Morgunblaðið - 30.09.1990, Side 15

Morgunblaðið - 30.09.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 15 yfirburði sína, hrint öllum árásum og verndað ísraelska borgara gegn sprengjuárásum. Vegna þess hve litl- ar líkur eru á að meiriháttar árás verði gerð á ísraelska borgara ákvað ríkisstjórnin að óþarft væri að út- hluta gasgrímum og öðrum varnar- búnaði gegn árás með efnavopnum til íbúanna. Yfirvöld í ísrael töldu að úthlutun á gasgrímum gæti valdið almennri hræðslu og dregið ísrael inn í deilurn- ar við Persaflóa. Engu að síður er þó Yitzhak Shamir foræstisráðherra að kanna möguleika á að dreifa gas- grímum smátt og smátt meðal íbú- anna. Vaxandi eftirspurn Hvað sem því líður hafa sumir ísraelar ákveðið að bíða ekki eftir pólitískum ákvörðunum yfu-valda í þessu máli, og keypt sér sjálfir gas- grímur og hlífðarfatnað. Þeir sem hafa hagnazt af ástandinu við Pers- aflóa eru eigendur verksmiðjanna fimm sem framleiða gasgrímur og hlífðarbúninga. Sumar þessara verk- smiðja voru um það bil að gefast upp á rekstrinum vegna þess hve friðar- horfur hafa batnað í heiminum síðustu tvö árin. Ilan Geshtait, sem býr í Ramat Hasharon nálægt Tel Aviv og er sölustjóri „Supergum“ fyrirtækisins, sem framleiðir hlífðarfatnað, sagði mér í samtali fyrir Morgunblaðið: „A miðvikudaginn var, klukkan þijú að morgni, hringdi framkvæmdastjóri hjá bandaríska stórfyrirtækinu Ger- ber til mín. Hann spurði hve langan tíma það tæki okkur að framleiða fyrir Gerber hlífðarfatnað fyrir þijár milljónir manna í hersveitum Banda- ríkjanna í Saudi Arabíu og íbúana þar. Ég svaraði kurteislega að það, tæki okkur 7 ár. Viðbrögðin voru þau að maðurinn skellti á mig síman- um. Hefði ég átt 5 milljón hlífðarbún- inga tilbúna, hefði ég getað selt þá alla innan sólarhrings. Fyrir búninga sem ég seldi á 60 dollara hvern, gæti ég í dag fengið 100 dollara. Eg er hræddur um að ég sé að glata bezta tækifæri lífs míns.“ Geshtait kveðst hafa fengið upp- hringingar víða að úr heiminum. „Allir þeir sem við höfum verið að eltast við undanfarin sex ár, frá því við hófum framleiðslu, fengu skyndi- lega áhugann. Enskur heildsali sem pantaði 1.000 búninga fyrir mánuði hringdi kvöld eitt í fyrri viku og breytti pöntuninni í 100.000 bún- inga. Bandaríkjamenn hafa mestan áhugann, en einnig er mikill áhugi á Kýpur, Ítalíu, í Suður Afríku og Portúgal. Heimurinn er hreinlega allur í uppnámi." Rífandi sala Það stóijókst salan á fleiru en gasgrímum og hlífðarbúningum eftir ,að greinar birtust í ísraelskum blöð- um fyrir nokkrum vikum þar sem meðal annars var sagt að natrón væri góð vörn gegn gasi. Afleiðing- arnar létu ekki á sér standa. Hjá Supersol, stærstu matvælakeðju ísraels, er talið gott ef 8.000 bréf af natróni seljast á mánuði. En á einni viku í ágúst seldust um 60.000 bréf. Áætlað, er að í ágústmánuði hafi alls verið seld 60 tonn af natr- óni í ísrael, sem er nokkurra ára skammtur miðað við eðlilegt ástand. Niðursuðuverksmiðjur hafa einnig átt meiri velgengni að fagna en nokkru sinnj fyrr. Hjá þeim seldust allar uppsafnaðar birgðir á einum