Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 Islensk tónlist Tónlist Jón Ásgeirsson Islandsdeild ungra tónlistar- manna á Norðurlöndum, UNM og Caput-hópurinn stóðu fyrir tón- leikum í Listasafni Sigurjóns 01- afssonar, sl. miðvikudag. Á efnis- skránni voru tónverk eftir fjögur ung tónskáld, tvö píanóverk, eitt flautuverk og rafverk. Flytjendur voru tveir, Örn Magnússon, píanó- leikari og Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari. Tónleikarnir hófust á píanótil- brigðum eftir Hilmar Þórðarson, sem hann nefnir Ó, gula undraver- öld, og höfundurinn segir vera kveðju til Suður-Kalifomíu en þar mun hann hafa dvalið í þijú ár við nám. Verkið er ekki sérlega frum- legt en ágæt skólastúdía, áheyri- legt og var sannfærandi flutt af Erni Magnússyni. Annað viðfangsefnið var segul- bandsflutningur á raftónverki eftir Helga Pétursson og nefnir hann verkið Gloria. Fjallar það um „bar- áttu Austur-Evrópuþjóðanna og ávinninga þeirra á sviði lýðræðis og mannréttinda". Hljóðefnið er allt tekið upp og síðan mótað með ýmsum hætti og þessum breyttu hljóðbrotum síðan raðað saman. Um þessar svo nefndu „sampling" aðferðir, hefur verið ritað, að hér sé frekar um að ræða raftækni- vinnu en tónsmíði, sem auðvitað krefst hugkvæmni og kunnáttu í allri útfærslu. Þrátt fyrir þetta var ýmislegt áhrifamikið að heyra í þessu þriggja þátta rafverki, fyrir utan predikunina, sem á sannar- lega erindi ti! okkar í dag. Kolbeinn Bjarnason Cantio eftir Eirík Örn Pálsson, var þriðja verkið, samið fyrir bassaflautu. Flytjandi var Kol- beinn Bjarnason. Ekki er þetta margslungið. verk, hvað snertir Örn Magnússon lagferlislegt innihald en mikið byggt á ýmsum tónmótunaraðferð- um, sem einar sér geta sem best verið fróðlegar áheyrnar. Aðferð getur ekki verið listrænt markmið, heldur meðal til móta tónmálið og auka áhrifamátt þess'. Kolbeinn flutti það með þeim trúverðugheit- um, sem hann hefur oft sýnt í glæsilegum flutningi nútímatón- listar. Síðasta verkið var Sónata eftir Ríkharð H. Friðriksson, sem Örn Magnússon flutti mjög vel. Sónat- an er í þremur þáttum og byggir að nokkru á tónhugmyndum, sem teknar eru úr fyrstu píanósónötu Beethovens. Þrátt fyrir það er tón- efnið svo mjög mótað frá hendi höfundar að ekki er mikið um bein- ar tilvitnanir að ræða. Fyrsti kaflinn er rismikill og vel unninn. Annar kaflinn er hægur og ljóð- rænn, þar sem unnið er úr alls konar þrástefjaefni og hefði sá þáttur mátt vera nokkuð hægari í flutningi. Síðasti kaflinn, Allegro con fuoco er leikandi léttur og hefði mátt vera töluvert hraðari, þó hann væri ágætlega leikinn af Erni Magnússyni. Sónatan er með- al þess eftirtektarverðasta sem heyrst hefur hljóma úr smiðjuhúsi ungu tónskáldanna okkar. ÞJÓÐARSÁTT UM BETRA VERÐ! Plötur og kassettur á kr. 699 og geisladiskar á kr. 999 * SCORPIONS - LOVE AT FIRST STING * SCORPIONS - BLACKOUT* WASP - LAST COMMAND * WASP - WASP * IRON MAIDEN - PIECE OF MIND * IRON MAIDEN - POWERSLAVE * IRON MAIDEN - LIVE AFTER DEATH * IRON MAIDEN - IRON MAIDEN * IRON MAIDEN - KILLERS * IRON MAIDEN - NUMBER OF THE 8EAST ‘ DEEP PURPLE - 24 CARAT PURPLE * DEEP PURPLE - IN ROCK" WHITESNAKE - SAINTS & SINNERS * WHITESNAKE - COME 8 GETIT * URIAH HEEP - DEMONS í WIZARDS ’ NAZARETH - GREATEST HITS * ELTON JOHN - THE COLLECTION PAUL McCARTNEY - FLOWERS IN THE DIRT SAM COOKE - WONDERFUL WORLD * BUDDY HOUY - BEST OF BILL HALEY - THE ORIGINAL HITS VOL. 1 EDDIE COCHRAN - VERY BEST OF * FATS DOMINO - BEST OF DON McLEAN - AMERICAN PIE * JOHN LENNON - ROCK’N'ROLL PAUL McCARTNEY - II * BEATLES - ROCK'N'ROLL MUSIC I BEATLES - ROCK'N'ROLL MUSICII STRANGLERS - COLLECTION 77'82 * TALKING HEADS - TRUE STORIES * SHADOWS - STRING OFHITS* DR. HOOK - SYLVIA'S MOTHER * JOHNNY CASH - COUNTRY STORE COU. * GEORGE JONES - COUNTRY STORE COU. * JERRY LEE UWIS - COUNTRY StORE COLL.' CRYSTAL GAYU - COUNTRY STORE COU. VOL. 2 ' DR. HOOK - COUNTRY STORE COLL. V0L.2* WAYLON JENNINGS/WILLIE