Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 2

Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 2
2 AíÍfB StíWííÍÐAGUfl-7, ^ÍIvYÖÍiER ÍSJOO Laaa—————L_ Morgunbalðið/Emilía „Samskipti við fólk er ákaflega mikilvægur þáttur í stárfi sem þessu," segir Ingimar Sigurtryggvason á Hótel Sögu. HÉR ER ALLTAF MIKIÐ AÐ GERA - segir Ingimar Sigur- tryggvason húsvöröur á Hótel Sögu „ÉG VÆRI alls ekki hér ef mér líkaði ekki sæmilega í starf- inu. Hér er þó alltaf mikið að gera og fjölbreytileikinn er að sama skapi fyrir hendi,“ segir Ingimar Sigurtryggvason 62 ára húsvörður á Hótel Sögu. -m ÁXANDI kröfur eru gerðar til fólks, sem hefur um sjón með fast eign um. Umsjónarmenn fast- eigna ganga gjarnan undir nafninu hús verðir, en hingað til hefur svo sem ekki þótt mikið til þess starfsheitis koma. ímynd húsvarða getur þó verið mis- munandi út á við frá einum manni til annars, en þegar rætt er um húsverði, detta mörgum í hug nöldursamir karlar, sem komnir eru á efri ár. Sumir hafa kosið að kalla þá afsláttarhross, sem vart geti sinnt öðrum störf- um í þjóðfélaginu en að hringla með lyklakippur um kytrur og ganga. Þekktastur húsvarða hér um slóðir er án efa hann Þórður gamli sem orðinn er þunnhærður, lotinníbaki, „mátulega“ ruglaður og hefur auk þess til að bera þann ávana að kippa annarri öxlinni til þegar hann talar. Það er hinn kunni grínisti Þórhallur Sigurðs- son, Laddi, sem gert hefur þann húsvörð ódauðlegan í hugum fólks. Laddi segir að Þórður eigi sér ekki beinlín- is fyrirmynd. „Aftur á móti hefur húsvörðurinn í hafn- firska barnaskólanum, sem ég gekk í sem lítill patti, alltaf verið mér í fersku minni, en hann var svona gam- all, rykugur karl - úrillur og alltaf rífandi kjaft. Hann sat til dæmis oft fyrir okkur á klósettunum þegar við komum þangað á öskrandi hlaupum. Þetta hefur örugg- lega verið hinn besti karl þó hann hafi tuðað svolítið í okkur krökkunum og ég hef þá trú að ennþá séu til tveir svona gæjar, sem báðir eru búsettir úti á landi.“ Gleymd stétt Þrátt fyrir almenningsálit, er húsvarsla viðamikið starf, sem krefst árvekni, ábyrgðartilfinning ar og hæfni í mannlegum samskipt- um, en einnig þekkingar á rekstrar- þáttum húsa, nauðsynlegri umhirðu og eftirliti. Þá er húsvörðum nauð- syn að þekkja til löggjafar sem varðar störf þeirra sem og krafna um öryggismál. Og það eru ekki bara gamlir karlar, sem veljast í þessi annars mikilvægu störf. Ung- ir menn eru farnir að sækja á sem húsverðir. „Þetta er svolítið gleymd stétt. Starfssvið og starfsheiti þess- ara manna er oft og tíðum óljós svo ekki sé talað um aðbúnað, sem er mjög misjafn frá einum vinnustað til annars. Allt of fáir hafa starfslýs- ingu heldur tíðkast einhvers konar óskráð lög um að húsvörður skuli sjá um þetta og hitt. Ég hef það þó á tilfinningunni að þetta kunni að breytast enda hafa þessi námskeið eflt samkenndina með þeim,“ segir Jón Jóel Einarsson verkefnisstjóri hjá fræðlusviði Iðntæknistofnunar, en sú stofnun hefur með styrk fé- lagsmálaráðuneytisins þróað sextíu stunda grunnnám fyrir umsjónar- menn húsa. Samráð var haft við marga hagsmunaaðila svo sem Húseigendafélagið, Byggingadeild borgarverkfræðings, Pjárlaga- og hagsýslustofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Landssam- band iðnaðarmanna, auk starfandi húsvarða. Samanburður á hlutverk- um húsvarða hjá hinum ýmsu stofn- unum hefur leitt í ljós að þau eru mjög mismunandi eftir því í hvers konar umhverfi þeir starfa, enda fólk með mismunandi starfsreynslu og menntun sem gegnir þeim. Starfandi húsverðir á landinu teljast vera hátt í 400. Þar af hafa um 80 húsverðir sótt