Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 ÞÝSKU RÍKIN SAMEINAST landi“. En nú er þetta búið og gert, lestin er ekki bara lögð af stað, eins Willy Brandt, fyrrverandi kanslari, orðaði það, hún brunar í mark. Og það án þess að nokkur fengi rönd við reist né hægt á ferð- inni, atburðarásin öðlaðist sjálf- stætt líf, kannski var það nóttina örlagaríku í Leipzig er herópiðy „Þjóðin, það erum við!“ breyttist í „Við eram ein þjóð!“ Skyndilega eru íbúar tveggja gerólíkra ríkja á sama báti. Svo ólíkra að margir héldu því fram að myndast hefðu tvær mismunandi þjóðir, hvor með sín sérkenni. „Fyr- Tómstundir það er mikill mun- ur á frístundaiðk- an Þjóðverja. ir allar aldir rísa þeir úr rekkju,“ segir Der Spiegel kaldhæðnis- lega um Austur-Þjóð- verja, „og fara með börnin á óyndisleg bamaheimili, drepa tímann í vinnunni, bíða eftir verkefnum og tuldra eitthvað sín á milli. Séu hugsanir þejrra fagrar á annað borð þá leitar hugurinn til helgar- innar þegar farið er í sumarbústað- inn, sem reistur var framhjá kerf- inu, og er jafn verndaður og starfíð var; þeir hangsa þetta áfram eins og þeir hafa gert í fjörutíu ár og bíða þess að himnarnir opnist, bíða kraftaverksins; að allt gangi uppi í landi þeirra." Svo eru hinir, „klæddir sam- kvæmt nýjustu tísku, jafnvel smart- ari en í auglýsingunum, allt frá hárgreiðslunni til Gucci- eða Bally- fótabúnaðarins, alltaf brúnir eftir sumarfrí og ljósaböð, úr handar- krikanum leggur angan af Estée Lauder og Joop, við bíllykilinn hangir silfursleginn hlébarði, í vesk- inu gullkortið og í bijósti óhaggan- legt sjálfstraust.“ eftir Pól Þórhallsson ÉG VEIT ekki hvort komið var fram yfir miðnætti að- faranótt 10. nóvember en í öllu falli kveikti ég enn einu sinni á útvarpinu — í þetta sinn var það þýska útvarpið. Það er bein útsending frá Berlín og stemmningin minnir á kj ötkveðj uhátí ð. Ég heyri viðtal við borgar- stjórann, Walter Momper. Hæstu flugi nær hann þegar honum verður að orði: „í kvöld er þýska þjóðin ham- ingjusömust þjóða!“ gefnu að til sé eitthvað í ætt við þýsku þjóðina — verið hamingju- söm? Og af hveiju ætti Walter Momper að skera úr um það? Og ég minnist orða Gustavs Heine- manns, þurrpumpulegasta, minnst áberandi og þess vegna kannski dæmigerðasta forseta Vestur- Þýskalands sem svaraði þurrlega þegar blaðamaður spurði hann hvort hann elskaði Þýskaland: „Ég elska konuna mína.“ Suskind kemst að þeirri niður- stöðu eftir að hafa grandskoðað eigin sálarkima og sinna jafnaldra, ’68-kynslóðarinnar, sem varð „náð- ar hinnar síðbomu aðnjótandi“, eins og Helmut Kohl komst að orði, og sleit bamsskónum eftir stríð, að honum sé nokkur eftirsjá -í hinu „andlausa, litla, óvinsæla og hag- kvæma Sambandslýðveldi Þýska- Skyndíbitastaðir Hnossgæti í austri og vestri. EINEGGJA TVÍBURAR - ÓLÍK SYSTKIN ^^^^mnig kemst rithöfundur- l^^inn Patrick Siiskind að orði í nýlegri grein þar sem hann veltir vöngum yfír sam- einingu þýsku þjóðarinnar. Og hann heldur áfram: Eg hélt ég hefði feng- ið áfall. Þetta hlaut að vera mis- heym. Ég varð að endurtaka setn- inguna upphátt til þess að skilja hana: „í kvöld er þýska þjóðin ham- ingjusömust þjóða!“ — og fékk samt engan botn í hana. Var maðurinn ekki með öllum mjalla? Var hann drukkinn? Var ég orðinn svona of- urölvi? „Þýska þjóðin" — hvað er nú það? Ibúar Vestur-Þýskalands eða Austur-Þýskalands? Vestur- eða Austur-Berlínarbúaj? Eða kannski allir saman? Kannski líka við Bæveijar? Og ef til vill ég sjálf- ur? Og af hveiju „hamingjusöm“? Síðan hvenær getur þjóð — að því SAGAIM DÆHKERÐAN HISSKILNIHG eftir Sæmund G. Halldórsson „Ríkisskáidið“ Christa Wolf lýsir í nýrri bók sem reyndar var skrifuð fyrir áratug hvernig öryggislögreglan snuðraði um hennar einkahagi og fær heiftarskammir fyrir vikiðtrjá vestur-þýskum gagnrýnendum. Er þetta