Morgunblaðið - 30.09.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVIINJNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
33.
Markaðs- og
solustjori
Fyrirtækið er traust útgáfufyrirtæki í
Reykjavík. Boðið er upp á góða vinnuað-
stöðu.
Starfið er krefjandi og lifandi markaðs- og
sölustjórastarf með árstíðabundnu álagi.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reynslu
af sambærilegum störfum, sé ósérhlífinn,
hugmyndaríkur, gæddur stjórnunar- og
skipulagshæfileikum, auk þess að eiga auð-
velt með að starfa sjálfstætt.
Umsóknarfrestur er til og með 5. október
nk. Ráðning verður sem allra fyrst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysmga- og rádningaþjónusta
Lidsauki hf.
Skólavörðustig la— 101 Reykjavik - Sími 621355
Múrarar
- verkamenn
Vandvirkir múrarar eða menn vanir múrverki
óskast nú þegar ásamt nokkrum verkamönn-
um. Örugg vetrarvinna og góðar vinnuað-
stæður.
Upplýsingar á skrifstofutíma í símum 84542
og 685583 virka daga frá kl. 9-17.
VÉRKTÁKÍBÍLDSHÖFÐA 16, 112 REYKJAVÍK
Frábær aukavinna
Sölufólk óskast til að selja áskriftir. Vinnutími
frá 18-22.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Ólafsdóttir
áskriftarstjóri í síma 82300 milli kl. 10 og 16.
FRÓDI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Ármúla 18, 108 Reykjavík, sími 82300.
Uppeldis- og
meðferðarstörf
Sambýli einhverfra, Trönuhólum 1, Reykjavík,
óskar eftir að ráða þroskaþjálfa, fóstru eða
meðferðarfulltrúa í tvær hlutastöður. Önnur
staðan er 60% og hin 70%.
Vinnutími: Morgunvaktir kl. 8.00-16.00 og
kvöldvaktir kl. 15.30-21.30 eða 15.30-23.30.
Nánari upplýsingar veita deildarstjóri eða
forstöðumaður í síma 79760.
Gott fólk!
Viljum ráða þjónustulipurt starfsfólk á kassa
í Miklagarði við Sund og Miklagarði,
Garðabæ. Heilsdags- og hálfsdagsstörf.
Einnig vantar starfsmann í herradeild Kaup-
staðar í Mjódd.
Áhugasamir snúi sér til verslunarstjóra við-
komandi verslana.
KAUPSTADUR
ÍMJÓDD
yHIKUGHRÐUR ZAÁZ
AUGLYSINGAR
Framleiðslustörf
Við auglýsum eftir staifsfólki á sauma- og
bræðsluvélar vegna mjög aukinnar eftir-
spurnar eftir framleiðsluvörum fyrirtækisins.
Auknir tekjumöguleikar vegna breyttra að-
stæðna og breytts launakerfis. Erum nú í
glæsilegu, nýju framleiðsluhúsnæði mið-
svæðis í borginni.
Upplýsingar gefur Gestur M. Þórarinsson í
síma 11520.
Fyrirtæki, sem má treysta.
66*N
SEXTÍU OG SEX NORÐUR
Sjóklæðagerðin hf.
Starf á leikskóla
Leikskóli í Hafnarfirði óskar að ráða starfs-
mann til uppeldisstarfa allan daginn nú þeg-
ar. Skilyrði umsóknar er fóstrumenntun eða
önnur uppeldismenntun, en einnig kemur til
greina að ráða starfsmann með góða, al-
menna menntun svo og tónlistarkunnáttu.
Allar nánari upplýsingar gefur Margrét Pála
Ólafsdóttir, forstöðumaður í síma 653060-
653061 og á kvöldin í síma 29798.
Fjármálastjóri
Staðgengill framkvæmdastjóra
Ungt þjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir
að ráða fjármálastjóra til framtíðarstarfa.
Fyrirtækið er traust með mikla veltu. í boði
er fjölbreytt og krefjandi starf við fjármála-
stjórnun, gerð rekstrar- og greiðsluáætlana,
samskipti við viðskiptavini um allt land og
samningagerð. Fjármálastjórinn er stað-
gengill framkvæmdastjóra.
Við leitum að viðskiptafræðingi með ein-
hverja starfsreynslu. Viðkomandi þarf að
vera lipur og samviskusamur, hafa gott vald
á íslensku, hafa frumkvæði og lifandi áhuga
á fyrirtækjarekstri.
Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir mánudaginn 8. október merktum:
„Fjármálastjóri - 9479“. Farið verður með
umsóknir sem trúnaðarmál.
Bessastaðahreppur
Starfsmaður
Starfsmann vantar f Álftanesskóla eftir há-
degi, þrisvar í viku.
Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 653662.
Kvöldstarf
Óskum eftir hressum starfskrafti þrjú kvöld
í viku. Góður starfsandi.
Umsóknir sendist á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Hugmyndaríkur - 9197“ fyrir 4. október.
Félagsmiðstöðin Selið.
n
•S5
KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 671900
Vaktstjóri
Óskum eftir að ráða vaktstjóra. Starfið felst
í verkstjórn ., keyrslu og viðhaldi iðnaðarvéla.
Vaktavinna.
Umsækjandi þarf að vera vélstjóri, vélvirki
eða hafa aðra sambærilega menntun.
Upplýsingar gefur framleiðslustjóri Plastos
milli kl. 8 og 16.
Húsvörður
Stórt, nýtt fjölbýlishús í Vesturbænum vill
ráða húsvörð til starfa sem fyrst.
Lítil einstaklingsíbúð fylgir starfinu.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til
fimmtudags.
Gtjdntíónsson
■ RAÐQOF &< RAÐN I NCARNON USTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
Unglingaheimili
ríkisins
Meðferðarheimilið, Sólheimum 7, óskar eftir
karlmanni (vegna samsetningu starfshóps)
til starfa (vaktavinna) frá 18. október.
Upplýsingar um starfið gefa deildarstjóri í
síma 82686 og forstjóri í síma 689270.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Ungl-
ingaheimilisins, Síðumúla 13.
Umsóknarfrestur er til 10. október.
Rafeindavirki
Óskum eftir að ráða hæfan rafeindavirkja eða
rafvirkja á Ijósritunarverkstæði okkar strax
vegna aukinna umsvifa.
Umsóknum ber að skila skriflega til Skrif-
stofuvéla-Sund, Nýbýlavegi 16, 200 Kópa-
vogi, merkt: „Deildarstjóri tæknideildar".
SKR1FST0FUVELAR sund hf
Sölumaður
Okkur vantar drífandi sölumann (karl eða
konu) í sölu- og lagerstörf. Um er að ræða
fullt starf frá kl. 9.00-17.00. Þarf að hafa
bíl til umráða. Æskilegur aldur ekki yngri en
þrjátíu ára. Reynsla í sölu og þekking á
snyrtivörum æskileg.
Umsóknir sendist í pósthólf 4241
fyrir 8. október.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Heildverslunin Terma sf.,
Smiðjuvegi 11, Kópavogi.
Kgntucky
Fried
Chicken
m
Hafnarfjörður
Starfsfólk
óskast á fastar vaktir.
Upplýsingar á staðnum mánud. og þriðjud.
Kentucky Fried Chicken.
Hjallahrauni 15, Hafnarfirði.