gagnrýnt mjög það samkomulag um orkuverð til álversins, sem nú liggur fyrir, og hefur Svavar Gestsson menntamálaráðherra látið svo ummælt að hann muni aldrei samþykkja það óbreytt. Jón Sigurðsson segist hins vegar telja orkuverðið vel viðunandi. Nafnvextir lækka Nafnvextir lækkuðu seinni hluta septembermánuðar en verð- bólguhraðinn hefur verið um 4% að jafnaði síðustu mánuði. Meðal- vextir af almennum skuldabréfum hafa lækkað úr 14,2% í 12,9%. Gasolía í sjóinn Verulegt magn af gasolíu lak í sjóinn við Laugarnes í Reykjavík þegar verið var að losa sovéskt olíuskip. Suða á neðan- sjálvarleiðslu gaf sig og um 30-50 tonn fóru í hafið. Strandlengja Viðeyjar er öll olíublaut og telja fuglafræðingar fyrirsjáanlegt að hundruð fugla drepist af þeim sökum. Olía fór einnig í sjóinn við Garðsskaga þegar sanddælup- ramma hvolfdi. Þá lak olía í sjóinn við Akranes þegar verið var að fylla á eldsneytisgeyma Akra- borgar. Þorskur hækkar í Bandaríkjum Verð á þorskblokk hækkaði um 7% og á þorskflökum um 5% á Bandaríkjamarkaði. Ástæðan er skortur á fiski, og vonast íslensku fisksölufélögin í Bandaríkjunum eftir því að þessi verðhækkun leiði til aukinnar framleiðslu fyrir Bandaríkjamarkað. Matthías hættir þingmennsku Matthías Á. Mathiesen þing- maður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanesi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til þingfram- boðs á ný. Matt- hías Bjarnason þingmaður flokksins á Vestfjörðum hefur hins vegar ákveðið að bjóða sig fram á ný, en hann hafði áður tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér aftur. Eldur í búð á Laugavegi Eldur kom upp í snyrtivörubúð á Laugavegi í vikunni. Litlu mátti muna að eldurinn kæmist í 'gullsmíðabúð við hliðina og íbúð á efri hæð, en því tókst að forða. ERLENT Gorbatsjov fær tilskip- anavald Æðsta ráð Sovétríkjanna sam- þykkti á mánudag að veita Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins og forseta ríkisins, aukin völd til að takast á við kreppuna í sovésku efnahagslífi og vaxandi ólgu í samfélaginu. Með þessu hefur Gorbatsjov verið fengið vald til að gefa út tilskipanir er varða flestöll meginsvið samfélagsins fram til 31. mars 1992. Þingið samþykkti fyrr sama dag, að kröfu Gorbatsjovs, að fresta at- kvæðagreiðslu um hvernig inn- leiða beri markaðskerfi í Sov- étríkjunum. Ben Bella snýr heim og vill hjálpa írökum Ahmed Ben Bella, fyrsti forseti Alsírs og leiðtogi þjóðernissinna í baráttunni gegn yfirráðum Frakka, sneri aftur heim á fimmtudag eftir að hafa dvalist tíu ár í útlegð. Tugþúsundir manna fögnuðu honum við heim- komuna og létu hrifningu sína í ljós er hann hvatti alþýðu manna til að ganga til liðs við Saddam Hussein íraksforseta í Persaflóa- deilunni. Sjálfsmorðsalda á Indlandi Lögreglusveitir á Indlandi skutu ekki færri en sex manns til bana á miðvikudag er hópar fólks komu saman til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnvalda að Lögreglumenn bera ungan námsmann á brott eftir mót- mæli í Nýju Delhí. fjölga atvinnutækifærum til handa fólki sem telst til réttlausra stéttleysingja (paría) samkvæmt hindúasið. Fjölmörg ungmenni hefa freistað þess að undanfömu að binda enda á líf sitt með sjálfs- íkveikju og eiturdrykkju sökum þessara áforma, sem talin eru skerða afkomumöguleika þeirra sem bornir eru til stjórnsýslu- starfa. Öryggisráðið samþykk- ir loftferðabann á írak Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti á þriðjudag