NELSON - COUNTRY STORE COLLECTION * GEORGE JONES/TAMMY WYNETTE - COUNTRY STORE COLLECTION * HANK WILLIAMS - COUNTRY STORE COLL. * CARL PERKINS - COUNTRY STORE COLL. * CONNIE FRANCIS - COUNTRY STORE COLL. * COUNTRYLOVE* COUNTRY DUETS* 80'S COUNTRY * COUNTRY NIGHTS * COUNTRY GIANTS * COUNTRY LADIES * COUNTRY 8ALLADEERS * COUNTRYLEGENDS* COUNTRY GOLD * PATSY CLINE - BEST OF * TAMMY WYNETTE - COUNTRY STORE COLL. * KRIS KRISTOFFERSON - COUNTRY STORE COU * CHARLIE RICH - COUNTRY STORE COLLECTION 20COUNTRY LOVE SONGS COUNTRY CHARTBUSTERS COUNTRY GIRLS* COUNTRY BOYS * COUNTRY CLASSICS * Kannaöu hvaó vantar í safnið og fylltu í eydurnar á BETRA VERPI._________ * Þessir liílor kosta kr. 1.199 6 geislodisk POSTKRÖFUSIMI91-680685. Símsvari allan sólarhringinn VERÐi j átímum þjóðar- sáttar í kjaramálum er sérstaklega ánægjulegt að kynna vöruflokk sem er verðlagður í anda þjóðarsátt- arinnar. Hérerekki um útsölu að ræða, heldur bjóða hljóm- plötuverslanir Skífunnar og um- boðsmenn um land allt allan ársins hring upp á glæsilegt úrval titla sem ganga undirsamheitinu BETRA VERÐ. Fylgstu vel með merkingunum um BETRA VERÐ því Skífan er stöðugt að taka inn vönduð verk sem tónlistarunnendur eru síþyrstir í. Á BETRA KÁNTRÝ BETRA VERÐI A DtlKA VtKUI A BtlKA VtKtlI KRINGLUNNI, S: 600930 LAUGAVEGI 33, S: 600933 LAUGAVEGI 96, S:600934 MOZART - REQUIEM GERSHWIN - RHAPSODYIN BLUE TCHAIKOVSKY - PIANO CONC. NO. 1 AN EVENING OF STRAUSS HANDEL - WAIER MUSIC GUITAR CLASSICS FROM LATIN AMERICA JOHN WILLIAMS - UNFORGETTABLE VIVALDI - 4 SEASONS DUETS FROM FAMOUS OPERAS HOLST - PLANET SUITE TCHAIKOVSKY - 1812 OVERTURE DVORAK - SYMPHONY NO. 9 (NEW WORLD) WAGNER — ORCHESTRAL WORKS ORFF - CARMINA BURANA GUITAR CLASSICS FROM SPAIN NAT KING COLE - THE ONE AND ONLY ELLA FITZGERALD - THANKS FOR THE MEMORY * BILLIE HOLIDAY - GOOD MORNING HEARTACHE * EDITH PIAF - THE LEGENDARY TOM JONES - IT'S NOT UNUSUAL * ROGER WHITTAKER - DURHAM TOWN LOUIS ARMSTRONG - ENTERTAINS RICHARD CLAYDERMAN - ROMANTIC * NEIL DIAMOND - BEST OF * CLEO LAINE - UNFORGETTABLE * AB8A - THE HITS JIM CROCE - HIS GREATEST HITS HOT CHOCOLATE - GREATEST HITS Barna- og unglinga- geðlækningar: Þurfum að veita meira fé til rann- sókna - segirHelga Hannesdóttir læknir RÁÐSTEFNU um faraldsfræði- legar rannsóknir í barna- og unglingageðlækningum, „sem haldin hefur verið á Hótel Örk í Hveragerði undanfarna fimm daga, lauk í gær, laugardag. Helga Hannesdóttir, læknir, sem unnið hefur að undirbúningi ráð- stefnunnar, segir hana hafa gengið mjög vel en ákaflega lítið hafi komið fram af íslands hálfu þar sem rannsóknarstarfsemi hér á landi sé í algjöru lágmarki. Það er mjög erfitt að hlusta á margt á ráðstefnunni vegna þess að við sjáum hversu langt aft- ur úr hinum Norðurlöndunum við höfum dregist. Við erum varla byij- uð á rannsóknastarfi. Ráðstefnan stendur í sex daga og nær yfir mjög mörg svið en það er sama hvaða svið eru nefnd, íslendingar hafa dregist þar aftur úr,“ sagði Helga. Það sem við gætum fyrst og fremst lært af ráðstefnunni sagði hún vera mikilvægi þess að veita meira fé til rannsóknarstarfsemi í þágu barna til að hægt væri að skipuleggja þjónustu fyrir þau betur og vinna meira fyrirbyggjandi starf. „Við höfum lagt áherslu á mikil- vægi þess að samtvinna meira þjón- ustuna sem fyrir hendi er þannig að heilsugæslulæknarnir komi í auknu mæli inn í skólana. Þá þarf að koma til meiri samvinna sérfræð- 1 inga í málum sem varða börn. Það hefur ekki verið forgangsverkefni í okkar þjóðfélagi að styðja fyrir- byggjandi aðgerðir og það hefur fyrst og fremst bitnað á börnum með Iangtímavandamál. Það sem við getum fyrst og fremst gert er að veita meira fé til i'annsókna til að skilja betur orsakir vandamál- anna og_ hvernig þau dreifast um landið. Út frá slíkum rannsóknum gætum við byggt upp viðeigandi þjónustu í samræmi við þarfirnar," sagði Helga. MasölMiáá favrjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.