Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 24

Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Ríkissjóður og verð hækkun á olíu ær röksemdir, sem ríkis- stjórnin hefur fært fram fyrir því, að ríkissjóður tapi nokkur hundruð milljónum á verðhækkun á olíu eru ekki sannfærandi og raunar fár- ánlegar. Röksemdir ríkis- stjórnarinnar eru í stuttu máli þær, að tekjur ríkisins vegna hækkunar olíuverðs geti aukizt um 300-400 millj- ónir króna. Á móti komi, að annar innflutningur dragist saman, væntanlega vegna þess, að fólk hafí minni pen- inga handa á milli, að tekjur af bifreiðaskatti dragist sam- an og tekjur af virðisauka- skatti vegna minni neyzlu. Með sömu rökum er hægt að sýna fram á, að með því að ríkissjóður taki sömu krónutölu í opinber gjöld af olíu og benzíni en ekki pró- sentuhækkun, komi hækkun olíu og benzíns þeim mun minna við pyngju almenn- ings, samdráttur í innflutn- ingi verði þess vegna minni en ríkisstjórnin áætlar nú, neyzlan minnki minna en nú er áætlað o.s.frv. og tekjutap ríkissjóðs því minna. Kjarni málsins er auðvitað sá, að verðhækkun á olíu og benzíni stofnar árangri hinn- ar svonefndu þjóðarsáttar í voða. Óhjákvæmilegt er, að þessar hækkanir komi að sumu leyti fram í hærra vöruverði eins og t.d. flugfar- gjöldum en á öðrum sviðum er hægt að gera kröfu til þess, að fyrirtækin taki á sig þessar hækkanir að verulegu leyti en þá verður ríkissjóður auðvitað að ganga á undan með góðu fordæmi. Ríkis- stjórnin getur ekki búizt við því, að atvinnureksturinn verði tilbúinn til að færa fórnir í þessum efnum, ef ríkissjóður ætlar sér að hagnast á Persaflóadeilunni. Eins og Morgunblaðið hef- ur áður bent á, bæði í for- ystugrein og fréttum var á fundum íjármálasérfræðinga í Bandaríkjunum í síðustu viku lögð áherzla á nauðsyn þess að ekki yrðu gerðar ráðstafanir til þess að veija neytendur afleiðingum olíu- hækkana. í flestum iðnríkj- um Vesturlanda hefur verið mikill hagvöxtur síðustu ár og batnandi efnahagur. Hér á Islandi eru aðstæður aðrar. Við höfum verið í efnahags- legum öldudal í tvö ár og kjaraskerðingin er orðin gífurleg. Launþegar geta ekki meir. Afkoma fyrirtækj- anna hefur hins vegar farið batnandi, ekki sízt í sjávarút- vegi, þar sem verðhækkun á olíu vegur þyngst. Þess vegna er með sterkum rökum hægt að gera þá kröfu til fyrirtækjanna, að þau taki þessar hækkanir á sig að verulegu leyti. En hvernig í ósköpunum á að rökstyðja þá kröfu, ef ríkissjóður sjálf- ur ætlar engu að fórna en græða í þess stað á þessum hækkunum? SÉREIGNA- • stefna er þjóðfélagslega rétt að minni hyggju oggetur einnig verið siðferði- lega rétt. Hún á því ekki einungis rétt á sér, heldur er hún réttlætanleg. Hví skyldu menn vemda „eignir sósíal- ismans“ sem þeim finnst ekki koma sér við á nokkurn hátt? Hnupl er siðleysi. En það finnst þegnum Sov- étríkjanna ekki, ef marka má Shla- pentohk, þeim finnst það einfald- lega réttlæti. Slíku fólki eru önnur vandamál nærtækari en kenningar um sannleika. En þetta kemur einn- ig fyrir hjá okkur - „ríkið borgar“, segja menn. Og pólitíkusar kaupa atkvæði fyrir skattpeninga ríkisins. Okkar peninga. Allt gleymist. Eða hver man nú eftir Kröflu? Nei, við erum í gler- húsi. Því miður. MÉR SKILDIST Á • Búkovsky að hatrið væri eini sannleikur gúlagsins, a.m.k. eina vopnið sem dygði í baráttunni við kúgun og ófrelsi. Sannleikur