Morgunblaðið - 07.10.1990, Síða 6

Morgunblaðið - 07.10.1990, Síða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 Hvernig Israelsmenn töfðu kjarn- orkuáætlanir Saddams Husseins eftir Guðm. Halldórsson NÝLEGA var brotizt inn hjá bókaforlagi í Toronto í Kanada, en litlu var stolið af peningum og að því er virtist aðeins til að dreifa athyglinni frá ítarlegri athugun, sem þjófarnir gerðu á bók- haldinu. Þar sem forlagið er að gefa út bók um starfsemi ísraelsku leyniþjónustunnar, Mossad, virtist auðsætt að menn á hennar vegum hefðu framið innbrotið. Israelska stjórnin gerði allt sem í hennar valdi stóð til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar, sem nefnist By Way of Deception (Blekk- ingavefur), því að hún ótt ast að bókin geti stofnað öryggi ísraels og lífi erindreka Mossads í hættu að sögn ísraelsks talsmanns. Að kröfu ísraelskra yfirvalda var sett lögbann á útgáfu bókarinnar, fyrst í Kanada og síðan í Bandaríkj- unum, en þegar úrskurðum um lög- bannið var hnekkt sáu ísraelsmenn að ekki þýddi að beijast gegn útgáf- unni. Mossad hafði einnig í hótunum við höfundinn, Victor Ostrovsky, sem hefur bæði kanadískan og ísra- elskan ríksborgararétt, og reyndu að múta honum. Ostrovsky starfaði í Mossad í aðeins rúmt ár, en hafði hlotið þriggja ára þjálfun þegar hann var ráðinn 1985. Hann býr nú í Ottawa og óttast að hann verði myrtur eða að honum verði rænt. Meró og sprengjuárásir í bókinni greinir Ostrovsky frá banatilræðum, sprengjuárásum, símahlerunum og blekkingum, sem hann segir að Mossad stundi um allan heim, bæði gegn samherjum og óvinum, til þess að veija ísra- elska hagsmuni. Upplýsingar Ostrovskys um ólöglega starfsemi Mossads í vinveittum ríkjum kunna að valda erfiðleikum í sambúð ísra- elsmanna og bandalagsþjóða þeirra að sögn brezka blaðsins The Sunday Times, sem nefnir eftirfar- andi atriði úr bókinni: • Mossad vissi um fyrirætlanir hiyðjuverkamanna 1983' um sprengjuárás á herskála í Beirút, sem kostaði 241 bandarískan landgönguliða lífið, án þess að láta Bandaríkjamenn vita. Mossad taldi að árásin myndi treysta samvinnu Bandaríkjanna og ísraels. • ísraelska leyniþjónustan vissi hvar nokkrir hinna vestrænu gísla í Beirút voru niðurkomnir, þar á meðal William Buckley, yfirmaður CIA þar, en kom þeim upplýsingum ekki á framfæri. • Mossad hefur á sínum snærum þúsundir samverkamanna, sem kallast sayanim, víðs vegar í heiminum, þar á meðal rúmlega 2.000 í London. • Leynisella Mossads í Washing- ton, Al, hefur á sínum vegum 27 útsendara til að afla leyni- legra upplýsinga. • ísraelska leyniþjónustan falsaði undirskrift Shimonar Peresar fyrrum forsætisráðherra til að tryggja ólöglega flutninga á Sky- hawk-þotum frá ísrael til Indó- nesíu. • Hún olli falli ríkisstjórnar Rabins 1977 með því að leka upplýsing- um um leynireikninga konu hans í bandarískum bönkum. • Hún réð í sína þjónustu bílstjóra Yassers Arafats, leiðtoga PLO. • Mossad afhjúpaði samsæri um að myrða Goldu Meir fyrrum for- sætisráðherra þegar hún heim- sótti páfann í Róm 1977. • Mossad þjálfaði morðsveitir frá Chile og fékk Exocet-eldflaugar í staðinn. Leióin til Osirak Ostrovsky lýsir því'nákvæmlega hvernig ísraeísmenn komu í veg fyrir að Irakar kæmu sér upp kjarn- orkusprengju, sem Saddam Hussein kynni að hafa hótað að beita í Persaflóadeilunni. Sú aðgerð Höfundurinn: Ostrovsky. Mossads, sem nefndist Sfinx og hér verður sagt frá samkvæmt Sunday Times, náði hámarki með loftárás á íraska kjarnorkuverið Osirak rétt hjá Bagdad 7. júní 1981. Vígbún- aðaráætlun íraka tafðist um tíu ár vegna árásarinnar. I þessu máli ginntu erindrekar