Morgunblaðið - 30.09.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
37
AUGLYSINGAR
Tilraunastjóri
Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar
eftir að ráða tilraunastjóra að tilraunastöð-
inni á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skulu sendar forstjóra, Þor-
steiniTómassyni, Keldnaholti, 112 Reykjavík,
fyrir 31. október 1990.
Afgreiðslustarf
Óskum að ráða starfsfólk við símavörslu.
Vaktavinna (eingöngu næturvinna).
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
6. október merktar: „BSR - 9481“.
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða til
starfa tölvunaríræðing/forritara í tölvudeild.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af
VMS, UNIXog DOS-stýrikerfum. Helstu verk-
efni: Keríisgreining og forritun.
Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri
tölvudeildar í síma 686222.
Umsóknum skal skilað til starfsmannastjóra
fyrir 12. okt. nk.
Starfskraftur
Rótgróin fataframleiðsla í borginni vill ráða
starfskraft „til að vinna á sníðaborði og fara
með skurðarhníf". Grundvallarþekking á upp-
lögnum og sniðum er nauðsynleg. Fram-
tíðarstarf. Starfið er laust skv. nánara sam-
komulagi.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu okkar til 6. okt. nk.
Gijðnt íónsson
RÁÐGJÖF & RÁÐN I NCARhlÓN LISTA
T|ARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
Droplaugarstaðir
Yfirsjúkraþjálfari óskast sem fyrst. Sam-
komulag um starfshlutfall og vinnutilhögun.
Einnig vantar starísfólk í 65% starf á vist-
deild.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
25811 milli kl. 9.00 til 12.00 fyrir hádegi alla
virka daga.
!i!
Félagsstarf
aldraðra
Starfskraftur óskast sem fyrst, í óákveðinn
tíma, í eldhús. Vinnutími kí. 8.00-16.00 virka
daga.
Upplýsingar veitir forstöðumaður félags-
starísins í síma 43400 milii kl. 11.00 og
12.00. Einnig veittar upplýsingar á Félags-
málastofnun Kópavogs, sími 45700!
HUSNÆÐIOSKAST
Skrifstofuhúsnæði
Óskum eftir góðu skrifstofuhúsnæði í mið-
bænum í Reykjavík. Æskileg stærð 70-50 fm.
Gott útsýni og góð birta skaðar ekki.
Uppl. gefnar í síma 611012 milli kl. 18 og 21.
Einbýlishús
Óska eftir að taka á leigu einbýlishús í
Reykjavík í 2-3 ár. Traustur leigutaki.
Tilboð sendist í póstbox 1104,121 Reykjavík,
fyrir 5. okt. merkt: „Einbýlishús".
2ja-3ja herb. íbúð óskast
Óskum eftir 2ja-3ja herb. íbúð. Góðri um-
gengni og skilvísum greiðslum heitið. Með
fyrirfram þökk. Upplýsingar í síma 685613.
Lögmannsskrifstofa
- húsnæði
Hæstaréttarlögmann vantar til leigu eitt
skrifstofuherbergi.
Æskileg einhver samvinna um símavörslu
og ritara við lögmannsstofu.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 4.
októbernk. merkt: „Lögmannsstofa-9477“.
Arkitekt óskar eftir húsnæði
til leigu fyrir teiknistofu í miðbænum eða í
grennd við miðbæinn, ca 40-50 fm.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„J - 9975“ fyrir miðvikudaginn 3. október.
Tvö herbergi óskast
Rólegar mæðgur (46 og 16 ára) óska eftir
tveimur herbergjum á leigu ásamt aðgangi
að öðru hjá einstæðri konu (ekkju) sem er í
of stóru húsnæði frá 1. janúar eða fyrr.
Umönnun og félagsskapur í boði ásamt góðri
umgengni og öruggum greiðslum.
Vonum að einhver hafi áhuga og leggi nafn
og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Félagsskapur - 8538“.
