Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.10.1990, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 orðið mun meira starf, ekki síst vegna þess hversu byggingarnar eru orðnar stærri og flóknari en áður. Hin og þessi kerfi eru komin inn í húsin sem húsverðir verða að kunna glögg skil á og því eru nú gerðar meiri kröfur til húsvarða en áður tíðkaðist. Mikilvægt er að húsverðir haldi skrá yfir allt við- hald, sem unnið er í hverju húsi, en því miður vantar mikið upp á að það sé gert alls staðar. Því vill bregða við að alltaf sé verið að gera við til bráðabirgða því við- haldsdagbók hefur aldrei verið til,“ segir Jón Jóel. Engin samtök Fordómar og sleggjudómar í garð húsvarða eru ekki eins algengir nú á tímum og áður. Aftur á móti eru húsverðir oft ákaflega einmana hver á sínum stað enda vinna þeir yfirleitt ekki með öðrum. Þeir eru sér á báti. Og það sem meira er, þeir hafa engin samtök að baki sér þar sem hægt er að ræða sameigin- leg hagsmunamál. Rætt hefur verið um stofnun stéttarfélags húsvarða ansi lengi, en ennþá hefur ekkert orðið úr því. Það er ýmislegt sem full ástæða væri að ræða innan slíks félags svo sem viðverutíma hús- varða, frítíma og launakjör svo dæmi séu tekin. Launakjör hús- varða eru misjöfn og vinnutími er líka óljós. í mörgum tilvikum þar sem um íbúðablokkir er að ræða er reynt að lokka með lítilli húsvarð- aríbúð. Sumir eru vissulega ánægð- ir með þá tilhögun, en aðrir sjá þann ókost að vera nánast á vakt allan sólarhringinn. Á námskeiði Iðntæknistofnunar er sérstök rækt lögð við vinnumarkaðsmál og er þá verið að kynna starfsmönnum sam- tök launþega, vinnulöggjöfina, kjarasamninga, réttindi og skyldur. Þekking þeirra er aukin á þessum málum til að eyða misskilningi, fækka kvörtunum á vinnustað og einfalda lausn ágreinings. Mannleg samskipti Af þeim sextíu stundum sem námskeiðið tekur, fara tíu tímar í þáttinn „mannleg samskipti". Hús- vörðum er skýrt frá grundvallarat- riðum vinsamlegra samskipta og þeim gerð ljós þýðing þeirra bæði fyrir vellíðan einstaklingsins og árangur í starfi. Útskýrðar eru kröfur sem gerðar eru til fólks í þjónustustörfum og hvaða þýðingu þær hafa fyrir húsverði sérstaklega og daglega umgengni þeirra við íbúa og/eða starfslið. Menn eru þjálfaðir með verklegum æfingum, sem síðan eru teknar upp á mynd- band, til að takast á við samskipta- erfiðleika. Sú aðferð hefur gefist sérstaklega vel, að sögn Jóns Jóels. Auk þess sem að framan greinir, hefur starfsnám Iðntæknistofnunar að geyma kennslustundir í rafkerfi, lýsingu, dyrasíma, loftnetskerfí, vatnshitakerfi, loftræstikerfi, vatns- og skólplögnum, sorpi og meindýrum, ytra byrði húsa svo sem þaki, rennum, gluggum og hurðum, viðgerðarefni og verkfærum, lásum og lásakerfum, útisvæðum, stærð- fræði, rekstri og dagbókum, lögum og reglugerðum, tryggingum, brunavörnum, líkamsbeitingu við vinnu, slysahættum og skyndihjálp svo eitthvað sé nefnt. í flestum tilvikum leita fyrirtæki og stofnanir eftir iðnlærðum mönn- um þegar að því kemur að ráða húsvörð. En eftir því sem forráða- menn fyrirtækja og stofnana eru meðvitaðri um þá eign, sem liggur í fasteigninni, því meiri kröfur eru gerðar til þess starfsmanns, sem ráðinn er, og húsvörður nútímans þarf ekki síður að geta þjónustað fólk en byggingar. Morgunblaðið/Emilía „Mér finnst gamla fólkið, því