loft- ferðabann á írak í refsingarskyni fyrír innrásina í Kúvæt 2. ágúst síðastliðinn. Öll flugumferð til og frá landinu verður stöðvuð nema það stríði gegn mannúðarsjónar- miðum. Á miðvikudag fóru stjóm- völd í Bagdad fram á að fá afhent- an lista með nöfnum óbreyttra borgara sem leitað höfðu skjóls í bandaríska sendiráðinu í Bagdad og hótuðu að hengja hvern þann sem ekki teldist opinber starfs- maður. Þessi hótun var dregin til baka á fimmtudag. Sama dag ákváðu írösk stjórnvöld að hætta að selja útlendingum í Irak og Kuvæt mat frá næstkomandi mánudegi. Er búist við að þessi ákvörðun leiði til vaxandi flótta- mannastraums til Jórdaníu. Moskva: Missir KGB viðhafnarsæti sín í Bolshoi-leikhúsinu? Moskvu. Reuter. SOVÉSKA öryggislögreglan, KGB, kann að missa viðhafnar- sæti sín í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu. Það yrði enn eitt áfallið sem þessi fræga stofnun hefur orðið að þola að undanförnu. Margir beina nú spjótum sínum að henni og segja að hún sé minj- ar um einræðisstjórn fortíðarinn- ar. Stjórn Bolshoi-leikhússins hefur krafist þess að „sérstöku plássi“, sem eingöngu hefur verið ætlað æðstu embættismönnum Sov- étríkjanna og lotið yfirumsjón KGB, verði ráðstafað á annan hátt, að því er sagði í Komsomolskaja Prav- da, málgagni æskulýðsfylkingar kommúnistaflokksins, í gær. Forstjóri leikhússins sagði í við- tali við blaðið að 60 sæti bættust við í húsinu ef viðhafnarstúkurnar yrðu fjarlægðar, þar á meðal fyrr- verandi keisarastúka og tvær til viðbótar við hliðina á henni. „Að sjálfsögðu er ekkert athuga- vert við það að taka frá nokkur sæti fyrir ríkisstjórnina,“ sagði blaðið, „en þau ættu ekki að vera svona mörg og ættu þar að auki að vera í umsjá leikhússins." Blaðið bætti við að sætin hefðu oftlega staðið auð á sýningum. Stúkurnar sem um er að ræða hafa sér útgang, lyftu, stiga og aðgang að sviðinu, svo að ráða- mönnum gæfist tækifæri til að að getur ekki göfugra verkefni en að bæta framtíðarmögu- leika allra barna,“ segir í drögum að yfírlýsingu ráðstefnunnar. Þar er fjallað um vinnuþrælkun og vændi barna víða í heiminum, einn- ig böm sem eiga sér engan að. Meðal markmiða, sem lagt er til að verði náð innan áratugar, eru stórfelld lækkun á dánartíðni ung- heilsa upp á stjörnurnar. „Plássið hefur eingöngu verið í umsjá KGB og leikhússtjórnin ekki einu sinni haft aðgang að því,“ sagði blaðið. Ævinlega er uppselt á sýningar leikhússins, sem tekur 2150 manns í sæti. barna og mæðra ásamt því að bæta úr vannæringu og ólæsi hjá full- orðnum, einkum konum. Þótt lögð sé mikil áhersla á gildi fjölskyldunnar er jafnframt hvatt til þess að börn séu vernduð fyrir kúgun foreldra og liggur í orðunum að stjórnvöld séu ábyrg fyrir velferð barna. SÞ-ráðstefna um bætt kjör barna hafin í New York SÞ. Reuter. UM 70 þjóðarleiðtogar hófu í gær ráðstefnu á vegum barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um kjör fátækra og kúgaðra barna í heiminum og möguleika á að rétta hlut þeirra. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra er í hópi þátttakenda en ráðstefnan var sett með við- hafnarkvöldverði. Fólksfjölgun á Indlandi um 2% á ári: Ráðamenn gefa slæmt for- dæmi og hlaða niður bömum ÞAU tíðindi spurðust fyrir skömmu að forsætisráðherra Bihars, eins fjölmennasta sambandsríkisins á Indlandi, hefði nýlega orðið faðir í níunda sinn. Ráðherrann, Laloo Prasad Yadav, var ekki vitund sneyptur yfir þessari fjölgun í fjölskyldunni. Hann svaraði gagnrýnisröddum með því að fyrstu börnin hefði hann eignast í mótmælaskyni við harkalegar áætlanir ríkisstjórnar Indiru Gandhi á árunum 1975 -1977, er hún stjórnaði með neyðar- lögum, um að stemma stigu við óstöðvandi mannfjölgun í landinu. Þess má einnig geta að einn af forsetum Indlands á áttunda áratugnum var stoltur faðir 10 barna. Með neyðarlögunum hafði Ind- ira Gandhi í reynd einræði- svöld, þingið var leyst upp og helstu leiðtogar stjórnarandstæð- inga sátu inni. Hún lagði gíf- urlega áherslu á áætlunina um takmörkun bameigna. Þrýst var á embættismenn og lækna um að gera fjölda ungra kvenna og karla ófijóan. Sett voru markmið um iltekinn fjölda að- gerða og valdbeiting ekki spöruð. I reynd var það svo að þegar neyð- arlögunum var aflétt 1977 og kosningar haldnar voru víðtæk andstaða og bræði ríkjandi vegna framkvæmdar mannfjöldaáætlan- anna helsta ástæðurnar fyrir ósigri Gandhi. Léttúð ráðherrans í Bihar er skiljanleg í ljósi þessara atburða. Er Indland varð sjálfstætt ríki fyrir 43 árum var íbúafjöldinn um 400 milljónir. Indveijar eru nú lið- lega 835 milljónir, næst-fjölmenn- astir allra þjóða, aðeins Kínveijar eru fleiri. Framleiðslan á komi til manneldis hefur aukist mun meira hlutfallslega en íbúaljöldinn á þessum fjórum áratugum; úr 55 milljónum tonna á ári í 175 millj- ónir tonna. Menn hljóta þó að velta fyrir.sér hve ástandið væri ótrúlega mikið betra ef mannfjöld- inn hefði ekki aukist svona gífur- lega. Ljóst er að ekki er hægt að reyna aftur áætlanir sem byggjast einfaldlega á valdboði því að ekki er veijandi að fórna lýðræðinu á altari íjölskylduáætlana. Áhyggj- ur vegna fjölgunarinnar, sem er um 2% á ári, fara þó vaxandi. Til samanburðar íjölgar Kínveijum um einn af hundraði árlega og fjölgunin í Indlandi er meiri en í flestum nágrannalöndum. í Indó- nesíu er þorri íbúa múhameðstrú- ar og stjórnvöld eiga af trúará- stæðum óhægt um vik með að boða takmörkun barneigna en samt er fjölg- unin minni þar en í Indlandi. Hvernig hefur öðrum þjóðum tekist það sem Ind- veijum geta ekki? Mikilvægast er að þeim hef- ur tekist að bæta heilbrigðis- ástandið hjá almenningi og læsi hefur stóraukist, einkum meðal kvenna. í þessum löndum geta ung, nýgift hjón með nokkra menntun verið nokkuð viss um að eignist þau aðeins tvö börn geti börnin vænst þéss að ná full- orðinsaldri. Hjónin ákveða því að látatvö börn nægja. Indversk hjón eignast fleiri börn af ótta við að eitt eða fleiri muni annaðhvort deyja úr einhveijum sjúkdómum eða af völdum lélegrar heilsu- gæslu. Fyrir fjórum áratugum var ólæsi algengara í Indónesíu og Tælandi en í Indlandi, dánartíðni barna var einnig hærri. Nú eru 60% Indónesa og 75% Tælendinga læsir en aðeins 40% Indveija; líf- slíkur ndveija eru jafnframt mun minni en þessara þjóða. Indverska sambandsríkið Kerala, þar sem íbúarnir urðu eitt sinn frægir fyr- ir að lúta einu kommúnistastjórn- inni sem komist hefur til valda með lýðræðislegum hætti, hefur vísað veginn. Þar er læsi 75%, heilsugæsla með ágætum og fólksfjöldaaukningin _aðeins um hálfur af hundraði. Áðurnefndur forsætisráðherra í Bihar, með börnin sín níu, hefði aldrei fengið að gegna sams konar embætti í Kerala. kóleru. Indversk hjón gera yfirleitt ráð fyrir að mörg barna þeirra deyi áður en fullorðinsaldri er náð og eignast því fleiri en ella. BAKSVIÐ eftir Rahul Singh og D.K. Hirlekar í Bombay

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.