Skrifstofuhúsnæði óskast
Ráðgjafarfyrirtæki og lögfræðistofa óska eft-
ir skrifstofuhúsnæði í Reykjavík, 100-150 fm.
Þarí að vera 4 herb., auk aðstöðu fyrir ritara.
Lysthafendur skili inn tilboðum til auglýsinga-
deildar Mbl. fyrir 4. október merkt:
„Rl -9198“.
BATAR — SKIP
Óska eftir báti
Óska eftir að kaupa kvótalausan eða kvótalít-
inn 8-12 tonna bát.
Upplýsingar í síma 94-2271 eftir kl. 18.00.
Báturtil sölu
Æskan sf. 140 er til sölu. Selst kvótalaus
og gegn samsvarandi úreldingarrétti.
Upplýsingar eftir kl. 19.00 í síma 97-81498.
Kvóti - kvóti
Okkur vantar kvóta fyrir togarana okkar,
Arnar og Örvar.
Upplýsingar í símum 95-22690 og 95-22620.
Skagstrendingur hf.,
Skagaströnd.
TIL SÖLU
Hlutabréf tilsölu
Hlutafjársjóður Byggðastofnunar býður hér
með til sölu hlutabréf sjóðsins í Hraðfrysti-
húsi Ólafsfjarðar hf. að nafnverði 96 milljón-
ir króna, sem er um 49% af hlutafé félags-
ins. Hlutabréfin eru boðin til sölu í einu lagi
og skulu þau staðgreidd. Áskilinn er réttur
til að hafna öllum tilboðum.
Athygli er vakin á því að starfsmenn og nú-
verandi hluthafar í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarð-
ar eiga samkvæmt lögum um Hlutafjársjóð
Byggðastofnunar rétt til að ganga inn í hæsta
boð í bréfin í einu lagi enda sé það boð ekki
frá starfsmönnum eða núverandi hluthöfum.
Tilboðum skal skila til Byggðastofnunar,
Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, í lokuðu
umslagi merktu: „Hlutafjársjóður vegna
hlutabréfa í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf.“
fyrir kl. 17.00 miðvikudaginn 10. október
1990.
Frystihústil sölu
300 fm frystihúsi úti á landi er til sölu.
Á staðnum er mikið framboð af fiski á góðu
verði.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Fiskverkun - 0931“ fyrir 8. október nk.
Prentvél til sölu
Til sölu prentvél Orginal Heidelberg, Kor,
40 x 57. Selst á góðu verði.
Nánari upplýsingar í síma 98-21944 á daginn.
Fyrirtæki - plastiðnaður
Til sölu sérhæft fyrirtæki í pökkun og fram-
leiðslu loftdreginna plastumbúða. Allar vélar
nýjar eða nýlegar. Miklir möguleikar í fram-
leiðslu umbúða fyrir matvæli.
Fasteignasalan Ásbyrgi,
sími 623444.
Fiskverkendur ath.
Eigum fyrirliggjandi ísvélar af gerðunum
ÍSMARK S.F. 3,6 og 9 með afköst frá 2,5
til 9,0 tonn pr. 24 tíma. Gott verð og greiðslu-
kjör. Getum einnig útvegað notaðar vélar.
ÍSVÉLAR HF
V □ V
Höfðabakka 9, Reykjavík,
sími 673730.
Skyndibitastaður
íKringlunni
Til sölu er mjög vinsæll skyndibitastaður í
Kringlunni, sem sérhæfður er í austurlensk-
um mat.
Aðeins staðgreiðsla eða fasteignatryggðar
greiðslur koma til greina.
Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Þór Árnason
hdl. í síma 621090.
LÖGMENN
ÁSGEIR ÞÓR ÁRNASON hdl.
ÓSKAR MAGNÚSSON hdl.
Hvcrfisgötu 50, 101 Reykjavík Sími 62-10-90