miður, allt of einmana þó það eigi kannski alla sína ættingja í Reykjavik," segir Ólafur Runólfsson húsvörður hjá félagsmálaráði Reykjavíkurborgar sem hér er á myndinni ásamt eiginkonu sinni. BUÐUMIBUUNUM í KAFFITIL AÐ KYNNAST ÞEIM - segir Ólafur Runólfsson hús- vöróur h|á Reyk|avxkurborg Ohætt er að segja að þetta sé vinna allan sólarhringinn. Maður er jú alltaf á vakt og íbúar hússins geta náð í mig á hvaða tíma sólarhingsins sem er, jafnt um helg- ar sem og virka daga. Starfið felst í því að hafa eftirlit með þessari eign borgarinnar og koma á fram- færi við húsnæðisdeild borgarinnar því sem aflaga fer. Ég þarf í raun- inni ekki að vinna að lagfæringum eða viðhaldi sjálfur, en ég þarf að sjá til þess að verkið sé unnið og jafnvel að útvega í það iðnaðar- menn,“ segir Ólafur. Vissri upphæð er úthlutað árlega til viðgerða og viðhalds á eignum borgarinnar, en auðvitað kemur „MITT starfssvið er að fylgjast með sjötíu og tveimur leigu- íbúðum félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar sem skiptast niður í níu stigaganga. Starfinu fylgir þriggja herbergja húsvarðaríbúð auk mánaðarlegra launa. Húsverðir hjá borginni hafa það fyrir reglu að hittast fyrsta fimmtudag hvers mánaðar ásamt forstöðumanni húsnæðisdeildar til að bera saman bækur sínar. Stétt húsvarða fer ört vax- andi og því brýn nauðsyn að húsverðir stofni sitt eigið félag. Fyrr verður ekki hægt að ræða sameiginleg mál húsvarða af neinni alvöru,“ segir Ólafur Runólfsson hús- vörður að Skúlagötu 64 til 80. alltgf eitthvað óvænt upp á. Blokk- arlengjan hér verður 44 ára í haust svo að nokkurs viðhalds er farið að gæta. Olafur er Vestmanneyingur í húð og hár, byggingameistari og mat- reiðslumeistari að mennt. Lengst af hefur hann starfað sem bygg- ingameistari í Eyjum. Síðan var hann á sjó í fjögur ár með Binna heitnum í Gröf á Gullborginni og ■eftir að gosið hófst í Eyjum tók hann að sér kokkastarf fyrir þá sem Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Ég reyni að vera þægilegur í viðmóti og ég held að ég fái þau þægilegheit 100% til baka,“ segir Rúrik Sumarliðason húsvörður í Fjölbrautaskóianum í Breiðholti. STARFIÐ ER EKKI METIÐ í LAUNUM - segir Rúrik Sumarliöasoxi húsvöróur í Fjölbrauta- skólaxium í Breiöholti „ÉG HEF aldrei orðið þess var að við húsverðir séum litnir hornauga úti í þjóðfélaginu. Mér hefur alltaf verið tekið sem fullgildum starfskrafti hér á þessum þijú þúsund manna vinnu- stað. Umgengni við samstarfsfólkið er til fyrirmyndar og þá er ég bæði að tala um kennara og nemendur. Ég hef mikil samskipti við krakkana og get ekki hugsað mér þá betri. Þeir eru kurteisir og ég fæ ekki séð að þeir séu neitt vandamál. Ég umgengst krakkana sem mína jafningja og hef alveg látið það vera að skammast út í þá. Ég reyni að vera þægilegur í viðmóti og ég held að mér sé óhætt að segja að ég fái þau þægilegheit 100% til baka,“ segir Rúrik Sumarliðason húsvörð- ur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Rúrik er 58 ára ísfirðingur, húsgagnasmiður að mennt. Hann steig sín fyrstu skref sem húsvörður í Menntaskólanum á ísafirði fyrir tólf árum. Tvö ár eru síðan hann fluttist suður til Reykjavíkur og tók við starfi hús- varðar í Bjölbrautaskólanum. „Starfssvið okkar húsvarða er afar víðtækt, en því miður er það ekki metið í launum. Húsverðir eru