Krists, kærleikur hans aðhláturs- efni í slíku samfélagi. Enginn veit hvað er endanlegt svar við því hvað er réttlæti. Né heldur ef spurt er, Hvað er sannleik- ur? Þjóðfélagið góða er einungis draumsýn og skáldskapur. Maður- inn ófullkominn og býr um sig í samræmi við þroska sinn og sið- gæðisvitund. Hvorugt þolir mæli- kvarða fullkomnunar. GORBASJOV BOÐAÐI Á • sínum tíma heimsbyltingu kommúnismans og yfirráð með sama hætti og fyrirrennarar hans og engu líkara en þessi orð Kund- era í Óbærilegum léttleika tilver- unnar hafi verið einkunnarorð þeirra ógæfusömu manna sem þurfa að tala máli heimskommúnism- ans, Gullroðin ský sól- arlagsins varpa töfra- birtu saknaðarins á allt sem var; jafnvel fallöxina. VIÐ FÆDDUMST EKKI • inní neinn fílabeinstum. Við fæddumst ekki inní neinn geril- sneyddan helgidóm. Við fæddumst inní líf sem er grimmt og miskunn- arlaust. Við fæddumst inní skóla sem er kröfuharður af náttúrunnar hendi. Við erum gras og af efna- fræðilegum ástæðum vex grasið grænast undan • skítnum. Þessa speki kenndi Ragnar í Smára mér og því eldri sem ég verð því sann- færðari er ég um réttmæti þessara orða. Eða einsog Kristján Karlsson segir í limru: „Það bregzt ekki,“ sagði Bjami, „að blómgist rósir á hjami er andskotinn laus með sitt ódæma raus, því að ekta blóm vex úr skarni." Ég er jafn sannfærður um að við gegnum ekki hlutverki gyltunnar sem hefur meiri áhuga á akarninu en krónu trésins og himninum yfir henni. Við horfum stundum til him- ins og getum borið fegurðinni vitni. Það er ekki sízt í hversdagsleikan- um sem lífið er fagurt. Hátíðleikinn getur verið skrumskæld mynd af lífinu í allri sinni dýrð, tildur og tilgerð. Það er í hversdagsleikann sem ég hef sótt andlega uppörvun og skammast mín ekki fyrir. Þann- ig urðu Sálmar á atómöld til. En ég met leit fræðimanna og annarra að réttlæti og sannleika, að sjálf- sögðu. Hallast þó að því einsog Jónas að fegurðin sé forsenda alls sannleika. MARXISTAR TELJA VÍST • að lífið sé sífelldur lífsháski. Frelsisskerðingin sé björgunarað- gerð. Sumir fijálshyggjumenn telja að lífsháski réttlæti ekki einu sinni skerðingu á eignarrétti. Popper er ekki í þeirra hópi. Það er gott að lúta leiðsögn hans. Hann var flokks- bundinn jafnaðarmaður í Austurríki áðuren hann flýði í útlegðina; eins- konar hægri krati á okkar mæli- kvarða; eða sunnudagskrati einsog fleiri. Þó enginn miðjumoðsmaður. Hefði líklega getað kosið Sjálfstæð- isflokkinn hér heima. Hannes Hólm- steinn kallar okkur Popper „sveigj- anlega fijálshyggjumenn“ til að halda mér við efnið! Ég veit að harðir fijálshyggju- menn útí hinum stóra heimi leyfa ekki skerðingu á eignarrétti nema í undantekningartilfellum. Orð eins og almannaheill eru mönnum eins og Nozick engin freisting. Bygg- ingu þjóðarbókhlöðu mundi hann örugglega ekki telja til almanna- heilla og réttlæta frávik 'frá grund- vallarreglu um friðhelgi eignarrétt- arins. En það merkir ekki að kenn- ingar hans séu eitthvað ógeðfelldari en hugmyndir Þórbergs sem var, þrátt fyrir allt, miklu meiri díalekt- íker en þeir í Moskvu og taldi sjálf- an sig standa þeim framar í fræðun- um. Ég tek hann sem dæmi vegna þess hann taldi sjálfur að hann væri einn ótvíræðasti kommúnisti heims um sína daga og ekki síður vegna þess hann var einn mesti mannúðarsinni í lífi sínu og látæði sem ég hef kynnzt. Úr þessum and- stæðum, marxisma og mannúðar- stefnu, óx einhver frumlegasti rit- höfundur íslenzkra bókmennta og sérstæðasti hugsuður. En hann ber þess samt merki alla tíð að olía og vatn fara ekki saman. Hann átti við tvískinnung að etja. