Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
Minning:
Valborg Haraldsdótt-
irfrá Kolfreyjustað
Fædd 5. desember 1901
Dáin 20. september 1990
A morgun verður til moldar bor-
in frá Bústaðakirkju Valborg Har-
aldsdóttir, Langagerði 22,
Reykjavík.
Hún fæddist á Neskaupstað og
ólst þar upp í föðurhúsum, þar til
hún flyst að Kolfreyjustað í Fá-
skrúðsfirði. Síðan giftist hún þar
prestinum sem sat staðinn, séra
Haraldi Jónassyni. Þau bjuggu á
Kolfreyjustað í 43 ár, eða þangað
til séra Haraldur dó 22. desember
1954.
Þau eignuðust níu börn og séra
Haraldur átti einn son frá fyrra
hjónabandi, auk þess ólu þau upp
eina fósturdóttur. Það var mjög
margt um manninn á Kolfreyjustað,
því þar voru líka vinnumenn og
vinnukonur. Þarna var búið rausn-
arbúi, með kindur,' kýr, hesta, hund
og kött svo ekki sé nú talað um
hænsnin og svo blessaðan æðar-
fuglinn í Andey. Já, í þá daga var
nú gott að lifa af því sem jörðin
og búið gáfu. Þama lagði nú líka
presturinn á ráðin, enda var hann
svo góður maður og með Valborgu
sér við hlið, hún bar rausn og heið-
ur þessa staðar uppi með sínum
manni eins og best var á kosið. Þar
var lifað við trúna á Jesú og góða
siði. Mig langar til að segja ykkur
frá því þegar ég kynntist þessari
fjölskyldu fyrir rúmum fjörutíu
árum og þá í gegnum börn þeirra
Kolfreyjustaðahjóna. En börnin
fóru að heiman og leituðu sér fé-
lagsskapar eins og gengur og ger-
ist með ungt fólk. Við fórum fjögur
á bíl sem sonur hjónanna átti og
þá náttúrulega austur á firði, til
Norðfjarðar, en þar var frændfólkið
líka, faðir Valborgar og systur o.fl.
Pöntuðum far yfir Eskifjörð með
bílinn, en þegar komið var á fjallið
ofan við Eskifjörð, var báturinn
kominn út á miðjan fjörð, en hann
sneri við, hann sá til bflsins. Síðan
var ekið yfír staðarskarð milli Reyð-
arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og
komið að Kolfreyjustað, þá fannst
manni tilkomumikið að koma á
þennan stað. Og þarna voru þá tvö
böm þeirra hjónanna á Kolfreyju-
stað komin með sína tilvonandi
maka heim. Eg var strax ákaflega
hrifínn af staðnum og þá ekki síður
af tilvonandi tengdaforeldrum sem
tóku á móti okkur með mikilli hlýju.
Valborg flutti tii Reykjavíkur
eftir lát manns síns, hún bjó fyrst
í leiguíbúð með börnum sínum sem
ekki voru flutt úr heimahúsum.
Síðan byggði hún sitt eigið hús í
Langagerði 22 og þá með tveimur
börnum sínum. Valborg var mikil
dugnaðar kona, sem alltaf vildi öll-
um gott gera. Hún var réttsýn en
samt ákveðin og hélt fast við sína
skoðun. Valborg var félagslynd
kona, t.d. starfaði hún mikið með
Félagi austfirskra kvenna og hún
naut félagsskapar eldri borgara í
Bústaðakirkju á hverjum miðviku-
degi, hún var mikill velunnari kirkj-
unnar.
Nánustu afkomendur Valborgar,
börn, barna- og barnabörn, eru orð-
in yfir 80. Hún var alveg einstök
manneskja, hvað henni tókst vel að
halda þesuum hópi saman. Á hveiju
einasta ári var komið saman í
Langagerði 22 5. des. á afmæli frú-
arinnar. Á hverju einasta ári hafði
hún jólaboð fyrir alla, allir fengu
jólagjafír jafnt ungir sem gamlir,
og mikið meira mætti nú upp telja.
