Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 8

Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 starfa gób foreldrafélögí skólum? ÞESSA DAGANA er verið að endurvekja foreldrafélög í skól- um eftir sumarhvíidina. Oftast er það í tengslum við fundi þar sem foreldrum er kynnt nám og starf á komandi vetri, tækifærið þá notað og kosið í foreldraráð sem síðan velur menn í stjórn. Víða hafa starfað gróin foreldra- félög sem vakað hafa yfir velferð skólanna, tekið þátt í félags- starfi, beitt sér fyrir nýjungum eða endurbótum á búnaði skólanna. Igrunnskólalögum er gert ráð fyr- ir að foreldrafélag starfi við hvern skóla, fulltrúi þess sitji kennara- fundi og hafi þar málfrelsi og til- lögurétt. Það er ótvírætt af hinu góða að efla tengsl heimila og skóla og er reyndar for- senda opins og heilbrigðs skóla- starfs. Setja þarf félögunum lög og afmarka starfs- svið þeirra. Fyrir hvem vetur ætti eftir Gylfa Pólsson stjórn hvers félags að móta sér stefnu og velja viðfangsefni við hæfi en varast að færast of mikið í fang því að flestir hafa ærið að starfa og allt félagsstarf er tímaf- rekt sé það vel af hendi leyst. Tvennt held ég að foreldrafélags- stjórnir ættu að varast.. í fyrsta lagi að líta á sig sem eftirlitsaðila sem sífellt er að leita að því sem miður kann að fará í skólastarfinu. Og í öðru lagi að blanda sér í pólitíska þættí skólamála. Á þeim vettvangi eiga skólanefndirnar að standa vörð um hagsmuni skólans. Leggja ætti þeim mun meiri áherslu á hin mýkri málin, kynna sér það sem verið er að gera í skólanum, öðlast skilning á vandamálum sem þar er við að glíma. Þá verða þeir færari um að leggja stofnun barna þeirra lið og stuðla með því að betri skóla. Vinsamleg afstaða foreldra til skóla kemur nemendunum að meira gagni en margan grunar, þeir líta á skólann sem bandamann sinn en ekki ófeijandi andstæðing og skilja að stundum þurfa kennarar að aga þá til að ná árangri. Ég er ekki Royal súkkulaðibúðingur - eftirlæti barnanna Royal með þessu að segja að kennarar séu óskeikulir eða að ekki geti eitthvað farið aflaga í skólunum. Við vitum það best sem þar störfum að okkur eru stundum mislagðar hendur og alltaf má eitthvað betur fara. Komi foreldrar auga á misfellur eru þeir hvattir til að notfæra sér við- talstíma umsjónarkennara, koma á framfæri athugasemdum sínum og tillögum til úrbóta eða fá skýringar á því sem fyrir þeim vefst. Mörgum ágreiningi má eyða með upplýs- ingamiðlun og skoðanaskiptum og ekkert er verra en misskilningur sem nær að vinda upp á sig og herðast í óleysanlegan hnút sem eitrar hugarfarið. Skólunum er lífsnauðsyn að njóta sanngirnis. Hvað sem segja má um einstök atvik sem upp koma og moldviðrið sem rótað hefur verið upp vegna kjarabaráttu kennara er víst að þeim er umhugað að koma hveijum nemanda til þess þroska sem efni standa til og varla entust margii* kennarar í starfi létu þeir sér á sama standa um nemendur sína. En hver er ávinningnr foreldra af jákvæðu samstarfi við skólana? Ég hef heyrt foreldra segja að þeg- ar þeir fóru að taka þátt í félagslífi í skólanum hafi þeir allt í einu kynnst nýrri hlið á börnum sínum - þeirri hlið sem út á við snýr og sýnir þroska þeirra gagnvart ókunnum viðfangsefnum. Það hafi fært þau nær hvert öðru og haft bætandi áhrif á fjölskyldulífið. Það er reyndar merkjanlegt að þeim foreldrum fjölgar sem láta sig í vaxandi mæli varða skólagöngu og nám barna sinna þótt meir sé talað um firringu, afskiptaleysi og van- rækslu heimila. Þá ætti að liggja í hlutarins eðli að því meira traust og velvilji sem skapast milli heimila og skóla þeim mun betur ætti börnunum að farn- ast, betri árangur að nást og heil- brigðari einstaklingar vaxa úr grasi. Er það ekki það sem allir stefna að? TILBOÐS- DAGAR Nýborgy# Ármúla 23, sími 83636 Lægsta verð á Encyclopedia Britannica hingað til. Nú er dollarinn hagstæður til kaupa á Britannica 1990. 