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall + REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 29. september ÞAÐ er MIKIÐ UM AÐ vera á álmörkuðum um þessar mundir. Á síðustu 50 dögum, hefur heimsmarkaðsverð á áli hækkað um 43%. Álverð er nú hærra en það hef- ur verið síðustu 18 mánuði. Þetta þýðir, að afkoma álfyrirtækjanna stórbatnar og hlutabréf þeirra hækka í verði í kauphöll- um víða um heim. Eftirspurn eftir áli hefur aukizt verulega að undanförnu. Framleiðsla álvera í Bandaríkjunum nemur nú um 98% af fram- leiðslugetu þeirra. Birgðir eru í lágmarki. Sérfræðingar spá því að eftirspurn verði umfram framboð næstu árin. í nýlegri skýrslu erlends ráðgjafafyrirtækis er gert ráð fyrir, að framleiðsla á hrááli verði um 50 þúsund tonnum meiri en eftirspurn á þessu ári. Hins vegar muni 150 þúsund tonn skorta á næsta ári til þess að full- nægja eftirspurn og 50 þúsund tonn vanti upp á til viðbótar á árinu 1992 til þess að eftirspurn verði fullnægt. Á síðasta ári voru framleidd 14,3 millj- ónir tonna af hrááli og á þessu ári er gert ráð fyrir, að framleiðslan aukist í 14,5 milljónir tonna og verði komin í 15,45 milljónir tonna á árinu 1992. Horfur í áliðnaði eru yfirleitt taldar góðar. Miklar umræður eru nú um aukna álnotkun í bifreiðaframleiðslu. Á1 er léttara en stál og á tímum umhverfisverndar er lögð áherzla á aukna álnotkun vegna þess, að hægt er að endurvinna ál. Hins vegar er álið dýrara en stál og sá kostnaðarmun- ur hefur dregið úr áhuga bílasmiðjanna á að auka 'álnotkun í bílaframleiðslu. í kjöl- far Persaflóadeilunnar er hins vegar búizt við auknum kröfum um framleiðslu á spar- neytnari bílum og það mun ýta undir aukna álnotkun í bílum. Fyrir 30 árum var ál rúmlega 1% af því efni, sem notað var í bíl. Nú er það hlutfall komið upp í 5%. Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir áli eru samt sem áður vangaveltur meðal manna um ástæður þeirrar miklu hækkunar, sem orðið hefur á áli að undanförnu. Sumir telja, að kauphallarbraskarar standi á bak við þessa verðhækkun og þess vegna verði hún ekki langlíf og megi búast við verð- lækkun innan tíðar. Persaflóadeilan veldur því, að framkvæmdum við álver í þeim heimshluta hefur verið frestað og er talið, að framsýnir kaupsýslumenn kunni að stunda mikil álkaup um þessar mundir í þeirri trú, að deilan dragist á langinn og álverð hækki af þeim sökum verulega frá því, sem nú er. Þar er sérstaklega nefndur til sögunnar einn stærsti álsali í heimi, Marc Rich að nafni, en fyrir tæpum áratug kom hann við sögu vegna tilrauna til þess að selja mikið magn af óseldri skreið frá íslandi til Nígeríu. Þótt álverð sé hátt um þessar mundir, ber þó að hafa í huga, að sveiflur í því hafa verið miklar á undanförnum árum og áratugum og ekki ósennilegt, að svo verði enn um skeið, þótt flest bendi til vaxandi eftirspurnar eftir áli. Alumax og Island BANDARISKA fyrirtækið Alumax hefur verið mikið í sviðsljósinu að und- anförnu vegna samningaviðræðna um byggingu nýs ál- vers hér. Eftir að Alumax kom til sögunn- ar hefur fyrirtækið tekið augljósa forystu í þessum viðræðum af hálfu erlendu álfyr- irtækjanna. Ástæðan fyrir því er sú, að