Þetta finnst mér lýsa vel gæsku og
göfuglyndi tengdamóður minnar.
Valborg var alla tíð heilsuhraust
kona, og áreiðanlega óskað sér þess
að þurfa ekki að liggja lengi á dán-
arbeði. Okkur finnst það táknrænt
og svolítið dularfullt að aðfaranótt
miðvikudags 19. september lagðist
kirkjan á Kolfreyjustað á hliðina í
fárviðri sem geisaði á Fáskrúðs-
fírði. Valborgu var sagt frá þessu
á miðvikudaginn að ósk sóknar-
prestsins þar, þá sagði hún, og þeir
byggja hana bara upp aftur. En
daginn eftir dó Valborg.
Eg vil að lokum þakka Valborgu
fyrir hennar hlýju og traustu sam-
fylgd í gegnum öll þessi ár.
„Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(Vald. Briem)
Davíð Kr. Jensson
Við sátum í bílnum, ég við stýrið
og hún við hliðina á mér. Tveir
fullir diskar af pönnukökum í aftur-
sætinu, annar fyrir fundinn og hinn
handa mér. Við vorum sem oftar á
leiðinni á prestkvennafund. Ég var
vön að hringja í hana og spyrja
hvort hún yrði ekki samferða og
þá svaraði hún gjarnan: „Heldurðu
að þær vilji að ég komi með nokkr-
ar pönnukökur og mundir þú ekki
hafa not fyrir nokkrar líka?“ Það
kom einnig oft fyrir síðustu árin
að hún hringdi og spurði hvort ég
ætti ekki von á gestum, hún hefði
verið að baka pönnukökur handa
mér.
Ég virti hana fyrir mér þar sem
hún settist léttilega upp í bílinn,
lágvaxin og létt á fæti, andlitið frítt
með augu sem voru full af glettni.
Lengst af klæddist hún peysufötum
á samkomum sem þessum, en
síðustu árin sagðist hún ekki
treysta sér til þess. Hún hlakkaði
alltaf til fundanna, að hitta gömlu
vinkonurnar, sem voru af sömu
kynslóð og hún og höfðu um svo
margt að ræða, en líka að sjá þær
sem voru að bætast í hópinn og
kynnast þeim.
Ég hugsaði um líf þessarar vin-
konu minnar, hversu ólíkt það hafði
verið mínu. Hún hafði alið 9 börn
og staðið fyrir stóru og gestkvæmu
prestsheimili. Uppþvottavélar og
örbylgjuofn þekktust ekki, né
barnaheimili og útivinnandi hús-
mæður. Hve hún hlýtur oft að hafa
verið örþreytt. En frú Valborg hafði
fengið létta lund í vöggugjöf og
heimilisfólkið hefur notið þess.
Engu að síður áttum við frú
Valborg ýmislegt sameiginlegt. Við
vorum báðar prestskonur, hún var
að vísu orðin ekkja þegar við kynnt-
umst. Hafði verið prestsfrú á Kol-
freyjustað í 33 ár. Annað var það
sem tengdi okkur líka, en það var
kirkjan okkar, Bústaðakirkja.
Tengdasonur hennar, Davíð Kr.
Jensson, var kirkjusmiðurinn og
formaður Bræðrafélagsins í mörg
ár og þau frú Jenný, kona hans
reglulegir kirkjugestir. Fæðingu
okkar Valborgar bar einnig upp á
sama mánaðardag, þó nokkuð mörg
ár væru á milli og þó við sæjumst
ekki oft þann dag hugsuðum við
hvor til annarrar með sérstökum
hætti á þessum sameiginlega af-
mælisdegi okkar.
