Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.09.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 23 -eftir Friðrik Indriðason/mynd Börkur Arnarsson HUN var eitt sinn kvikmynda- stjarna á Indlandi, þekkti Jean Renoir vel og bjó um tíma í Beverly Hills. En það líf átti alls ekki við hana. Hún hefur allt frá barnæsku sinnt andlegum málum meir en hin- um veraldlegu og hefur nú um árabil verið alþjóðaforseti Guðspekifélagsins. Hún er alin upp samkvæmt kenning- um þess félagsskapar, hlaut sína menntun í skólum hans enda var faðir hennar um tuttugu ára skeið í því starfi sem hún sinnir nú. Konan heitir Radha Burnier og í síð- asta mánuði var hún stödd hérlendis á vegum íslenska guðspekifélagsins. Flutti hún hér erindi á vegum guðspeki- félagsins og tók þátt í umræð- um um starfsemi þess og markmið. Radha Burnier: Engin trúarbrögð eru æðri sannleikanum, Engin trúnrbrögó eru sannleikanum æðri Radha Buriner er fædd og uppalin í borginni Medras sem er ein af stærri borgum Indlands, staðsett í suðurhluta þess. í borginni eru höfuðstöðvar Guðspekifélagsins og þar gekk Radha í skóla þess félagsskap ar. „Skólar okkar byggja á allt öðrum grunni en venjulegir skólar," segir Radha. „I þeim er lögð áhersla á mjög náið samband milliy nemenda og kennara og að enginn ótti sé til staðar hjá nemendum gagnvart kennurum. Samkeppni á ekki að vera til staðar millum nemenda heldur eiga þeir að öðlast ást á þeim viðfangsefnum sem þeir fást við.“ Radha gekk í skóla guðspekifélagsins í Madras allt þar til að gagnfræðaprófi lauk. Eftir það nam hún klassískan indverskan dans í sex ár auk háskólanáms í sanskrít og klassískum bókmenntum. Hefur hún meist- aragráður í öllum þessum greinum. Hún veitti forstöðu um árabil þekktu bókasafni og rannsóknarmiðstöð nálægt Madras þar sem finna má yfir 17.000 austurlensk hand- rit. Hún var um átján ára skeið deildarforseti Indlandsdeildar Guðspekifé- lagsins og tók við núverandi starfi sínu árið 1980. Meðal náinni vina hennar á þessum tíma má nefna Indiru Ghandi og Kristna- murti. Höfum áhuga á allri andlegri velferð Radha segir að Guðspekifélgið hafi áhuga á allri andlegri velferð mannkynsins og hún telur að andleg málefni séu ofarlega á baugi í mannlegum samskiptum í dag, en betur má ef duga skal. „Það er allt of mikið af fordómum til staðar í heiminum í dag og átökum sem spinnast út frá þessum fordóm- um,“ segir Radha. „Það er austur gegn vestri, fátækir gegn ríkum, svartir gegny hvítum, kristnir gegn múslimum og svo mætti lengi telja. Við viljum breyta þessu en gerum okkur jafnframt grein fyrir að um risastórt verkefni er að ræða. Verkefnið geng- ur einkum út á viðhorfsbreytingar og ég tel að kringumstæður muni stuðla að þessum breytingum." Aðspurð um hvort þetta verkefni sé ekki vonlaust segir Radha: „Nei en ef þú gefur þér sem staðreynd að það sé vonlaust þá er það svo. Saga mannsandans er hinsvegar full af dæmum þar sem lausn fannst á von- lausum málum. Einu sinni var talið vonlaust að fljúga, einu sinni var talið vonlaust að komast til tunglsins og svo mætti lengi telja. Við höfum þá trú að ef aðeins lítið brot mannkynsins tileinkar sér viðhorfsbreyting- arnar muni þær ná að smita út frá sér í byigjum til allra hinna.