Mossads íraskan kjarnorkuvísinda- mann í París til samstarfs með hjálp vændiskonu og ríflegum pen- ingagreiðslum. Starfsmenn Mossads myrtu einnig hæfasta kjarnorkuvísindamann araba til að koma í veg fyrir kjamorkufyrirætl- anir Saddams Husseins og síma- vændiskonu, sem vissi of mikið. A bak við árásina lá margra ára starf. Israelsmenn höfðu haft áhyggjur af kjamorkuáætlun íraka síðan Frakkar höfðu samþykkt að hjálpa þeim að reisa kjamorkurann- sóknastöð eftir orkukreppuna 1973. Irak var annað mesta olíuviðskipta- land Frakka og Irakar kváðust ætla að nota stöðina til að sjá Bagdad fyrir orku, það er í friðsam- legum tilgangi. Frakkar samþykktu að útvega írökum efnastyrkt úran í tvo kjarn- akljúfa, en það var nóg til að smíða fjórar kjarnorkusprengjur. Síðan urðu Frakkar tortryggnir og buðu írökum veikara efni, svokallaðar „karamellur", sem var hægt að nota til að framleiða kjarnorku, en ekki kjarnorkusprengjur. írakar höfnuðu boðinu og kröfðust þess að staðið yrði við upphaflega samn- TYRKLAND EGYPTA- LAND Leið orrustuflugvélanna til kjarnorkuversins skammt frá Bagdad. inginn. í lok áratugarins lét Mossad til skarar skríða, þar sem sýnt þótti að þess væri skammt að bíða að írakar gætu framleitt kjarnorku- sprengju. Njósnari Mossads í Sarcelles- kjarnorkuverinu útvegaði skrá með nöfnum íraskra starfsmanna þess. Athyglin beindist að 42 ára íröskum vísindamanni, Butrus Eben Halim, sem var kvæntur en barnlaus. í ljós kom að hann var auðtrúa og Mossad ákvað að reyna að ráða hann í þjónustu sína. Starfskona Mossads, Jacqueline, kom sér í kynni við konu Halims, Samiru, með því að bregða sér í líki farandsala og bjóða henni ilm- vatn. Samira talaði opinskátt um hagi sína og með hjálp Jacqueline kom Mossad fyrir hlerunartækjum í íbúðinni. Samira sleit hins vegar sambandinu við Jacquline þegar Halim sýndi henni áhuga. í ágúst 1978 sá Halim laglega, ljóshærða konu í hvert sinn sem hann beið eftir strætisvagni í út- hverfinu Villejuef. Maður í rauðum Ferrari sótti hana alltaf, en dag nokkurn kom hann of seint og stúlk- an fór með vagninum. Halim sagði manninum frá þessu og hann bauðst til að aka honum í vinnuna. Hann kvaðst heita Jack Donovan og stunda alþjóðleg viðskipti. Mennirnir frá Mossad Þegar Samira brá sér skömmu síðar til Iraks hringdi Donovan í Halim og þeir snæddu saman kvöld- verð. Síðan bauð hann Halim með sér í viðskiptaferð til Toulon. Halim benti honum á íyð á gámum, sem hann ætlaði að kaupa, og Donovan samdi um afslátt. Hann greiddi Halim 1.000 dollara fyrir greiðann og kynnti hann fyrir ungri vændis- konu, Marie-Claude Magal. Tveimur dögum síðar sagði Donovan Halim frá fyrirætlunum um viðskipti við þýzkt fyrirtæki með sérstök loftrör til að flytja geislavirkt efni í læknisfræðilegum tilgangi. Hann bað Halim að hlaupa í skarðið fyrir enskan vísindamenn og athuga hvort allt væri í lagi með útbúnaðinn og Halim tók vel í það. Donovan fór til Amsterdam til að semja um viðskiptin og lét sækja Halim í einkaþotu. Fyrirtæk- ið var í eigu auðugs gyðings og tveir „kaupsýslumenn,“ sem Halim hitti, voru erindreki Mossads og ísraelskur kjarnorkuvísindamaður. Vísindamaðurinn ræddi einslega við Halim, sem sagði honum frá starfí sínu. „Kaupsýslumennirnir“ gerðu grein fyrir áformum um að selja kjarnorkuver til landa í Þriðja heim- inum. „Við gætum haft áætlunina um kjarnorkuver ykkar til hliðsjón- ar,“ sagði maðurinn frá Mossad. „Ef þú getur útvegað okkur upplýs- ingar, áætlanir og fleira munum við stórgræða á þessu. En enginn má vita um þetta, ekki einu sinni Donovan."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.