Þær bjuggu saman hún og dóttir-
in sjúka, Helga, sem hún hafði ann-
ast frá fæðingu. Sjaldan hef ég
orðið vitni að meiri kærleika og
elsku en þeirri sem hún sýndi henni.
Hún kvartaði ekki þótt oft væri hún
bundin, en hún átti líka stóra og
góða fjölskyldu sem studdi hana í
hvívetna.
Ég er þakklát fyrir þá umhyggju
og vináttu sem hún sýndi mér og
mínum. Hún átti þann innri frið sem
við öll sækjumst eftir. Ég veit að
prestskonan, vinkona mín, nýtur
nú staðreyndar fyrirheitsins um
eilíft líf og dvelur í yndislegum
bústöðum Drottins.
Ebba Sigurðardóttir
Hinn 20. september sl. andaðist
tengdamóðir mín Valborg Haralds-
dóttir frá Kolfreyjustað, Fáskrúðs-
firði, en til heimilis í Langagerði
22, Reykjavík, frá árinu 1955.
Með henni er gengin mikilhæf
kona, sem með lífi sínu og starfi
ávann sér virðingu þeirra, sem
kynntust henni á langri ævi.
Guðrún Valborg Haraldsdóttir
eins og hún hét fullu nafni var
fædd á Norðfirði 5. desember 1901
dóttir hjónanna Haralds Brynjólfs-
sonar fískmatsmanns og Þóreyjar
Jónsdóttur. Að henni stóðu merkar
austfrrskar ættir. Ekki er þess kost-
ur að rekja þær ættir hér, en geta
má þess að Haraldur var sonur
Brynjólfs bónda á Skálateigi Ein-
arssonar. Móðir Brynjólfs var Ingi-
björg Brynjólfsdóttir bónda á Hofí
í Norðfírði, bróður Sigurðar langafa
Haraldar Níelssonar prófessors.
Faðir Brynjólfs á Hofí var Gísli
bóndi á Hófi í Norðfirði Sigfússonar
prests á Klyppstað Gíslasonar.
Móðir Valborgar var Þórey Jóns-
dóttir Davíðssonar, skálds á Græna-
nesi í Norðfirði, bróður Árna, afa
Bjama Vilhjálmssonar þjóðskjala-
varðar.
Valborg ólst upp í foreldrahúsum
ásamt systkinum sínum og naut
menntunar eftir því sem þá tíðkað-
ist. Dugnaður hennar og glaðvæðr
vakti snemma athygli og var hún
eftirsótt til helstu starfa sem konur
stunduðu þá.
En ekki var þess langt að bíða,
að ævintýri lífs hennar hæfíst á
einum Austfjarðanna.
Á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði
var frá árinu 1914 sóknarprestur
séra Haraldur Jónasson. Hann var
kvæntur Sigrúnu Jónsdóttur bók-
sala í Neskaupstað, frænku Val-
borgar, og áttu þau einn son, Jón-
as, f. 30. janúar 1916, síðar raf-
virki í Reykjavík. En forlögin tóku
grimmilega í taumana og andaðist
Sigrún í desember 1919 aðeins
tæplega fertug að aldri. Vegna
þessa atvikaðist það að Valborg
réðst sem bústýra til prests og gift-
ust þau 17. september 1921.
Kolfreyjustaður er eitt hinna
þekktu rótgrónu prestsetra í
landinu. Margir nafntogaðir prestar
hafa setið staðinn og má nefna
Hjálm Einarsson, Hjálmar Guð-
mundsson, Ólaf Indriðason, Hákon
Jónsson Espólín og Jónas P. Hall-
grímsson, en séra Haraldur hafði á
árinu 1910 verið skipaður aðstoðar-
prestur Jónasar. Honum var veittur
Kolfreyjustaður 9. júní 1914 og
þjónaði hann prestakallinu til
dauðadags 22. desember 1954.