yfirleitt á botninum hvað kaup og kjör varðar. Ég á að heita með 18 ára starfsreynslu og er að fá þetta 57 þúsund króna mánaðar- laun. Mér gengur illa að lifa af þeim krónum, en sem betur fer er töluvert um yfirvinnu sem bjargar manni. Við fáum einfald- lega ekki greitt fyrir allt það sem okkur er ætlað að gera. Kjör hús- varða hjá ríkinu eru auk þess misjöfn, en mér er sagt að til standi að samræma þau. Við hús- verðir höfum hvorki okkar eigið félag né komum nálægt kjara- samningagerð. Okkur er bara skammtað eitthvað um leið og samið er við aðra hópa. Mér dettur aftur á móti ekki til hugar að kvarta yfir aðstöðu minni hér í skólanum. Hún er prýðileg. Vinnudagurinn byijar um kl. 7.00 á morgnana með því að ég opna skólann, yfirfer stof- urnar og skipti um ljósaperur hér og þar. Eftir það hef ég líka nóg að gera. Ég þarf að vera til taks ef eitthvað bjátar á, fer í útrétt- ingar og geri þau innkaup sem til þarf. Um klukkan 16.00 koma svo allar ræstingakonurnar, sem eru um 45 talsins hér í skólanum, og er það í mínum verkahring að sjá til þess að þær vanhagi ekki um neitt auk þess sem ég sé um að skrá niður vinnustundir þeirra.“ GÓÐUR ANDIER LYKILATRIÐIÁ HVERJUM VINNU- STAÐ - segir Smári Wxum húsvöróur Hjá Vífilfelli „ÉG ER lærður vélstjóri og hef lengst af starfað sem slíkur hjá Vífilfelli. Það eru 29 ár síðan ég byijaði hér og þegar árið 1982 sú staða kom upp að ráða þurfti umsjónarmann með fasteignum fyrirtækisins, fannst mér tilvalið að breyta um. Óneitanlega verð- ur maður þreyttur á glymrandi hávaða, argi og þvargi til lengd- ar,“ segir Smári Wíum húsvörður hjá Vífilfelli. Smári segir að verksmiðjan sjálf uppi í Árbæjarhverfi sé ekki í hans verkahring. Aftur á móti sjái hann um Haga, hús fyrirtækisins vestur í bæ, þar sem aðalskrifstofur Vífilfells eru auk tölvu- og þjón- ustudeildar. Þar sé einnig aðstaða fyrir listamenn og geymslurými. „Sjálfur sinni ég þeim verkum sem til falla hveiju sinni. Ég er til dæm- is að tappa lofti af hitakerfinu núna og stilla það. Ef ég sé aftur á móti ekki fram á að ráða við eitthvað, kalla ég á utanaðkomandi aðstoð. Húsverðir verða að vera svolítið klárir í kollinum við að sjá hvað þarf að gera þó þeir kannski vinni ekki allt sjálfir. Aðstaða húsvarðar hér er í topplagi og hvað laun varð- ar, er ég þokkalega ánægður. Hér er góður andi og það finnst mér vera lykilatriði á hverjum vinnu- stað. Ég hef aldrei orðið þess var að samstarfsfólk líti mig eitthvað öðrum augum nú en áður, eftir að ég fór úr vélstjórastarfinu yfir í húsvörðinn. Vissulega hefur maður þó heyrt að húsvörður sé gamall, lotinn maður með lyklakippu sem varla hreyfist úr sporunum. ímyndin hlýtur að breytast með tímanum enda er bráðnauðsynlegt að í störfum húsvarða séu nú menn sem geta tekið til hendinni. Því miður er skilningur þeirra, sem húsin eiga, ekki nægjanlega mikill ennþá fyrir störfum húsvarða þó áhugi forráðamanna nýjustu bygg- inganna sé aðeins að glæðast. Hús- verðir verða að vera vel að sér svo ekkert misfarist. Smári er 52 ára gamall og segist löngu vera hættur að skipta sér af vélstjórn þó í hann hafi verið kallað stöku sinnum fyrst eftir að hann tók að sér starf húsvarðar. Hann hefur þó verið að gera upp ýmsa hluti, sem fyrirhugað er að geyma > i i i i i i i i i i 4 m » I i I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.