starfsnám Iðntæknistofnunar. Kennarar á námskeiðunum eru stór hópur fag- manna á ýmsum sviðum. Haldin voru þrjú námskeið í fyrravetur í Reykjavík og tvö á Akureyri. Aætl- að er að næsta námskeið hefjist í Reykjavík 22. október og standi til 10. nóvember. Stefnt er að fram- haldsnámskéiðum um sérstök efni svo sem húsvörslu í skólum, hús- vörslu á umönnunarstofnunum, húsvörslu í íþróttamannvirkjunum, ræstingu auk tölvutækni og hús- vörslu. „Okkur þótti full ástæða til að fá húsverði inn á námskeið því verk- svið þeirra er sífellt að breytast. Starf þeirra er að verða viðameira og verðmætin meiri og flóknari sem þeir þurfa að annast. Tvær megin- áherslur eru í námskeiðunum. Ann- ars vegar er um að ræða mannleg samskipti og þjónustu. Hins vegar er áhersla lögð á reglulegt eftirlit með þeim verðmætum, sem hús- vörður á að sjá um. Eftirlit getur að vísu verið eins misjafnt og bygg- ingarnar eru margar. Samf sem áður er hægt að kenna mönnum ákveðnar vinnureglur því viðvíkj- andi,“ segir Jón Jóel. Mikil verðmæti „Það vantar oft og tíðum ansi mikið upp á að húsvörðum sé sýnd virðing til jafns við aðra starfs- menn. Fólk er þó að vakna til vit- undar um það hvað það eru mikil verðmæti af þjóðarauðnum sem liggja í mannvirkjum. Við höfum byggt mikið á síðustu 20 til 30 árum og það er farið að sýna sig núna hvað viðhald skiptir miklu máli til að verðmætin glatist ekki. Mönnum er að verða Ijóst hversu nauðsynlegt það er að fá góða og gegna menn til að hugsa um þessi verðmæti og þá fá þeir, sem áður voru einskonar lykla-pésar, það hlutverk að vera húsverðir nú. Starf lykla-pésanna áður fólst mest megnis í því að opna, loka og vera á staðnum og þá völdust gjarnan í störfin eldri menn með skerta starfsorku. Nú er starf húsvarðar Sjá blaðsíðu 4. Ingimar er blikksmiður að mennt og starfaði sem slíkur í blikksmiðju frá 1354 til ársins 1983. Þá sótti hann um húsvarð- arstarfið á Hótel Sögu því honum fannst tími til komin að söðla um. „Satt best að segja var ég töluvert hagvanur hér innan dyra því ég sá um að leggja loftræst- inguna í Bændahöllina gömlu þegar hún var í byggingu upp úr 1960 og upp frá því hef ég séð um viðhald á henni. Ég var kunnugur hótelstjóranum og datt í hug að sækja um starfið þegar ég frétti að húsvarðar- starfið væri að losna. Þannig gekk þetta til. í stuttu máli er starfssvið mitt að sjá um að halda öllu í lagi í húsinu, gera við það sem aflaga fer. Á hveijum morgni fæ ég beiðni um það sem gera þarf á herbergjunum hvort sem það eru bilaðar gardínur, brotnir stólar éða blöndunartæki. Hinsvegar sér fyrrum hótelstjóri um allar meiriháttar breytingar í bygg- ingunni. Við erum hér tveir í heilu starfí og einn í hálfu starfi og ef við ekki getum sinnt því sem gera þarf, verðum við að útvega menn í verkið. Mér gengur ágætlega að kom- ast af við fólkið hérna innan veggja hótelsins. Ég hef ekkert yfir því að klaga. Það er aftur á móti ekki mitt mál að segja til um það hvernig umgengni fólks við húsvörðinn er háttað. Það hlýtur að vera einstaklingsbund- ið hvernig fólki líkar við mann. Sumum finnst ég kannski röfla of mikið, en yfirleitt á ég ekki í neinum vandræðum við starfs- fólkið. Ég held satt best að segja að ég sé ágætlega liðinn. Starfs- fólkið er mjög þægilegt og við gesti hef ég ekki lent í neinum útistöðum þó ég sé inni á her- bergjum þeirra að gera við eitt- hvað sem aflaga hefur farið. Samskipti við fólk er ákaflega mikilvægur þáttur í starfi sem þessu. Það borgar sig síst að vera að rífast og skammast. Það eru þægilegheitin sem gilda.