Morgunblaðið - 30.09.1990, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
Kaldhæðnin, er það hún sem
sameinar þegar öllu er á botninnn
hvolft? „í Austur-Þýskalandi eltast
16 milljónir andspyrnumanna við
16 milljónir stalínista," varð einum
heimamanna að orði fyrir
skemmstu. Annar komst svo að
orði að nú væri æðsta stigi sósíal-
ismans náð: „Ríkið hefur verið leyst
upp og engin vinna er lengur fyrir
hendi.“
Eða er það eljusemin? Þjóðveijar
gera allt 120%, sögðu tveir vestur-
þýskir þingmenn í samtali við Morg-
unblaðið fyrir rúmu ári á meðan
„þýska spurningin“ hélt ekki vöku
„Þegar ég mætti var enginn kenn-
ari og kúrsinn féll niður. Svo
reyndi ég að tala um heimspeki við
hina stúdentana, ólíkar stefnur og
strauma. Það var bara glápt á mig
og spurt hvað ég ætti við. Þau
höfðu verið í heimspeki árum saman
í skólanum og það var bara marx-
lenínismi."
Tæp sextíu ár í alræðisríki (ef
þriðja ríkið er meðtalið) setja sitt
mark á íbúana. „Óttinn er enn fyr-
ir hendi,“ segir Jóhanna Eydís.
„Alltaf mátti búast við að einhver
uppljóstrari væri í hópnum. í öllum
bekkjum, vinnuhópum og vinnu-
Kjörbúðir
Allsnægtir og örbirgð.
fyrir neinum. Gat það verið tilviljun
að þýsku ríkin voru hvort um sig
stolt sinnar þjóðfélagsskipanar, fyr-
irmyndardrengirnir hvor í sínum
bekk, kaþólskari en páfinn.
Fjörutíu ára aðskilnaður verður
ekki yfirunninn á einni nóttu. Deilan
milli rithöfunda í austri og vestri
(sjá rammagrein) sýnir í hnotskurn
hin mismunandi viðhorf sem byggj-
ast á ólíkri reynslu. Jafnvel einstök
orð hafa ólíka merkingu. „Á seinni
önninni minni ætlaði ég að fara í
heimspeki," segir Jóhanna Eydís
Þórarinsdóttir sem var við nám í
Austur-Berlín síðastliðinn vetur.
stöðum var einhver á vegum Stasi
og enginn vissi hver það var. Það
var því aldrei hægt að láta skoðun
sína í ljós nema í innsta hring.“
Grær nú saman það sem heyrir
hvort öðru til? Eru Þjóðveijar í
austri og vestri líkt og tvíburar sem
alist hafa upp aðskildir í ijörutíu
ár? Eða má frekar líkja þeim við
eðlisólík systkin sem ekki eiga lund
saman? „Állt þetta sem sagt er um
Vestur-Þjóðveija; nákvæmni, spar-
semi, agij'1' segir Jóhanna Eydís, „á
alveg eins við um Austur-Þjóðveija
— miðað við okkur að minnsta
kosti...“
hafi tekið þessa ákvörðun og gert
skilmerkilega grein fyrir henni í
fyrstu skáldsögu sinni, „Hinn tví-
skipti himinn" (Der geteilte Himmel)
1963, þar sem ung stúlka lendir í
þeirri tragísku aðstöðu að þurfa að
velja milli þess að fylgja unnusta
sínum vestur yfir múrinn eða að taka
þátt í að byggja upp „réttlátara þjóð- •
félag“ austan megin við hann. Hún
velur seinni kostinn. Og það sýnir
sig að Wolf Biermann tekur upp
hanskann fyrir Christu Wolf, sem
er engan veginn sjálfgefið þegar litið
er til sögu hans sjálfs. Föður hans
myrtu nasistar í Auschwitz fyrir
þann tvöfalda „glæp“ að vera bæði
kommúnisti og gyðingur; sjálfur
flutti hann 17 ára að aldri frá Ham-
borg til Austur-Berlínar til að
byggja upp paradís verkalýðsins í
hinum „andfasíska" hluta Þýska-
lands. Þessum eldheita baráttumanni
sem brátt varð dáðasta ljóðskáld
sinnar kynslóðar í Austur-Þýskalandi
bönnuðu yfirvöld að koma fram opin-
berlega eða gefa út bækur eða plöt-