fyrirtækið hefur mikla reynslu í byggingu álvera, en það hafa hvorki sænska né hollenzka fyrirtækið. Alumax er dótturfyrirtæki annars bandarísks stórfyrirtækis, sem heitir Am- ax. Helzti forystumaður þess fyrir rúmum áratug var Skoti að nafni MacGregor. Fyrirtækið og MacGregor komust í heims- fréttir á fyrstu valdaárum Margrétar Thatcher vegna þess, að hún fékk Mac- Gregor til þess að taka að sér endurskipu- lagningu brezka stáliðnaðarins. Það gerði hann með eftirminnilegum hætti og varð til þess, að honum var falið það vandasama verkefni að endurskipuleggja einnig brezka kolaiðnaðinn. Þar vann hann einnig umtalsvert afrek og er enn í fullu fjöri í viðskiptalífinu kominn hátt á áttræðisald- ur. í þjónustu Alumax eru nú um 14 þús- und starfsmenn víða um heim. Auk hrááls- framleiðslu hefur fyrirtækið lagt mikla áherzlu á að fullvinna ýmsar vörur úr áli. Má þar nefna glugga- og dyraumbúnað, sturtuklefa, álpappír og margt fleira. Árs- sala fyrirtækisins nemur um 2,5 milljörð- um bandaríkjadala og hefur hagnaður þess verið mikill síðustu ár. Höfuðstöðvar Alumax eru skammt frá Atlanta í Georgíu og þar starfa innan við eitt hundrað starfs- menn. Forráðamenn Alumax hafa lengi haft áhuga á að kanna möguleika á byggingu álvers á íslandi. Fyrstu samskipti þeirra við íslenzk stjórnvöld hafa sennilega verið fyrir um aldarfjórðungi og fýrirtækið hefur á þeim tíma, sem síðan er Iiðinn, hvað eftir annað sent fulltrúa sína hingað til lands til þess að kanna möguleika. Aldrei hefur þó orðið af framkvæmdum fyrr en nú, að yfirgnæfandi líkur benda til, að fyrirtækið hafi forgöngu um byggingu nýs álvers við Keilisnes. I hugleiðingum for- ráðamanna fyrirtækisins á undanförnum áratugum hefur ísland jafnan verið eitt þeirra landa, sem hafa verið efst á blaði. Forsvarsmenn Alumax hafa bersýnilega lagt mikla áherzlu á að kynna sér aðstæð- ur hér á landi, ekki einungis í sambandi við byggingu álvers heldur þjóðfélagsað- stæður almennt og fer ekki á milli mála, að þeim er kappsmál að standa þannig að framkvæmdunum, að ekki valdi óþæg- indum eða ágreiningi. Hér er um mikla fjármuni að ræða. Talið er, að bygging þessa álvers kosti um 60 milljarða íslenzkra króna eða sem svar- ar 1 milljarði bandaríkjadala. Fyrir nokkr- um dögum var það forsíðufrétt í Financial Times í Bretlandi, að stærsta framleiðslu- fyrirtæki heims, General Motors, hygðist leggja 1 milljarð dala í uppbyggingu á bílafyrirtækjum sínum í Evrópu. Af þessu má sjá, að jafnvel á mælikvarða stórþjóða og stórfyrirtækja, er hér um mikla fjár- muni að tefla. Alumax hefur ekki fyrr byggt álver við þær aðstæður, sem hér eru, þ.e. að orku- verið, sem framleiðir orkuna fyrir álverið sé óbyggt. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því, að fyrirtækið hikaði við fram- kvæmdir hér á landi fyrr á árum. Eftir að forráðamenn þess kynntust Landsvirkj- un, starfsmönnum hennar og sérfræðing- um og rekstri orkuveranna hér, hurfu þess- ar áhyggjur. Er vissulega ánægjulegt, að íslenzkt fyrirtæki og starfsmenn þess njóti slíks trausts. við íslending- Orkuverð ar bjóðum ekki upp á ódýrustu orku, sem fáanleg er til álframleiðslu. Sennilega er það ein af ástæðum þess, að álfyrirtæk- in hafa ekki barið hér að dyrum, en eins og sjá má af tölunum, sem nefndar voru hér að framan, er álframleiðsla á íslandi aðeins örlítið brot af álframleiðslu í heimin- um. Ódýrasta