ófrægingarherferð, nauðsynlegt uppgjör eða ef til vill dæmi- gerður misskilningur? Aárunum eftir seinna stríð varð fljótt mikill munur á samfélags þróun í vesturhluta Þýskalands ann- arsvegar og hinsvegar í austurhlut- anum sem Sovétmenn hemámu og varð 1949 að þýska Alþýðulýðveld- inu. Fljótt kom upp sú spurning hvort ekki væru að myndast tvær þjóðir með mismunandi tungutak, sögu og lífshætti, sérstaklega eftir að aðskilnaðurinn varð næstum alger 1961 við tilkomu múrsins. Bæði rík- in háðu samkeppni á öllum sviðum, efnahagslega og hemaðarlega urðu þau mikilvægustu bandamenn hvors stórveldisins, á íþróttasviðinu skaraði A-Þýskaland oft fram úr (nú síðast á fijálsíþróttaleikunum í Split) og síðast en ekki síst á menningarsvið- inu. í Austur-Þýskalandi eru starf- andi 80 sinfóníuhljómsveitir, sumar framúrskarandi; stór leikhús með fastráðnum leikurum eru jafnvel rek- in í smábæjum og viðurkenndir rit- höfundar og málarar lifðu tii skamms tíma ágætasta lífí svo lengi sem þeir storkuðu ekki stjórnvöldum landsins. Einn glæsilegasti ménningarfull- trúi austur-þýska ríkisins var skáld- konan Christa Wolf. Hún hefur náð því að verða mest lesni þýski höfund- ur bæði í austri og vestri og eftir hana voru flestar bækur þýddar á önnur mál á síðustu tíu árum. Sex mánuðum eftir að múrinn féll og Austur-Þýskaland var langt komið við að má sig út af landakortinu og þar með hina þýsku tilraun til „raun- verulegs" sósíalisma biríi Christa Wolf stutta skáldsögu undir titlinum „Það sem eftir situr“ (Was bleibt). Þetta er vitnisburður skáldkonu (sem greinilega er Christa Wolf) sem verð- ur fyrir því að öryggislögreglan, Stasi, tekur upp strangt eftirlit með henni, það er njósnað um hana dag og nótt, bréf hennar opnuð o.s.frv. Síðan er því lýst hvernig skáldkonan fyllist ótta, hún æðir um eins og ljón í búri, hættir að treysta nokkrum manni og veit ekki hvernig hún get- ur haldið áfram að lifa. Lýsingin er einstakur vitnisburður um andlegt ofbeldi lögregluríkisins gagnvart þegnum sínum. En hversvegna birt- ist hún fyrst núna? Sagan var skrif- uð 1979 og höfundur gerði enga til- raun til að koma henni á framfæri þar til nú; hvorkf í austri né í vestri. Einmitt þetta vakti mikla bræði ýmissa vestur-þýskra ritský- renda sem fordæmdu tækifæris- stefnu höfundar og bentu á að hún hefði um tíma átt sæti í miðstjórn flokksins og að hún sagði sig ekki úr kommúnistaflokknum fyrr en í október 1989, þegar fyrstu mótmæL in brutust út á götum Leipzig. í heimalandi höfundar hafa hinsvegar þeir fáu sem ekki eru að beijast fyr- ir atvinnu sinni eða eru á hraðnám- skeiðum í markaðskerfi og vestur- þýskum skattalögum sýnt Christu Wolf mikinn skilning. Mesti rithöf- undur Vestur-Þýskalands, Gunter. Grass, gerir slíkt hið sama: „Hún er ekki hetja og hefur aldrei gert tilkall til þess ... Hún hefur greini- lega trúað því allt til loka að hægt væri að stuðla að fegurra mannlífi í austur-þýsku samfélagi með því að beita áhrifum sínum innan frá. Ég hef hins vegar aldrei haft trú á þessu, sem gefur mér samt engan rétt til að ráðast á hana.“ (Der Spieg- el, 16. júlí 1990) í nóvember 1989 kom Christa Woif fram opinberlega til að hvetja til þess að þýska Alþýðulýðveldið gæti haldið áfram vissri sérstöðu og sjálfstjórn. Núna segir hún að þarna hafi hún gert sig seka um einfeldn- ingshátt því þegar hún lesi aftur dagbækur sínar sjái hún að þeirri tilraun til uppbyggingar sósíalisma sem hún og vinir hennar hafi viljað stuðla að hafi í raun lokið 1968. Hún hafi ásamt fleirum tekið þá endan- legu ákvörðun að vera um kyrrt í Austur-Þýskalandi 1976 þegar ljóða- söngvarinn Wolf Biermann var gerð- ur útlægur, en þá fylgdi honum ljöldi mennta- og listamanna. sem ekki sættu sig lengur við skoðana- kúgunina. I raun má segja að Christa Wolf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.