“ Mikil andleg vakning sem orðið hefur á síðustu árum víða um heim telur Radha vera vegna þess að fleiri og fleiri hafa áhuga á heildrænum lausnum og hún telur sérstaklega ánægjulegt hve viðhorfin eru að breytast í Austantjaldslöndunum. „Eitt dæmið um auk- inn áhuga í Austur Evrópu er að Guðspeki- deildir eru þar að komast á laggir á ný eftir að hafa verið bannaðar um fjölda ára. Eg var í heimsókn í Sovétríkjunum í ár og þar var mikill áhugi en félagið var bannað þar 1918. Við boðuðum til fundar í Moskvu og á hann mættu um 500 manns eða meir en húsið rúmaði." Renoir og Kristnamurti Radha hefur kynnst mörgum heimsþekkt- um persónum á æfiferli sínum. Ein þeirra er franski ieikstjórinn Jean Ranoir. Á sjötta áratugnum var Renoir á Indlandi við gerð einnar myndar sinnar. I henni eru mörg dans- atriði með klassískum indverskum dansi. Hann frétti af Rödhu og bauð henni hlutverk í myndinni. Varð það úr og er myndin, The River, var sýnd á Indlandi varð Radha „heims- fræg“ í heimalandi sínu. Með henni og Reno- ir tókst ágætur vinskapur og bauð hann henni eitt sinn til dvalar í Beverly Hills. En Radha segir að hún hafi engan veginn kunn- að við sig í þeim heimi. „Fólkið þar var ótrú- lega sjálfelskt og tilvera þess snérist mikið um völd og peninga. Ég stoppaði því stutt við enda átti þessi heimur ekki við mig,“ segir Radha. Önnur persóna sem Radha þekkir vel er Kristnamurti. „Hann er einn þeirra manna sem hvað mest áhrif hafa haft á líf mitt,“ segir Radha. „Ég þekkti hann sem barn því hann ólst upp í sama guðspekiumhverfi og ég. Kristnamurti var að að mörgu leyti mjög ólíkur mörgum öðrum sem taldir eru gúrúar að því leyti að hann sjálfur taldi sig ekki til þeirra. Fyrir mér var hann eins og Búdda sem sagði: vertu sjálfum þér ljós. Það er kannski erfitt að útskýra þetta nánar en það sem ég á við er að maður á fyrst og fremst að vera ábyrgur gagnvart sjálfum sér.“ Engin trúarbrögð eru æðri sannleikanum Guðspekifélagið sem Radha Burnier veitir nú forstöðu starfar í um 60 löndum og eru meðlimir þess um 35.000 talsins. Stefnuskrá þess er í þremur meginhlutum: Að móta kjarna úr allsheijar bræðralagi mannkynsins án tillits til kynstofna, trúarskoðana, kynferð- is, stétta eða hörundslitar. Að hvetja menn til að leggja stund á samanburð trúarbragða, heimspeki og fnáttúruvísinda. Hvað þetta varðar segir Radha að engin trúarbrögð séu sannleikanum æðri. Og í þriðja lagi að rann- saka óskilin náttúrulögmál og öfl þau sem leynast með mönnunum. í máli Rödhu kemur fram að grunnur Guðspekifélagsins hvíli á tveimur styrkum stoðum, önnur er bræðralag og hin er frelsi. Bræðralagið er tilfinningin að gefa af okkur sjálfum, að vera sátt við aðra og geta deilt reynslu okkar, eða örlögum, með öðrum. Hvað frelsið varðar íætur Guðspekifélagið meðlim- um sínum í té vissa heimsmynd og skilning sem nokkrir félagar þess hafa haft á lífinu í heild. Samt hamrar félagið ekki á boðskap sínum og hann er ekki lagður á borðið sem trú fyrir meðlimi. Félagið býr ekki til trúarkenningar en kynn- ir hugsanir manna sem lifað hafa fyrir áhuga á velferð mannkynsins. Radha segir að það sé brýnt að finna leið til að sameina mannkynið í eina heild án þess að eyðileggja sérkenni einstakra kyn- þátta og menningarheima. Til að ná því marki vill Guðspekifélagið leggja sitt fram. Hún líkir þessu verkefni við tónverk. „Tökum tónlist sem dæmi. Við höfum til staðar mörg ólík hljóðfæri sem gefa frá sér mismunandi hljóma. Málið er að samræma þessa hljóma í eina samstæða heild,“ segir Radha. Radha Burnier hafnaöi hægóarljóma „hins Ijúfa lífs" til að vinna umburðarlyndri heimsmynd guðspek- inga fylgi og er nú aiþjóðaforseti féiagsskaps þeirra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.