mánuði vegna hamsturs landsmanna á matvælum. Hjá einni niðursuðu- verksmiðjunni, sem venjulega selur um eitt tonn af túnfiski á mánuði, seldust 14 tonn á þremur vikum, en það samsvarar árssölu. Athyglisvert er að allir þeir'sem hafa verið að hagnast stórlega á ástandinu við Persaflóa eiga eitt sameiginlegt: enginn þeirra hefur komið sér upp birgðum af þessum varningi sem almenningur er að safna. Ilan Geshtait sagði mér að hvorki hann né nokkur þeirra 100 starfs- manna sem hjá honum vinna hafi tekið út eða keypt hlífðarbúninga. Sama er að segja um framleiðendur natróns og niðursoðinna matvæla. Og ef til vill er sú staðreynd skýr- asta sönnun þess að menn rasa um ráð fram, og að þessar vörubirgðir eiga eftir að standa í geymsluhillum þúsunda ísraelskra heimila — ónotað- ar. Menntamálaráðuneytiö bOrkin skapa heiminn SKÁKSKÓLINN Innritun í dag, sunnudag, frákl. 14.00-17.30 Akveðið hefur verið að gefa út fréttabréf um þá menningar- viðburði, sem fyrirhugaðir eru í vetur og tengjast börnum. Þeir, sem hafa áhuga á að koma upplýsingum í fréttabréfið, vinsamlega sendi eftirfarandi upplýsingar til menntamála- ráðuneytisins fyrir 6. okt nk.: 1) Dagsetningar viðburða (eins nákvæmar og unnt er). 2) Efni og inntak viðburða. 3) Fyrir hvaða hópa barna viðburðir eru sérstaklega hugsaðir. 4) Hverju viðburðir tengjast (sé um slíkt að ræða) og '5) annað sem máli skiptir, svo sem aðsetur, símanúmer, o.s.frv. Fréttabréfinu verður dreift til skóla, dagheimila og annarra stofnana, sem tengjast börnum með einum eða öðrum hætti. Nefnd á vegum menntamálaráðuneytis um barnamenningu. skAkskólinn, Laugavegi 162 (í húsi Þióðskjalasafnsins), sími 25550. HRESSANDIMORGUNLEIKFIMI FYRIR KARIA í VALSHEIMILINU Styrkjandi alhliða leikfimi er í boði fyrir morgunhressa karla í sex vikur frá 2. október til 12. nóvember. Leikfimin fer fram á þriðjudögum og fímmtudögum frá kl. 7.40-8.30. Innritun í síma 651529 eða í Valsheimilinu í síma 11134. Þátttökugjald kr. 4.500. Kennari verður Logi Ólafsson. SUZUKI SWIFT 4WD SUZUKI HAUSTSYNING NU UM HELGINA Hann sameinar marga kosti, glæsivagninn Suzuki Swift 4WD. Þú getur verið alveg viss um að komast leiðar þinnar við næstum hvaða aðstæður sem er jbar sem SUZUKI VITARA hann er fjórhjóladrifinn. Að auki er hann kraftmikill og einstaklega lipur í akstri. Suzuki Swift 4WD er vissulega þess virði að þú skoðir hann nánar. En við sýnum einnig ýmsar aðrar gerðir af Suzuki bílum, þessum einstöku fararskjótum sem hafa slegið í gegn undanfarin ár, enda margverðlaunaðir fyrir ótrúlega sparneytni. Og þá er ekki síður gaman fyrir bílaáhugamenn að kynna sér Suzuki Vitara, þennan stórskemmtilega jeppa, sem er eins og Ijúfasti fólksbíll í bæjarakstri en sannkallaður fjallagarpur á vegleysum. Aðalsmerki allra Suzuki bíla er lág bilanatíðni og hátt endursöluverð. SUZUKI SWIFT GTi Veriö velkomin á haustsýningu Suzukibíla ab Skeifunni 17 um helgina. Laugardag frá kl. 10-17 Sunnudag frá kl. 13-17 $ SUZUKI ----------------- SUZUKI BÍLAR HF. - SKEIFUNNI17 - S. 685100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.