orkan, sem nú er fáanleg er í Miðausturlöndum. Við olíuframleiðslu þar streyma gastegundir út í loftið, sem hægt er að virkja til þess að framleiða orku fyrir álver og þess vegna hefur athygli álfyrirtækja mjög beinzt að þessum heims- hluta. Persaflóadeilan verður hins vegar til þess, að þeim áformum verður slegið á frest. Raunar hafa álfyrirtæki áður orðið illa úti í þeim heimshluta. Japanskt fyrir- tæki brann inni með nær fullbyggt álver í íran fyrir rúmum áratug, þegar keisaran- um var steypt af stóli, og tapaði þar um 800 milljónum dollara. í Venezúela er einnig boðin fram mjög Teikning af álveri því, sem Alumax byggir í Kanada um þessar mundir. ódýr orka til álframleiðslu. Fyrirtæki með mikla reynslu á þessu sviði fara hins veg- ar varlega í að taka þeim boðum. Ástæðan er sú, að þau telja stjórnmálaástandið í landinu mjög ótryggt og engu að treysta, að samningar sem gerðir séu standi. Ork- an, sem á boðstólum er í Kanada er einn- ig heldur ódýrari en orkan hér á íslandi að mati álfyrirtækjanna, enda hefur áhugi þeirra beinzt þangað. Þannig á Alumax aðild að byggingu álvers í Kanada um þessar mundir, sem verður heldur stærra en fyrirhugað álver hér og nokkur álfyrir- tæki hafa tekið höndum saman um bygg- ingu annars álvers þar. í þeim hópi eru sum þeirra fyrirtækja, sem átt hafa í við- ræðum á undanförnum árum við íslenzk stjórnvöld en hafa bersýnilega fremur val- ið Kanada. Orkuverð í Japan, Evrópu og Banda- ríkjunum er hins vegar hærra en hér á íslandi. En ekki er allt fengið með því að hafa orkuverð sem hæst. Ef verðfall verð- ur á álmarkaðnum eða mikill samdráttur í eftirspurn, er þeim álverum fyrst lokað, þar sem orkuverðið er hæst. Þannig getur afleiðingin af því að spenna orkuverðið of hátt orðið sú, að álveri sé einfaldlega lok- að,_ef illa árar. Ástæðan fyrir áhuga Alumax og sam- starfsfyrirtækja þess á að byggja álver hér er ekki eingöngu tiltölulega hagstætt orkuverð, heldur og ekki síður, að fyrir- tækin líta svo á, að hér ríki festa í þjóðfé- lagsháttum. Þótt ríkisstjórnir komi og fari og hart sé deilt á vettvangi stjórnmálanna sé íslenzkt þjóðfélag gróið og traust. Ganga megi út frá því sem vísu, að íslend- ingar standi við gerða samninga, ný ríkis- stjórn virði þá samninga, sem fyrri ríkis- stjórn hafi gert. Þegar um sé að ræða svo mikla fjárfestingu og fyrirtæki, sem búast megi við að starfi í a.m.k. 35 ár, skipti þessir kostir ekki síður máli en orkuverðið. í Bandaríkjunum hafa að undanförnu farið fram athyglisverðar umræður um skattgreiðslur erlendra fyrirtækja þar í landi. Bandarísk skattayfirvöld telja, að erlendu fyrirtækin komist upp með að greiða litla sem enga skatta með hvers kyns bókhaldstilfæringum. Af þessum sök- um hafa skattayfirvöld þar leitað sam- starfs við skattayfirvöld í Evrópubanda- lagsríkjunum til þess að tryggja, að erlend fyrirtæki borgi sanngjarna skatta. Banda- ríkjamenn hafa haft við orð að setja strangari Iög til þess að tryggja þessar skattgreiðslur. í samningaviðræðum erlendu álfyrir- tækjanna og íslenzkra stjórnvalda er gert ráð fyrir ákveðnum skattgreiðslum hins nýja álvers. Forsvarsmenn erlendu fyrir- tækjanna telja, að íslendingar eigi auðvelt með að fylgjast með því, að allt sé á hreinu í þeim efnum. íslendingar viti hvert álverð- ið.sé, þeir viti hvert orkuverðið sé og er- lendu fyrirtækin hafi samþykkt, að