“ Ingimar segist ekki geta kvartað yfir vinnuaðstöðunni. Hann hafi sitt eigið viðgerðar- herbergi og andrúmsloftið á vinnustaðnum sé mjög gott. „En auðvitað kvartar maður alltaf yfir kaupinu. Gera það ekki all- ir?“ Hann segir stofnun stéttar- félags húsvarða vera þarft verk enda sé starf húsvarða nokkuð ábyrgðarmikið, að minnsta kosti á öllum stærri stöðum. „Vissu- lega þarf að vanda til ráðningu húsvarða hvar sem er. Þó held ég að yfirleitt sé verið að leita að einhvers konar iðnaðarmönn- um í húsvarðarstörf.“ IMYND HÚS- VARÐA ER SEM BETUR FER AÐ BREYTAST - segir Stefán Helgason hús- vöróur hjá Ríkisútvarpinu „STARFSSVIÐIÐ. Já, þar kemurðu nó á heldur breiðan grunn því að það Iætur nærri að það sé hægara að telja upp hvað er ekki mitt starfssvið," segir Stefán Helgason húsvörður í nýin húsi'Rikisútvarpsins við Efstaleiti. Morgunblaðið/Emilía „Almennt eru kjör húsvarða léleg. Sjálfur er ég nú orðið sæmi- lega sáttur eftir tólf ár í starfi,“ segir Stefán Helgason húsvörð- ur hjá Ríkisútvarpinu. Eg byijaði hjá útvarpinu þeg- ar starfsemin var niður á Skúlagötu og þar var einingin mun minni en nú er. Svo flytjum við hingað upp eftir. Ég er áfram í mínu húsvarðarstarfi, en hús- næðið stækkar mörgum sinnum. Ætli við höfum ekki verið með eina 1.200 til 1.400 fermetra á Skúlagötunni, en í kringum 17.000 fermetra hérna í nýja húsinu. Að vísu hefur aðeins hluti hússins verið tekinn í notk- un, en það er samt allt á manns vegum, ef svo má segja. í öðru lagi var ég hér áður ekki með lóð og enga utanhússumhirðu, sem allt er nú komið til sögunn- ar. Þó ég sjái ekki sjálfur um að slá gras eða að vinna utan- húss, þarf ég að sjá til þess að verkið sé unnið og kalla til þess menn. Jafnframt sé ég um stóran hluta af innkaupum stofnunar- innar og hef umsjón með öllum húsgögnum. Sömuleiðis hef ég eftirlit með öllum hita- og loft- ræstikerfum. Þetta er ansi mikil viðbót fyr- ir einn mann, en ég hef fengið aðstoð svona við og við. Vinnu- dagurinn hjá mér hefst klukkan hálfátta á morgnana og er ég yfirleitt til klukkan fimm á dag- inn, stundum lengur og stundum um helgar ef á þarf að halda. Mér er búin góð aðstaða sem húsverði hér hjá útvarpinu. Það væri_ vanþakklæti að segja ann- að. Ég hef mína eigin skrifstofu, en viðgerðaraðstaða sem slík er mjög takmörkuð,“ segir Stefán. Hann segir að kjör húsvarða almennt séu léleg. „Sjálfur er ég sæmilega sáttur nú orðið, en mín kjör komust eiginlega ekki í lag fyrr en f sumar og var ég þá búinn að vera hér í starfi í tólf ár.“ Stefán er 67 ára að aldri, byggingameistari að mennt. Hann lærði iðnina í Reykjavík og starfaði Iengst af í sínu fagi vestur í Grundarfírði, eða upp undir 30ár.„Ég varð að hætta í smíðunum út af heilsufarsástæð- um, var skorinn upp við brjósk- losi og var eindregið ráðlagt að hverfa ekki aftur til fyrri starfa. Útvarpið auglýsti eftir smið til að gegna starfí húsvarðar. Ég sótti um og fékk starfið. Það er nauðsynlegt að í störfum hús- varða séu iðnlærðir menn. ímynd húsvarða er sem betur fer að breytast. Menn hafa löngum litið á húsverði sem einskonar auka- menn og húsvarðarstarfið hefur lengst af ekki talist til nauðsyn- legra starfa. Það er litið allt öðruvísi á starfið í dag enda gengur ekki annað en að það sé ákveðinn maður, sem sinni þessu. Aftur á móti vantar okkur húsvörðum samtök og það vant- ar líka að afmarka starfssvið húsvarða. Húsvörðum er ætlað allt sem til umræðu kemur innan stofnunarinnar. Það þykir sjálf- sagt að húsvörður taki á móti öllu. Mér er t.d. ætlað að sjá um innkaup á pappír og þjónusta skrifstofurnar. Að mínum dómi ætti ég sem húsvörður ekki að koma nálægt því. Mitt starf er nóg samt.“ b

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.