Haraldur Jónasson var fæddur
6. ágúst 1885 í Sauðlauksdal við
Patreksfjörð. Foreldrar hans voru
þau Jónas Björnsson prestur á
staðnum, sonur Björns Kortssonar
á Möðruvöllum í Kjós og eiginkonu
Jónasar, Rannveigar Gísladóttur,
hreppstjóra á Neðribæ í Selárdal,
Árnasonar.
Séra Haraldur var viðurkenndur
af öllum, sem hinn ljúfi og trausti
sóknarprestur og prófastur.
Ég minnist þess, að gömul kona
á Búðum lýsti presti sínum þannig:
„Hann breytti eins og hann boð-
aði.“ Þessi meitlaða lýsing er mér
minnisstæð. Séra Haraldur var
heimilisfaðir og húsbóndi með af-
brigðum. Mikill maður vexti, gervi-
legur og hraustmenni.
Húsfreyjunnar ungu biðu mikil
verkefni á fögrum stað. Á Kol-
freyjustað var stundaður hefðbund-
inn búskapur og eyjar voru nytjað-
ar. í hugann skýst kvæði Gests,
Uti fyrir Fáskrúðsfirði.
Arg er i Æðaskeri,
Andey brosir að landi;
snúðug í fasi er Flesin,
fagurprúður er Skrúður.
Bakurinn hveija báru
brýtur og hvítu spýtir;
vaskur á Vattamesi
Viti um nætur situr.
Heimilisfólk var iðulega um 20
manns. Gestagangur var mikill og
stöðugur enda áttu margir leið fyr-
ir skriðurnar, svo sem vermenn í
Vattarnesi. Sóknarbörnin áttu líka
erindi við prest sinn og kirkju. Öll-
um var vel tekið af rótgróinni gest-
risni og elskusemi. Starf prestkon-
unnar var því margþætt og erfítt.
En Valborg var óþreytandi við öll
störf og heimilið blómgaðist.
Böm þeirra urðu 9 auk Jónasar,
sem fyrr var nefndur. Þau eru í
aldursröð: Sigrún, gift Hirti Har-
aldssyni vélamanni, Ragnar hús-
gagnasmíðameistari, kvæntur Sig-
rúnu Einarsdóttur, Jenný, gift
Davfð Kr. Jenssyni byggingameist-
ara, Þórey, gift Pálma Kárasyni
vélstjóra, Rannveig, gift Hilmari
Björgvinssyni lögfræðingi, Harald-
ur byggingameistari, kvæntur Ingi-
björgu Tómasdóttur, Björgvin
múrarameistari, kvæntur Arndísi
Magnúsdóttur, Hilmar húsgagna-
smíðameistari, var kvæntur Sigur-
björgu Þórðardóttur, og Helga, fötl-
uð frá fæðingu.
Öll eru börnin búsett í Reykjavík
og Kópavogi. Þá áttu sér griðastað
á heimilinu gamalmenni og ein-
stæðingar úr sókninni. Öllum var
sinnt, enginn var afskiptur, Valborg
sá til þess. Enn einn ríkasti kostur-
inn í fari hennar var réttlætiskennd-
in.
Þannig liðu rúmlega 30 ár, en
þá dró ský fyrir sólu, er séra Har-
aldur andaðist á sjúkrahúsi í
Reykjavík 22. desember 1954. Val-
borg fluttist því frá staðnum til
Reykjavíkur á fardögum 1955 er
séra Þorieifur K. Kristmundsson tók
við brauðinu og þjónar hann þar
enn. Hinn fagri staður var kvadd-
ur, enn urðu þáttaskil í lífí Valborg-
ar og hennar fólks.
Þegar hér var komið sögu höfðu
elstu börnin stofnað heimili í
Reykjavík og komið sér vel fyrir í
höfuðborginni af alkunnum dugn-
aði. Valborg réðst í það ásamt börn-
um sínum að byggja ágætis hús í
Langagerði 22. Kom það sér vel,
að synirnir eru hæfir iðnaðarmenn,
því ávallt er það mikið átak fyrir
fólk, að flytja til borgarinnar og
byggja yfir sig þar.