óháðir endurskoðendur fari yfir bækur fyrirtækis- ins. ERLENDU ÁLFYR- irtækin telja, að framkvæmda- kostnaður hér á ís- landi verði hærri en t.d. í Kanada. Fjarlægðin valdi því, að flutningar á öllu efni til álversins verði dýrari en ella. Þá sé hugsanlegt, að launa- kostnaður og annar kostnaðar vegna þeirra starfsmanna, sem byggja álverið verði hærri en annars staðar. Énnfremur telja forráðamenn Alumax hættu á að lækkandi gengi dollars hækki fram- kvæmdakostnað hér vegna þess, að tölu- vert af aðföngum til verksmiðjubyggingar- innar komi frá Evrópu. Eins og áður hefur komið fram í rit- stjórnargreinum Morgunblaðsins má ekki búast við, að um miklar fjárfestingar verði að ræða á næsta ári en hins vegar á árun- um 1992-1994. Allt bendir nú til að samn- ingagerð milli íslenzkra stjórnvalda og erlendu álfyrirtækjanna sé á lokastigi, ef marka má ummæli Jóns Sigurðssonar, iðn- Fram- kvæmdir aðarráðherra í Morgunblaðinu í dag, laug- ardag, eftir fund hans með forráðamönn- um álfyrirtækjanna í New York í gær, föstudag. Jafnframt er líklegt, að eitthvert umrót verði á Alþingi vegna andstöðu ein- stakra þingmanna Alþýðubandalagsins og hugsanlega Framsóknarflokksins við álve- rið. Ekki er óhugsandi, að andstaðan innan Alþýðubandalagsins verði svo mikil, að ríkisstjórnin missi starfhæfan meirihluta á Alþingi af þeim sökum og kosningar verði fyrir áramót. Þeir þingmenn Alþýðubanda- Iagsins og hugsanlega Framsóknarflokks- ins, sem hyggjast beita sér gegn álsamn- ingunum hljóta að gera sér grein fyrir því, að yfirgnæfandi meirihluti er fyrir þeim á Álþingi. Og sá meirihluti hlýtur að koma til skjalanna til þess að tryggja framgang málsins, ef þörf krefur. Verði andstaða við álsamningana til þess að kosningar verði fyrir áramót er það af hinu góða. Eins og Morgunblaðið benti margsinnis á fyrir nokkrum vikum er nauð- synlegt að kjósa til þings nú í haust til þess að koma í veg fyrir, að skæruhernað- ur innan ríkisstjómar og stjómarflokka og af hálfu BHMR gagnvart ríkisstjóm- inni eyðileggi þann árangur, sem náðst hefur í efnahagsmálum og verðbólgubarát- tunni. Hugsanlegar efnahagslegar afleið- ingar olíuverðshækkana hafa enn aukið á þýðingu þess, að kosið verði fyrir áramót. Þýðing nýs álvers fyrir þjóðarbúskap okkar er mikil. Álverið er ein helzta for- senda fyrir því, að hægt verði að bæta lífskjörin í landinu á næstu árum. Full ástæða er til að ætla, að forsvarsmenn fyrirtækjanna þriggja verði góðir sam- starfsmenn okkar Islendinga, þótt þeir gæti að sjálfsögðu sinna hagsmuna. í þessu samstarfi sem öðru skiptir máli, að báðir aðilar hafí hag af. Almenningur hef- ur haft vit fyrir stjómmálamönnunum eins og skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sýnir. Löng leit okkar að nýjum samstarfs- mönnum um nýtingu orku fallvatnanna er senn á enda. „Forráðamenn Alumax hafa lengi haft áhuga á að kanna mögu- leika á byggingu álvers á Islandi. Fyrstu samskipti þeirra við íslenzk stjórnvöld hafa sennilega verið fyrir um aldar- fjórðungi og fyr- irtækið hefur á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hvað eftir annað sent fulltrúa sína hingað til lands til þess að kanna möguleika. Aldrei hefur þó orðið af framkvæmdum fyrr en nú, að yfirgnæfandi líkur benda til, að fyrirtækið hafi forgöngu um byggingu nýs ál- vers við Keilis- nes.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.