Morgunblaðið - 30.09.1990, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
QGNUj
IRAKA
eftir Zeev Ofiri i Tel Aviv. —
FORSETI Iraks, Saddam Hussein, þekkir vel til fréttamyndarinnar
ógnvænlegu sem sýnd var á Vesturlöndum og lýsti örlögum varnar-
lausra íbua bæjarins Charajbeta, skammt frá írönsku landamærunum.
íbúarnir voru grunaðir um samvinnu við hersveitir írana svo ráðizt
var gegn þeim með eiturgasi. Á fyrstu árum styijaldarinnar gegn fran
hikaði Saddam Hussein við að beita eiturvopnum sínum. En þegar
halla tók undan fæti og lítill árangur náðist á vígvöllunum gegn fjöl-
mennum hersveitum írana gaf hann hersveitum sínum fyrirmæli um
að beita eiturvopnum bæði gegn óbreyttum borgurum og hermönnum
írana. Hundruð féllu og þúsundir særðust, en nokkrir þeirra særðu
voru sendir til vestrænna sjúkrahúsa svo unnt væri að bjarga Iífi þeirra.
lotkun eiturvopna hófst
árið 1915, í fyrri heimsstyijöldinni,
þegar Þjóðveijar vörpuðu sprengj-
um hlöðnum sinnepsgasi á hersveit-
ir Bandamanna í Belgíu. Hörmung-
ar gasárásanna leiddu til þess að
fulltrúar fjölda ríkja undirrituðu
samning árið 1925 þar sem notkun
eiturvopna var bönnuð. Það bann
stóð í 40 ár.
Árið 1966 kom i ljós að Egyptar
höfðu beitt eiturgasi í Yemen-stríð-
inu. Frá árinu 1980 hefur verið vit-
að að Saddam Hussein beitti efna-
vopnum gegn uppreisnarsveitum
Kúrda og gegn íran í Persa-
flóastríðinu, sem_ stóð í átta ár.
Meðal efnavopna íraka eru sprengj-
ur hlaðnar sinnepsgasi sem skjóta
má úr sprengjuvörpum eða varpa
niður úr flugvélum. Gasinu er kom-
ið fyrir í sprengjunum í fljótandi
formi undir þrýstingi. Þegar
sprengjan springur myndar gasið
þokuský sem leggst yfir nærliggj-
andi svæði.
Áhrifín
Áreiðanlegar heimildir herma að
írakar hafí einnig þróað taugagas,
svipað því sem Bandaríkjamenn eiga,
sem einnig kemst inn í líkamann um
svitaholur húðarinar. Taugagasið er
lyktar- og bragðlaust og getur valdið
dauða á örfáum sekúndum. Sinneps-
gasið, hinsvegar, smýgur inn í líka-
mann um öndunarfærin, veldur sviða
og blöðrum, blindu og lungnaskaða,
en ekki dauða fyrr en eftir nokkrar
klukkustundir. Sinnepsgas getur
einnig valdið tjóni á arfberum (gen-
um) og myndað illkynjuð æxli.
Líkaminn á erfítt með að vinna gegn
áhrifunum.
Taugagasið hefur áhrif á vöðva-
starfsemina, veldur lömun, og truflar
einnig kirtlastarfsemi og miðtauga-
kerfið. Gasið gufar seint upp, líkt
og vatn, og getur því valdið miklu
mannfalli.
Unnt er að koma í veg fyrir verk-
anir taugagass með sprautum af at-
rófíni. Ekki eru þekkt nein lyf gegn
sinnepsgasi þrátt fyrir öll þau efni
sem bandaríski herinn hefur þróað
til að hreinsa landsvæði eftir gasár-
ás. Um leið og sinnepsgas snertir
húðina byijar gasið að verka og
áhrifín verða ekki umflúin. Þó er
unnt að draga úr áhrifunum með
sérstöku hreinsidufti, sem dregur í
sig eiturskýið.