33 stór bindi - yfir 33000 blaðsíður - mikill íjöldi litmynda 1989 útgáfan kostaði kr. 95.000,- Við bjóðum þér 1990 útgáfuna í vönduðu, brúnu bandi á aðeins kr. 69.000,- gegn staðgreiðslu, eða á kr. 77.000,- með afborgunum. Þetta einstaka tilboð gildir meðan núverandi birgðir endast. BERGSTAÐASTRÆTI7, SÍMI 12030. OPIÐ 1-6 eh. Sjúkrahús Reykjavíkur við Þingholtsstræti 1884- 1903. Þar var læknaskólinn til húsa. LÆKNISFRÆÐI/Vid kryfjum hann> þann húöarsel! Malakoff brennivínsberserkur, mikill* vexti og kraftakarl en gæflyndur og hrekklaus. Nokkrum árum fyrir dauða háns voru menn farnir að syngja kvæðið alkunna: „Þó deyi aðrir dánumenn, Loff! Malakoffí" sem fjallar um það hvernig Þórður sleppur frá krufningakúnstum læknanna með því að birtast full- ur og í fullu fjöri þegar kjaftasag- an um lát hans gekk fjöllunum hærra um bæinn. Kvæðið er í söngbókum talið eftir Björn M. Ólsen rektor en Ingólfur heyrði því fleygt að Hannes Hafstein hefði verið meðhöfundur og líklega hafi skáldin ætlað að stríða vini sínum dr. Jónassen sem þá var forstöðumaður Læknaskól- ans. „Kvæðið var þannig til kom- ið,“ segir bókarhöfundur, „að læknaskólapiltar höfðu lengi haft ágimd á skrokk þessa fræga manns og sagt var að hann hafi verið búinn að meðtaka nokkrar brennivínsflöskur frá læknaefn- unum sem fyrirframgreiðslu.“ Strákunum þótti súrt í broti að missa af Sæfinni með sextán skó sem líklega var enn frægari vatns- karl en Þórður. Hann lenti á krufningaborðinu hjá þeim sem voru næst á undan Ingólfi og sam- ferðamönnum hans. En fleiri hafa ort um líkskurð en Ólsen og Hafstein. Guðbrandur Magnússon áfengisforstjóri var hagyrðingur góður en flíkaði því sjaldan. Hann lærði ungur prent- iðn og með honum vann piltur að nafni Sigurður, ölkær og glað- lyndur og bauð jafnan „gúmor- inn“ þegar hann skaust inn úr dyrunum, stundum nokkuð í seinna lagi. Siggi varð skammlífur en ættingjar gáfu sig engir fram til að sjá um útförina og mun líkið hafa lent á krufningaborði lækna- nema og farið þaðan í kristinna manna reit. Þetta varð hans erfi- ljóð: I kirkjugarðinn komst hann Siggi hálfur af kírúrgunum allur sundurskorinn. Enginn grætur, allra síst hann sjálfur; í sölum himna býður nú „Gúmorinn"! LOK fimmtándu aldar voru tímar landafundanna miklu og á þeirri sextándu hófust fyrir alvöru könnunarferðir um líkama mannsins. Andreas Vesalíus fæddist í Brussel 1514 og að loknu læknisnámi í Parísarborg fluttist hann til Ítalíu og gerðist á unga aldri háskólakennari í Padovu. Hann lagði stund á krufningar af slíku ofurkappi og skarpskyggni að tæplega þrítugur gaf hann út bók sem er einn af áfangasigrum læknisfræðinnar á langri leið hennar til raunsannr- ar þekkingar og vísindalegra vinnubragða. Vesalíus naut full- tingis drátthagra manna og prent- listin ung og upprennandi, tæp- lega aldargömul, sá til þess að boðskapur hins nýja tíma barst út meðal þeirra sem vildu og þurftu á honum að halda. Sama árið og meistaraverk Vesalíusar birtist á prenti kom út bók Kó- perníkusar um hreyfmgar himin- hnattanna. Gamlar og fánýtar kenningar riðuðu til falls. Allt frá þessum endurreisn- artímum hefur líkskurður verið talinn æskilegur þáttur í menntun læknisefna en hér á landi og víðar hefur bæði fyrr og síðar gengið misjafnlega að fá verkefni til þess háttar æfinga. Ingólfs læknis Gíslasonar í Borgarnesi hefur áð- ur verið getið í þessum pistlum, því að hann var fyrsti sjúklingur sem skorinn var upp við botn- Iangabólgu hér á landi. í annarri minningabókinni sem hann ritaði á efri árum segir hann frá því þegar hann og námsfélagar hans í Læknaskólanum fengu til krufn- ingar lík Þórðar nokkurs Árnason- ar sem hafði hlotið viðurnefnið Alamala eða Malakoff. Þórður þessi var gamall vatnsbéri og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.