ur þegar 1965. Ljóðin bárust áfram
mann frá manni en þekktustu plötur
hans voru teknar upp á laun í
tveggja herbergja leiguíbúð í Austur-
Berlín og gefnar út í Vestur-Þýska-
landi. Þekktasti ljóðasöngvari Aust-
ur-Þýskalands hélt sína fyrstu tón-
leika þar í landi haustið 1989 þegar
landið var í raun ekki lengur til! í
nýlegri blaðagrein segir Biermann
að dómurinn 1965 hafi verið sitt
happ, „því að' ég hefði líka frekar
kosið að aðíaga
mig“. Á frægustu
plötu sinni söng
Biermann um
Flori Havemann
(son efnafræð-
ingsins Róberts
Havemann sem
var n.k. austur-
þýskur Sak-
harov). Gáfna-
ljósið Flórí hljóp
með vinkonu sinni
vestur yfir múr-
inn og gafst upp
á baráttunni fyrir
mannlegum sós-
íalisma: „Hann er
kominn yfrum-
enfant perdu/æ, gáfuð börn deyja
ung/frá austri til vesturs — eins og
gerist í Þýskalandi..Og einnig:
„Núna er hann mín sorg/nú húkir
hann handan við múrinn/og heldur
sig vera framan við hann.“
Það kemur sum sé í ljós, sem allir
máttu þó vita, að þekktustu and-
spyrnulistamennirnir sem stalínist-
arnir í Austur-Berlín ritskoðuðu og
kúguðu (mismikið þó) og vestrænir
fjölmiðlar hömpuðu svo lengi sem
hægt var að benda á þá sem fórn-
arlömb kommúnista (auk ofan-
greindra t.d. Stefan Heym, Volker
Braun, Heiner Miiller, Gúnter Kun-
ert) voru flestir sjálfir að berjast
fyrir einhvers konar sósíalisma eða
þá að þeir nutu kerflsins.
í þessu liggur grundvallarmis-
skilningur hinna vestrænu gagnrýn-
enda sem hafa aldrei þekkt ritskoðun
eða skoðanakúgun og sjá ekki að
)istamennimir sem hvorki gátu né
vildu allir vera hetjur töldu sig oft
stefna eftir ólík-
um leiðum að
sömu lokatak-
mörkum og ríkið
sem þó kúgaði þá.
Krafa þeirra sem
sátu öruggir til
hinna sem voru í
hættu um að þeir
hefðu átt að sýna
meiri hetjuskap
leiðir hugann að
frægum þætti úr
leikriti Brechts
um Galileo. Þegar
Rannsöknarrétt-
urinn segir við
hann: „Aumt er
það land sem ekki
á sér hetjur,“
svarar Galileo:
„Aumt er það
land sem hefur þörf fyrir hetjur.“
Spurningunni um raunverulegt
þjóðerni Austur-Þjóðverja sem um
leið er spurning um það hvort heil
þjóð eða land glatist þegar þýsku
ríkin sameinast 3. október næstkom-
andi er enn ósvarað. Gefum Wolf
Biermann aftur orðið: „Gott og vel,
kommúnisminn hefur gefist upp. En
hver tapaði raunverulega? . . . Alþýð-
an? Verkamennirnir á færibönd-
unum? Bændurnir á samyrkjubúun-
um? Bull! Þeir báru aldrei neitt úr
býtum og trúðu ekki á neitt. Maður
glatar aðeins þeim blekkingum sem
maður er haldinn. Hinir raunveru-
lega sigruðu erum við — handfylli
af vinstrisinnuðum menntamönn-
um.“ (Die Zeit, 24. ágúst 1990).
Þeir börðust gegn forpokuðum kerfi-
skörlum, sem nú eru fyrstir allra til
að nýta sér alla möguleika vestræns
hagkerfis í eigin þágu, fyrir draumi
um betra þjóðfélag, og það er þessi
draumur sem nú er borinn til grafar
þó hann væri hjá flestum löngu dauð-
ur. Eða ætli Biermann hafi einhvern
tímann sjálfur trúað á þessar ljóðlín-
ur úr ljóðinu um Flori Have — „En-
fant perdu“: „Austur-Þýskaland þarf
til lengdar/hvorki svarthol né múr/
við munum ná svo langt!/Til okkar
flýr fjöldinn/alþýðan tekur völdin/sú
stund mun koma brátt.
Höfundur hefur um árabil verið við nám
og störf í Vestur-Þýskalandi.