Afstaða ísraela
í ísrael telja heimildir innan hers-
ins að jafnvel þótt Saddam Hussein
ákveði að gera árás á Israel með
efnavopnum, verði tjónið lítið, ef
nokkuð. Reynslan sýnir að írökum
hefur enn ekki tekizt að skjóta efna-
EITUREFNI TIL HERNAÐAR OG EINKENNI ÞEIRRA
Efni Gerð Hvenæráhrifa gætir Tímalengd áhrifa Leið gassins í líkamanu
Taugagas GATabon Mjög fljótt, mínútur Nokkrirdagar Um öndunarfæri (nef og munn)ogstundummeð úða um svitaholur
GB Serin Mjög fljótt, mínútur Nokkrirtímar Um öndunarfæri (nef og munn)
GD Somen Mjögfljótt Nokkrirdagar Umöndunarfærieða með úða umsvitaholur
VX Mjögfljóttum önd- unarfæri - nokkrir tímarumsvitaholur Nokkrirdagar Meðúðaogvökvaum - svitaholur
Brunagas HD brennisteins sinnepsgas 2-6 klukkut. lvika Aðallegaumsvitaholur en einnigumöndunar- færi
HNl brennisteins sinnepsgas 12 klukkut. 12 dagar Aðallega um svitaholur en einnigumöndunar- færi
HN2 nítur sinnepsgas 12 klukkut. 2 dagar Aðallega um svitaholur en einnig um öndunar- færi
HN3 nítur sinnepsgas 4-6 klukkut. lvika Aðallega um svitaholur en einnigumöndunar- færi
L Luizist 13 klukkut. Nokkrirtímar Aðallega um svitaholur en einnigumöndunar- færi
CX foxgen oxíðgas Nokkrir klukkut. Nokkrir tímar Um augu og svitaholur
Einkenni
Nefrennsli, þyngsli fyrir bijósti, sjóndepra
og samdráttur sjáaldurs, öndunarerfið-
leikar, aukin svitamyndun, flökurleiki,
uppköst, stjórnlaust þvag- og saurlát,
skjálfti, hrollur og krampaköst, ruglingur,
drungi og magaverkir, andköf, dauði.
I augura - 2-4 tímum eftir árás
Roði sem eykst smám saman, táraflóð,
ígerð í augnalokum og mikil bólga, herping
augnaloka og erfiðleikar með að opna
augun, slæm ígerð í hornhimnu, blinda.
Á húð - 6-12 tímum eftir árás
Roði og bjúgur í húðinni, mismunandi stór-
ar blöðrur, opin sár sem gróa illa, brunasár.
Ondunarfæri -12 timum eftir árás
Særindi sem geta valdið raddleysi, Þurr
hósti í byrjun, síðan myndast blóðkenndur
slímhráki, andþyngsli og bijóstverkir, ein-
kenni illskeyttrar lungnabólgu, bjúgur í
hálsioglungum.
vopnum með langdrægum eldflaug-
um sínum. Þessar flaugar draga
meira en 500 kílómetra og ná því
til allra staða í ísrael. En mikla kunn-
áttu þarf til að koma efnasprengjum
fyrir í þessum flaugum, og svo virð-
ist sem íraka skorti þá kunnáttu.
Sá kostur að ráðast gegn ísraél
með skriðdrekum og fallbyssum er
ekki fyrir hendi þar sem um 200
kílómetrar eru frá landamærum ír-
aks og Jórdaníu að landamærum
ísraels, og írakar standá þar að auki
andspænis víglínu í Saudi Arabíu þar
sem fyrir eru tugir þúsunda banda-
rískra hermanna með allan sinp við-
búnað auk hersveita bæði araba og
fjölda annarra þjóða.
Síðasti kostur Saddams Hussein
við þessar aðstæður er að reyna að
beita flugher íraks, sem er búinn
háþróuðum herþotum, þá ekki sízt
sovézkum MiG-29-þotum. Til að
mæta þessum þotum, ef þær réðust
á ísrael, stendur ísraelski flugherinn
búinn bandarískum F-15 og F-16-
þotum — flugher sem hefur sannað