Hélt hún heimili þar ætíð síðan
og annaðist dóttur sína, Helgu, af
fádæma umhyggju sem líkja má
við hetjudáð. Hún fylgdist rækilega
með öllum afkomendum sínum,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um, allir fengu jólagjafir og afmæl-
iskveðjur. Alla afmælisdaga afkom-
enda sinna mundi hún og var það
ekki auðvelt hin seinni árin en þeir
eru nú 80 talsins.
Tryggðaböndin við Fáskrúðsfírð-
inga rofnuðu aldrei og heimsóttu
þeir hana gjarnan. Hún var félags-
lynd og tók þátt í félagsstarfi aust-
firskra kvenna og fleiri samtaka.
Hún átti gott ævikvöld enda var
hún óvenju lifandi persónuleiki.
Að leiðarlokum vil ég þakka hinni
látnu heiðurskonu samfylgdina og
hin góðu áhrif, sem hún hafði á
mig, syni okkar og heimili.
Mikil ættmóðir er hér kvödd, sem
skilur eftir ljúfar minningar ein-
göngu.
Fagra haust, þá fold ég kveð,
faðmi vef mig þínum,
bleikra laufa láttu beð
að legstað verða mínum.
(Steingr. Thorsteinsson.)
Hilmar Björgvinsson
Amma okkar, Guðrún Valborg
Haraldsdóttir, er látin. Okkur var
brugðið. Þrátt fyrir háan aldur var
hún alltaf hress og kvik í hreyfing-
um alveg fram til þess síðasta.
Margar góðar minningar koma
fram í hugann og eru þær allar
bundnar því hversu sterk og hlý
hún var. Ámma lagði mikið upp úr
því að halda fjölskyldunni saman.
Árleg jólaboð hennar, þar sem allur
þessi stóri hópur, böm, barnabörn
og barnabarnabörn komu saman,
munu lengi lifa í minningunni. Hún
lagði mikla rækt við okkur barna-
börnin og mundi alltaf eftir afmæl-
isdögum okkar og var líklegust til
að minna aðra á afmælisdaga innan
fjölskyldunnar. Á jólunum gleymd-
ist enginn og við fengum öll jóla-
gjafir, sem voru ávallt mjög per-
sónulegar. í gegnum árin hefur hún
pijónað marga ullarsokka og vettl-
inga sem hafa hlýjað mörgum. Hún
fylgdist vel með öllu því sem var
að gerast í kring og var alltaf viss
á tölum um barna- og barnaböm.
Amma reyndi sitt til að daga-
munur innan fjölskyldunnar yrði
sem mestur, t.d. með því að baka
pönnukökur og senda staflann af
þeim ef eitthvað var um að vera
hvort sem það var á Akureyri eða
í Reykjavík.
Amma bjó í næstu götu og voru
ófáar heimsóknirnar í Langagerði
22 með tilhlökkun og eftirvæntingu
í huga, því hún hafði einstakt lag
á að gleðja barnssálimar með
skemmtilegum samræðum og ein-
hveiju óvæntu.
Fram á síðasta dag hafði hún
krafta til að halda heimili fyrir sig
og ósjálfbjarga dóttur sína, sem
sýnir þann gríðarlega styrk sem
þessi ljúfa kona bjó yfir.
Við kveðjum ömmu okkar með
miklum söknuði og þökkum góðar
samverustundir með henni og ljúk-
um þessum orðum með ljóði Svein-
björns Egilssonar.
Nú legg ég augun aftur,
Ó, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Blessuð sé minning hennar.
Valborg, Kristrún, Inga,
Jenný, Hildur og Elsa M.
Davíðsdætur.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki
eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er
að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfund-
ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú,
að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru
birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar
eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er
50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin,
vélrituð og með góðu línubili.